Leita í fréttum mbl.is

Belgingur í Bifrastarstjórninni

Margir bundu vonir við nýja stjórn Orkuveitunnar, að þar yrði valinkunnið fólk, bæði fyrrum rektor Bifrastar og núverandi aðstoðarrektor, sem myndi koma festu og trúverðugleika á í stjórn OR. Ekki byrjar þó Jón Sigurðsson gæfulega þar sem hann belgir sig út í blöðunum og storkar landsmönnum í viðtalinu í dag með því nánast að hvítþvo vægast sagt vafasöm vinnubrögð við stofnun REI. Hann snýr almennri hneykslan og vantrú almennings á vinnubrögð sem hafa verið viðhöfð upp í barnaskap einstakra borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins.

Jón Sigurðsson ætti að vita manna best að efasemdir og vantrú eru ekki síst meðal nýrra samstarfsmanna Framsóknaflokksins í borgarstjórn þannig að yfirlýsingar hans eru að mínu mati algjörlega taktlausar og eins og hann sé að storka bæði nýjum meirihluta og almenningi í landinu.


mbl.is Bernskir borgarfulltrúar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er leitt að Frjálslyndir og óháðir skyldu ekki fá að tilnefna neinn í stjórn OR.  

Ertu eitthvað súr yfir því ? þrátt fyrir að eiga göfugan forseta borgarstjórnar....

Ágúst Jónatansson (IP-tala skráð) 18.10.2007 kl. 11:49

2 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Satt best að segja hafði ég ekki tekið eftir því að F listinn hefði ekki fulltrúa í stjórn OR.  Mig minnir að Ólafur F hafi setið í stjórninni en hann virðist þá hafa gefið sæti sitt eftir til Jóns Sigurðssonar fyrrum formanns Framsóknarflokksins.

Hitt er svo annað mál að ég er í tengslum við marga ágæta framsóknarmenn sem þykir mjög miður hvernig hlutir æxluðust sunnan heiða með sameiningu REI og GGE og geta þess vegna tekið undir ofangreindar línur þó svo ekki sé vafamál að þeir hefðu orðað þær með öðrum hætti.

Sigurjón Þórðarson, 18.10.2007 kl. 13:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband