10.10.2007 | 10:20
Meira um REI og GGE - svar til Vilhjálms Þorsteinssonar
Ég var byrjaður að svara athugasemd frá Vilhjálmi Þorsteinssyni við pistli mínum um hjal sjónvarpsmannsins Evu Maríu við athafnamanninn Bjarna Ármanns í athugasemdakerfinu en ákvað síðan að gera svarið að sérstökum pistli:
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:22 | Facebook
Athugasemdir
Ég get nú ekki annað sagt en glæsilegt :)
Vilhjálmur Þorst. búinn að pissa í skóinn strax - vonandi sér hann sér fært að svara.
Hanna, 10.10.2007 kl. 11:32
Þetta er líkast því sem "drengstaulinn" Vilhjálmur Þorsteinsson hafi verið settur á kné og rassskelltur opinberlega. Ég spái því að gamli góði Villi tilkynni um starfslok sín á borgarstjórnarfundinum í dag. Því miður er illa komið fyrir góðum dreng sem "hrifsarar" hafa haft að leiksoppi í þessu máli.
Hann virðist hafa fallið í þann fúla pytt að ljúga til um þessa gjörð alla saman og aðkomu sína að henni. Þetta er kallað "Árna Johnsens heilkennið"
Sveinn Ingi Lýðsson, 10.10.2007 kl. 12:14
Það er greinilegt að fólkið í þessu landi skiptist í tvo hópa, þá sem eru tilbúnir að samþykkja sölu, eða útsölu á orkuauðlindum þessa lands til einkaaðila og þá sem eru á móti slíkum gjörningum. Það er mín skoðun að meirihluti Íslendinga sé á móti sölu orkuauðlinda í eigu ríkis eða sveitarfélaga. Slíkar eignir er líka afar erfitt að verðleggja. Þær eru eins og kalda vatnið, lífsnauðsyn sem allir eru háðir og snertir grundvallarþarfir okkar allra.
Nú lætur meirihluti Borgarstjórnar sem að málið megi leiða til farsælla lykta, með því einfaldlega að OR selji í snarhasti sinn hlut í samrunafyrirtækinu og tönglast á því að tíu milljarðar fáist fyrir þann hlut, sem sé lítið annað en þekkingarauður. Samrunasamningurinn þolir hinsvegar ekki dagsljósið og það liggur í augum uppi að GGE er að slægjast eftir hlut OR í Hitaveitu Suðurnesja,- 34 % í allt. Það er semsagt þekkingarauðurinn!! Þannig ná þeir meirhluta stöðu í HS og geta farið með það fyrirtæki eins og þá lýstir. Hlutir OR í HS eru þó ekki alveg í höfn, því önnur sveitarfélög geta neitt forkaupsréttar síns. Þar sem orkuauðlindir HS eru innan þeirra fjarlægðamarka að hægt er að virkja þær fyrir borgarbúa og nágrannasveitarfélög, er með áætlaðri sölu OR hlutans í þeim, verið að vega að langtímahagsmunum borgarbúa og annarra íbúa á svæðinu, því hvað eru skítnir tíu milljarðar fyrir þær?
Það er af og frá að GGE sé aðallega útrásarfyrirtæki. Það hefur fyrst og fremst verið að kaupa hluti í HS og vill kaupa þar fleiri hluti. Almenningur þessa lands þarf að mynda öfluga hreyfingu og slá skjaldborg um náttúruauðlindir landsins, til að klækjóttir stjórnmálamenn, eins og Villi borgarstjóri, afhendi þær ekki á silfurþaki til verðbréfakapítalista. Frjálslyndi flokkurinn og VG eru einu trúverðugu flokkarnir sem geta verið í slíkri hreyfingu, ásamt ýmsum óflokkspólitískum öflum.
Guttormur Sigurdsson (IP-tala skráð) 10.10.2007 kl. 20:58
Vel skrifandi menn með skoðanir, bæði Sigurjón og Viðar.
Nútíminn er fremur skoðana- og husjónalaus enda eru svok. samræðustjórnmál heldur illa séð og þeirri innrætingu hefur verið komið inn í almennig af ákveðinni maskínu og henni heldur fasískri. Þessi maskína þolir ekki vel umræðu vegna brenglaðar og fjármagnsstýrðrar hugmyndafræði - rétt eins og samsvarandi ruglustrumpar fyrir þetta 70 árum - þeir vilja bara framkvæma og láta síðan leppstýrðan ruslpóst ljúga sig út úr afleiðingunum. Þetta er ekkert nýtt. Hjólið var ekki fundið upp í gær.
Baldur Fjölnisson, 10.10.2007 kl. 22:41
Ég þakka ítarleg viðbrögð Sigurjóns og þann heiður að fá heila bloggfærslu í andsvar við tilskrifelsi mínu.
Komnum á fimmtugsaldurinn og gránandi í vöngum finnst mér líka þakkarvert að vera kallaður "drengstauli", lít á það sem kompliment á unglegt útlit. Kannski er það vatnið hér í Skerjafirðinum sem er svona hollt?
Ég á engra hagsmuna að gæta í þessu máli, af eða á, en hef 25 ára reynslu af viðskiptalífinu og rann til rifja það yfirgripsmikla þekkingarleysi á viðskiptum sem mér fannst ég sjá hér á blogginu, sem blindar mönnum sýn í málefnalegri umræðu. Vissulega er þörf á málefnalegri umræðu um REI og ýmsar rangar ákvarðanir teknar í því máli undanfarið, bæði hvað varðar samskipti og varðandi hagsmunagæslu fyrir eigendur OR. En það er um að gera að gagnrýna á réttum forsendum, ekki fara bara með gaspur og fleipur, eins og allt of oft markar málflutning Frjálslynda flokksins og hans talsmanna. (Ekki þó Margrétar Sverrisdóttur í málefnum REI, ég held að ég sé að mestu leyti sammála henni.)
Vík ég þá að andsvörum Sigurjóns.
1. Mér finnst kaupréttarsamningar, um hugsanleg kaup í framtíð á fyrirframákveðnu gengi, þannig að ekki er hægt að tapa á viðskiptunum, allt annar hlutur en bein kaup á hlutafé sem greitt er út í hönd. Lesendur verða bara að ákveða sjálfir hvort þeim finnst þetta markverður munur eða bara orðhengilsháttur.
2. Það þarf ekkert óháð verðmat á REI því verðmæti helstu eigna liggur fyrir; það hafa verið nýleg viðskipti með HS og Jarðboranir og svo er um að ræða reiðufé og mat á viðskiptavild OR upp á 10 milljarða. Út frá þessu má setja verðmiða með nokkurri nákvæmni á bæði framlag OR og GGE til REI og mynda þannig heildarverðmæti hins sameinaða félags og skiptihlutföll milli eigenda (en OR á 35,5% í sameinuðu félagi og er stærsti hluthafi þess).
Ekki ætla ég að verja endilega kaup lykilmanna á hlutafé á undirverði en vek þó athygli á því að kaupendurnir hefðu klárlega þurft að borga strax tekjuskatt af mismuninum á genginu 1,3 og genginu 2,77 og hefðu því sirka 35% af ávinningnum runnið beint í ríkissjóð.
3. Upphaflegi punktur minn um að það sé ekkert endilega óeðlilegt að starfsmönnum fyrirtækja bjóðist að gerast hluthafar, stendur óhaggaður. Það getur verið prýðileg hagsmunagæsla fyrir almenning að varna því að starfsmenn fari frá fyrirtækinu og að tengja hag þeirra við hag félagsins.
4. Það er alveg á hreinu og ekkert leyndarmál hvaða eignir gengu inn í REI. Það má t.d. lesa í fréttatilkynningu um samrunann á vef REI og líka í ýtarlegum fréttum Morgunblaðsins og annarra fjölmiðla.
5. Það er ekkert til sem heitir "óháð verðmat". Rétt verð er einfaldlega það verð sem kaupandi er tilbúinn að greiða og seljandi sættir sig við að fá. Það er engin leið að halda því fram að OR sé hlunnfarin í þessum samruna því tiltölulega auðvelt er að reikna út verð eigna GGE miðað við nýleg viðskipti, og OR fær viðskiptavild metna á 10 milljarða inn í samrunann.
6. Sameiningin sjálf er alveg uppi á borðum, menn geta kýtt um hlutafjárkaup einstaklinga en stóru fjárhæðirnar í málinu eru ljósar. Þeir sem nenna að bera sig eftir gögnum, t.d. með örstuttri leit á netinu, geta fengið tölurnar og lesið þær sjálfir.
Að þessu sögðu, þá geta menn vitaskuld rætt um það prinsipp hvort Hitaveita Suðurnesja eigi að vera í almannaeigu eða einkaeigu, en sú ákvörðun var í raun tekin fyrir alllöngu þegar ríkið seldi sinn hlut í HS í útboði til hæstbjóðanda (á mjög háu verði, nóta bene). Sömuleiðis er mjög athyglisvert að velta því fyrir sér hvort ályktun borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins, sem tekin var í taugaæsingi, um að selja beri hlut OR í REI sem fyrst, sé skynsamleg fyrir borgarbúa. Þá má líka ræða hvort afstaða Moggans og Björns Bjarnasonar, sem er sú að OR hefði alls ekki átt að búa til REI og gera verðmæti úr jarðhitaþekkingu félagsins, sé galin eður ei. En eitthvað bull um "arðrán" og að "afhenda náttúruauðlindir landsins á silfurþaki (svo)" og að Bjarni Ármannsson sé að "ljúga" og að "ræna milljörðum af þjóðinni" og "kæra sameininguna til lögreglunnar" og "kaupa hlut í Hellisheiðarvirkjun" er nóg til að drengstaula úr Skerjafirði ofbjóði orðbragðið og órökstuddu dylgjurnar og staðreyndavillurnar.
Vilhjálmur Þorsteinsson, 11.10.2007 kl. 00:18
Vilhjálmi má vera það umhugsunarefni stundarkorn að það eru ekki allir haldnir þeirri svívirðilegu græðgi sem endurspeglast í því að auðmenn vilji ná tangarhaldi á orkufyrirtækjunum.
Þeir vilja fá þekkingu og reynslu orkufyrirtækjanna fyrir lítið, blanda því saman við peninga frá sér og eignast svo allt trallið. Það þarf ekki mikil gáfumenni til að skilja hvernig þetta virkar.
Þeir borgarbúar sem hafa greitt til orkuveitunnar, stundum okurfé, eru nefnilega eigendur hennar og það hefur alveg gleymst í umræðunni. Græðgisfrekjurnar láta nefnilega eins og þeir séu ekki til og eigi engan rétt vegna fjölda og smæðar hvers fyrir sig.
Ég tel eðlilegt að Vilhjálmur, Björn Ingi, Hjölfeifur Kvaran, Guðmundur Þóroddsson og Haukur Leósson verði allir reknir. Þeir hafa myndað samsærið um að stela helstu eignum Orkuveitu Reykjavíkur en hafa samt þegið laun í umboði eigenda fyrirtækisins sem eru borgarbúar. Þetta er borðleggjandi einfalt: Burt með svona þjófa!
Þetta er klárlega trúnaðarbrestur, þetta sjá flestir borgarfulltrúar íhaldsins þótt þeir séu neyddir af forystunni til að hlýða. Sýnið manndóm í þessu máli og mokið þessum mannskap út!
Það er ekki fallegt, Vilhjálmur, að væna Sigurjón um þekkingarleysi á viðskiptasviði. Í þessu máli sjá allir hvað er í gangi.
Haukur Nikulásson, 11.10.2007 kl. 08:48
Bæta við athugasemd
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.
Bloggvinir
- Helga Þórðardóttir
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Jens Guð
- Hallgrímur Guðmundsson
- Ásta Hafberg S.
- Jóhann Elíasson
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Óskar Helgi Helgason
- Georg Eiður Arnarson
- Óskar Þorkelsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Hallur Magnússon
- Sigurður Þórðarson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Katrín
- Þarfagreinir
- Samtök sjálfstæðra í sjávarútvegi
- Frjálslyndi flokkurinn í Eyjafirði
- Hallgrímur Óli Helgason
- Jón Kristjánsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Jón Valur Jensson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Kjartan Eggertsson
- Halla Rut
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Grétar Pétur Geirsson
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- J. Einar Valur Bjarnason Maack
- ragnar bergsson
- Bjarni Harðarson
- Rannveig Þorvaldsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Eiríkur Guðmundsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- erlahlyns.blogspot.com
- Agný
- Guðjón Ólafsson
- Einar Ben
- Jón Aðalsteinn Jónsson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Ólafur Ragnarsson
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Ólafur Björn Ólafsson
- Halldór Jónsson
- Elvar Atli Konráðsson
- Kristján H Theódórsson
- Guðjón Sigþór Jensson
- Helgi Már Barðason
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Víðir Benediktsson
- Valgerður Sigurðardóttir
- Jens Sigurjónsson
- Vestfirðir
- Sigurður Ásbjörnsson
- Jón Magnússon
- Viðar Friðgeirsson
- Axel Jóhannes Yngvason
- Svava S. Steinars
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Quackmore
- Árni "Gamli" Einarsson
- Haukur Már Helgason
- Þóra Guðmundsdóttir
- Heiða Þórðar
- Steingrímur Ólafsson
- Vefritid
- Ársæll Níelsson
- S. Einar Sigurðsson
- Rannveig H
- Gísli Gíslason
- Bjarni Kjartansson
- Steingrímur Helgason
- Fiðrildi
- Baldur Fjölnisson
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Linda Lea Bogadóttir
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Hanna
- Sverrir Stormsker
- Ottó Marvin Gunnarsson
- gudni.is
- Einar Vignir Einarsson
- Hákon Unnar Seljan Jóhannsson
- Valgerður Halldórsdóttir
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Jóhann Kristjánsson
- Oddur Helgi Halldórsson
- Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
- María Harðardóttir og Þorsteinn Narfason
- Grétar Rögnvarsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Róbert Guðmundur Schmidt
- Steinn Hafliðason
- Landssamband ungra frjálslyndra
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Þórir Aðalsteinsson
- Vilborg Traustadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Sævar Einarsson
- Ketilás
- Ómar Pétursson
- Eyþór Grétar Grétarsson
- FF
- Jón Þór Bjarnason
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Árnason
- Alexander Kristófer Gústafsson
- Róbert Tómasson
- Landvernd
- ThoR-E
- Haraldur Baldursson
- Sigurður Jón Hreinsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- busblog.is
- Sigríður Inga Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Svanhildur Karlsdóttir
- Gísli Birgir Ómarsson
- Árni Árnason
- Grétar Mar Jónsson
- Perla
- Ingunn Guðnadóttir
- Irma Þöll
- Skattborgari
- Gulli litli
- Jón Snæbjörnsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Sigríður Elfa Eyjólfsdóttir
- Mál 214
- Bullukolla
- kreppukallinn
- hreinsamviska
- Arinbjörn Kúld
- Orgar
- Guðjón Baldursson
- Gunnar Þór Gunnarsson
- Hörður B Hjartarson
- Gunnar Björn Björnsson
- Haraldur Hansson
- Þórólfur S. Finnsson
- Birna Steingrímsdóttir
- Gestur Guðjónsson
- Jónas Rafnar Ingason
- Stríða
- Götusmiðjan
- Brynja skordal
- Haraldur Bjarnason
- Guðmundur Óli Scheving
- Ásta
- Markús frá Djúpalæk
- Jörundur Garðarsson
- MIS
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Björn Júlíus Grímsson
- S Kristján Ingimarsson
- Bryndís Haraldsdóttir
- Þórður Björn Sigurðsson
- Magnús Kristjánsson
- Bergur Sigurðsson
- Guðrún Ólafía Brynleifsdóttir
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Ólafía Herborg Jóhannsdóttir
- Heimssýn
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Óskar Arnórsson
- Sigurbjörn Svavarsson
- Árni Davíðsson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Árelíus Örn Þórðarson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- L.i.ú.
- Rafn Gíslason
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Samtök Fullveldissinna
- Vaktin
- Arnar Guðmundsson
- Lárus Baldursson
- Sveinn Elías Hansson
- Þórarinn Baldursson
- Kjartan Magnússon
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Berglind Steinsdóttir
- Bjarney Vigdís Ingimundardóttir
- BJÖRK
- Björn Emilsson
- Dagný
- Dominus Sanctus.
- Friðgeir Sveinsson
- Guðmundur Ásgeirsson
- Guðmundur Pálsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Högni Snær Hauksson
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Jón Þórhallsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ragnar Stefán Rögnvaldsson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Ingólfsson
- Stefán Júlíusson
- Sumarliði Einar Daðason
- Sveinn Björnsson
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Úrsúla Jünemann
- Valdimar H Jóhannesson
Tenglar
Mínir tenglar
- Losnað við pestina Þetta hefur reynst mér vel við að losna við allar pestir þá 5 mánuði sem ég hef reynt immiflexið
- Ginseng Hér fæ ég kraftinn
- Frjálslyndi flokkurinn Vill breyta kvótakerfinu
- Ungmennasamband Skagafjarðar Ég er formaður
- Hér kaupi ég tölvudótið Ódýrt og gott
Sjávarútvegsmál
- Hafró Stofnunin þar sem ákveðið er hversu mikið má veiða
- Landssamband íslenskra útvegsmanna LÍÚ
- Landssamband smábátaeigenda LS
- Jörgen Niclasen Formaður Fólkaflokksins í Færeyjum
- Helgi Áss Grétarsson Sérfræðingur í HÍ á vegum LÍÚ
Fréttamiðlar
- Al Jazeera Gefur Bandaríkjamönnum engin grið
- BBC BBC
- Börsen Dönsk fjármálasíða
- Seðlabankinn Musteri Davíðs
Nýjustu athugasemdir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 86
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 73
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Janúar 2024
- Apríl 2023
- Október 2022
- Október 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Janúar 2019
- Apríl 2018
- Desember 2017
- Október 2016
- Ágúst 2016
- Janúar 2016
- Nóvember 2015
- Nóvember 2014
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Desember 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Vilhjálmur Þorsteinsson ritar hér að ofan nokkrar línur þar sem hann setur fram lágmarkskröfur til mín sem eiga að felast í að ég eigi að reyna að kynna mér hlutina áður en ég læt vaða á súðum eins og hann orðar það. Nú skal ósagt látið hvort ég bjóði fram starfskrafta mína í stjórnmálum á ný þannig að þessar áhyggjur Vilhjálms gætu verið með öllu óþarfar.
Í sporum Skerfirðingsins Vilhjálms hefði ég miklu meiri áhyggjur af borgarstjóranum okkar sem virðist ekki hafa kynnt sér eitt eða neitt varðandi sameiningu REI og GGE og virðist koma af fjöllum þegar hann er spurður út í kaupréttarsamninga starfsmanna og verðmat fyrirtækisins. Hann er jafnvel illskiljanlegur á köflum þar sem hann virðist vita miklu minna um málið en þeir sem fylgjast endrum og eins með fréttum.
Varðandi athugasemdir Vilhjálms að öðru leyti:
1. Ég vil leyfa mér að kalla fyrstu athugasemdina orðhengilshátt þar sem það var vissulega gert ráð fyrir að viðkomandi starfsmenn, sumir nýráðnir, fengju að kaupa í fyrirtækinu á ákveðnu gengi þó að þeir hafi ekki verið framvirkir.
2. Það hefur komið fram að ekki liggur fyrir neitt óháð verðmat á REI, ekki annað en mat stjórnenda fyrirtækisins sem ákváðu sér síðan rétt til að kaupa hlut í fyrirtækinu á kjörum sem eru helmingi lægri en öðrum starfsmönnum áttu að bjóðast. Þeir sem voru neðar í goggunarröðinni áttu að fá að kaupa á genginu 2,77 og þeir sem ákváðu þessi skipti ákváðu helmingi betri sérkjör fyrir sjálfa sig. Það er rétt að gæta að því að hér er um eigur hins opinbera að ræða sem stjórnendurnir Vilhjálmur og Björn Ingi eru að rétta út til valinkunnra fyrir mjög mismunandi háa endurgreiðslu.
2,77 eru ekki sérkjör fullyrðir Vilhjálmur en þau bjóðast samt sem áður ekki öðrum borgarbúum eða fjárfestum. Þeir sem ákváðu sjálfum sér til handa að greiða helmingi lægra verð hljóta þá að hafa verið að skammta sjálfum sér tombóluverð.
Það sem er sömuleiðis alvarlegt í þessum skyndisamruna er að það fór ekki fram neitt óháð verðmat á GGE, a.m.k. hefur það ekki verið kynnt nokkrum manni.
3. Að réttlæta kaupréttinn með því að um lykilstarfsmenn væri að ræða er eins og hvert annað þvaður. Þarna er margur annar á skrá yfir kaupréttarhafa en þeir sem búa yfir verðmætri þekkingu. Ég ætla að gera það að tillitssemi við viðkomandi að vera ekki að margtyggja þau nöfn sem hafa flækst inn á þennan lista, s.s. skemmtanastjórans o.fl.
4. Það að eitthvað hafi alltaf legið ljóst fyrir í þessu máli er mjög vafasöm fullyrðing en síðast í gærmorgun hlýddi ég á Hjörleif Kvaran forstjóra á Útvarpi Sögu þar sem það mátti skilja á honum að fyrirtækið REI hefði ekki átt að vera mjög umsvifamikið í upphafi en eftir að Bjarni Ármannsson hafi komið að fyrirtækinu hafi verkefnið undið upp á sig. Það mátt sömuleiðis skilja á honum að fleiri eignir hefðu farið inn í þetta púkk sem kallaðist REI.
5. Það hefur ekkert óháð verðmat farið fram, a.m.k. hefur það ekki verið kynnt hvorki á Geysir Green Energy eða REI eins og áður segir.
6. Það eiga að mati Vilhjálms að felast stórkostleg tækifæri í saminingu REI og GGE en það má svo sem vera að við Íslendingar búum yfir alveg einstakri þekkingu á sviði nýtingar jarðhita sem hvergi er til annars staðar í heiminum.
Hvers vegna má þá þessi sameining ekki vera uppi á borðum og þokkalega undirbúin? Í stað þess er almenningi boðið upp baktjaldamakk, skyndisameiningu og stjórnendur sem bera ábyrgð á milljarðasamningum koma algerlega af fjöllum þegar þeir eru spurðir nánar út í samþykktir sínar. Hvað veldur?
Ein spurning til Vilhjálms Þorsteinssonar: Hvernig er það, ert þú tengdur í viðskiptum við OR eða GGE og áttu þá einhverra hagsmuna að gæta? Ég skil ekki að maður sem hefur látið til sín taka á sviði atvinnurekstrar vilji ekki stuðla að gagnsæjum viðskiptum, sérstaklega með eigur og gæði hins opinbera.