Leita í fréttum mbl.is

Dapurleg tíðindi fyrir sjávarútveginn

Ég vonaðist eftir því að ferskir vindar myndu blása um sjávarútveginn með nýrri ríkisstjórn og að menn á borð við Össur Skarphéðinsson fengju að koma að því að breyta núverandi stjórn fiskveiða sem hefur vaskað sjávarbyggðir landsins og atvinnugreinina í heild sinni.

Nýlegar tölur frá Hagstofunni sýna svart á hvítu að ef verðmætasköpun væri svipuð og fyrir 10 árum fengi íslenska þjóðarbúið á þriðja tug milljarða árlega meira í sinn hlut úr sjávarútveginum.

Kerfið hefur komið í veg fyrir nýliðun og hrundið af stað svindli og sóun þannig að allur þorri landsmanna tapar, en þó sér í lagi sjávarbyggðirnar sem eru svipur hjá sjón miðað við hvernig var fyrir daga kvótakerfisins.

Skv. skýrslum Hafró sem ég tek hæfilega mikið mark á hefur þessi eyðibyggðastefna ekki heldur orðið til hagsbóta fyrir þorskstofninn. Það er því löngu orðið tímabært að fram komi ný hugsun eða nýtt sjónarhorn á það hvernig þessum málum verði best fyrir komið.

Og Einar K. er með öllu laus við þann ferskleika.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Og ekki lagast það hann er orðinn landbúnaðaráðherra líka.Hvernig halda menn að heilabúið hjá honum virki eftir látlausar heimsóknir í flest fjós og fjárhús landsins. Ég er endalega búinn að missa allt álit á þessu andskotans eiginhagsmuna og vina starfsaðferðum sem greinilega eru ríkjandi hjá ráðamönnum þessa lands.

Hallgrímur Guðmundsson, 22.5.2007 kl. 23:25

2 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Já það lýtur út fyrir að Lanbúnaðarmálin séu eitthvað afgangs, þegar þau eru sett með Sjávarútvegsmálunum. Sjálfstæðismenn eru byrjaðir að kaupa upp jarðir landsins, þetta á kannski að vera sama stefna og í kvótamálunum.

Geirsmenn eiga þá bæði kvótann og bændurna, kannski fara þeir líka að veðsetja bændurna?

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 23.5.2007 kl. 00:20

3 identicon

Sæll Sigurjón.  Ég reyndi að finna þessar upplýsingar sem þú nefnir hjá hagstofunni og rakst á hagtíðindi sjávarútvegs (smellið hér). Þar sést á bls 2 að verðmæti útfluttra sjávarafurða 1997 var um 95 milljarðar og voru þá flutt út 800.000 tonn (118.750 kr pr tonn).  Verðmæti útflutnings 2006 var 124 milljarðar og var þá flutt út um 650.000 tonn (190.790 kr pr tonn).   Ef við uppreiknum þessa 95 milljarða frá 1997 til verðlags 2006 (með vísitölu neysluverðs) þá er verðmæti pr tonn árið 1997 = 166.237 kr pr tonn þegar hvert tonn skilar okkur 190.790 krónum árið 2006.  Þannig að hrein verðmætaaukning er um 24.553 kr pr tonnið, eða 14% verðmætaaukning. Ég skora á þig til að sýna hvernig þú færð verðmætatap upp á 30 milljarða út og vísa í einhver gögn máli þínu til stuðnings.

Jóhann Gunnarsson (IP-tala skráð) 23.5.2007 kl. 02:22

4 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Þetta er einfalt mál en ég las úr töflunni að  verðmæti útfluts sjávarfangs árið 1997 væri um 98 milljarðar kr. og almennt verðlag hefur frá þeim tíma hækkað um tæplega 50% sem og þess vegna væru sambærileg verðmæti nú 146,51 milljarður.  

Það er ekki vitglóra í því að reikna þessi verðmæti upp í tonnum þar sem tegundir eru misverðmætar og sömuleiðis gefa vinnsluaðferðir mismikið í aðra hönd.

 Það sem upp úr stendur er að heildarverðmæti sjávarfangs nú er milljarðatugum minna en það var fyrir áratug um það verður ekki deilt.  Á þessum tíma hefur árlega verið veitt hundruðum milljóna árlega af opinberu fé í AVS sjóði sem á að hafa það að markmiði að auka virði sjávarfangs.  

Það hefur greinilega ekki tekist þar sem virðið hefur lækkað. 

Sigurjón Þórðarson, 23.5.2007 kl. 09:44

5 identicon

Það er satt og rétt að það er ekki hægt að bera saman epli og appelsínur á mjög hentugan hátt en einhvernvegin nærð þú samt að bera saman 800.000 tonn frá árinu 1997 við 650.000 tonn árið 2006.  Vill það þá svo skemmtilega til að þorskígildi þessara 800þús tonna 1997 sé það sama og þorskígildi þessara 650þús tonna 2006? Þú nærð a.m.k. að gera beinan samanburð þarna á milli.  Það væri gaman að sjá útreikningana fyrir þessu eða hvaða gögn liggja þessu til grundvallar.  A.m.k. færð þú út verðmætatap upp á 15% meðan ég fæ verðmætaaukningu upp á 14%.

Það er erfitt að taka mark á staðhæfingum nema að baki liggi einhver rök.

Jóhann Gunnarsson (IP-tala skráð) 24.5.2007 kl. 00:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband