Leita í fréttum mbl.is

Samherji minn Sturla Böðvarsson forseti er góður drengur

Við Sturla Böðvarsson erum samherjar í andstöðunni við kvótakerfið í sjávarútvegi enda hvetur kvótakerfið til sóunar.

Í flókinni umræðu um ábyrgð og ábyrgðarleysi á gríðarlegum kostnaði við viðgerð á gamalli írskri ferju sem ætlað er að sigla á milli lands og Grímseyjar hefur Sturla Böðvarsson fyrrverandi samgönguráðherra ákveðið að veita eftirmanni sínum fullt svigrúm og tjá sig þar af leiðandi sem allra minnst um málið. Í Morgunblaðinu í dag mátti skilja á forseta Alþingis að hann vildi sem minnst tjá sig vegna einskærrar tillitssemi við Siglfirðinginn Kristján Möller enda er Snæfellingurinn Sturla drengur góður. 

Helst má ráða á nýjum ráðherra samgöngumála að helsti blóraböggull þess að samgönguráðuneytið framkvæmir fyrir mörghundruð milljónir umfram lagaheimildir sé einhver misvitur ráðgjafi úti í bæ!

Heimildir mínar frá Siglufirði herma að Kristján Möller eigi ekki sjö dagana sæla vegna almennrar óánægju með stefnu ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegsmálum þar sem Samfylkingin skrifar möglunarlaust undir óbreytt kvótakerfi og gríðarlegan niðurskurð aflaheimilda. Sagan segir að Kristján reyni að lægja þessar óánægjuraddir með því að malbika strax út í gangamunnann Siglufjarðarmegin en göngin á ekki að taka í notkun fyrr en í desember árið 2009.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ívar Jón Arnarson

Held að nú sé óráðssía og óhæfi Sturlu sem ráðherra sé að koma berlega í ljós. Og svo til að kóróna það þá tekur hann ekki ábyrgð á einu né neinu eins og sönnum Sjálfstæðismanni sæmir, heldur bendir bara á undirmenn sína.

Að gefa núverandi samgönguráðherra "fullt svigrúm" er ekkert annað en tilraun Sturlu til að firra sig ábyrgð. 

Ívar Jón Arnarson, 17.8.2007 kl. 10:35

2 Smámynd: Ívar Jón Arnarson

Ráðherra er æðsti yfirmaðurhvers málaflokks, og þar af leiðandi er hann ALLTAF ábyrgur gerða sinna undirmanna. Hafró er, eins og þú segir, RÁÐGJAFI, ekki yfirvald, þannig að ráðherra er í lófa lagið að fara ekki að ráðum þeirra. Hann getur hæglega fengið ráð annarstaðar frá ef honum sýnist svo. 

En á endanum er hann alltaf ábyrgur, það er jú hann sem ákveður málið á endanum.

Þetta er eitthvað sem Sturla er ekki tilbúinn að gera, og hefði þar af leiðandi aldrei átt að fá ráðherraembætti.

Fljótt á litið kemur bara einn ráðherra upp í hugann sem hefur axlað ábyrgð gerða sinna, og það var hann Guðmundur Árni félagsmálaráðherra, og síðast þegar ég vissi var hann samfylkingarmaður

Ívar Jón Arnarson, 17.8.2007 kl. 17:58

3 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Sigurjón...þú hefur sennilega lært það á þessum árum á þingi að þegar kemur að umræðu um ábyrgð stjórnmálamanna þá gengur ekki hnífurinn á milli. Samtrygging stjórnmálamanna í viðhorfi til að axla ábyrgð er nánast án undantekninga í stjórnmálum hér.

Jón Ingi Cæsarsson, 17.8.2007 kl. 20:50

4 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Það er rétt Jón Ingi að ég lærði eitt og annað. 

Ábyrgðin á því sem viðgengst er víðar en hjá stjórnmálaklúbbnum þ.e. stjórnmálamönnunum í efstu lögum og þá á ég við ábyrgð kjósenda sjálfra sem láta bjóða sér eitt og annað.  Þeir sem sannarlega misfóru með fé almennings s.s. Árni Matt sem setti ógrynni fjár í hesthús sem ekki var heimild fyrir í fjárlgum og nafni hans Johnsen sem missteig sig verslunarferð fyrir Þjóðleikhúsið fengu mjög góða kosningu sl. vor.

Sigurjón Þórðarson, 17.8.2007 kl. 21:05

5 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæll Sigurjón. Ég ætlaði einmitt að fara að tala um þessa ábyrgð sem við berum sjálf kjósendur þessa lands. Ég var á fundi um skipulagsmál í Kársnesi í Kópavogi og það var ekki  eins og það væri  nýbúið að kjósa í bæjarstjórn. Gunnar Birgisson var ásakaður um að leyna upplýsingum um þessar framkvæmdir sem fólk er nú að ærast yfir. GB og meirihlutinn stendur fyrir arðsemi og meiri arðsemi og því er undarlegt að fólk skuli vera að æsa sig núna yfir að peningamenn kaupi lóðir og vilji byggja háhýsi og þétta byggðina á Kársnesinu. Hvaða gagn er að því að Sturla segi af sér núna. Sá sem kæmi inn í staðinn færi eftir sömu línu og hann. þ,e, stefnu Sjálfstæðisflokksins.

Kolbrún Stefánsdóttir, 18.8.2007 kl. 02:00

6 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Það eru svo margir góðir drengir fyrir utan Poltikina/en verða svo að gera bara það sem þeim er sagt þegar þangað kemur,þetta sem Sturla sagði fyrirkosningar var bara til að bjarga eigin skinni,eg hefi tekið eftir því núna þegar Einar Oddur hvarf af sjónarsviðinu ,það er að þeim fækkar sem hafa eigin skoðanir a hlutunum/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 18.8.2007 kl. 10:59

7 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Þingmaðurinn Sigurjón Þórðarson var í fyrstu meðflutningsmaður að eftilaunafrumvarpinu margfræga.Hann gekk þar í skítverkin fyrir Guðjón Arnar sem stökk til Kanarí.Steingrímur J.stökk norður að Gunnarsstöðum og var sagður genginn til rjúpna þegar samflokksmenn hans spurðu eftir honum.Hann gleymdi því að það var rjúpnaveiðibann.Össur var líka tíndur.Allt þetta lið lippaðist niður þegar almenningur hneykslaðist á vunnubrögðunum.Nema Guðmundur Árni, enda var sendiherrastóllinn í húfi fyrir hann.Sigurjón Þórðarson er ekki á móti kvóta.Hann vill aðeins að Ríkið fái hann og leigi hann út á uppboði.Það er stefna frjálslyndaflokksins í dag.Tveir þingmenn af fjórum þingmönnum flokksins hafa lýst þvfví yfir.Sá þriðji Kristinn H. hefur oft gefið í skyn,sér í lagi  á fundum Framsóknarmanna í R.Vík. áður en hann gekk úr Framsóknar flokknum að hann sé þeirrar skoðunar.Frjálslyndi flokkurinn er þjóðnýtingarflokkur og vill aukin ríkisafskifti, sem mun gera það að verkum að sjómenn verða kauplausir og landsbyggðin verður gjaldþrota vegna ráns Ríkisins við Faxaflóa á sjávarauðlindinni.

Sigurgeir Jónsson, 18.8.2007 kl. 20:43

8 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Mér sýnist sá ágæti maður Sigurgeir, vera uppfullur af ranghugmyndum sem hann þyrfti tafarlausa meðferð við.  Við skulum gæta að því að öll erum við ábyrg orða okkar, í ræðu og riti.

Hvað varðar Grímseyjarklúðrið dylst engum hvar ábyrgðin liggur og nánast barnaskapur að ætla að sópa yfir þann flórinn.  Þeir sem gegna ábyrgðarstöðum og taka rangar ákvarðanir, meðvitað eða ómeðvitað, verða auðvitað að axla sína ábyrgð og segja af sér, hafi þeir misst eigin trúverðugleika og traust annarra.  Svo einfalt er það.

Sé ekki alveg tengslin á milli þessa klúðurs og Kópavogsbæjar að öðru leyti en því að auðvitað berum við kjósendur mikla ábyrgð, niðurstaða alþingiskosninganna endurspeglar vilja meirihlutans.

Mín skoðun er sú að það skortir verulega siðferði og fagmennsku hjá mörgum þeirra fulltrúa er nú sitja á þingi. En einhverra hluta vegna ná þeir aftur og aftur kjöri.  Hver skyldi skýringin vera á því?

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 18.8.2007 kl. 21:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband