Leita í fréttum mbl.is

Einar Kristinn Guðfinnsson situr með Þorsteini Pálssyni á blogginu sínu

Einar Kristinn Guðfinnsson á víst að heita sjávarútvegsráðherra en hann virðist vera í flestu öðru en að sinna þeim verka. Í fréttum Stöðvar 2 í kvöld komu uppsagnir á Flateyri honum algerlega í opna skjöldu. Og uppsagnirnar í Bolungarvík rétt fyrir kosningar voru afleiðingar stöðu rækjuiðnaðarins að sögn Einars Kristins - þ.e. hann kom með þá hjákátlegu skýringu.

Ég renndi í gegnum skrif Einars á heimasíðu hans og við þá athugun kom í ljós að ráðherra sjávarútvegsmála forðast að ræða sjávarútvegsmál eins og ökufantur að fara um Húnavatnssýslu. Einu færslurnar þar sem ráðherrann sér ástæðu til að drepa niður penna um sjávarútvegsmál eru um sjónvarpsþátt þar sem sjóhundurinn og nú alþingismaðurinn Grétar Mar Jónsson tók ráðherrann í kennslustund um stöðu atvinnugreinarinnar og hin færslan var um dýrðardagana þegar afi hans og alnafni í Bolungarvík starfaði í sjávarútvegi. Sú var skrifuð fyrir páska og var um það að steinbíturinn boðaði vorkomuna.

Nú er von að Vestfirðingar fái annan og betri sjávarútvegsráðherra. Þegar maður horfir yfir sviðið er þó ekki um auðugan garð að gresja. Helsta vonin er Össur Skarphéðinsson.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hallgrímur Óli Helgason

sammála þér Sigurjón, tók eftir þessu hjá ráðherra í fréttunum, kom honum í opna skjöldu, hvar hefur hann verið?, hefur hann ekki fylgst með sjávarútvegnum, hvernig þetta er búið að krauma í mörg ár, maður hefur átt von á þessu lengi, er búin að vinna við þetta meira og minna í tæp þrjátíu ár og hef kynnst ýmsu, en nú er of langt gengið, það er ekki hægt að slá hausnum við steininn endalaust, það þarf að laga kvótakerfið fyrir okkur sem vinnum við þetta, ekki lifa við það hvern dag að þetta geti verið frá okkur tekið með einu pennastriki.

Hallgrímur Óli Helgason, 19.5.2007 kl. 22:38

2 identicon

Hvar varst þú

Jónína Benediktsdóttir (IP-tala skráð) 19.5.2007 kl. 23:57

3 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sjávarútvegsráðherra gengur erinda kvótagreifanna sem selja sig út úr atvinnugreininni og enginn segir neitt nema Frjálslyndi flokkurinn.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 20.5.2007 kl. 01:07

4 identicon

Sæll Sigurjón

Það er alveg með eindæmum hvernig sjávarútvegsráðherra(r) hafa alltaf látið mata sig af upplýsingum frá hafró og LÍÚ og saman vilja allir forðast svona umfæður um kvótakerfið.

Það var mörgum manninum ljóst að Kambur gæti aldrei starfað til langframa vegna þess hvernig kvótakerfið er orðið og verðum á fiski, kvótaleigu, kvótakaupum og afurðarverði.

Það er svo líka athyglisvert að Sjávarútvegsráðherrann skylji ekki afleiðingar kvótakerfisins fyrir hanns byggðalag. 

en annars þá vill ég þakka þér Sigurjón fyrir vel unnin störf þín í þágu þjóðarinnar og verður þín sárt saknað sem alþingismanns.  Vonandi gengur þér betur næst.

Þorsteinn B. Ólafsson 

Lognið Stormsson (IP-tala skráð) 20.5.2007 kl. 10:05

5 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heill og sæll Sigurjón.

Hættu nú að kenna öðrum um þetta er leiðinlegur frasi frá þér. Ég er á annarri skoðun eins og ég benti þér áðan á blogginu á unda. Þetta þurfa að vera málefnalegar umræður.

Hvað myndir þú segja þegar átök verða á milli Samfylkingar og Sjálfstæðismanna. Ég sjálfur er ekkert sáttur með þessa stjórn vegna hvað Samfylking er búinn að vera með stór orð og hafa gert eins og Össur varandi fiskveiðistjórnun og önnur mál.

Þú átt að velta þeim upp úr því þegar stjórnarsáttmálinn liggur fyrir og þú hefur skoðað hann vel. Þá getur þú farið að gera athugasemdir ef þær koma í ljós. Ekki vera með þessa frasa dag eftir dag, frá mínu sjónarhorni bera þær ekkert annað enn að gera lítið úr þér sjálfum.

Jóhann Páll Símonarson. 

Jóhann Páll Símonarson, 20.5.2007 kl. 14:18

6 identicon

Góðan daginn gott fólk. 

      Var að lesa í gær nýjustu Fiskifréttir. Þar er margt merkilegt að sjá. Í grein sem Helgi Laxdal skrifar, er margt sem kom mér á óvart.  Grein hans er skrifuð í kjölfar nýafstaðins Fiskiþings, sem mér sýnist hann hafa setið. Þema þingsins var menntun í sjávarútvegi. Þar var gerð grein fyrir skoðanakönnun, sem gerð var meðal ungs fólks: Hvað ætlarðu að verða þegar þú verður stór?

 Ekki kom á óvart að margir ætluðu að verða lögfræðingar, hagfræðingar viðskiptafræðingar og fleira í þeim dúr. Í könnuninni kom einnig fram, að enginn hugðist verða háseti til sjós, enginn ætlaði í stýrimannanám, en einhverjir í vélstjórnarnám.

Ýmislegt ræðir Helgi í greininni um menntunarmál sjómanna og einnig nám í sjávarútvegsfræðum og gott að sjá velt upp þeim breytingum sem orðið hafa í gegnum tíðina. En svo segir Helgi:

                            "Stærsti vandi útgerðarinnar í næstu framtíð, er að gera störfin um borð svo aðlaðandi, að ungt og efnilegt fólk fái löngun til þess, að sinna þeim með líkum hætti og áður var, þegar skipstjórar þeirra tíma gátu alllt að því valið sér áhafnir"                                                      

Hvað er í gangi? Er ég svona vitlaus, eða halda menn virkilega að þetta sé ástæðan fyrir því að ungir menn hafa ekki áhuga á að fara til sjós, eða fara í skipstjórnarnám?  Að vinnan sé svona leiðinleg? Spyr nú fávís kona!                         

Ég hef verið sjómannskona í meira en þrjátíu ár og hef aldrei heyrt sjómann segja að vinnan hans sé leiðinleg.                                        Hins vegar er unga fólkið  í dag engir hálfvitar og sér að sjómennskan á enga framtíð fyrir sér eins og ástandið er , þótt sjávarútversráðherra og ýmsir fleiri vilji ekki sjá það. Enginn getur byrjað í greininni í dag. Hví skyldi einhver fara í skipstjórnarnám? Til hvers? Er kannske endalaust pláss í skipstjórastólum hjá stórútgerðunum?                   

Og þó svo einhver fái sæti í slíkum stól, er bara einn skipstjóri á hverju skipi, ekki satt? En ég er hrædd um að sá skipstjóri sé ekki alltaf í brúnni.........heldur á skrifstofu í landi..........og það var ekki hann, sem fór í stýrimannaskólann..........

Helgi talar meira um framtíðaráform ungs fólks og fjölbreytileika  þess sem í boði er, en síðar í þessari umfjöllun segir hann: 

                     " Í ljósi þessa þýðir ekki að mennta unga fólkið þannig, að það passi bara í einn bás í atvinnulegu tilliti; ef greinin er svo skammsýn, mun hún missa af starfskröftum þeirra sem metnaðinn hafa bæði fyrir sig og sinn vinnustað, sitja uppi með undirmálsfólk og um leið undirmálsatvinnugrein"  

Undirmálsfólk og undirmálsatvinnugrein?                                          Hefur enginn metnað, nema sá sem fer í háskólanám?                        Er það ekki metnaður að vilja starfa sjálfstætt?

Hvað á hann eiginlega við? Hver er skammsýnn? Er ekki bara markvisst unnið að því að gera sjómennskuna að undirmálsatvinnugrein? Metnað manna að engu, með því að meina þeim að vinna við það sem þeir vilja. Álíta menn, að á Flateyri sé enginn með METNAÐ til að sjá fiskvinnslunni fyrir hráefni? Að sjómenn nenni því einfaldlega ekki, af því að það sé svo leiðinlegt? Ekki aldeilis: Þeir MEGA það ekki og GETA það heldur ekki!  Og hver fjárfestir í atvinnutæki og skuldsetur sig upp fyrir haus, í atvinnutæki sem má svo ekki nota. Vonandi verður það enginn í framtíðinni...............því enginn vill verða undirmálsmaður....               Kerfi sem vinnur stefnufast að því að brjóta niður metnað og sjálfsbjargarviðleitni ungs fólks og annarra sem vilja vera sjálfstæðir er í meira lagi undarlegt. Nóg virðist vera af fólki sem ekki vill eða ekki getur unnið, þó ekki sé drepinn niður áhugi manna til vinnu.

Menntun er góð og ekki geri ég lítið úr henni, langt því frá. Háskólanám hentar einfaldlega ekki öllum, bara gott um það að segja. En það er ofmetið að mínum dómi. Menntahroki er slæmur og mættu ýmsir vara sig á honum. Ekki fylgjast alltaf að, flott einkunnblað og starfsfærni. Það hentar einfaldlega ekki öllum að vera í skóla til þrítugs eða fertugs.

'I grein Helga segir einnig að stærsta auðlindin sé þekkingin. Og að hún felist einnig í áhöfnum fiskiskipa. " Áhafna sem gera fiskinn í sjónum að þeirri auðlind sem hann er. Áhafna sem hafa sýnt og sannað að þær búa yfir yfirburða þekkingu á rekstri nútíma fiskiskipa. Fiskiskipa sem eru ekkert annað en fljótandi hátæknifyrirtæki. "

Af hverju endilega hátækifyrirtæki, af hverju ekki "venjulegur bátur" Má ekki gera út venjulegan bát, með venjulegri áhöfn?  Af hverju má ekki láta sér nægja að sjá þokkalega fyrir sér og fjölskyldu sinni. Af hverju endilega milljarðadæmi? Er ég svona mikil undirmálsmanneskja að finnast það bara allt í lagi að hafa bara nóg fyrir mig og mína? Ekki vera tala í Kauphöllinni? Að sjá bátinn MINN koma að landi, hreinan og fínan, með fisk sem fólkið í landi fær vinnu við að verka?  Af hverju má ég það ekki? Af hverju skyldi ég þurfa að borga Jóni í Reykjavík 75 % af aflanum?  Hann Jón ætlar sér alls ekki að veiða þennan fiskikvóta sem hann á, hann er á launum við allt annað! Jón fór ekkert í stýrimannaskólann og hefur engan áhuga á fiskveiðum. Enda alltof dýrt að veiða fisk.

  Hefur einhver heyrt um leigubílstjóra sem hefur þurft að kaupa sér tonn af bensíni áður en hann fær að keyra?

Asnalegt!

Nú er mér orðið heitt í hamsi og búin að setja alltof mörg spurningarmerki og alltof mörg upphrópunarmerki. Kannske líka móðgað Helga með að vitna sífellt í þessa grein. Vonandi hef ég ekki slitið hana úr samhengi. Ég hvet alla til að lesa þessa grein, hún er góð og athygli verð. En ég get ómögulega samþykkt, að áhugaleysi á starfinu sé  vegna þess að það sé leiðinlegt. Það felst einfaldlega í því, að ekki er hægt að byggja afkomu sína á því. Ónýt atvinna, sem menn fá ekkert fyrir.  

Er ég kannske bara að misskilja þetta allt saman?

              Með kveðju að norðan.

Ulla (IP-tala skráð) 20.5.2007 kl. 14:23

7 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heill og sæll Sigurjón.

Það er margt til í því sem síðasti bréfritari talar um. Hún lýsir sínu áhyggjum yfir að menntun og hvers vegna er ekki hægt að fá sjómenn til starfa. Undir þetta tek ég þetta er mikið áhyggjuefni sem þú ættir að nýta þér eins og ég benti hér að ofan.

Ég tek undir þessi orð þau eru orða sönn og ekki hægt að hrekkja ef menn vilja fara út í þá umræðu. Það má ekki finnast orðið harðfisk lykt af manni þá verður allt vitlaust og menn tala um fiskifýlu.

Jóhann Páll Símonarson.

Jóhann Páll Símonarson, 20.5.2007 kl. 15:09

8 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Já Grétar Mar stóð sig mjög vel og reyndi að koma vitinu fyrir Kristján Júlíusson.  Framkoma hans minnti um margt á ofdekraðan ungling og var nokkuð ólík því þegar kvartaði sáran undan sölu Brims frá Akureyri fyrir nokkru.

 Kvótakerfið hefur ítrekað sýnt að það fer illa með byggðirnar og þjónar ekki heildarhagsmunum þjóðarinnar heldur.  Ég reikna með að byggð leggist af víða ef þessi vitleysa fær að halda áfram s.s. í Grímsey.

Sigurjón Þórðarson, 20.5.2007 kl. 16:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband