29.5.2007 | 16:22
Morgunblaðið ruglar og bullar - Frjálslyndi flokkurinn misnotar Stöð 2!
Morgunblaðið okkar, allra landsmanna, getur stundum tekið léttgeggjaðar sveiflur og er ekkert við því að segja. Þetta er einfaldlega íslenskur veruleiki sem hefur endurspeglast í réttlætingu á olíusamráðssvindlinu, stuðningi Íslands við innrásina í Írak og skrifum blaðsins um Baugsmálið svo nokkur dæmi séu tekin.
Nú í dag tók Morgunblaðið létt kast þegar það fann það upp hjá sér að Frjálslyndi flokkurinn hefði jafnvel misnotað fréttaskýringaþáttinn Kompás til þess að kasta rýrð á íslenska kvótakerfið. Morgunblaðið ætti að vita að það er ekki hægt að kenna Frjálslynda flokknum einum um óvinsældir kvótakerfisins þar sem kerfið heggur reglulega djúp skörð í byggðir landsins og skilar þjóðarbúinu á þriðja tug milljörðum króna minni verðmætum nú en útvegurinn skilaði fyrir áratug.
Þetta er ekkert annað en bull og ómerkilegt þvaður og sýnir hversu röklausir menn eru í því að halda áfram með núverandi kvótakerfi. Tilgangur Morgunblaðsins er auðvitað sá að komast hjá því að fjalla um svindlið í sjávarútveginum sem Kompássþátturinn greindi frá og, jú, að sjálfur fiskistofustjóri játaði að svindlið væri árlega talið í milljörðum króna.
Einn liður Morgunblaðsins í því að réttlæta kvótakerfið hefur verið að afflytja fréttir af færeyskum sjávarútvegi og fyrir þá sem ekki þekkja til mætti ætla að þar væri allt á vonarvöl. Það er ekki rétt enda voru útflutningsverðmæti sjávarfangs Færeyinga hærri á árinu 2006 en árið á undan. Ég ætla ekki að rekja tölur um mismunandi aflaverðmæti einstakra tegunda á milli ára en benda lesendum þessarar síðu á töflu Hagstofu Færeyinga þar sem þeir geta séð þessar tölur án gleraugna minna eða ritstjórnar Morgunblaðsins.
Auðvitað er færeyska kerfið ekki gallalaust frekar en önnur mannanna verk en það hefur reynst miklum mun betur en íslenska kvótakerfið sem hvetur til svindls og skilar helmingi færri þorskum á land en fyrir daga þess.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bloggvinir
- Helga Þórðardóttir
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Jens Guð
- Hallgrímur Guðmundsson
- Ásta Hafberg S.
- Jóhann Elíasson
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Óskar Helgi Helgason
- Georg Eiður Arnarson
- Óskar Þorkelsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Hallur Magnússon
- Sigurður Þórðarson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Katrín
- Þarfagreinir
- Samtök sjálfstæðra í sjávarútvegi
- Frjálslyndi flokkurinn í Eyjafirði
- Hallgrímur Óli Helgason
- Jón Kristjánsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Jón Valur Jensson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Kjartan Eggertsson
- Halla Rut
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Grétar Pétur Geirsson
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- J. Einar Valur Bjarnason Maack
- ragnar bergsson
- Bjarni Harðarson
- Rannveig Þorvaldsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Eiríkur Guðmundsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- erlahlyns.blogspot.com
- Agný
- Guðjón Ólafsson
- Einar Ben
- Jón Aðalsteinn Jónsson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Ólafur Ragnarsson
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Ólafur Björn Ólafsson
- Halldór Jónsson
- Elvar Atli Konráðsson
- Kristján H Theódórsson
- Guðjón Sigþór Jensson
- Helgi Már Barðason
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Víðir Benediktsson
- Valgerður Sigurðardóttir
- Jens Sigurjónsson
- Vestfirðir
- Sigurður Ásbjörnsson
- Jón Magnússon
- Viðar Friðgeirsson
- Axel Jóhannes Yngvason
- Svava S. Steinars
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Quackmore
- Árni "Gamli" Einarsson
- Haukur Már Helgason
- Þóra Guðmundsdóttir
- Heiða Þórðar
- Steingrímur Ólafsson
- Vefritid
- Ársæll Níelsson
- S. Einar Sigurðsson
- Rannveig H
- Gísli Gíslason
- Bjarni Kjartansson
- Steingrímur Helgason
- Fiðrildi
- Baldur Fjölnisson
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Linda Lea Bogadóttir
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Hanna
- Sverrir Stormsker
- Ottó Marvin Gunnarsson
- gudni.is
- Einar Vignir Einarsson
- Hákon Unnar Seljan Jóhannsson
- Valgerður Halldórsdóttir
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Jóhann Kristjánsson
- Oddur Helgi Halldórsson
- Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
- María Harðardóttir og Þorsteinn Narfason
- Grétar Rögnvarsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Róbert Guðmundur Schmidt
- Steinn Hafliðason
- Landssamband ungra frjálslyndra
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Þórir Aðalsteinsson
- Vilborg Traustadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Sævar Einarsson
- Ketilás
- Ómar Pétursson
- Eyþór Grétar Grétarsson
- FF
- Jón Þór Bjarnason
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Árnason
- Alexander Kristófer Gústafsson
- Róbert Tómasson
- Landvernd
- ThoR-E
- Haraldur Baldursson
- Sigurður Jón Hreinsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- busblog.is
- Sigríður Inga Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Svanhildur Karlsdóttir
- Gísli Birgir Ómarsson
- Árni Árnason
- Grétar Mar Jónsson
- Perla
- Ingunn Guðnadóttir
- Irma Þöll
- Skattborgari
- Gulli litli
- Jón Snæbjörnsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Sigríður Elfa Eyjólfsdóttir
- Mál 214
- Bullukolla
- kreppukallinn
- hreinsamviska
- Arinbjörn Kúld
- Orgar
- Guðjón Baldursson
- Gunnar Þór Gunnarsson
- Hörður B Hjartarson
- Gunnar Björn Björnsson
- Haraldur Hansson
- Þórólfur S. Finnsson
- Birna Steingrímsdóttir
- Gestur Guðjónsson
- Jónas Rafnar Ingason
- Stríða
- Götusmiðjan
- Brynja skordal
- Haraldur Bjarnason
- Guðmundur Óli Scheving
- Ásta
- Markús frá Djúpalæk
- Jörundur Garðarsson
- MIS
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Björn Júlíus Grímsson
- S Kristján Ingimarsson
- Bryndís Haraldsdóttir
- Þórður Björn Sigurðsson
- Magnús Kristjánsson
- Bergur Sigurðsson
- Guðrún Ólafía Brynleifsdóttir
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Ólafía Herborg Jóhannsdóttir
- Heimssýn
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Óskar Arnórsson
- Sigurbjörn Svavarsson
- Árni Davíðsson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Árelíus Örn Þórðarson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- L.i.ú.
- Rafn Gíslason
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Samtök Fullveldissinna
- Vaktin
- Arnar Guðmundsson
- Lárus Baldursson
- Sveinn Elías Hansson
- Þórarinn Baldursson
- Kjartan Magnússon
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Berglind Steinsdóttir
- Bjarney Vigdís Ingimundardóttir
- BJÖRK
- Björn Emilsson
- Dagný
- Dominus Sanctus.
- Friðgeir Sveinsson
- Guðmundur Ásgeirsson
- Guðmundur Pálsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Högni Snær Hauksson
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Jón Þórhallsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ragnar Stefán Rögnvaldsson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Ingólfsson
- Stefán Júlíusson
- Sumarliði Einar Daðason
- Sveinn Björnsson
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Úrsúla Jünemann
- Valdimar H Jóhannesson
Tenglar
Mínir tenglar
- Losnað við pestina Þetta hefur reynst mér vel við að losna við allar pestir þá 5 mánuði sem ég hef reynt immiflexið
- Ginseng Hér fæ ég kraftinn
- Frjálslyndi flokkurinn Vill breyta kvótakerfinu
- Ungmennasamband Skagafjarðar Ég er formaður
- Hér kaupi ég tölvudótið Ódýrt og gott
Sjávarútvegsmál
- Hafró Stofnunin þar sem ákveðið er hversu mikið má veiða
- Landssamband íslenskra útvegsmanna LÍÚ
- Landssamband smábátaeigenda LS
- Jörgen Niclasen Formaður Fólkaflokksins í Færeyjum
- Helgi Áss Grétarsson Sérfræðingur í HÍ á vegum LÍÚ
Fréttamiðlar
- Al Jazeera Gefur Bandaríkjamönnum engin grið
- BBC BBC
- Börsen Dönsk fjármálasíða
- Seðlabankinn Musteri Davíðs
Nýjustu athugasemdir
- Hæstaréttardómari götunnar: Sæll Sigurjón; æfinlega ! Burt sjeð; frá viðhorfum Jóns Stein... 31.1.2025
- Aðgerðablaðamennska Morgunblaðsins: Takk fyrir svarið, Sigurjón. Inga Sæland sagði í viðtali, "Við ... 23.1.2025
- Aðgerðablaðamennska Morgunblaðsins: Flokkur fólksins var rétt skráður en lögum var síðan breytt got... 23.1.2025
- Aðgerðablaðamennska Morgunblaðsins: Ég las eftirfarandi á Vísi.is: Skrifstofa Alþingis hefur staðf... 23.1.2025
- Aðgerðablaðamennska Morgunblaðsins: Nei alls ekki það er ekki rétt hvernig færðu það út? 22.1.2025
- Aðgerðablaðamennska Morgunblaðsins: Er það ekki rétt að Flokkur fólksins fékk peninga sem hann átti... 22.1.2025
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.2.): 1
- Sl. sólarhring: 12
- Sl. viku: 961
- Frá upphafi: 1021339
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 877
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Janúar 2024
- Apríl 2023
- Október 2022
- Október 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Janúar 2019
- Apríl 2018
- Desember 2017
- Október 2016
- Ágúst 2016
- Janúar 2016
- Nóvember 2015
- Nóvember 2014
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Desember 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Athugasemdir
Já við vitum þetta Sigurjón en það er eins og stór hluti þjóðarinna kæri sig kollótta. Elítan í 101 hefur ekki snefil af áhuga. Fólk segir oft við mig þetta þýðir ekkert þeir eru búnir að eignast þetta. Það þarf að finna ráð eða aferðir til að koma þessu almennilega inn í umræðuna. Spurning að stofna áhugahóp sem væri samstettur af hæfileikafólki í fjölmiðlun og vant kynningarherferðum.
ragnar bergsson, 29.5.2007 kl. 21:05
Komdu sæll.Ég hef árum saman fylgst með þróun kvótakerfisins og tillögum ykkar í Frjálslyndafl.Ég er sammála ykkur í megin málum og þið hafið svo sannarlega reynt að vekja þjóðina til meðvitundar um alla spillinguna sem innbyggt er inn í þetta kerfi.Verst er þó af öllu ,að allir sem vinna við framkvæmd kvótakerfisins hafa með einum eða öðrum hætti funndið sér stað í svikamyllunni og orðið samsekir.Það hefur komið sér vel fyrir fyrrv.ríkistjórn ,sú almenna þögn og yfirhylmun sem ríkt hefur um þessi meintu afbrot
Ljóst er að mjög lítið hefur áunnist fyrir andstæðinga þessarar kvótastefnu allt frá kvótinn komst á koppinn 1984 og framsalið og leigan hófst 1991.Það er við sterk öfl að eiga í þessum málum,en við verðum að halda áfram.Það var afar slæmt að missa þig út af þingi,þar vart þú fremstur meðal jafningja,stóðst vaktina vel.
Á blogginu mínu í undanfarna daga hef ég skrifað um þessi mál frá dálítið öðrum sjónarhól,sérstaklega eftir að hafa rætt við nokkra sjómenn sem ég þekki.Það hefur lengi verið skoðun mín,að sjómenn verði sjálfir að hafa meira frumkvæði að úrlausn þessa mála og skera á hnútinn.Fróðlegt að heyra álit þitt á þessum hugmyndum mínum.
Nú verður Samfylkingin að gera upp við sig,hvort hún ætli að vera samábyrgð með íhaldinu ,að viðhalda áfram umfangsmestu sakamálum þjóðarinnar kvótaspillingunni.Hún hefur hingað til staðið á hliðarlínunni,nú verður ISG að taka ákvörðun.Samfylkingin getur ekki horft aðgerðarlaus á tugmiljarða afbrot árlega á þessu kerfi.
Kristján Pétursson, 29.5.2007 kl. 21:28
Sæll Sigurjón.
Auðvitað þarf alltaf að " hengja bakara fyrir smið " og afar hentugt að kenna Frjálslynda flokkunum um annmarka kvótakerfisins eins stórhlægilegt og það nú er.
Einn góðan veðurdag munu menn gjöra svo vel að þurfa að opna augun.
kv.gmaria.
Guðrún María Óskarsdóttir., 29.5.2007 kl. 23:03
Já vonandi fyrr en síðar. Takk fyrir þetta innlegg Kristján Pétursson.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.5.2007 kl. 00:09
Eftir að Samfylkingin fór í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum hefur Mogginn tekið Ingibjörgu Sólrúnu í sátt. Þeim hefur alltaf verið illa við Frjálslynda flokkinn en núna missa þeir sig og sjá þeir gjörsamlega rautt. Kannanir sýna að lestur Morgunblaðsins fer stöðugt minkandi og ef fram heldur sem horfir þá munu þeir verða tilneyddir að finna sér uppbyggilegri verkefni en að úthúða Frjálslyndum að ósekju.
Sigurður Þórðarson, 30.5.2007 kl. 15:47
Má ég benda á í þessu sambandi að það er verið að ræða það að stöðva Þorskveiðar í Færeyjum á næsta ári vegna hruns í stofninum. Kann að vera varasamt að taka upp færeyska kerfið.
Sigurjón (IP-tala skráð) 30.5.2007 kl. 19:00
Sigurjón, með IP töluna:
Ég veit ekki hvaðan þú hefur þessar upplýsingar um stöðvun þorskveiða, nema ef vera skyldi frá færeyskum fiskifræðingum, sem hafa viljað draga úr öllum veiðum sl. 10 ár.
Það er ekki hægt að skera niður þorskveiðar nema stöðva aðrar veiðar líka, og hvers vegna stöðva þorskveiðar ef stofninn er hruninn? Þá er enginn þorskur til að veiða hvort eð er.
Það er orðið nokkuð ljóst að ástæðan fyrir sveiflunum í færeyska þorskstofninum stafa af vanveiði.
Stofninn stækkar, veiðarnar megna ekki að halda aftur af stækkuninni og stofninn verður svo stór að hann "étur sig út á gaddinn". Þetta sést greinilega á vaxtarhraðanum. Eftir að hann hefur fallið vegna hungurs og sjálfáts, nær fæðan (m.a. sandsílið) sér upp aftur, nýliðun þorsks eykst, stofninn stækkar á nýjan leik og leikurinn endurtekur sig. Versta sem er hægt að gera ef fiskstofn er að horast niður er að draga úr veiðum. Bíddu bara, hann mun ná sér á strik fljótlega.
Jón Kristjánsson
Jón Kristjánsson, 30.5.2007 kl. 21:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.