Leita í fréttum mbl.is

Harðlínumaðurinn Steingrímur J. Sigfússon vildi með öllum ráðum koma í veg fyrir óheft innstreymi vinnuafls

Guðrún María og Sigurður J. gátu sér rétt til um hver hélt þessa hörðu ræðu gegn óheftu innstreymi verkafólks frá fátækari ríkjum Evrópu, sem spurt var um í pistli hér að neðan. Svarið við spurningunni er: Enginn annar en Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG. 

Steingrímur J. Sigfússon varaði mjög við afleiðingum aukins innflutnings erlends verkafólks á íslenskan vinnumarkað og varaði sterklega við að öryggisákvæðin sem Frjálslyndi flokkurinn hyggst beita væru of aumleg og vildi hann greinilega ákvæði sem væru sterkari. 

Það sem vakti sérstaka athygli mína var hvað ræða Steingríms J. Sigfússonar var ofsafengin og ég efast stórlega um að ég eða Magnús Þór Hafsteinsson, hvað þá Guðjón Arnar Kristjánsson, hefðum látið okkur viðlíka um munn fara. Steingrímur J. dregur sérstaklega fram, margsinnis, að verkafólk einnar þjóðar umfram annarrar geti verið sérstakt vandamál fyrir íslenskan vinnumarkað.  

Ekki veit ég hvers vegna Steingrímur J. Sigfússon varaði ítrekað við portúgölsku verkafólki en hann verður að svara því sjálfur.

Mér er hins vegar óskiljanlegt að Steingrímur J. Sigfússon leyfi sér að úthrópa okkur í Frjálslynda flokknum sem viljum stjórna innflæði vinnuafls til landsins sem hægri öfgamenn og að flokkurinn standi fyrir ógeðfelldri umræðu. 

Meint sök Frjálslynda flokksins er að vilja beita því öryggisákvæði í EES-samningunum sem að mati Steingríms sjálfs var allt of  vægt, og mátti vel merkja að Steingrímur hafi haft sérstakar áhyggjur af Portúgölum í því sambandi.

Stefna Frjálslynda flokksins er stefna skynseminnar, þ.e. að hægja á innstreymi fólks til þess að íslenskur vinnumarkaður geti aðlagað sig gríðarlegum breytingum sem hafa átt sér stað á örfáum árum. Íslenskt samfélag þarf einnig að ná utan um þann fjölda sem kominn er til landsins áður en enn fleira fólki er stefnt til landsins.  

Samfylkingin og VG, ásamt stjórnarflokkunum, hafa samviskubit vegna þess að flokkarnir brugðust innlendu launafólki illilega fyrir ári síðan þegar flokkarnir ákváðu að nýta sér ekki heimildir til þess að fresta því að galopna landið fyrir innstreymi vinnuafls frá fátækum ríkjum Evrópusambandsins.

Helsta vörn þessara flokka er að úthrópa nauðsynlega og þarfa umræðu sem vonda og eru þessir stjórnmálaflokkar með því að bregðast íslensku launafólki öðru sinni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Svona til áréttingar þá vil ég benda á ummæli frávaraformanni Frjálslynda flokksins frá árinu 2004 og því ekki eins gamalt dæmi og þessi ummæli sem Steingrímur J. sagði en þau eru frá 1993.

 
"stefna danskra stjórnvalda í málefnum innflytjenda hefur verið mjög umdeild. Í Danmörku eru allt aðrar aðstæður en á Íslandi."

 "Þá ber kannski að skilja löggjöfina núna sem svo að menn séu að reyna að byrgja brunninn áður en barnið dettur ofan í hann. En mér finnst það í raun og veru óþarfi..."

Ámundi (IP-tala skráð) 9.4.2007 kl. 12:27

2 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Vandinn er bara ekki að stjórna innstreymi heldur að stjórna eftirspurn eftir vinnuafli, þ.e. þenslunni. Þenslan birtist okkur áður fyrr sem óðaverðbólga þ.e. víxlverkun kaupgjalds og verðlags vegna umfraeftirspurnar eftir vinnuafli sem hún veldur, nú birtist sami sjúkdómur með ákalli til erlends fólks um að koma og vinna fyrir okkur.

Ef við viljum draga úr þeirri þróun verður að vega að orsökinni en ekki aðeins einkennunum. Ef okkur líkar vel þenslan verðum við að sætta okkur við hliðarverkanirnar, ef ekki verðum við að vera tilbúin til að vega að raunverulegum orsökum þ.e. draga úr þenslunni. Allt annað er bara innihaldslaust skrum.

Helgi Jóhann Hauksson, 9.4.2007 kl. 14:27

3 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Sæll Ámundi þessi ræða Magnúsar Þórs frá árinu 2004 sýnir berlega að viðhorf Magnúsar stjórnast ekki af neinni andúð á Útlendingum langt í frá.  Við getum verið sammála um það.

Á árinu 2004 varð gífurleg breyting á innstreymi útlendinga eins og fram kemur í grafi á heimasíðu Magnúsar Þórs.  Frjálslyndi flokkurinn tók við tilmælum frá verkalýðsfélögum víðs vegar um landið og brást við þeim með jákvæðum hætti og vildi beita þeim ákvæðum sem voru í EES samningnum til þess að fresta frjálsu innstreymi frá nýjum aðildaríkjum Evrópusambandsins. 

Frjálslyndi flokkurinn stóð einn flokka vaktina á meðan aðrir flokkar brugðust íslensku launafólki.

Það er mín skoðun að ef menn vilja leita að meintri andúð í garð útlendinga hjá íslenskum stjórnmálamönnum væri nær að lesa gamlar ræður ýmissa annarra stjórnmálamanna en þingmanna Frjálslynda flokksins og jafnvel þeirra sem nú láta í veðri vaka að skynsamleg umræða Frjálslynds flokksins sé ógeðfelld.

Það er örugglega eitt og annað í ræðum Steingríms Sigfússonar sem getur orkað tvímælis í garð annarra þjóða s.s. Bandaríkjamanna og Portugala

Sigurjón Þórðarson, 9.4.2007 kl. 15:04

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Var ekki Ingibjörg Sólrún með svipaðar yfirlýsingar ?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.4.2007 kl. 17:36

5 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Jú jú Ásthildur hún lét ljós sitt skína og fleiri í Samfylkingunni við tökum það fyrir sérstaklega en það stangast á við það sem forkólfar Samfylkingarinnar halda fram í nú þessar vikurnar.

Í sjálfu sér er það ekkert nýtt að Samfylkingin viti ekki í hvora löppina hún á að stíga í.

Sigurjón Þórðarson, 9.4.2007 kl. 18:18

6 Smámynd: Magnús Þór Hafsteinsson

Undarlegt hjá þessum Ámunda að segja að þriggja ára ummæli séu nýleg. En samt er sjálfsagt að svara honum.

Það er ánæguefni að hann skuli benda á þessa ágætu ræðu mína. Hún var mjög góð og sýnir að ég hef aldrei borið neinn kala til erlends fólks og geri ekki heldur í dag. Þegar þetta var talað þá var hlutfall erlendra ríkisborgara um 3,5% og hafði verið um fjögurra ára skeið stöðugt á þessu bilinu. Ekki voru horfur á að þetta myndi aukast g ég talaði út frá þeirri vitund sem var sú besta sem ég hafði þá. Sjá nánar graf í þessari færslu: http://www.magnusthor.is/default.asp?Sid_Id=23965&tId=2&Tre_Rod=006|&fre_id=53693&meira=1

Það sem gerðist svo við stækkun ESB í austur eftir 1. maí 2004 var að það hófust miklir fólksflutnignar vestur á bóginn það er frá gömlu kommúnistaríkjunum sem voru komin í ESB. Meðal annars var mikið innstreymi til Bretlandseyja sem höfðu opið frá fyrstu stundu. Í apríl 2006 þegar tveggja ára reynsla var komin á þetta, þá vissum við að þetta væru afleiðingarnar. Þessa voru þegar farin að sjást merki árið 2006. Sjáið bara á grafinu í færslunni sem ég vitna til hér fyrir ofan hvernig fjöldinn hefur rokið upp. Hann er nú um 10% af íbúafjölda hér á landi.

Þess vegna töldum við í Frjálslynda flokknum rétt að sækja um aukna aðlögunarfresti til 2011. Þess vegna vöruðum við því að opna fyrir frjálsa för því við töldum að íslenskt þjóðfélag væri ekki undir það búið að taka við þeim fjölda sem kæmi.

En gamlar ræður Steingríms J., Jóns Baldvins, Ingibjargar Sólrúnar og fleiri frá því þegar EES samningurinn var til umfjöllunar eru mjög athygli verðar. Hef verið að lesa þær um páskana......

Magnús Þór Hafsteinsson, 9.4.2007 kl. 18:22

7 identicon

Ræðan þín Magnús Þór er allavega töluvert nýrri en ræðan hans Steingríms J, munar ekki nema 11 árum....

Ámundi (IP-tala skráð) 10.4.2007 kl. 09:14

8 identicon

Mikið væri nú gott ef þú Viðar Helgi Guðjohnsen myndir gerir flokknum þann greiða að hætta að tjá þig um þessi innflytjendamál  -  rasisminn skín aðeins of mikið í gegn.

Vil taka það fram að ég hef kosið þennan flokk frá stofnun hans - en get engan veginn tekið undir umræðu á eins lágu plani og Viiðar gerir hér - þetta einungis grefur undir þeirri umræðu sem forystumenn flokksins eru að reyna að setja fram á málefnalegan hátt. 

Mikið ábyrðarleysi af forystumönnum flokksins að taka það ekki sérstaklega fram að þeir geti ekki tekið undir framsetningu Viðars á þessum málefnum.

Anna M. Magnúsdóttir

Anna Margrét Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 14.4.2007 kl. 00:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband