Samkvæmt 33. grein fjárreiðulaga er einungis heimilt að greiða úr ríkissjóði fé til verkefna sem ekki eru heimuluð í fjárlögum ef ófyrirséð atvik eru þess valdandi og greiðslan þoli enga bið og Árni Mathiesen mat það svo að þessi hesthús væru í algjörum forgangi.
Þingmaður Samfylkingarinnar gagnrýndi þetta ráðslag Árna harðlega og hér er hluti af ræðu hans sem ekki er ársgömul.
"Til að sjá aðeins hvað verið er að gera með fjáraukalögum er oft gaman að velta fyrir sér og skoða tölur sem fram koma í frumvarpinu og þegar ég fletti upp á blaðsíðu 62 til þess að skoða undir utanríkisráðuneytinu hvort verið gæti að þar kæmu einhverjar upphæðir til sýslumannsembættisins á Keflavíkurflugvelli, sem ég fann náttúrlega ekki því að þær eru ekki þar, þá sá ég á næstu blaðsíðu að þar er liður undir landbúnaðarráðuneyti sem heitir Ýmis verkefni. Þar segir:
"Farið er fram á 330 millj. kr. framlag til að styrkja byggingu reiðhalla, reiðskemma og reiðskála sem reistir verða í samvinnu við hestamannafélög innan Landssambands hestamannafélaga og sveitarfélög."
330 millj. kr. til að reisa reiðskemmur. Það getur vel verið að það sé í fínu lagi - bara fínt að byggja yfir íslenska hestinn svo hann þurfi ekki að hrekjast úti þegar verið er að temja hann á vetrum heldur sé hægt að temja hann inni - þegar til eru nógir peningar í ríkiskassanum. Fínt, byggjum bara yfir íslenska hestinn, aumingjann. En hver er forgangsröðunin hjá ríkisstjórninni? Hvað höfum við heyrt undanfarna daga þegar verið er að kalla eftir örfáum tugum milljóna til þess að sinna verkefnum þar sem manneskjur eiga í hlut en það er ekki hægt? Veltum því fyrir okkur núna í samhengi við það sem við höfum verið að heyra um hvað ríkisstjórnin ætlar að gera, 330 milljónir til að byggja reiðskemmur. Hvað er verið að gera varðandi BUGL þar sem fárveikum börnum er vísað frá á hverjum einasta degi þegar komið er með þau á sjúkrahús? Hvað er að gerast hjá SÁÁ? Hvað er að gerast á Landspítalanum? Hvað er að gerast á heilbrigðisstofnunum vítt og breitt um landið? 330 millj. kr. framlag mundi duga til þess að hafa 24 tíma opnun á skurðstofu hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sem ríkisstjórnin hefur ekki treyst sér til að gera í átta eða níu ár og þá þyrfti ekki að keyra fárveikt fólk með sjúkrabíl upp á líf og dauða til Reykjavíkur. Hvað er að slíkri ríkisstjórn sem raðar svona, forgangsraðar svona í eins miklu góðæri og við vorum að horfa á hér með 40,4 milljarða í auknar tekjur? 330 milljónir þannig að hægt sé að temja íslenska hestinn innan dyra á sama tíma og það eru upp í fimm aldraðir í sama herbergi á hjúkrunarheimilum landsins. Heyr á endemi. Hvers konar forgangsröðun þetta er hjá ríkisstjórninni? Er ekki kominn tími til að koma þessari ríkisstjórn frá sem leggur svona lagað fyrir okkur? Ég held að allir hljóti að vera sammála um það".
Nú eru breyttir tímar og Samfylkingin orðin að samherja Sjálfstæðisflokksins í blíðu sem stríðu. Samheldnin er slík að liðsmenn og ráðherrar Samfylkingarinnar eru farnir að draga úr og jafnefl réttlæta gjörðir sem þeir gagnrýndu áður s.s. Grímseyjarferjuhneykslið.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bloggvinir
- Helga Þórðardóttir
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Jens Guð
- Hallgrímur Guðmundsson
- Ásta Hafberg S.
- Jóhann Elíasson
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Óskar Helgi Helgason
- Georg Eiður Arnarson
- Óskar Þorkelsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Hallur Magnússon
- Sigurður Þórðarson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Katrín
- Þarfagreinir
- Samtök sjálfstæðra í sjávarútvegi
- Frjálslyndi flokkurinn í Eyjafirði
- Hallgrímur Óli Helgason
- Jón Kristjánsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Jón Valur Jensson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Kjartan Eggertsson
- Halla Rut
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Grétar Pétur Geirsson
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- J. Einar Valur Bjarnason Maack
- ragnar bergsson
- Bjarni Harðarson
- Rannveig Þorvaldsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Eiríkur Guðmundsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- erlahlyns.blogspot.com
- Agný
- Guðjón Ólafsson
- Einar Ben
- Jón Aðalsteinn Jónsson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Ólafur Ragnarsson
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Ólafur Björn Ólafsson
- Halldór Jónsson
- Elvar Atli Konráðsson
- Kristján H Theódórsson
- Guðjón Sigþór Jensson
- Helgi Már Barðason
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Víðir Benediktsson
- Valgerður Sigurðardóttir
- Jens Sigurjónsson
- Vestfirðir
- Sigurður Ásbjörnsson
- Jón Magnússon
- Viðar Friðgeirsson
- Axel Jóhannes Yngvason
- Svava S. Steinars
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Quackmore
- Árni "Gamli" Einarsson
- Haukur Már Helgason
- Þóra Guðmundsdóttir
- Heiða Þórðar
- Steingrímur Ólafsson
- Vefritid
- Ársæll Níelsson
- S. Einar Sigurðsson
- Rannveig H
- Gísli Gíslason
- Bjarni Kjartansson
- Steingrímur Helgason
- Fiðrildi
- Baldur Fjölnisson
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Linda Lea Bogadóttir
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Hanna
- Sverrir Stormsker
- Ottó Marvin Gunnarsson
- gudni.is
- Einar Vignir Einarsson
- Hákon Unnar Seljan Jóhannsson
- Valgerður Halldórsdóttir
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Jóhann Kristjánsson
- Oddur Helgi Halldórsson
- Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
- María Harðardóttir og Þorsteinn Narfason
- Grétar Rögnvarsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Róbert Guðmundur Schmidt
- Steinn Hafliðason
- Landssamband ungra frjálslyndra
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Þórir Aðalsteinsson
- Vilborg Traustadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Sævar Einarsson
- Ketilás
- Ómar Pétursson
- Eyþór Grétar Grétarsson
- FF
- Jón Þór Bjarnason
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Árnason
- Alexander Kristófer Gústafsson
- Róbert Tómasson
- Landvernd
- ThoR-E
- Haraldur Baldursson
- Sigurður Jón Hreinsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- busblog.is
- Sigríður Inga Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Svanhildur Karlsdóttir
- Gísli Birgir Ómarsson
- Árni Árnason
- Grétar Mar Jónsson
- Perla
- Ingunn Guðnadóttir
- Irma Þöll
- Skattborgari
- Gulli litli
- Jón Snæbjörnsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Sigríður Elfa Eyjólfsdóttir
- Mál 214
- Bullukolla
- kreppukallinn
- hreinsamviska
- Arinbjörn Kúld
- Orgar
- Guðjón Baldursson
- Gunnar Þór Gunnarsson
- Hörður B Hjartarson
- Gunnar Björn Björnsson
- Haraldur Hansson
- Þórólfur S. Finnsson
- Birna Steingrímsdóttir
- Gestur Guðjónsson
- Jónas Rafnar Ingason
- Stríða
- Götusmiðjan
- Brynja skordal
- Haraldur Bjarnason
- Guðmundur Óli Scheving
- Ásta
- Markús frá Djúpalæk
- Jörundur Garðarsson
- MIS
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Björn Júlíus Grímsson
- S Kristján Ingimarsson
- Bryndís Haraldsdóttir
- Þórður Björn Sigurðsson
- Magnús Kristjánsson
- Bergur Sigurðsson
- Guðrún Ólafía Brynleifsdóttir
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Ólafía Herborg Jóhannsdóttir
- Heimssýn
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Óskar Arnórsson
- Sigurbjörn Svavarsson
- Árni Davíðsson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Árelíus Örn Þórðarson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- L.i.ú.
- Rafn Gíslason
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Samtök Fullveldissinna
- Vaktin
- Arnar Guðmundsson
- Lárus Baldursson
- Sveinn Elías Hansson
- Þórarinn Baldursson
- Kjartan Magnússon
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Berglind Steinsdóttir
- Bjarney Vigdís Ingimundardóttir
- BJÖRK
- Björn Emilsson
- Dagný
- Dominus Sanctus.
- Friðgeir Sveinsson
- Guðmundur Ásgeirsson
- Guðmundur Pálsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Högni Snær Hauksson
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Jón Þórhallsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ragnar Stefán Rögnvaldsson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Ingólfsson
- Stefán Júlíusson
- Sumarliði Einar Daðason
- Sveinn Björnsson
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Úrsúla Jünemann
- Valdimar H Jóhannesson
Tenglar
Mínir tenglar
- Losnað við pestina Þetta hefur reynst mér vel við að losna við allar pestir þá 5 mánuði sem ég hef reynt immiflexið
- Ginseng Hér fæ ég kraftinn
- Frjálslyndi flokkurinn Vill breyta kvótakerfinu
- Ungmennasamband Skagafjarðar Ég er formaður
- Hér kaupi ég tölvudótið Ódýrt og gott
Sjávarútvegsmál
- Hafró Stofnunin þar sem ákveðið er hversu mikið má veiða
- Landssamband íslenskra útvegsmanna LÍÚ
- Landssamband smábátaeigenda LS
- Jörgen Niclasen Formaður Fólkaflokksins í Færeyjum
- Helgi Áss Grétarsson Sérfræðingur í HÍ á vegum LÍÚ
Fréttamiðlar
- Al Jazeera Gefur Bandaríkjamönnum engin grið
- BBC BBC
- Börsen Dönsk fjármálasíða
- Seðlabankinn Musteri Davíðs
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 7
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 75
- Frá upphafi: 1019344
Annað
- Innlit í dag: 7
- Innlit sl. viku: 66
- Gestir í dag: 7
- IP-tölur í dag: 7
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Janúar 2024
- Apríl 2023
- Október 2022
- Október 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Janúar 2019
- Apríl 2018
- Desember 2017
- Október 2016
- Ágúst 2016
- Janúar 2016
- Nóvember 2015
- Nóvember 2014
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Desember 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Athugasemdir
Tamning, þjálfun og reiðkennsla er starfrækt í reiðhöllum víðs vegar um land. Jafnframt fara þar fram sýningar og kynningar á hestinum, sem er mjög mikilvægt innlegg í markaðssetningu. Þá má ekki gleyma því að líkamsþjálfun fatlaðra- og þá fyrst og fremst fatlaðra barna á hestbaki er mjög vaxandi starfsemi sem talin er skila umtalsverðum árangri. Hesturinn er árangursríkasti sendiherra okkar víða um lönd að mati formanns Útflutningsráðs og þessi ályktun er tekin beint úr samtali okkar fyrir Fréttablaðið Feyki rúmlega ári síðan.
Við erum ágætlega sammála um að forgangsröðun fjármagns á vegum ríkisins hefur komið illa niður á mörgum þáttum heilbrigðis-og félagsmála. Þar kemur mér þó fyrst í hug fjáraustur í utanríkismál og óskammfeilnar eftirlauna- og biðlaunagreiðslur til pólitískra "undrabarna." Áreiðanlega er auðvelt að skera niður margt af vafasömum útgjöldum ríkisins og bæta úr brýnum þörfum á mörgum sviðum á sama hátt.
Sammála þér um vistunarmál aldraðra. Þau eru þjóðarskömm og þó fyrst og fremst vegna þess að þar eru þarfirnar fyrirséðar á öllum tímum.
Nú verðum við að vona að fulltrúar Frjálslyndra á Alþingi falli ekki í skuggann af fyrrverandi félaga sínum þar þegar kemur að baráttu fyrir samfélagslegum umbótum.
Bestu kveðjur á Krókinn og ekki síst til hestamanna!
Árni Gunnarsson, 26.8.2007 kl. 18:45
Góð íþrótt er gulli betri!
Júlíus Valsson, 26.8.2007 kl. 19:33
Umsnúningur samfylkinamanna kom mér ekki á óvart þegar þeir gengu í eina sæng með sjálfstæðismönnum. Fórnarkostnaðurinn vegna samstarfsins er fjandi hár og tvískinnungshátturinn allsráðandi. Áttu menn von á öðru af hálfu Samfylkingarinnar? Þeir hafa ætið hagað seglum eftir vindum.
Spurningin er hins vegar sú; hversu mikil verður eyðileggingin áður en stjórnarsamstarfið springur?
Sjálf er ég hlynnt allri uppbyggingu fyrir íslenska hestinn en verða hestamenn og félögin ekki að byggja utan um starfsemina líkt og önnur félög?
Mig langar mikið að vita í hvern þú vitnar í pistlinum þínum, Sigurjón þó mig gruni það. Flottur pistill og þörf ábending.
Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 26.8.2007 kl. 22:57
Það var Jón Gunnarsson en á næstu dögum ætla ég að gera grein fyrir enn stærra máli sem fékk vafasama afgreiðslu á Alþingi.
Sigurjón Þórðarson, 27.8.2007 kl. 10:14
Þeir sem veljast til setu á Alþingi eru kosnir til að sjá um þjóðþrifamál. Þeir eru ekki kosnir til að sjá fólki fyrir afþreyingu. Á þessu tvennu er smá munur.
Milljarðar í menningar- og tónlistarhús, lagfæringu skipa, styttur af dauðu fólki, málverkakaup, sinfóníuhljómsveit, Ríksútvarp, kirkja og niðurgreiðslur til landbúnaðar, varnar- og utanríkismál eru allt dæmigerð dekurmál við frekjuhópa.
Það þarf að taka til. Miðað við hvað stjórnarandstaðan er lítil, Sigurjón, þá sýnist mér að þið þurfið að vera svakalega háværir til að í ykkur heyrist.
Haukur Nikulásson, 27.8.2007 kl. 13:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.