Leita í fréttum mbl.is

Halldór Halldórsson kaus hlutskipti Flateyrar

Halldór Halldórsson, bæjarstjóri á Ísafirði, hefur sneitt hjá því að ræða hina raunverulegu ástæðu þess hversu illa er komið fyrir atvinnulífinu á Vestfjörðum. Aldrei gagnrýnir hann eða gerir tillögur að breytingum á kvótakerfinu sem augljóslega hefur grafið undan atvinnulífinu og hefur engu skilað hvað varðar bættan þjóðarhag. Skuldir hafa þrefaldast á meðan tekjur sjávarútvegsins hafa dregist sman.

Í Fréttablaðinu í dag heldur hann áfram á þeirri braut sinni að ræða lausn á atvinnumálum Vestfirðinga eins og að kvótakerfið sem er meginorsök atvinnuástandsins sé óbreytanlegt náttúrulögmál en ekki mannanna verk sem vel er hægt að breyta ef vilji er fyrir hendi.

Hið sama má segja um viðbrögð Gríms Atlasonar, bæjarstjóra í Bolungarvík, við fjöldauppsögnum í Bolungarvík um daginn.

Þessir forráðamenn sveitarfélaganna á Vestfjörðum og víðar um land verða að gera sér grein fyrir ábyrgð sinni. Þeir eru sjálfir á fínu kaupi við að friðmælast við stjórnvöld. Hafa mennirnir ekki neina samvisku? Þeir verða að fara að ræða raunverulegar breytingar sem verða til einhvers gagns.

Þetta ástand er ekki bundið við Vestfirði, heldur teygir sig yfir allar sjávarbyggðirnar og skaðar heildarhagsmuni þjóðarinnar.

Hvar er annars Einar Kristinn í þessari umræðu?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þegar litlir menn setjast í stór embætti sem þeir ráða ekki við kemur smæð þeirra enn betur í ljós.

Það er við þesskonar aðstæður sem lýsingarorðið "risasmár" myndast og gengur upp.

Þegar svo heimskan bætist við er myndin ennþá skýrari.

Árni Gunnarsson, 19.5.2007 kl. 12:21

2 Smámynd: Atli Hermannsson.

Það er rannsóknarefni út af fyrir sig, af hverju ráðamenn á Vestfjörðum nefna aldrei kvótakerfið sínu "rétta" nafni.

Þá var núna í hádegisfréttum viðtal við verkalýðsforkólf fyrir vestan sem skautaði framhjá aðalatriðunum eins og sauðdrukkinn væri. Hann hvað stjórnvöld þurfa að gera eitthvað fyrir Vestfirðinga - en kom ekki með neina tillögu. Hvað ætlast hann til af stjórnvöldum? Stofna kannski verksmiðju sem framleiðir nýja gerð af skóhornum eða dósaupptakara? Fattar maðurinn ekki að á meðan fiskurinn syndir fyir framan bryggjuna - þá mega menn ekki snerta hann.

Atli Hermannsson., 19.5.2007 kl. 12:54

3 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Vestfirðingar verða að láta í sér heyra ef það á að vera byggð áfram á Vestfjörðum.  Það stefnir í algjört óefni ef það fæst ekki viðsnúningur á núverandi stefnu stjórnvalda.

Sigurjón Þórðarson, 19.5.2007 kl. 13:41

4 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heill og sæll Sigurjón.

Ekki ætla ég að taka undir orð hans Atla sem skrifara hér. við verðum að gagnrýna með réttum hætti til að árangur náist dropinn holar steininn það segir máltækið.

Svo við snúum okkur af byggðarmálum á Flateyri þá er þetta mjög alvarlegt ástand sem ekki er lengur hægt að sitja undir að aflaheimildir ganga kaupum og sölum þetta ástand verður að stöðva.

Með stöðvun á frjálsa framsalinu þá væri þetta úr sögunni. Það ekki hægt þegar menn hafa fengið úthlutað aflaheimildum að þær séu síðan seldar á uppsprengdu verði. Nú er spurningin hvað Össur mun gera í málunum hann er búinn að nota stór orð um kvótann hver er stefnan hans í þeim málum. Nú verður hann sjálfur að standa við stóru orðinn ég mun mynna hann á þau.

Það sem mér finnst óréttlát er að fólk sem býr á Vestfjörðum hefur haft atvinnu af fiskveiðum um áratuga skeið og byggt sína afkomu af því. Enn nú vill svo vel til að nú er um hreina eignarupptöku að ræða þegar fólk hefur ekki atvinnu og tekjur til að framfleyta sér og skildi ekki nokkrum manni undra það sem atvinnuvegur fólksins fiskveiðar og vinnsla sem hefur verið um aldir eru á bak og burtu með þessari sölu.

Mér finnst spurning hvort útgerðamaðurinn sé betla meira fé úr ríkissjóði eða mun hann selja allt skilja þetta litla sveitarfélag eftir í rúst og fara með gróðann úr landi og njóta lífsins. ef svo er þá er þetta alvarleg staða sem kominn er upp. Sjáum til hvað setur.

Jóhann Páll Símonarson.

Jóhann Páll Símonarson, 19.5.2007 kl. 15:05

5 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Staðan á Flateyri er alvarleg, ef það verður ekkert gert í kvótamálunum núna, þá er eitthvað að þessum mönnum sem ráða. Hvað gerir nýji ráðherrann???

Kanski hafa þeir þaggað niður í Grími og Halldóri, hagsmunaplott er alls staðar ráðandi.

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 19.5.2007 kl. 22:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband