23.6.2007 | 00:33
Hvað er að þegar ekkert er að, dr. Össur?
Í heitum pottum landsmanna fer fram nokkuð fjörug umræða um algjöran viðsnúning Samfylkingarinnar í fjölda mála sem flokkurinn hefur lagt áherslu á, s.s. hvað varðar það að vera áfram á alræmdum lista yfir stuðning við innrásina í Írak, í kvótamálum og stóriðjumálum.
Ég hef reynt að sýna þessum algjöra viðsnúningi Samfylkingarinnar skilning. Formaður Samfylkingarinnar, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, hefur jú sagt þjóð sinni að nú stöndum við frammi fyrir breyttum veruleika í utanríkismálum. Jafnaðarmannaflokkurinn vill ekki heldur raska þeim stöðugleika sem nú ríkir í sjávarútvegi sem íbúar sjávarbyggðanna, t.d. á Flateyri, kunna svo vel að meta - eða hitt þó heldur. Það má einnig skilja gríðarlegan áhuga Samfylkingarinnar á að reisa fleiri álver á suðvesturhorninu út frá sjónvarpsþættinum sem sýndur var á RÚV um að ekki þyrfti að hafa nokkrar áhyggjur af losun CO2 - ha?
Ég á hins vegar miklu erfiðara með að skilja skrif líffræðingsins dr. Össurar Skarphéðinssonar um stjórn fiskveiða. Hann fer mikinn í að gagnrýna sovéskt fyrirkomulag rannsókna þar sem málsmetandi vísindamenn, s.s. Jón Kristjánsson fiskifræðingur o.fl., eru beittir þöggun í stað þess að fara yfir rök þeirra.
Þrátt fyrir þessar þungu ásakanir virðist sem Össur fallist algerlega á rök þeirra sem starfa innan þessa sovéska skipulags og eru varðir með því að þagga skipulega niður efasemdarraddir, og hagsmunir rekast augljóslega á að mati ráðherra.
Ég verð að viðurkenna að eftir að ég las í gegnum skrif Össurar komu mér í hug þessi fleygu orð: Hvað er að ef ekkert er að?
Össur virðist algerlega taka undir að um mikla ofveiði sé að ræða og að það hefði átt að beita breytilegri aflareglu eftir því hvernig áraði í hafinu, taka sem sagt hlutfallslega minna þegar árar illa. Ég hef lesið allt sem ég hef komist yfir varðandi umrædda aflareglu og hef ekki séð hvernig það ætti að breyta henni út frá því hvernig áraði í hafinu og hvað þá hvernig ætti að meta þær breytingar. Umrædd aflaregla byggir ekki á neinni vistfræði heldur er einkar einkennilegur sambræðingur af hagfræði og reiknisfræðilegri fiskifræði þar sem viðtekin vistfræði hefur verið algerlega útilokuð.
Ég beindi nokkrum spurningum til dr. Össurar á heimasíðu hans varðandi fráleitar fullyrðingar hans um meinta ofveiði á þorskinum. Nú verður spennandi að sjá hvort Össur svarar spurningunum eða beitir sovéskri þöggun.
Hér eru spurningarnar:
Hvernig getur verið um ofveiði á þorski að ræða ef vöxtur einstaklinga er við sögulegt lágmark?
Hvernig er hægt að skýra aukinn fjölda skyndilokana vegna smáfisks nú á sama tíma og Hafró segir að það vanti nýliðun og að þeir fiskar sem eru að koma inn í veiðina séu fáliðaðir?
Hvernig er hægt að skýra að endurheimtur merkinga eru ekki í nokkru samræmi við stofnlíkön, þ.e. margfalt færri fiskmerki endurheimtast en stofnlíkan gerir ráð fyrir?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bloggvinir
- Helga Þórðardóttir
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Jens Guð
- Hallgrímur Guðmundsson
- Ásta Hafberg S.
- Jóhann Elíasson
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Óskar Helgi Helgason
- Georg Eiður Arnarson
- Óskar Þorkelsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Hallur Magnússon
- Sigurður Þórðarson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Katrín
- Þarfagreinir
- Samtök sjálfstæðra í sjávarútvegi
- Frjálslyndi flokkurinn í Eyjafirði
- Hallgrímur Óli Helgason
- Jón Kristjánsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Jón Valur Jensson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Kjartan Eggertsson
- Halla Rut
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Grétar Pétur Geirsson
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- J. Einar Valur Bjarnason Maack
- ragnar bergsson
- Bjarni Harðarson
- Rannveig Þorvaldsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Eiríkur Guðmundsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- erlahlyns.blogspot.com
- Agný
- Guðjón Ólafsson
- Einar Ben
- Jón Aðalsteinn Jónsson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Ólafur Ragnarsson
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Ólafur Björn Ólafsson
- Halldór Jónsson
- Elvar Atli Konráðsson
- Kristján H Theódórsson
- Guðjón Sigþór Jensson
- Helgi Már Barðason
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Víðir Benediktsson
- Valgerður Sigurðardóttir
- Jens Sigurjónsson
- Vestfirðir
- Sigurður Ásbjörnsson
- Jón Magnússon
- Viðar Friðgeirsson
- Axel Jóhannes Yngvason
- Svava S. Steinars
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Quackmore
- Árni "Gamli" Einarsson
- Haukur Már Helgason
- Þóra Guðmundsdóttir
- Heiða Þórðar
- Steingrímur Ólafsson
- Vefritid
- Ársæll Níelsson
- S. Einar Sigurðsson
- Rannveig H
- Gísli Gíslason
- Bjarni Kjartansson
- Steingrímur Helgason
- Fiðrildi
- Baldur Fjölnisson
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Linda Lea Bogadóttir
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Hanna
- Sverrir Stormsker
- Ottó Marvin Gunnarsson
- gudni.is
- Einar Vignir Einarsson
- Hákon Unnar Seljan Jóhannsson
- Valgerður Halldórsdóttir
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Jóhann Kristjánsson
- Oddur Helgi Halldórsson
- Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
- María Harðardóttir og Þorsteinn Narfason
- Grétar Rögnvarsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Róbert Guðmundur Schmidt
- Steinn Hafliðason
- Landssamband ungra frjálslyndra
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Þórir Aðalsteinsson
- Vilborg Traustadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Sævar Einarsson
- Ketilás
- Ómar Pétursson
- Eyþór Grétar Grétarsson
- FF
- Jón Þór Bjarnason
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Árnason
- Alexander Kristófer Gústafsson
- Róbert Tómasson
- Landvernd
- ThoR-E
- Haraldur Baldursson
- Sigurður Jón Hreinsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- busblog.is
- Sigríður Inga Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Svanhildur Karlsdóttir
- Gísli Birgir Ómarsson
- Árni Árnason
- Grétar Mar Jónsson
- Perla
- Ingunn Guðnadóttir
- Irma Þöll
- Skattborgari
- Gulli litli
- Jón Snæbjörnsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Sigríður Elfa Eyjólfsdóttir
- Mál 214
- Bullukolla
- kreppukallinn
- hreinsamviska
- Arinbjörn Kúld
- Orgar
- Guðjón Baldursson
- Gunnar Þór Gunnarsson
- Hörður B Hjartarson
- Gunnar Björn Björnsson
- Haraldur Hansson
- Þórólfur S. Finnsson
- Birna Steingrímsdóttir
- Gestur Guðjónsson
- Jónas Rafnar Ingason
- Stríða
- Götusmiðjan
- Brynja skordal
- Haraldur Bjarnason
- Guðmundur Óli Scheving
- Ásta
- Markús frá Djúpalæk
- Jörundur Garðarsson
- MIS
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Björn Júlíus Grímsson
- S Kristján Ingimarsson
- Bryndís Haraldsdóttir
- Þórður Björn Sigurðsson
- Magnús Kristjánsson
- Bergur Sigurðsson
- Guðrún Ólafía Brynleifsdóttir
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Ólafía Herborg Jóhannsdóttir
- Heimssýn
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Óskar Arnórsson
- Sigurbjörn Svavarsson
- Árni Davíðsson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Árelíus Örn Þórðarson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- L.i.ú.
- Rafn Gíslason
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Samtök Fullveldissinna
- Vaktin
- Arnar Guðmundsson
- Lárus Baldursson
- Sveinn Elías Hansson
- Þórarinn Baldursson
- Kjartan Magnússon
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Berglind Steinsdóttir
- Bjarney Vigdís Ingimundardóttir
- BJÖRK
- Björn Emilsson
- Dagný
- Dominus Sanctus.
- Friðgeir Sveinsson
- Guðmundur Ásgeirsson
- Guðmundur Pálsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Högni Snær Hauksson
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Jón Þórhallsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ragnar Stefán Rögnvaldsson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Ingólfsson
- Stefán Júlíusson
- Sumarliði Einar Daðason
- Sveinn Björnsson
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Úrsúla Jünemann
- Valdimar H Jóhannesson
Tenglar
Mínir tenglar
- Losnað við pestina Þetta hefur reynst mér vel við að losna við allar pestir þá 5 mánuði sem ég hef reynt immiflexið
- Ginseng Hér fæ ég kraftinn
- Frjálslyndi flokkurinn Vill breyta kvótakerfinu
- Ungmennasamband Skagafjarðar Ég er formaður
- Hér kaupi ég tölvudótið Ódýrt og gott
Sjávarútvegsmál
- Hafró Stofnunin þar sem ákveðið er hversu mikið má veiða
- Landssamband íslenskra útvegsmanna LÍÚ
- Landssamband smábátaeigenda LS
- Jörgen Niclasen Formaður Fólkaflokksins í Færeyjum
- Helgi Áss Grétarsson Sérfræðingur í HÍ á vegum LÍÚ
Fréttamiðlar
- Al Jazeera Gefur Bandaríkjamönnum engin grið
- BBC BBC
- Börsen Dönsk fjármálasíða
- Seðlabankinn Musteri Davíðs
Nýjustu athugasemdir
- Bara ef það hentar mér: Hér má sjá ráðleggingar Hafró um afla hvers árs og það sem enda... 7.1.2025
- Bara ef það hentar mér: "Vagn" svei mér þá þú ert bara mun meiri "GRAUTARHAUS" en ég ha... 7.1.2025
- Bara ef það hentar mér: Jóhann, úthlutaður kvóti, veiðiheimildir, er ekki það sama og r... 7.1.2025
- Bara ef það hentar mér: Pálmi það skal tekið fram að ég fylgjandi auknum veiðiheimildum... 7.1.2025
- Bara ef það hentar mér: Sæll Sigurjón Þú ert bara ekki að bera saman epli og epli. Þú v... 7.1.2025
- Bara ef það hentar mér: Hvað er eiginlega á milli eyrnanna á þér "Vagn"???? Kvóti og v... 7.1.2025
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.1.): 26
- Sl. sólarhring: 69
- Sl. viku: 2960
- Frá upphafi: 1019146
Annað
- Innlit í dag: 24
- Innlit sl. viku: 2585
- Gestir í dag: 24
- IP-tölur í dag: 20
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Janúar 2024
- Apríl 2023
- Október 2022
- Október 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Janúar 2019
- Apríl 2018
- Desember 2017
- Október 2016
- Ágúst 2016
- Janúar 2016
- Nóvember 2015
- Nóvember 2014
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Desember 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Af mbl.is
Fólk
- Táraðist þegar hann sá rústirnar
- Gagnrýndur fyrir útlitsdýrkun á ögurstundu
- Fyrrum heimili Matthew Perry brann til kaldra kola
- Gamlar myndir kynda undir systkinastríð
- Skellti sér í spandexgallann 40 árum eftir frumsýningu
- Sökuð um lygar af fjölskyldu og vinum
- Laufey þakklát slökkviliðsmönnum
- Fer fögrum orðum um eiginkonuna
- Skilja eftir 17 ára hjónaband
- Það hefði örugglega verið minn banabiti
Athugasemdir
Ráðherra byggðamála hlýtur að svara.
Sigurjón Þórðarson, 23.6.2007 kl. 10:43
Sigurjón það verður fróðlegt að heyra svörin. Haltu áfram þínu góða starfi að vekja athygli á hversu arfavitlaust þetta kerfi er. Það er gott að eiga þig að í þessum málum minn kæri.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.6.2007 kl. 11:19
Haltu áfram Sigurjón ef svo fer fram sem horfir sýnist mér ekki verða fjögur ár þangað til að þið Magnús fáið annað tækifæri hjá þjóðinni. Verður athyglisvert að sjá fylgi Samf næst þegar að einhver þorir að gera könnun.
Jón Aðalsteinn Jónsson, 24.6.2007 kl. 14:08
Sigurjón minn, þú hefur algjörlega misskilið aflareglu dr Össurrar en hún hljómar þannig."Hvernig get ég setið á friðarstóli sem ráðherra sem lengst án þess að lenda í neinu veseni". Please haltu áfram með vesen Sigurjón. Við þurfum öll að vera með vesen. Það er stundum nefnt Lýðræði þegar vel viðrar.
Gunnar Skúli Ármannsson, 24.6.2007 kl. 19:48
Já Össur er að reyna að sópa þessu máli undir teppið eins og fram kemur í grein Björgvins Guðmundssonar í Morgunblaðinu í dag.
Ég er sannfærður um að það gengur alls ekk þrátt fyrir mjög mikinn vilja formanns "jafnaðar"mannaflokksins sem kallar sig Samfylkingu.
Sigurjón Þórðarson, 24.6.2007 kl. 22:05
Ég heyrði í útvarpinu að Össur er kominn með lausnina fyrir fólkið í sjávarþorpunum: Fjarvinnsla á tölvum, menntasetur og aukið fjármagn í vegagerð. Þjónkun Samfylkingarinnar við kvótagreifana er slík að ég bíð bara eftir því að Samfylkingin leggi til sjávarþorpin verði gerð að byggðasafni fyrir horfna atvinnuvegi. Einskonar Árbæjarsafn.
Sigurður Þórðarson, 24.6.2007 kl. 23:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.