20.8.2007 | 16:47
Útgerðarmenn láta bjóða sér hvað sem er og stórmeistaralygi
Margt orkar tvímælis við stjórn fiskveiða, s.s. að hægt sé að færa aflakvóta landshorna á milli, eins og frá Grímsey til Vestmannaeyja og frá Grundarfirði til Austfjarða. Það sjá allir að út frá líffræðinni er þetta dauðans della, og hvað þá að trilla inni á Eyjafirði sé að taka frá togara á Halamiðum.
Nú bárust fréttir af gríðarlegri veiði við Grænland sem togari veiddi á nokkrum dögum, vel á annað þúsund tonn af þorski sem hlýtur að vera drjúgur hluti þess sem leyft er að veiða allt þetta ár. Samkvæmt ráðgjöf Alþjóðahafrannsóknaráðsins á þessi þorskur ekki að vera til, ráðgjöf frá árinu 1993 til ársins 2007. Samkvæmt ráðgjöfinni áttu engar veiðar að fara fram á þessu árabili. Öll veiði sem samt sem áður var ekki mikil var því vel umfram ráðgjöf.
Fyrir árið 2007 var gefinn út kvóti upp á 4.875 tonn sem nú hlýtur að vera löngu uppurinn.
Þessi gríðarlegi afli og fréttir af mikilli fiskgengd við Grænland segja bara það að ráðgjöf Alþjóðahafrannsóknaráðsins fyrir Grænland sé röng. Það sem væri rökrétt að gera núna fyrir íslenskar hafrannsóknir væri að merkja fisk við Grænland og kanna hvort merkin skili sér á Íslandsmiðum þannig að menn þurfi ekki að þrasa um hvort grænlenskur fiskur hafi komið eða ekki. Margir sjómenn telja það hafa gerst en geta ekki sýnt fram á það. Íslenskir útgerðarmenn láta bjóða sér ráðgjöf hér heima sem byggir á sömu röngu forsendunum og ráðgjöfin við Grænland sem augljóslega er röng.
Hér virðist sem t.d. Guðmundur Kristjánsson í Brimi sem hefur yfir að ráða öflugu og stórglæsilegu skipi sætti sig við niðurskurð sem byggður er á fáránlegum forsendum, t.d. að veiða ekki fisk sem er vanhaldinn. Í stað þess að stuðla að því að ráðgjöfin sem augljóslega er röng verði tekin til gagnrýninnar endurskoðunar verja samtök útgerðarmanna stórfé í einhverja rannsóknarstöðu innan HÍ þar sem Helgi Áss Grétarsson virðist hafa það verkefni að hagræða sannleikanum og framleiða stórmeistaralygi. Í ýmsu sem hann lætur frá sér er sannleikanum hagrætt svo að ekki sé dýpra í árinni tekið.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bloggvinir
- Helga Þórðardóttir
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Jens Guð
- Hallgrímur Guðmundsson
- Ásta Hafberg S.
- Jóhann Elíasson
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Óskar Helgi Helgason
- Georg Eiður Arnarson
- Óskar Þorkelsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Hallur Magnússon
- Sigurður Þórðarson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Katrín
- Þarfagreinir
- Samtök sjálfstæðra í sjávarútvegi
- Frjálslyndi flokkurinn í Eyjafirði
- Hallgrímur Óli Helgason
- Jón Kristjánsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Jón Valur Jensson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Kjartan Eggertsson
- Halla Rut
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Grétar Pétur Geirsson
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- J. Einar Valur Bjarnason Maack
- ragnar bergsson
- Bjarni Harðarson
- Rannveig Þorvaldsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Eiríkur Guðmundsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- erlahlyns.blogspot.com
- Agný
- Guðjón Ólafsson
- Einar Ben
- Jón Aðalsteinn Jónsson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Ólafur Ragnarsson
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Ólafur Björn Ólafsson
- Halldór Jónsson
- Elvar Atli Konráðsson
- Kristján H Theódórsson
- Guðjón Sigþór Jensson
- Helgi Már Barðason
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Víðir Benediktsson
- Valgerður Sigurðardóttir
- Jens Sigurjónsson
- Vestfirðir
- Sigurður Ásbjörnsson
- Jón Magnússon
- Viðar Friðgeirsson
- Axel Jóhannes Yngvason
- Svava S. Steinars
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Quackmore
- Árni "Gamli" Einarsson
- Haukur Már Helgason
- Þóra Guðmundsdóttir
- Heiða Þórðar
- Steingrímur Ólafsson
- Vefritid
- Ársæll Níelsson
- S. Einar Sigurðsson
- Rannveig H
- Gísli Gíslason
- Bjarni Kjartansson
- Steingrímur Helgason
- Fiðrildi
- Baldur Fjölnisson
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Linda Lea Bogadóttir
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Hanna
- Sverrir Stormsker
- Ottó Marvin Gunnarsson
- gudni.is
- Einar Vignir Einarsson
- Hákon Unnar Seljan Jóhannsson
- Valgerður Halldórsdóttir
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Jóhann Kristjánsson
- Oddur Helgi Halldórsson
- Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
- María Harðardóttir og Þorsteinn Narfason
- Grétar Rögnvarsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Róbert Guðmundur Schmidt
- Steinn Hafliðason
- Landssamband ungra frjálslyndra
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Þórir Aðalsteinsson
- Vilborg Traustadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Sævar Einarsson
- Ketilás
- Ómar Pétursson
- Eyþór Grétar Grétarsson
- FF
- Jón Þór Bjarnason
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Árnason
- Alexander Kristófer Gústafsson
- Róbert Tómasson
- Landvernd
- ThoR-E
- Haraldur Baldursson
- Sigurður Jón Hreinsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- busblog.is
- Sigríður Inga Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Svanhildur Karlsdóttir
- Gísli Birgir Ómarsson
- Árni Árnason
- Grétar Mar Jónsson
- Perla
- Ingunn Guðnadóttir
- Irma Þöll
- Skattborgari
- Gulli litli
- Jón Snæbjörnsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Sigríður Elfa Eyjólfsdóttir
- Mál 214
- Bullukolla
- kreppukallinn
- hreinsamviska
- Arinbjörn Kúld
- Orgar
- Guðjón Baldursson
- Gunnar Þór Gunnarsson
- Hörður B Hjartarson
- Gunnar Björn Björnsson
- Haraldur Hansson
- Þórólfur S. Finnsson
- Birna Steingrímsdóttir
- Gestur Guðjónsson
- Jónas Rafnar Ingason
- Stríða
- Götusmiðjan
- Brynja skordal
- Haraldur Bjarnason
- Guðmundur Óli Scheving
- Ásta
- Markús frá Djúpalæk
- Jörundur Garðarsson
- MIS
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Björn Júlíus Grímsson
- S Kristján Ingimarsson
- Bryndís Haraldsdóttir
- Þórður Björn Sigurðsson
- Magnús Kristjánsson
- Bergur Sigurðsson
- Guðrún Ólafía Brynleifsdóttir
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Ólafía Herborg Jóhannsdóttir
- Heimssýn
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Óskar Arnórsson
- Sigurbjörn Svavarsson
- Árni Davíðsson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Árelíus Örn Þórðarson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- L.i.ú.
- Rafn Gíslason
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Samtök Fullveldissinna
- Vaktin
- Arnar Guðmundsson
- Lárus Baldursson
- Sveinn Elías Hansson
- Þórarinn Baldursson
- Kjartan Magnússon
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Berglind Steinsdóttir
- Bjarney Vigdís Ingimundardóttir
- BJÖRK
- Björn Emilsson
- Dagný
- Dominus Sanctus.
- Friðgeir Sveinsson
- Guðmundur Ásgeirsson
- Guðmundur Pálsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Högni Snær Hauksson
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Jón Þórhallsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ragnar Stefán Rögnvaldsson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Ingólfsson
- Stefán Júlíusson
- Sumarliði Einar Daðason
- Sveinn Björnsson
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Úrsúla Jünemann
- Valdimar H Jóhannesson
Tenglar
Mínir tenglar
- Losnað við pestina Þetta hefur reynst mér vel við að losna við allar pestir þá 5 mánuði sem ég hef reynt immiflexið
- Ginseng Hér fæ ég kraftinn
- Frjálslyndi flokkurinn Vill breyta kvótakerfinu
- Ungmennasamband Skagafjarðar Ég er formaður
- Hér kaupi ég tölvudótið Ódýrt og gott
Sjávarútvegsmál
- Hafró Stofnunin þar sem ákveðið er hversu mikið má veiða
- Landssamband íslenskra útvegsmanna LÍÚ
- Landssamband smábátaeigenda LS
- Jörgen Niclasen Formaður Fólkaflokksins í Færeyjum
- Helgi Áss Grétarsson Sérfræðingur í HÍ á vegum LÍÚ
Fréttamiðlar
- Al Jazeera Gefur Bandaríkjamönnum engin grið
- BBC BBC
- Börsen Dönsk fjármálasíða
- Seðlabankinn Musteri Davíðs
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 89
- Frá upphafi: 1019337
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 76
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Janúar 2024
- Apríl 2023
- Október 2022
- Október 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Janúar 2019
- Apríl 2018
- Desember 2017
- Október 2016
- Ágúst 2016
- Janúar 2016
- Nóvember 2015
- Nóvember 2014
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Desember 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Athugasemdir
Alveg er ég sammála þér Sigurjón, þessir hreppaflutningar á kvótum er algjör geggjun. Ráðgjöfin frá Alþjóðahafrannsóknarráðinu dæmir sig sjálf og einnig Hafró þetta eru sömu grautarhausarnir. Hvert var þorskurinn að fara sem menn voru að flýja á Hampiðjutorginu í vor? Hvernig væri að menn færu að rannsaka eitthvað sem máli skiptir á vitrænan hátt? Þegar menn fóru að benda á t.d. gríðarlegt magn þorsks á Hampiðjutorginu sagði Hafró, við vitum af þessu þetta er í bókhaldinu, og komust upp með þessa djö....... dellu. Hvernig er það hægt að ein aum stofnun kemst upp með það að staðhæfa það að
þeir viti nákvæmlega um alla helv.... titti sem um hafið synda? Eru staðreyndirnar sem menn fengu í hausinn við Kanada og nú á þver öfugan hátt við Grænland ekki nægar til þess að ráðamenn vakni og hugleiði það að fiskifræðin er ekki nákvæmari en þetta? Sem sagt byggt á spádómum mis vitra manna.
Hallgrímur Guðmundsson, 20.8.2007 kl. 19:15
Engum nema einstökum félögum í Frjálslyndaflokknum, allavega ekki hin síðari ár, hefur dottið það í hug að hægt sé að banna skipum að veiða, nema í þeim firði þar sem lögheimili skipsins er.Það hlýtur að vera um einhverja fljótfærni í málflutningi að ræða.Þingmenn flokksins hafa verið að ympra á þessu.Ég legg til ykkar vegna, að þið minnist ekki meira á þetta.
Sigurgeir Jónsson, 20.8.2007 kl. 23:21
Það hafði samband við mig maður sem vildi fá rökstuðning fyrir því að Helgi Áss Grétarsson sem gegnir "rannsóknarstöðu" í HÍ sem greidd er af LÍÚ, hagræddi svo sannleikanum að það mætti vel kalla það framleiðslu stórmeistaralygi.
Áður en lengra er haldið er rétt að minna á að nýlega mátti lesa í leiðara Morgunblaðið að kostaði lögfræðingurinn Helgi Áss færi með vitleysu og orðhengilshátt og tók Morgunblaðið þar með undir sjónarmið sem ég hafði sett fram hér á blogginu í pistli sem hafði yfirskriftina Keypt vísindi í Háskóla Íslands.Það sem varð til þess að ég lét þessi orð falla í ofangreindri grein um að Helgi hagræddi svo sannleikanum að ætla mætti að hann hefði það verkefni helst hjá LÍÚ að framleiða stórmeistaralygi var ný grein Helga sem bar yfirskriftina Kvóti á silfurfati en í henni dregur "fræðimaðurinn" upp alranga mynd af breytingu á fiskveiðiflotanum sem stundað hefur veiðar við strendur landsins á umliðnum áratugum. Helgi Áss getur í engu flota erlendra skipa sem stundaði veiðar í stórum stíl fyrir þorskastríðin en Kristinn Pétursson vinur minn gerði ágæta grein fyrir því í pistli á heimasíðu sinni.
Í grein sinni Kvóti á silfurfati segir Helgi Áss að "aflamarkskerfið hafi komið til framkvæmda árið 1991" og hafi ætlunin verið a að stöðva stækkun flotans og halda veiðum innan hóflegra marka en síðan hafi margar breytingar verið gerðar á kerfinu sem hafa holað meginreglur þess.
Þetta er auðvitað stórtæk hagræðing á sannleikanum og hlýtur að geta talist stórmeistaralygi hjá Helga, þar sem flestar breytingar stjórnvalda á síðustu 15 árum hafa miðað að því að festa aflamarkið í sessi og bæði fjölgað tegundum sem bundnar eru í kvóta og afnumið sóknarkerfi minnstu báta.
Í sjálfu sér er ekkert við því að segja að sérfræðingar útbúi einhliða álitsgerðir og reki beinan áróður fyrir hagsmunasamtök en þegar það er gert dulbúið í einhvern fræðilegan búining rannsókna við Háskóla Íslands er allt annað uppi á teningnum. Háskóla sem annt er um orðspor sitt getur ekki látið slíkt viðgangast.
Það er mín skoðun að útgerðarmenn þ.e. þeir sem ætla að starfa áfram í greininni verði að íhuga þá stöðu sem upp er komin síminnkandi sókn á sama tíma og stjórnvöld boða minni þorskkvóta á næstu árum. Í stað þess að leggja áherslu á að fara yfir fiskveiði"ráðgjöf" sem augljóslega er vafasöm þá ákveður LÍÚ að verja fjármunum í að kosta rannsóknir í lögfræði sem er að mati Morgunblaðsins að öðrum þræði vitleysa og orðhengilsháttur.
Sigurjón Þórðarson, 21.8.2007 kl. 18:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.