18.10.2007 | 23:37
Fær Örn Pálsson Nóbelinn?
Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, hefur verið gagnrýninn á ráðgjöf Hafró enda er það engin furða. Niðurskurður á aflaheimildum hefur ekki leitt til aukinnar veiði seinna eins og hefur verið lofað á síðustu 20 árum. Nú er ástandið svo að við veiðum um 30% af því sem við veiddum að jafnaði af þorski um áratugaskeið áður en þetta sérkennilega uppbyggingarstarf hófst.
Örn Pálsson er farinn að setja spurningarmerki eins og sá sem slær hér á lyklaborðið við uppbygginguna. Á heimasíðu smábátafélagsins LS gerir hann grein fyrir stórmerkilegri uppgötvun sem hann byggir á gögnum Hafrannsóknastofnunar sem a.m.k. íslensk stjórnvöld með sjávarútvegsráðherrann í broddi fylkingar gera ekki athugasemd við og fara eftir í blindni.
Í þessum gögnum kemur fram að fiskur léttist gríðarlega eftir því sem hann eldist. Í skýrslum Hafró samkvæmt úrvinnslu Arnar kemur fram að þorskur sem var 11 ára árið 2004 hafi þá mælst að meðaltali um 11 kg en nú, þegar hann er orðinn 14 ára, mælist hann að meðaltali tæp 7 kg. Ef þetta væri raunin væru þetta stórmerkilegar niðurstöður og Örn ætti ekki minna skilið en Nóbelinn fyrir uppgötvanir sínar.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bloggvinir
- Helga Þórðardóttir
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Jens Guð
- Hallgrímur Guðmundsson
- Ásta Hafberg S.
- Jóhann Elíasson
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Óskar Helgi Helgason
- Georg Eiður Arnarson
- Óskar Þorkelsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Hallur Magnússon
- Sigurður Þórðarson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Katrín
- Þarfagreinir
- Samtök sjálfstæðra í sjávarútvegi
- Frjálslyndi flokkurinn í Eyjafirði
- Hallgrímur Óli Helgason
- Jón Kristjánsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Jón Valur Jensson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Kjartan Eggertsson
- Halla Rut
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Grétar Pétur Geirsson
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- J. Einar Valur Bjarnason Maack
- ragnar bergsson
- Bjarni Harðarson
- Rannveig Þorvaldsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Eiríkur Guðmundsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- erlahlyns.blogspot.com
- Agný
- Guðjón Ólafsson
- Einar Ben
- Jón Aðalsteinn Jónsson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Ólafur Ragnarsson
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Ólafur Björn Ólafsson
- Halldór Jónsson
- Elvar Atli Konráðsson
- Kristján H Theódórsson
- Guðjón Sigþór Jensson
- Helgi Már Barðason
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Víðir Benediktsson
- Valgerður Sigurðardóttir
- Jens Sigurjónsson
- Vestfirðir
- Sigurður Ásbjörnsson
- Jón Magnússon
- Viðar Friðgeirsson
- Axel Jóhannes Yngvason
- Svava S. Steinars
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Quackmore
- Árni "Gamli" Einarsson
- Haukur Már Helgason
- Þóra Guðmundsdóttir
- Heiða Þórðar
- Steingrímur Ólafsson
- Vefritid
- Ársæll Níelsson
- S. Einar Sigurðsson
- Rannveig H
- Gísli Gíslason
- Bjarni Kjartansson
- Steingrímur Helgason
- Fiðrildi
- Baldur Fjölnisson
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Linda Lea Bogadóttir
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Hanna
- Sverrir Stormsker
- Ottó Marvin Gunnarsson
- gudni.is
- Einar Vignir Einarsson
- Hákon Unnar Seljan Jóhannsson
- Valgerður Halldórsdóttir
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Jóhann Kristjánsson
- Oddur Helgi Halldórsson
- Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
- María Harðardóttir og Þorsteinn Narfason
- Grétar Rögnvarsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Róbert Guðmundur Schmidt
- Steinn Hafliðason
- Landssamband ungra frjálslyndra
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Þórir Aðalsteinsson
- Vilborg Traustadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Sævar Einarsson
- Ketilás
- Ómar Pétursson
- Eyþór Grétar Grétarsson
- FF
- Jón Þór Bjarnason
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Árnason
- Alexander Kristófer Gústafsson
- Róbert Tómasson
- Landvernd
- ThoR-E
- Haraldur Baldursson
- Sigurður Jón Hreinsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- busblog.is
- Sigríður Inga Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Svanhildur Karlsdóttir
- Gísli Birgir Ómarsson
- Árni Árnason
- Grétar Mar Jónsson
- Perla
- Ingunn Guðnadóttir
- Irma Þöll
- Skattborgari
- Gulli litli
- Jón Snæbjörnsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Sigríður Elfa Eyjólfsdóttir
- Mál 214
- Bullukolla
- kreppukallinn
- hreinsamviska
- Arinbjörn Kúld
- Orgar
- Guðjón Baldursson
- Gunnar Þór Gunnarsson
- Hörður B Hjartarson
- Gunnar Björn Björnsson
- Haraldur Hansson
- Þórólfur S. Finnsson
- Birna Steingrímsdóttir
- Gestur Guðjónsson
- Jónas Rafnar Ingason
- Stríða
- Götusmiðjan
- Brynja skordal
- Haraldur Bjarnason
- Guðmundur Óli Scheving
- Ásta
- Markús frá Djúpalæk
- Jörundur Garðarsson
- MIS
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Björn Júlíus Grímsson
- S Kristján Ingimarsson
- Bryndís Haraldsdóttir
- Þórður Björn Sigurðsson
- Magnús Kristjánsson
- Bergur Sigurðsson
- Guðrún Ólafía Brynleifsdóttir
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Ólafía Herborg Jóhannsdóttir
- Heimssýn
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Óskar Arnórsson
- Sigurbjörn Svavarsson
- Árni Davíðsson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Árelíus Örn Þórðarson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- L.i.ú.
- Rafn Gíslason
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Samtök Fullveldissinna
- Vaktin
- Arnar Guðmundsson
- Lárus Baldursson
- Sveinn Elías Hansson
- Þórarinn Baldursson
- Kjartan Magnússon
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Berglind Steinsdóttir
- Bjarney Vigdís Ingimundardóttir
- BJÖRK
- Björn Emilsson
- Dagný
- Dominus Sanctus.
- Friðgeir Sveinsson
- Guðmundur Ásgeirsson
- Guðmundur Pálsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Högni Snær Hauksson
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Jón Þórhallsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ragnar Stefán Rögnvaldsson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Ingólfsson
- Stefán Júlíusson
- Sumarliði Einar Daðason
- Sveinn Björnsson
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Úrsúla Jünemann
- Valdimar H Jóhannesson
Tenglar
Mínir tenglar
- Losnað við pestina Þetta hefur reynst mér vel við að losna við allar pestir þá 5 mánuði sem ég hef reynt immiflexið
- Ginseng Hér fæ ég kraftinn
- Frjálslyndi flokkurinn Vill breyta kvótakerfinu
- Ungmennasamband Skagafjarðar Ég er formaður
- Hér kaupi ég tölvudótið Ódýrt og gott
Sjávarútvegsmál
- Hafró Stofnunin þar sem ákveðið er hversu mikið má veiða
- Landssamband íslenskra útvegsmanna LÍÚ
- Landssamband smábátaeigenda LS
- Jörgen Niclasen Formaður Fólkaflokksins í Færeyjum
- Helgi Áss Grétarsson Sérfræðingur í HÍ á vegum LÍÚ
Fréttamiðlar
- Al Jazeera Gefur Bandaríkjamönnum engin grið
- BBC BBC
- Börsen Dönsk fjármálasíða
- Seðlabankinn Musteri Davíðs
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 109
- Frá upphafi: 1013224
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 61
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Janúar 2024
- Apríl 2023
- Október 2022
- Október 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Janúar 2019
- Apríl 2018
- Desember 2017
- Október 2016
- Ágúst 2016
- Janúar 2016
- Nóvember 2015
- Nóvember 2014
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Desember 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Af mbl.is
Erlent
- Tveir Danir á meðal ferðamanna sem létust
- John Prescott er látinn
- Boða byltingu í flugi til Grænlands
- Lars Løkke: Danir fylgjast náið með
- Vinaþjóðir Úkraínu kyndi undir sálfræðihernað Rússa
- Yfirvöld láta ekkert uppi: Sænsk herskip kölluð út
- Danir og Svíar útiloka ekki skemmdarverk
- Þúsundir þrömmuðu um götur Aþenu
- Ergelsi hjá Google
- Tvíburasystur týndust í Tyrklandi
Athugasemdir
He he, já hann hlýtur að fá Nóbelinn
Landssambandið hefur reyndar látið hverja vitleysuna á fætur annarri, yfir sig ganga gegnum árin, með of miklum þegjandagangi.
kv.gmaria.
Guðrún María Óskarsdóttir., 19.10.2007 kl. 01:29
Örn hefur verið duglegur við að gagnrýna þetta kvótakerfi síðustu árin , en því miður hafa stjórnvöld ekki áhuga á skoðunum hagsmunaðila. kv.
Georg Eiður Arnarson, 19.10.2007 kl. 07:11
Það verður fróðlegt að fylgjast með framvindu mála en það getur einnig verið nokkuð spaugilegt að lesa ræður sjávarútvegsráðherra þar sem hann setur sjálfan sig í mikla baráttu gegn sjálfum sér og stendur að lokum að eigin mati upp sem sigurvegari í þeirri glímu.
Hér er bútur úr ræðu Einars á þingi LS:
Nú fól ákvörðunin það í sér að við festum sem lágmark tiltekinn heildarafla um tveggja ára skeið. Með öðrum orðum: Við vitum að þorskaflinn á þessu og næsta fiskveiðiári fer ekki niður fyrir 130 þúsund tonn. Það er ljóst að hefði ég kosið einhvers konar millilendingu hefði verið útilokað að festa lágmarksaflamark til tveggja ára.
Ráðherra er hálfpartinn að hreykja sér af þvi að hann sé búinn af dirfsku sinni að ákveða að veiðiheimildir að ári verði ekki lægri en á yfirstandandi fiskveiðiári.
Í lokin bendir hann á að það hefði getað farið verr á næsta ári ef hann hefði ekki bundið lágmarksafla við það sögulega lágmark sem hann ákvað sjálfur.
Sigurjón Þórðarson, 19.10.2007 kl. 10:06
Örninn er alltaf góður og veit hvað hann er að segja. Það er alls kyns vitleysa borin á borð í fiskveiðimálum. Það vantar fleiri menn, sem þora að rífa kjaft!
Júlíus Valsson, 19.10.2007 kl. 10:41
Framkvæmdastjóri Landsambands smábátaeigenda Örn Pálsson, er ekki að gagnrýna kvótakefið með umfjöllun sinni um veiðiráðkjöf Hafró og þær upplýsingar sem þar er að finna.Hann er að gagnrýna Hafró. Á aðalfundi Landsambands smábátaeigenda var samþykkt tillaga um, að aflahlutdeildarkerfi það sem nú er notað við stjórn fiskveiða hér á landi verði fest í sessi með skýrari lögum um afnotarétt til framtíðar.Fundinum lauk í gær. Það er engin ástæða til þess að ætla að framkvæmdastjórinn fari ekki eftir samþykktum fundarins, sem voru fjölmargar.
Sigurgeir Jónsson, 20.10.2007 kl. 17:30
Mig langar að spyrja þig, Sigurgeir, sem reyndan skipstjóra á Ísbirninum hvort þú takir undir þessa gagnrýni Arnar á Hafró. Í öðru lagi, heldur þú að meira verði til skiptanna hjá smábátasjómönnum í Sandgerði ef veiðar frá Grímsey leggjast af?
Sigurjón Þórðarson, 20.10.2007 kl. 20:02
Ég tek undir gagnrýni Arnar.Éghef enga ástæðu til að ætla að veiðar frá Grímsey leggist af.Þótt Landhelgisgæsla og fleiri eftirlitsaðilar í kerfinu titli mig skipstjóra á sex tonna bát, þá get ég alveg eins verið háseti, vélstjóri, kokkur eða messagutti á ísbirninum.
Sigurgeir Jónsson, 20.10.2007 kl. 21:51
Erlingur þú er þá væntanlega að tala um Sveinbjörn frumkvöðlu sem hefur m.a. komið að stað beituverksmiðju sem starfrækt er í Súðavík og væntanlega í Danmörku.
Hann á örugglega sinn þá í þessu ásamt Jóni Kristjánssyni og Kristni Péturssyni frá Bakkafirði. Ég held reyndar að Sveinbjörn hafi dregið sig að mestu út ur umræðunni á síðustu árum.
Það var ágætt að sjá að Mogginn í morgun var að gera grein fyrir röksemdum Aranr en ég furða mig alltaf á því hvað það er lítill áhugi fjölmiðla á þessum málum miðað við hvað kvótakerfið og ráðgjöf Hafró stendur völtum fótum líffræðilega og hvað ráðgjöfin og kerfið hefur haft víðtæk samfélagslega áhrif.
Að einhverju leyti skil umfjöllun Fréttablaðsins þar ritstjorinn ber mikla sök á framvindu kerfisins í stjórnartíð sinni sem ráðherra.
Sigurjón Þórðarson, 22.10.2007 kl. 09:40
Það á að banna Þorsteini Pálssyni að fjalla um sjávarútvegsmál. Það var hann sem byrjaði að elta þvæluna í Hafró á sínum tíma með afleiðingum sem við horfum upp á í dag. Auðvita reynir hann að verja þvæluna sem hann byrjaði á. Góð grein í Mogganum ég birti hana á síðunni minn. Og Örn Pálsson á sannarlega skilið að fá Nóbelinn.
kv. Halli.
Hallgrímur Guðmundsson, 22.10.2007 kl. 09:55
Áður en farið verður út í að dreifa Nóbelsverðlaunum mætti nú byrja á því að senda suma á lestrarnámskeið og þá á ég við þá sem hafa verið að kaupa kvóta undanfarin misseri.
Annað eins glópagull hefur ekki verið selt hérlendis - allir sem vissu gátu séð það á skýrslum HAFRÓ að það voru meiri líkur á að snjóbolti frysi í helvíti en að bætt yrði við þorskkvótann eða hann yrði áfram eins og var. Þarna stóð svart á hvítu að mjög miklar líkur væru á kvótaniðurskurði næstu árin. Þegar tölur bárust síðan úr togararalli í mars var auðsjáanlegt hver niðurstaðan yrði.
Ég er alltaf jafn gapandi hissa þessa dagana þegar ég sé viðtöl við útgerðarmenn sem voru nýbúnir að kaupa sér kvóta og svo var allt tekið af þeim...
Þorskkvótinn við Ísland verður ekki aukinn að neinu verulegu marki næstu 10 til 15 árin og heldur skorinn frekar niður ef eitthvað verður. Nema til komi stefnubreyting. Því það er bara staðreynd að íslenskum fiskveiðum er og hefur verið stjórnað af kjánaprikum og árangurinn er eftir því.
Magnús Þór Hafsteinsson, 22.10.2007 kl. 15:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.