Leita í fréttum mbl.is

Kom þorskurinn frá tunglinu?

Pennavinur minn og blaðamaður Morgunblaðsins Hjörtur Gíslason spurði í Morgunblaði gærdagsins helsta og virtasta sérfræðinga Hafró; hvaðan í ósköpunum kæmi stóri þorskurinn sem togarinn Kiel mokaði inn fyrir borðstokkinn á dögunum?

Þessi spurning blaðamannsins er ofureðlileg í ljósi þess að grænlenski þorskstofninn er talinn af Alþjóða hafrannsóknarráðinu í afar mikilli lægð og var afli Kiel í raun drjúgur hluti af stofnstærðinni eins og ráðið metur stofnstærðina.

Varla gat þessi fiskur vera kominn frá Íslandi enda er ástand þorskstofnsins mjög alvarlegt að mati Hafró þrátt fyrir að veitt sé nánast í samræmi við ráðgjöf og þaðan í síður gat stóri fiskurinn verið kominn frá Barentshafinu þar sem veitt er hundruð þúsund tonna umfram ráðgjöf.  Algerlega útilokað var að fiskurinn kæmi úr Norðursjónum eða frá Kanada en Þorskurinn á nánast að vera útdauður þar  að mati sérfræðinga Hafró. 

Það er því ekki nema von að blaðamaðurinn Hjörtur og þeir sem trúa í blindni á þessar vafasömu talningu á fjölda fiska í sjónum spyrji hvaðan  þorskurinn komi?  Enda er ástandið svart eins og áður segir og þess vegna allt eins líklegt að þorskurinn kæmi frá tunglinu ef skýrslur Hafró eru einar hafðar til hliðsjónar.

Niðurstaða sérfræðings Hafró var í viðtalinu að líklegast væri að þorskurinn væri af grænlenskum uppruna sem Kiel mokaði upp en hann komst að þessari niðurstöðu þrátt fyrir að þessi fiskur eigi vart að vera til í þessu magni samkvæmt niðurstöðum Alþjóðahafrannsóknarráðsins.  Helsti varnagli sem sleginn  var á niðurstöðuna, var að það vantaði upplýsingar um erfðasamsetningu fisksins. 

Eftir því sem ég best veit er ekki nokkur lifandi leið að ákvarða út frá greiningu á DNA hvaðan Þorskur er uppruninn hvort hann er frá Grænlandi, Færeyjum eða Íslandi?  Það væri afar fróðlegt fyrir mig sem líffræðing ef að sérfræðingur Morgunblaðsins gæti leitað svara við þeirri spurningu enda væri þá eflaust brotið í blað í sögu náttúruvísindanna.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Já þá ef þeirri spurningu yrði svarað væri það það álíka því að Hjörtur hefði fundið upp í hjólið í þvi samhengi he he....

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 23.8.2007 kl. 01:40

2 identicon

Heill og sæll, Sigurjón !

Tek undir, með Guðrúnu Maríu. Meiri andskotans þjóðarplágan, stofnunin hans Jóhanns stórfrænda míns Sigurjónssonar.

Kannski, Hjörtur Gíslason láti af ''rétttrúnaðinum'' og fari að hugsa, eins og frjálsborinn maður væri. Þá væri; til nokkurs unnið, um sinn, a.m.k. Einni sálinni bjargað, úr vítislogum frjálshyggjunnar.

Með beztu kveðjum / Óskar Helgi Helgason  

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 23.8.2007 kl. 01:51

3 Smámynd: Jón Kristjánsson

Kristinn!
Villi Þorst, hann er bara einn úr þessu liði á Skúlagötunni sem þiggur laun fyrir að gera mistök. Hann klúðraði grásleppunni, klúðraði þorskmerkingunum fyrir austan (hætti þeim), vinnur ekki úr merkjagögnum og birtir ekki neitt.
Ekki vildi hann þiggja ráð frá mér þegar hann skipulagði netarallið og hafði ég þó 30 ára reynslu í slíku.
Það er ekki hægt að greina þorska til stofna með DNA, það er blekking en ekki má segja frá því svo áfram sé hægt að sækja aura í sjóðina.
RNA greining, - gamli Jónas. Það þarf ekki flóknar aðferðir til að sjá hvernig þorskur er haldinn. Líttu bara á nýtingarstuðulinn. Það vantar hins vegar vilja til að viðurkenna það. Auðvitað er þorskur við Grænland grænlenskur. Eins og íslensku jólatrén.


Jón Kristjánsson, 23.8.2007 kl. 13:30

4 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Kristinn ég taldi að Vilhjálmur Þorsteinsson “væri í “ grásleppu og merkingum á fiski en það hefði verið Anna K. Daníelsdóttir sem hefði leitt erfðarannsóknir Hafró.  Anna er eftir því sem ég best veit hætt störfum hjá Hafró og sömuleiðis hefur verið dregið úr erfðarannsóknum og DNA greiningum á Hafró. Einar Árnason prófessor í líffræði og fyrrum kennari minn stundar umtalsverðar rannsóknir á erfðamengi þorsksins en ég hef ekki enn frétt af því að það sé einfalt mál eingöngu út frá greiningu á erfðaefni að segja til um uppruna  þorsks þ.e. hvort að viðkomandi fiskur sé Grænlendingur eða Íslendingur en ef að svo væri þá hefði verið minnst mál að greina erfðaefni þorskins sem veiddist í miklu magni á Hampiðjutorginu fyrr í sumar og segja til um uppruna hans.  Ég er ansi hræddur um að það hafi einfaldlega ekki verið mögulegt.   Magn RNA í þarf alls ekki að endurspegla eingöngu erfðir heldur einnig virkni, en RNA gegnir m.a. því hlutverki að vera forskrift að próteinframleiðslu fruma.  Það er nokkuð ljóst að þegar það er mikið æti er til skiptanna er vöxtur mikill og því fylgir óhjákvæmilega meiri framleiðsla á próteinum og hækkuðu magni af RNA.  Það má því vera að þegar horft er á “RNA hraðamælinn” að hann endurspegli beint magn fóðurs en ekki erfðir.   Ég get tekið heilshugar undir með þér að hér er verið að velta upp spennandi spurningum sem vert er að leita svara við, en þó blasir við að fyrst á að leita svara við grundvallarspurningu sem oft er hlaupið er varðar forsendur uppbyggingar þorskstofnsins á umliðnum áratugum.  Uppbyggingarstarfs sem hefur skilað mínus árangri.  Fiskur á Íslandsmiðum er víða horaður og illa haldinn.  Hvaða vit er í því að draga úr veiðum og fjölga horuðum fiski þar sem vöxtur hefur aldrei mælst jafn lítill.  Ég botna ekkert í því enda gengur það í berhögg við viðtekna vistfræði.

Sigurjón Þórðarson, 23.8.2007 kl. 13:38

5 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Fiskifræði sjómannsins er eins margvísleg og sjómennirnir eru margir.lítils virði.Fiskifræði vélfræðings.fiskifræðings og líffræðings er skárri.Gott að þið lesið Hjört.Kanski tekst honum að koma vitinu fyrir ykkur.

Sigurgeir Jónsson, 23.8.2007 kl. 15:53

6 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Ég er alls ekki sammála þér að Sigurgeir að það sem sjómenn hafa fram að færa sé litils virði en ég tel mig einmitt hafa lært mjög margt af þeim sem vinna við að eltast fisk.

Eflaust finnst Sigurgeir það flest lítils virði.

Sigurjón Þórðarson, 23.8.2007 kl. 16:38

7 Smámynd: Þórbergur Torfason

Ég hélt að á Stað í Grindavík færi fram kynbótaverkefni í þorskeldi byggt á DNA greiningu. Er virkilega ekki hægt að stofnagreina fisk með DNA?

Þórbergur Torfason, 23.8.2007 kl. 16:54

8 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Ef rétt reynist að þessi þorskur sé Grænlenskur sem Kiel skip Samherja  veiddi og önnur skip veiða eitthvað þarna líka, er stofninn nánast búinn ef stofnstærðarmæling Alþjóða hafrannsóknarráðsins er rétt (sem ég efast um) og ekkert annað í stöðunni en banna alfarið þorskveiðar við Austur-Grænland. Gaman verður að fylgjast með því. Alveg er það magnað 
þegar sumir halda því fram að fiskifræði sjómannsins sé lítils virði. 
Fiskifræði vélfræðings sé meira virði heldur en skipstjórans er bara lélegur brandari. Þeir sem svona þvættingi halda fram er sá hópur manna sem engum árangri nær við veiðar, sem sagt hafa engan skilning á atferli fisksins. Á auðskildu tungumáli eru þessir menn taldir fiskifælur hinar mestu og árangur þeirra við veiðar staðfestir það yfirleitt.
kv. Halli

Hallgrímur Guðmundsson, 23.8.2007 kl. 17:57

9 Smámynd: Jóhann Elíasson

Eftir því sem ég veit best, ég hef ekki áþreifanlegar sannanir, þá er enginn þorskur á tunglinu en vel gæti verið að sérfræðingar HAFRÓ og Alþjóða hafrannsóknarstofnunar séu þaðan, miðað við niðurstöður þeirra.  En þetta er bara mín persónulega skoðun.

Jóhann Elíasson, 24.8.2007 kl. 06:49

10 Smámynd: Atli Hermannsson.

Ég get nú ekki orða bundist fyrst lítilega er minnst á netarallið hér aðeins ofar. En ótrúlega hljótt hefur verið um þær “vísindaveiðar” að mér finnst. Kannski er það vegna þess að netarallið vegur líklega ekkert í stofnmatinu. Eða er það vegna þess að það er sýnu vitlausara en togararallið. Ég hef ekki fylgst með netarallinu síðustu árin. En manni fannst það alveg furðuleg ráðstöfun þegar farið var af stað á sínum tíma, að bjóða netin út og kaupa það sem ódýrast var á hverjum tíma. Það gerði það að verkum að gæðin fóru versnandi ár frá ári. Fyrstu árin bauð maður “Japangæði” á góðu verði, en færði sig síðan yfir í þriðja flokk frá Kína - þó ekki væri nema til að ná einhverjum hluta af innkaupunum. Það þarf vart að taka það fram hversu mikið gæði þorskaneta skiptir varðandi aflabrögð. Svo var kannski árlega verið að færa sig á milli framleiðanda... eða að taka átta tommuna frá þessum framleiðanda þetta árið og einhverjum öðrum á því næsta. Þá var eins og allir sannmæltust um að vera ekki að gera grín, sérstaklega ekki skipstjórar í viðkomandi plássum.. því það var aldrei að vita nema það hlypi á snærið hjá þeim og þeir yrðu í hópi útvalina einhvern tíma seinna.   

 Svo vissu þeir einnig að rallið aflaði ekki nokkurra upplýsinga sem ekki mátti lesa úr afladagbókum... nema ef vera skildi “brottkastið”.

Atli Hermannsson., 26.8.2007 kl. 01:30

11 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Þetta er mjög athyglisverð athugasemd hjá Atla varðandi breytileika netanna sérstaklega í ljósi þess að miklu máli er sagt skipta máli að nota sömu veiðarfæri í togararallinu og notuð voru í upphafi.

Netarallið virðist ekkert vera notað hjá til að meta stofnst. og ástand ef marka má ýmsar yfirlýsingar sérfræðinga en það hefur verið nefnt að netarallið skiptir miklu máli varðandi fjármögnun Hafró.  Það væri fróðlegt að fá nánari uppl um það og ef til vill kemur Gretar Mar með fyrirspurn á Alþingi sem upplýsir það.

Sigurjón Þórðarson, 26.8.2007 kl. 14:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband