Leita í fréttum mbl.is

Björn Bjarnason, Robert Mugabe, Pol Pot og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir

Björn Bjarnason dómsmálaráðherra, á það til að vera ákaflega seinheppinn. 

Í síðustu viku fór Björn mikinn á heimasíðu sinni í yfirlætislegri vandlætingu á skrifum félaga Jóns Magnússonar þingmanns.  Það sem fór svo fyrir brjóstið á Birni Bjarnasyni var að  Jón Magnússon benti Sigurði Kára Kristjánssyni og Birni Bjarnasyni á að það væri ekkert einsdæmi að stjórnmálaflokkur haldi jafn miklu fylgi í svo langan tíma sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur gert, þrátt fyrir að vera samfellt í ríkisstjórn. Jón Magnússon greindi réttilega frá því að í Zimbabwe þar sem Robert Mugabe ræður ríkjum sé ástandið með þeim hætti að forsetinn fengi meirihluta atkvæða kosningar eftir kosningar þrátt fyrir að  lílfskjörin í landinu versnuðu og verðbólgan mælist nú um 4000 þúsund prósent.

Björn Bjarnason sagði á heimasíðu sinni: "Að bera saman stjórnmálalíf hér á landi og hjá einræðisherranum Mugabe er dæmi um viljaleysi til málefnalegra umræðna um stjórnmál og lítilsvirðing við þá, sem búa við kúgun alræðisherrans. Skyldi Jón trúa því, sem hann segir í þessum pistli?"

Þesi skinhelgi Björns Bjarnasonar kom mér satt best að segja mjög á óvart því eins og alkunna er  hefur Björn látið eitt og annað flakka á heimasíðu sinni s.s. þegar hann líkti fyrir nokkrum árum stjórnarháttum Ingibjargar Sórúnar Gísladóttur við starfshætti Pols Pots, sem ekki var einungis fjöldamorðingi heldur Þjóðarmorðingi.   Björn Bjarnason gekk svo langt að halda því fram að ekki einungis Ingibjörg Sólrún legði stund á svipaðar æfingar og Pol Pot heldur voru aðrir samfylkingarmenn nefndir til sögunnar  s.s. Össur Skarphéðinsson núv. byggðamálaráðherra og Helgi Hjörvar þingmaður.  

Nú eru breyttir tímar . Samfylkingin hefur farið í endurhæfingu og tekið upp stefnu Sjálfstæðisflokksins í fjölmörgum málum s.s. að standa vörð um óréttlátt kvótakerfi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bragi Þór Thoroddsen

Það er ekki sama hvern er verið að krítikera.

vcd

Bragi Þór Thoroddsen, 7.8.2007 kl. 09:56

2 Smámynd: Jón Magnússon

Þetta er frábær ábending.  Dómsmálaráðherra hefur sérstaka hæfileika til að tala í vandlætingartóni til fólks og setja sig í stellingar eins og gamall arfakóngur undir kjörorðinu "Vér einir vitum"  Þegar Björn Bjarnason kemur með fullyrðingar þá verður hann að sætta sig við að bent sé á það þegar þær standast ekki.

Jón Magnússon, 7.8.2007 kl. 11:56

3 identicon

Heill og sæll, Sigurjón og aðrir skrifarar !

Afbragðs ábending þarna, Sigurjón.

Tek undir, með Jóni Magnússyni. Björn Bjarnason hefir stöðugt; að undanförnu, sett ofan í mörgum greinum, nú hin seinni misserin.

Það er, eins og hann leggi ekki í atlögu gegn helvítis frjálshyggju apparötunum, hver helsýkt hafa Sjálfstæðisflokkinn, hin seinni ár.

Sjáum til; hvort Björn kjósi, að svara þessu ágæta skrifi þínu, Sigurjón.

Með beztu kveðjum, úr Árnesþingi / Óskar Helgi Helgason    

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 7.8.2007 kl. 12:11

4 identicon

Er ekki ofmælt að fyllyrða að samfylkingin standi vörð um kvótakerfið?

ingveldur (IP-tala skráð) 7.8.2007 kl. 15:06

5 Smámynd: Jóhann Elíasson

Nei, Ingveldur það er ekki ofmælt að segja að Samfylkingin standi vörð um kvótakerfið, það stendur skýrt í stjórnarsáttmálanum  að stefnt verði því að ekki verði breytingar á núverandi fiskveiðistjórnun.  Annaðhvort hefur Samfylkingin étið ofan í sig sín stefnumál eða er á alveg sömu línu og Sjálfstæðisflokkurinn.

Jóhann Elíasson, 7.8.2007 kl. 15:31

6 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Meira að segja Egill Helga gafst endanlega upp á rausinu í Birni og var þá fokið í flest skjól.

Baldur Fjölnisson, 7.8.2007 kl. 15:52

7 Smámynd: Jens Guð

  Björn er alvanur að tala þannig að hans stóru orð koma eins og búmmerang í hausinn á honum aftur. 

  Gott dæmi um það er þegar forsetinn neitaði að skrifa undir fjölmiðlafrumvarpið.  Sá orðrómur komst á kreik að stjórnin myndi ekki leggja í lögbundna þjóðaratkvæðagreiðslu heldur draga frumvarpið til baka.

  Björn fór mikinn í háði um þessa kenningu.  Sagði fráleitt að láta sér detta í hug að stjórnin myndi beita slíkum brellum.

  Nokkrum dögum síðar varð það þó raunin.  Varð þá mörgum á að tala um hinn kokhrausta sem Brellu-Björn.  Hann var þá staddur í Kína.  Honum varð svo um að hann breytti gömlu færslunni sinni.  Laumaði út úr henni mestu kokhreystinni. 

  Þetta þótti ekki stórmannlegt og festi uppnefnið Brellu-Björn enn frekar í sessi. 

Jens Guð, 7.8.2007 kl. 20:56

8 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Mikið er umræða frjálslyndra á lágu plani.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 7.8.2007 kl. 21:07

9 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Það er misskilningur hjá þér Heimir að Björn Bjarnason sé frjálslyndur. 

Sigurður Þórðarson, 7.8.2007 kl. 21:46

10 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Stefna Frjálslynda flokksins í sjávarútvegsmálum hefur loks litið dagsins ljós.Aðal hugmyndfræðingur flokksins kynti hana á útvarpsstöð flokksins, útvarp Sögu í hádeginu í dag.útvarp Saga er sem kunnugt er kostuð af Baugi sem stjórnar matarverði á íslandi.Sefnan sem kynnt var gengur út á það að Ríkið þjóðnýti kvótakerfið og, láti það vera áfram,og setji kvótann á uppboð til leigu.Þetta er sú stefna sem Jón Magnússon hefur boðað á undanförnum árum, og er gott að stefnan er orðin skýr.En þessi stefna þýðir að sjálfsögðu ekkert annað en gjaldþrot landsbyggðarinnar, uppsögn á hlutaskiptakerfi sjómanna, og í framhaldinu algjöru hruni sjávarútvegsins þar sem eingöngu myndu starfa útlendingar á ónýtum fleytum.

Sigurgeir Jónsson, 7.8.2007 kl. 23:07

11 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Það vakna margar spurningar um andlegt heilbrigði fyrrum ráðherrans. Hvað varðar Samfylkinguna þá virðast menn á þeim bænum skipta um skoðun eins oft og sumir nærföt.  Í öllu falli haga menn þar seglum eftir vindum.  Hversu lengi skyldi þetta stjórnarsamstarf endast?

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 7.8.2007 kl. 23:21

12 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Sigurgeir, er það verri stefna í sjávarútvegsmálum að ríkið leigi okkur kvótann á skaplegu verði sem nýttist allri þjóðinni til bóta, heldur en menn einsog þú og fleiri sem leigir okkur gjafakvótana ykkar á uppsprengdu verði og troðið því í eigin vasa? Það yrði ekki nokkur hætta á því að landsbyggðin yrði gjaldþrota með þeirri aðferð. En náttúrulega hugnast þér þetta engan veginn þar sem þú gætir þá ekki haldið áfram að pína okkur leiguliðana með okri á sameign þjóðarinnar. Það væri ágætt fyrir þig Sigurgeir að hugsa málið aðeins 
og skoða eigin rassgat áður en þú heldur áfram að ausa drullu,skít, og lygi yfir og um fólk. Það er væntanlega ekki við vitrænum niðurstöðum að vænta úr svoleiðis sjálfskoðun hjá þér þar sem þú er á kafi í helvítis braskinu ásamt fleyrum.

Hallgrímur Guðmundsson, 8.8.2007 kl. 11:13

13 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Það er auðvelt að þekkja þá úr sem eru á kafi upp fyrir haus í kvótabraski, því þeir dásama núverandi kerfi hvar sem þeir geta komið því á framfæri.  Og halda því fram að landsbyggðin færi í rúst ef ríkið færi að leigja mönnum kvóta á hóflegu verði er þvílíkt bull að varla er svaravert og tala um hrun í sjávarútvegi eins og Sigurgeir Jónsson gerir er eitthvað sem ég ekki skil.  Það eina sem hrynur er kvótabraskið og þeir sem það hafa stundað með nótulausum viðskiptum og þar af leiðandi öllum leigutekjum stungið í eigin vasa án þess að greiða nokkuð til samfélagsins eiga það bara sannarlega skilið að slíkt kerfi hrynji.  Og talandi um uppsögn á hlutaskipakerfi sjómanna þá veit ég ekki til þess að sjómenn fái í sinn hlut eina krónu af þeim tekjum sem útgerðarmenn ná í gegnum kvótabraskið.  Ég held að þeir sem hugsa svona ættu að líta betur í eigin barm áður en þeir fara að gagnrýna aðra.  Bull og aftur bull.

Jakob Falur Kristinsson, 8.8.2007 kl. 16:11

14 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Ef Ríkið yfirtekur kvóta kerfið og setur aflaheimildirnar á uppboð til leigu, eins og er stefna Frjálslynda flokksins, þá fær að sjálfsögðu sá kvótann sem bíður hæst, rétt eins og er í dag. Þeir sem munu bjóða hæst verða að sjálfsögðu þeir sem eiga auðveldast með að koma aflanum sem fyrst til neytenda á sem ódýrastan hátt.Það eru í dag þeir sem eru staðsettir sem næst Keflavíkurflugvelli.

Sigurgeir Jónsson, 8.8.2007 kl. 16:39

15 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Þetta er náttúrulega of torskilið fyrir þig Sigurgeir, Þar sem þú og hinir braskararnir hafa ekki hugmynd um hvað fast hóflegt verð er. Það segir sig sjálft að þetta er ein af leiðunum til að stöðva svona ræningja sem greinilega er ekki treystandi fyrir sameign okkar allra.

Hallgrímur Guðmundsson, 8.8.2007 kl. 17:13

16 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Stefna Frjálslynda flokksins, eins og Jón Magnússon, og hugmyndafræðingur flokksins, Eiríkur Stefánsson túlka hana, er að kvótinn eigi að fara til hæstbjóðanda.Þeir tala ekki um að einhverjir eigi að fá kvóta á föstu hóflegu verði.

Sigurgeir Jónsson, 8.8.2007 kl. 20:26

17 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Þessu til viðbótar þá er mér nokk sama þótt allt framsal á kvóta verði stöðvað , þótt ekki væri nema til þess að glæpamenn sem leigja til sín kvóta séu ekki að starfa í sjávarútvegi.

Sigurgeir Jónsson, 8.8.2007 kl. 20:37

18 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

"þótt ekki væri nema til þess að glæpamenn sem leigja til sín kvóta séu ekki að starfa í sjávarútvegi" Þetta er athyglisvert! Hvoru megin liggur glæpurinn? Hjá þeim sem leigja, eða þeim sem arðræna samfélagið með braski á sameign þjóðarinnar. Svarið er augljóst öllum siðferðislega rétt hugsandi mönnum.

Hallgrímur Guðmundsson, 8.8.2007 kl. 21:57

19 Smámynd: Fannar frá Rifi

Ég spyr ykkur frjálslynda. Verður einhver kvóta leiga á næsta ári svo einhverju nemi? 

varðandi gjafa kvóta. hann er stærsta lýgi á Íslandi. getur kallað takmarkaði veiði gjöf? Kvótakerfið brugðist? nei það hefur ekki brugðist. veiðráðgjöfuninn hefur brugðist. bann við hvalveiðum í næstum 2 áratugi ásamt mikilli og ótakmarkaðri loðnuveiði er aðalorsök þess að þorsknum fækkar. 

Kvótinn varð ekki að verðmætum fyrr en hægt var verðmeta hann og selja. til þess að hægt sé að selja þá verður að vera kaupandi. kvótinn er aldrei dýrari en það að einhver sé tilbúinn að kaupa á því verði.  

Stór hluti vandans er að allir hlutaðeigendur eru í skotgröfunum. enginn talast við nema með köllum og látum. af þeim sökum gengur hvorki né rekur í neina átt. forystumenn hagsmuna samtakanna í iðnaðinu talast ekki við og stjórnmálamenn vilja margir hverjir ekki taka á málinu né snerta það. hinir vilja kollvarpa því alveg og stokka upp.

Málamiðlun hefur því miður en ekki verið reynd. Ég legg til eins og aðrir hér í blogg heiminum hafa talað um. lög um framsal á kvóta verði skýr. að gegnsæi í viðskiptum verði komið á með því að sala á kvóta færi fram með svipuðum hætti og sölur á fasteignum og hlutabréfum. allt fyrir opnum tjöldum.

svona í lokinn. ef það verður uppboð á öllum kvótanum þá munu jafn margir eigendur verða að öllu heila klappinnu og hámark eignar hlutdeild seigir til um. 10% hlutur hámark og þá verða þeir 10. uppboðið myndi fyrst sprengja upp verðið og kílóið myndi örugglega fara á vel yfir 5000-6000 krónur. en þessi kvóti yrði algjörlega óbundinn. allt yrði veit í örfáa báta og landað þar sem það myndi þykkja hendugast. sé fyrir mér að í slíku ástandi yrðu verksmiðju skip með erlenda starfmenn mjög áberandi. einnig yrðu eigendurnir svo skuldsettir að í raun myndu bankarnir eiga allt saman.

en getur einhver sagt mér afhverju það kemur alltaf kyppur í sölu á kvóta rétt fyrir kosningar? svo ég svari þessu sjálfur þá eru menn hræddir við það að missa allt, þannig að þeir selji kvótann frá heimbyggð sína útaf ótta en ekki af því að þeir vilji fara og selja allt. Þið í frjálslyndum hafið átt stóran þátt í þessu. til hamingju með það. 

Fannar frá Rifi, 9.8.2007 kl. 00:23

20 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Fannar þetta er góð spurning hjá þér hvað varðar hvort að það verði einhver kvóti til leigu á næsta ári.  Ég tel að þeir sem eru í sjávarútvegi og ætla að stafra í greininni ættu að velta því fyrir sér í alvöru hvort að það verði yfirhöfuð leyft að veiða eitthvert magn af þorski á næstu árum?Þorskkvótinn á næsta ári er um 30% af því sem veiddist að jafnaði áður en uppbyggingarstarfið með tilheyrandi niðurskurði á aflaheimildum fór af stað til þess að veiða meira seinna.  Skotar eru komnir lengra í þessu starfi og þar er veiðin rétt um 10% af því sem hún var að jafnaði en aldrei kemur þetta seinna. Fannar kvótakerfið hvílir á þessari arfavitlausu veiðiráðgjöf sem þú gagnrýnir en annað kemur mér á óvart en það er að þú nefnir að það sé uppi einhver vandi í sjávarútvegi. Ég veit ekki betur en að íslenska kvótakerfið sé það heimsins besta að mati einlægra kvótasinna s.s. Geirs Haarde og Ingibjargar Sólrúnar en hún og restin af Samfylkingunni vilja ekki raska þeim stöðugleika sem er í greininni!Ég er ósammála þessu mati Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks og er handviss um að kerfinu verði kollvarpað.  Að óbreyttu mun kerfið halda áfram að valda skaða og rústa byggðum. 

Fannar er einhver munur á því að kalla þá gríðarlegu fjármuni sem stjórnvöld komu í hendurnar á fáum einstaklingum með vafasamri löggjöf eitthvað annað en gjöf og skitpir þá engu máli hvort hún nefnist gafakvóti eða veiðikvótagjöf?  Það sem er versta við þessar gjafir er að atvinnugreinin stendur veik eftir s.s. nýleg dæmi eru um á Eskifirði sem Mannlíf gerði ágæta grein fyrir skömmu.

Sigurjón Þórðarson, 9.8.2007 kl. 01:24

21 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Grétar Mar Jónsson þingmaður Frjálslyndaflokksins, Jón Magnússon þingmaður þess sama flokks og Eiríkur Stefánsson aðal hugmynda og stefnusmiður flokksins hafa allir sagt að Ríkið eigi að leigja út kvótann.Það er ekki að leggja kvótakerfið niður.

Sigurgeir Jónsson, 9.8.2007 kl. 08:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband