Leita í fréttum mbl.is

Fær Örn Pálsson Nóbelinn?

Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, hefur verið gagnrýninn á ráðgjöf Hafró enda er það engin furða. Niðurskurður á aflaheimildum hefur ekki leitt til aukinnar veiði seinna eins og hefur verið lofað á síðustu 20 árum. Nú er ástandið svo að við veiðum um 30% af því sem við veiddum að jafnaði af þorski um áratugaskeið áður en þetta sérkennilega uppbyggingarstarf hófst.

Örn Pálsson er farinn að setja spurningarmerki eins og sá sem slær hér á lyklaborðið við uppbygginguna. Á heimasíðu smábátafélagsins LS gerir hann grein fyrir stórmerkilegri uppgötvun sem hann byggir á gögnum Hafrannsóknastofnunar sem a.m.k. íslensk stjórnvöld með sjávarútvegsráðherrann í broddi fylkingar gera ekki athugasemd við og fara eftir í blindni.

Í þessum gögnum kemur fram að fiskur léttist gríðarlega eftir því sem hann eldist. Í skýrslum Hafró samkvæmt úrvinnslu Arnar kemur fram að þorskur sem var 11 ára árið 2004 hafi þá mælst að meðaltali um 11 kg en nú, þegar hann er orðinn 14 ára, mælist hann að meðaltali tæp 7 kg. Ef þetta væri raunin væru þetta stórmerkilegar niðurstöður og Örn ætti ekki minna skilið en Nóbelinn fyrir uppgötvanir sínar.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

He he, já hann hlýtur að fá Nóbelinn

Landssambandið hefur reyndar látið hverja vitleysuna á fætur annarri, yfir sig ganga gegnum árin, með of miklum þegjandagangi.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 19.10.2007 kl. 01:29

2 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Örn hefur verið duglegur við að gagnrýna þetta kvótakerfi síðustu árin , en því miður hafa stjórnvöld ekki áhuga á skoðunum hagsmunaðila. kv.

Georg Eiður Arnarson, 19.10.2007 kl. 07:11

3 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Það verður fróðlegt að fylgjast með framvindu mála en það getur einnig verið nokkuð spaugilegt að lesa ræður sjávarútvegsráðherra þar sem hann setur sjálfan sig í mikla baráttu gegn sjálfum sér og stendur að lokum að eigin mati upp sem sigurvegari í þeirri glímu.

Hér er bútur úr ræðu Einars á þingi LS:

Nú fól ákvörðunin það í sér að við festum sem lágmark tiltekinn heildarafla um tveggja ára skeið. Með öðrum orðum: Við vitum að þorskaflinn á þessu og næsta fiskveiðiári fer ekki niður fyrir 130 þúsund tonn. Það er ljóst að hefði ég kosið einhvers konar millilendingu hefði verið útilokað að festa lágmarksaflamark til tveggja ára.

Ráðherra er hálfpartinn að hreykja sér af þvi að hann sé búinn af dirfsku sinni að ákveða að veiðiheimildir að ári verði ekki lægri en á yfirstandandi fiskveiðiári.

Í lokin bendir hann á að það hefði getað farið verr á næsta ári ef hann hefði ekki bundið lágmarksafla við það sögulega lágmark sem hann ákvað sjálfur.

Sigurjón Þórðarson, 19.10.2007 kl. 10:06

4 Smámynd: Júlíus Valsson

Örninn er alltaf góður og veit hvað hann er að segja. Það er alls kyns vitleysa borin á borð í fiskveiðimálum. Það vantar fleiri menn, sem þora að rífa kjaft!

Júlíus Valsson, 19.10.2007 kl. 10:41

5 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Framkvæmdastjóri Landsambands smábátaeigenda Örn Pálsson, er ekki að gagnrýna kvótakefið með umfjöllun sinni um veiðiráðkjöf Hafró og þær upplýsingar sem þar er að finna.Hann er að gagnrýna Hafró. Á aðalfundi Landsambands smábátaeigenda var samþykkt tillaga um, að aflahlutdeildarkerfi það sem nú er notað við stjórn fiskveiða hér á landi verði fest í sessi með skýrari lögum um afnotarétt til framtíðar.Fundinum lauk í gær. Það er engin ástæða til þess að ætla að framkvæmdastjórinn fari ekki eftir samþykktum fundarins, sem voru fjölmargar.

Sigurgeir Jónsson, 20.10.2007 kl. 17:30

6 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Mig langar að spyrja þig, Sigurgeir, sem reyndan skipstjóra á Ísbirninum hvort þú takir undir þessa gagnrýni Arnar á Hafró. Í öðru lagi, heldur þú að meira verði til skiptanna hjá smábátasjómönnum í Sandgerði ef veiðar frá Grímsey leggjast af?

Sigurjón Þórðarson, 20.10.2007 kl. 20:02

7 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Ég tek undir gagnrýni Arnar.Éghef enga ástæðu til að ætla að veiðar frá Grímsey leggist af.Þótt Landhelgisgæsla og fleiri eftirlitsaðilar í kerfinu titli mig skipstjóra á sex tonna bát, þá get ég alveg eins verið háseti, vélstjóri, kokkur eða messagutti á ísbirninum.

Sigurgeir Jónsson, 20.10.2007 kl. 21:51

8 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Erlingur þú er þá væntanlega að tala um Sveinbjörn frumkvöðlu sem hefur m.a. komið að stað beituverksmiðju sem starfrækt er í Súðavík og væntanlega í Danmörku.

Hann á örugglega sinn þá í þessu ásamt Jóni Kristjánssyni og Kristni Péturssyni frá Bakkafirði.  Ég held reyndar að Sveinbjörn hafi dregið sig að mestu út ur umræðunni á síðustu árum.

Það var ágætt að sjá að Mogginn í morgun var að gera grein fyrir röksemdum Aranr en ég furða mig alltaf á því hvað það er lítill áhugi fjölmiðla á þessum málum miðað við hvað kvótakerfið og ráðgjöf Hafró stendur völtum fótum líffræðilega og hvað ráðgjöfin og kerfið hefur haft víðtæk samfélagslega áhrif.

Að einhverju leyti skil umfjöllun Fréttablaðsins þar ritstjorinn ber mikla sök á framvindu kerfisins í stjórnartíð sinni sem ráðherra.

Sigurjón Þórðarson, 22.10.2007 kl. 09:40

9 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Það á að banna Þorsteini Pálssyni að fjalla um sjávarútvegsmál. Það var hann sem byrjaði að elta þvæluna í Hafró á sínum tíma með afleiðingum sem við horfum upp á í dag. Auðvita reynir hann að verja þvæluna sem hann byrjaði á. Góð grein í Mogganum ég birti hana á síðunni minn. Og Örn Pálsson á sannarlega skilið að fá Nóbelinn.

kv. Halli.

Hallgrímur Guðmundsson, 22.10.2007 kl. 09:55

10 Smámynd: Magnús Þór Hafsteinsson

Áður en farið verður út í að dreifa Nóbelsverðlaunum mætti nú byrja á því að senda suma á lestrarnámskeið og þá á ég við þá sem hafa verið að kaupa kvóta undanfarin misseri.

Annað eins glópagull hefur ekki verið selt hérlendis - allir sem vissu gátu séð það á skýrslum HAFRÓ að það voru meiri líkur á að snjóbolti frysi í helvíti en að bætt yrði við þorskkvótann eða hann yrði áfram eins og var. Þarna stóð svart á hvítu að mjög miklar líkur væru á kvótaniðurskurði næstu árin. Þegar tölur bárust síðan úr togararalli í mars var auðsjáanlegt hver niðurstaðan yrði.

Ég er alltaf jafn gapandi hissa þessa dagana þegar ég sé viðtöl við útgerðarmenn sem voru nýbúnir að kaupa sér kvóta og svo var allt tekið af þeim...

Þorskkvótinn við Ísland verður ekki aukinn að neinu verulegu marki næstu 10 til 15 árin og heldur skorinn frekar niður ef eitthvað verður. Nema til komi stefnubreyting. Því það er bara staðreynd að íslenskum fiskveiðum er og hefur verið stjórnað af kjánaprikum og árangurinn er eftir því.

Magnús Þór Hafsteinsson, 22.10.2007 kl. 15:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband