Leita í fréttum mbl.is

Rót vanda Framtíðarlandsins

Ekki ætla ég að draga dul á það að mér rann í skap þegar tölvupósthólfið mitt tútnaði út af vel á annað hundrað tölvuskeytum Framtíðarlandsins á einum sólarhring. Ég furða mig á baráttuaðferðinni og því líka að stilla þingmönnum upp við vegg með það að vera með eða á móti einhverri yfirlýsingu sem mér finnst ekkert alltof vel orðuð.

Ég furða mig mest á því að þetta upplýsta fólk í Framtíðarlandinu skuli ekki velta fyrir sér hvers vegna fólkið á Húsavík og víðar kalli á álver sem er auðvitað vegna þess að kvótakerfið hefur kippt fótunum undan þessum bæjum. Fólk verður að fá eitthvað í staðinn. Og hvað er betra í boði þegar fiskveiðikvótinn hefur verið látinn í önnur byggðarlög?

Vandi Framtíðarlandsins er sjálfhverfni og taktleysi. Það er nefnilega hægt að vera með náttúrunni og samt þessari atvinnuuppbyggingu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Ég held að þetta framtíðarland eigi litla framtíð fyrir sér.

Georg Eiður Arnarson, 20.3.2007 kl. 22:29

2 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Vel orðað þett með húsavík,,, en hvað eru þeir í Framtíðarlandinu að gera? eru flokksmenn þar, hinir og þassir að senda út tölvupósta á ykkur? é ger svo aldeilis hissa, ég var eitthvða búinn að frétta af tölvupósts sendingum en hélt að þarna færi einhver fyrir flokknum og sendu þetta út, sem sé einn aðili fyrir flokkinn, en miðað við skif þín hér að ofan er þetta ekki skipuagðara en svo að þetta er eins Spam póstur sem flestir skrá hjá sér sem ólöglegar sendingar til sín.

Sigfús Sigurþórsson., 20.3.2007 kl. 22:31

3 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Já það er þörf að ræða þessi atriði Sigurjón því þessi einhliða uppstilling, svart og hvítt með eða á móti, er já einmitt taktlaus.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 21.3.2007 kl. 00:01

4 Smámynd: Jónína Sólborg Þórisdóttir

Mér hefur einmitt sýnst frekar að krafan sé aðallega að ekki sé vaðið út í endalausar virkjanaframkvæmdir heldur aðeins hugsað áður en menn hella sér út í djúpu laugina. Get ekki séð að framtíðarlandsfólk sé að afskrifa allar virkjanir forever, bara að þetta sé gert af einhverri yfirvegun og virðingu fyrir komandi kynslóðum.

Jónína Sólborg Þórisdóttir, 21.3.2007 kl. 00:36

5 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Jú jú Jónína Sólborg það má vera rétt að Framtíðarlandið sé ekki að afskrifa virkjanir forever en mér finnst ekkert óeðlilegt að land framtíðarinnar velti fyrir sér þessu ástandi út á landi þar sem enginn má gera neitt fyrir þessu vonlausa kvótakerfi.

Sigurjón Þórðarson, 21.3.2007 kl. 10:24

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég held að þetta brölt með framboð hafi stórskaðað Framtíðarlandið.  Það sem maður hélt að væri þverpólitísk samtök settu allt í einu á sig pólitíska kápu og þó ekkert hafi svo orðið úr framboðinu, þá var þetta nóg til að skaða það.  Og á eftir að gera svo ennþá meira ef Ómar fer í framboð.  En ég verði að segja að vinir mínir í Framtíðarlandinu verða að fara sér hægt í áróðrinum.  Það má aldrei ofbjóða fólki, það fælir frá. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.3.2007 kl. 10:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband