Leita í fréttum mbl.is

Hvað gerir sonur Vestfjarða?

Össur Skarphéðinsson kennir sig af og til við Vestfirði þegar honum svo hentar, enda á hann ættir að rekja til Dýrafjarðar. Nú er svo komið að þessi afkomandi Vestfjarða er orðinn valdamikill ráðherra byggðamála og getur því auðveldlega komið byggðunum sínum til hjálpar, þ.e. ef hann hefur vilja og þor til.

Sjávarbyggðirnar fyrir vestan þurfa sárlega á aðstoð stjórnvalda að halda á næstu vikum. Á næstu dögum munu uppsagnir í rækjuvinnslu Bakkavíkur taka gildi og það stefnir sömuleiðis í algjört óefni á Flateyri þegar vinnsla og útgerð Kambs stöðvast. Vísasta leiðin fyrir Össur til að aðstoða frændur og vini á Vestfjörðum er að vinda ofan af kvótakerfinu sem er að brjóta niður byggðirnar.

Ég trúi því ekki fyrr en ég tek á því að jafnaðarmenn, s.s. sr. Karl Matthíasson sem fór um vestfirskar byggðir og boðaði breytingar á óréttlátu kvótakerfi, sætti sig við óbreytt ástand sem mélar byggðirnar.

Össur Skarphéðinsson, ráðherra byggðamála, er líffræðingur og veit því mætavel að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi hvílir á vafasamri líffræði sem gengur þvert gegn viðtekinni vistfræði og þess vegna ættu heimatök hans að vera hæg við að rökstyðja það að koma sínu fólki til hjálpar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórbergur Torfason

Sigurjón, hvernig á Össur að vinda ofan af kvótakerfinu. Fyrst stærsta og þar með öflugasta stjórnmálaafl landsins ræður ekki við það er tæpast hægt að ætlast til að næststærsta aflið geti það frekar. Það er svo spurning hvaða vistfræði nýtur mest af fiskveiðistjórnunarkerfinu. Svo má spyrja sig, er ekki alltaf verið að rugla saman fiskveiðistjórnunarkerfinu annarsvegar og svo kvótakefinu hins vegar?

Þórbergur Torfason, 30.5.2007 kl. 17:12

2 Smámynd: Katrín

Allt er þetta spurningin um vilja Þórbergur.  Viljinn hefur ekki verið fyir hendi hjá stærsta stjórma´laflokki landsins en skyldi hann vera að finna hjá séranum og líffræðingnum???

Katrín, 30.5.2007 kl. 17:32

3 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Þetta eru góð spurning sem þú setur fram um hvers vegna Samfylkingin virðist ætla að gúffa í kvótamálinu og má í framhaldinu velta því upp hvort að Samfylkingin hafi einfaldlega látið stefnu Sjálfstæðisflokksins til grundvallar í flestum málum í stórnarsáttmálanum s.s. að hafa Ísland áfram á lista yfir stríðsfúsar þjóðir sem styðja innrásina í Írak.

Sigurjón Þórðarson, 30.5.2007 kl. 17:37

4 Smámynd: Þórbergur Torfason

Sigurjón, mér finnst Samfylking ekkert láta undan síga í kvótamálinu. Staðreyndin er einföld, það er enginn í Samfylkingunni sem skilur upp né niður í samspili fiskveiðistjórnunarlaganna og kvótakerfinu.

Ein samviskuspurning, hvað hefðir þú gert varðandi lista hinna viljugu eða í málefnum Flateyringa, stæðir þú í sporum Samfylkingar og ættir að þélja við þá nafna sem löngum hafa lýst sig andvíga kvótakerfinu og flokksfélaga þeirra.

Bráðfyndin grein og skemmtilega orðuð í Mogga í dag eftir föður FF

Þórbergur Torfason, 30.5.2007 kl. 21:46

5 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Hvort einhver ráðamaður og þar með talinn Össur vindur ofan af kvótakerfinu ræðst bara af einu. Ef hann sér sér pólitískan hag í að gera það. Að öðrum kosti gerir hann það ekki. Þingmenn þramma ekki inn Dómkirkjugólfið til að fylla sálu sína af heilögum anda eða náungakærleika. Frekar er það spurningin að fá góða mynd af sér í blöðin. Því þarf að gera núverandi stöðu í kvótamálinu óþolandi og ávísun á lélegt gengi í kosningum. Því þarf að gera stuðning við kvótakerfið óvinsælan. Hvernig það er gert er þrautin þyngri. Að eggja menn eins og Össur til dáða er sjálfsagt en tæplega vænlegt til árangurs. Sorry Össur en trú mín á þér er ekki meiri en svo, þó við séum báðir Dýrfirðingar og eigum sameiginlega forfeður frá 1760. 

Gunnar Skúli Ármannsson, 30.5.2007 kl. 21:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband