Leita í fréttum mbl.is

Hótun MSC byggir ekki á líffræði

Boðskapur MSC vottunarstofunnar er í stuttu máli að hóta því undir rós að ef ekki verði farið að ráðgjöf, þá verði brugðið fæti fyrir þau fyrirtæki sem vottunarstofan þjónar.

Í sjálfu sér eru það sérkennileg vinnubrögð að nota hvert tækifæri til þess að hafa í hótunum við viðskiptavini sína, sér í lagi þegar forsendurnar fyrir boðuðum þvingunaraðgerðum eru afar veikar.

Stofnmatið og "ráðgjöfin" á makríl hvílir að megin hluta á eggjatalningu á þriggja ára fresti, á suðvestanverðu útbreiðslusvæði makrílsins. Hvert mannsbarn ætti að sjá að þessi aðferðarfræði er skot út í loftið, enda hefur verið reynt að koma á öðrum mælingum samhliða m.a. með fiskmerkingum og bergmálsmælinum.  Árangurinn af þeim tilraunum öllum er afar óljós enda gefa athuganir til kynna að stofninn hafi vaxið þegar veitt hefur verið hressilega umfram "ráðgjöfina". 

Það er í raunalegt að horfa á forstjóra MSC-vottunarinnar, Ruppert Howes, lýsa yfir miklum áhyggjum yfir því að mælingar á norsk-íslenska síldarstofninum gefi til kynna að stofninn hafi minnkað um 36% á umliðnum árum. Það er einfaldlega eðlilegt en ekki áhyggjuefni að stærð villtra fiskistofna sveiflist verulega. 

Gleraugu MSC á vistkerfi sjávar, ber vott um að í vottunarstofunni skorti verulega á þekkingu á orkuflæði hafsins.  Það að horfa á hverja og eina uppsjávarfisktegund t.d. síld, makríl og kolmunna, sem nærist á sama dýrasvifi, á sama hafsvæðinu einandangrað og án þess að setja sveiflur í stærð umræddra stofna í samhengi. 

Þessi meinloka MSC-forstjórans kemur á óvart, þar sem það er ekki flókið að átta sig á því að ljósáta sem étin er af makríl verður ekki étin af annarri síld!    


mbl.is „Þurfum einhvern til að taka af skarið“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband