Leita í fréttum mbl.is

Góðar greinar eftir formennina Guðjón og Guðna

Það var ánægjulegt að lesa Morgunblaðið í gær en á bls. 33 voru greinar eftir formenn Framsóknar- og Frjálslyndaflokksins. Guðjón Arnar Kristjánsson gerði vel og skilmerkilega grein fyrir miklum tæknilegum ágöllum togararallsins en niðurstöður þess eru forsenda stóradómsins sem ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks hefur kveðið upp yfir þorskveiðum næsta árs.

Formaður Framsóknarflokksins skrifar tímamótagrein þar sem hann dregur í efa vísindalegar forsendur kvótakerfisins og bendir á þá staðreynd að hvergi í Atlantshafi hefur tekist að byggja upp fiskistofna með því að skera niður aflaheimildir.  Tímamótagrein skrifa ég vegna þess að hingað til hafa formenn Framsóknarflokksins staðið dyggan vörð um kerfið þrátt fyrir efasemdarraddir almennra flokksmanna.

Nú verður fróðlegt að fylgjast með því hvort varaformaður Framsóknar Valgerður Sverrisdóttir taki undir efasemdir foramannsins um fiskveiðistjórn liðinna ára, en hún taldi einhvern tímann að smávægilegar breytingar á kvótakerfinu væru ómerkilegt föndur við hinar dreifðu byggðir. 

Það væri óskandi að framsóknarmenn væru nú í þann mund að snúa við blaðinu í afstöðu sinni til kvótakerfisins sem hefur rústað sjávarbyggðunum og skilað æ færri þorskum á land. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Ég segi bara um Guðna"batnandi mönnum er best að lifa"Guðjón Arnar bregst ekki frekar en fyrri daginn

Ólafur Ragnarsson, 15.7.2007 kl. 16:01

2 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Já Ólafur það er vonandi að flokkurinn taki afgerandi stefnubreytingu í þessu máli.

Sigurjón Þórðarson, 15.7.2007 kl. 16:03

3 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Ég er kannski allt of neikvæður? Nú er stóridómur fallinn og líkurnar á því að hann breytist næstu ár mjög litlar. Við þær aðstæður geta menn rifist eins og þeim sýnist. Það sem ég er að nöldra yfir er að svona greinar hefðu átt að koma fyrir stóradóm, ekki eftir. Hvar var Guðni fyrir stóradóm? Hvers vegna hlustaði hann ekki á Guðjón?

Gunnar Skúli Ármannsson, 15.7.2007 kl. 16:06

4 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Það var skemmtileg tilviljun að báðar þessar ágætu greinar voru hlið við hlið í blaðinu. Það var kominn tími fyrir breytingar hjá Framsókn og það blása ferskir vindar með Guðna. Þetta verður til þess að stjórnarandstaðan verður samhentari og margfallt beittari. 

Guð láti gott á vita. 

Sigurður Þórðarson, 15.7.2007 kl. 16:27

5 Smámynd: Jóhann Elíasson

"Batnandi mönnum er best að lifa" en samt sem áður er ég hræddur um að "varðhundar" óbreytts fiskveiðikerfis séu ennþá í of sterkri stöðu.  Andstæðingar kvótakerfisins þurfa að vera vel vakandi og umfram allt málefnalegir í gagnrýni sinni.  Má ég þá minna á okkar sterkasta talsmann, að öðrum ólöstuðum, Kristinn Pétursson.

Jóhann Elíasson, 15.7.2007 kl. 18:28

6 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Ég vil benda á tillöguna um"Hollvinafélagið"og heimasíðu

Ólafur Ragnarsson, 15.7.2007 kl. 19:36

7 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Framsókn, Samfylking, ég sé engan mun.

Georg Eiður Arnarson, 15.7.2007 kl. 21:22

8 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Samfylkingin er í tómri vitleysu í sjávarútvegsmálum.

Karl Matthíasson messaði eldheitur yfir kjósendum um óréttlæti kvótakerfisins og að það væri að rústa sjávarbyggðunum. Fleiri frambjóðendur tóku þátt í þessum söng s.s. fyrrum forseti ÍSÍ Ellert B Schram fluttin tilfinningaríka pistla á Útvarpi sögu um kvótakerfið.  Eftir kosningar þegar "jafnaðarmannaflokkurinn" var kominn í stjórn hjá Sjálfstæðisflokknum virðist sem hver og einn einasti þingmaður Samfylkingarinnar standi vörð um óréttlætið með núverandi samstarfsflokki sem var fyrir nokkrum misserum síðan skilgreindur sem höfuð andstæðingur Samfylkingarinnar.

Er hægt að taka mark á þessu liði - Svari hver fyrir sig?

Framsóknarmenn virðast nú vera leitandi eftir því hvaða stefnu flokkurinn eigi að taka í sjávarútvegsmálum en formaðurinn virðist þora að opna umræðu um afar beinskeytta gagnrýni á Hafró og stefnu stjórnvala umliðinna ára um hversu illa hefur gengið að byggja upp þorskstofninn.  Í umræddri grein sem ég vitna til þá kemur greinilega fram að Guðni hefur næman skilning á því að dýr þurfa að nærast og éti jafnvel hver annað.  Hann á auðvelt með að skilja þessar staðreyndir þar sem formaðurinn er alinn upp í sveit og hugurinn er eflaust ekki eins njörvaður niður í línurit þar sem dýrastofnar byggjast upp og jafnvel hrynja án þess að það sé verið að taka til þeirra staðreyndar að fiskur þarf æti.

Það verður fróðlegt að fylgjast með hvaða stefnu Framsókn tekur í sjávarútvegsmálum en saga flokksins er vissulega ekki góð.

Sigurjón Þórðarson, 16.7.2007 kl. 00:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband