Leita í fréttum mbl.is

SFS í bóndabeyju Hafró

Hvers vegna bugta talsmenn SFS sig og beygja fyrir nákvæmlega allri dellu sem kemur frá Hafró?

Þessi undirlægjuháttur kemur á óvar þar sem þeir veina iðulega eins og stungnir grísir ef eitthvað á að koma á móts við nýliðun eða tryggja eitthvert jafnræði fiskverkenda að hráefni.  Það er jafnvel látið í veðri vaka að heimur og jörð farist ef eitthvert frelsi er gefið til handfæraveiða og jafnvel verri hlutir gerist ef sú sanngjarna regla verði tekin upp að fiskur sé verðlagður á frjálsum markaði!

 

Það er stórmerkilegt að lesa glænýja veiðiráðgjöf Hafró í loðnunni, en þar er ekki gerð nokkur tilraun til þess að skýra gríðarlegan skell í ráðgjöfinni með líffræðilegum rökum t.d. með samkeppni loðnunnar við aðrar tegundir um fæðuna t.d. síldina eða afráni.  Nei nei það er vitnað í aflareglur og mælingar án nokkurra skýringa, vel að merkja aflareglan í loðnu byggir ekki á neinni líffræði og skekkja mælinga er aðeins í aðra áttina það er til vanmats. Þessi viðbrögð Hafró eru ólík bóndans í Þykkvabænum sem reynir venjulega að skýra rýra uppskeru með þáttum á borð við, þurrki, kulda, myglu, sníkjudýrum eða einhverju álíka - Hafró myndi líklegast fara aðra leið þ.e. að endurmeta það magn útsæðis sem var sett niður út frá uppskeru haustsins.

Hvað ætti SFS að gera? Beinast liggur við að spyrja gagnrýnna spurninga í stað þess að ætla að melta talnadelluna út í eitt t.d. um forsendur aflreglunnar og í framhaldinu hvers vegna  hrygningarstofn sem mældist lítill, gaf mikla veiði á síðustu vertíð?  Jú og svo að fá til liðs við sig fiskifræðinga sem ekki eru löngu búnir að týna allri líffræði í önnum sinum við framreikningum á afar hæpnum forsendum t.d. Jens Christian Holst, Tuma Tómasson eða Jón Kristjánsson.  

Það er ekki von til þess að ferskar skynsamar breytingar komi frá núverandi ráðherra, en hún fékk fyrrum forstjóra Hafró til þess að gera greinargerð um stöðu hafrannsókna og leiðir til að ná meiri árangri. Greinargerðin á að verða leiðarstef fyrir vinnu 50 manna endurskoðunarnefndar Svandísar sem á að skila af sér á kjörtímabilinu.  Í greinargerðinni er ekki minnst einu orði á faglega gagnrýni vísindamanna á aðferðarfræði Hafró, en undirstrikað að Hafró hafi skilað góðu verki, þrátt fyrir að afli hafi farið ört minnkandi frá því að farið var nákvæmlega eftir ráðgjöf stofnunarinnar.

Það er ekki von til framfara ef fagleg gagnrýni fær ekki málefnalega umræðu og látið eins og að ráðgjöf sem auglóslega stendur á veikum fótum sé algildur sannleikur.

 


mbl.is Leggja til 75% minni loðnuafla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Að mínu áliti er staðan sú að SFS sé sá aðili, sem segi HAFRÓ fyrir verkum en ekki öfugt.  "Fiskveiðiráðgjöf" HAFRÓ, hefur alla tíð verið BRANDARI og hefur aldrei átt neitt skylt við nokkurn skapaðan hlut sem heitir neina rökræna hugsun hvað þá VÍSINDI og ekki hefur mátt gagnrýna þessa vitleysu, sem þeir hafa borið fyrir þjóðina í áratugi en þá hafa menn haft verra af eins og til dæmis Jón Kristjánsson fiskifræðingur.  Nú er búið að "festa" þetta "besta fiskveiðistjórnunarkerfi í heimi" svo rækilega í sessi, að mér sýnist að það verði illmögulegt að hreyfa nokkuð við því héðan af og hlutirnir eigi bara eftir að versna, héðan í frá.  Kannski var það þannig í byrjun að SFS "hljóp" á eftir "fiskveiðiráðgjöf" HAFRÓ en smám saman hafi það runnið upp fyrir SFS (LÍÚ) að ef veiðiheimildir yrðu auknar þá myndi VERÐ Á VEIÐIHEIMILDUM LÆKKA og með því að halda veiðiheimildum HÁUM væri hægt að hamla því að fleiri kæmu inn í greinina.  Ég er ekki að setja út á grein þína, sem er mjög góð, eingöngu að koma með aðra sýn á málið sem mér sýnist að sé ekki alveg út í hött.  En ég vil enda þetta á að þakka þér fyrir þína baráttu gegn þessu óréttláta kerfi og góð rök sem þú hefur birt fyrir máli þínu......

Jóhann Elíasson, 5.10.2022 kl. 08:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband