Leita í fréttum mbl.is

Akstursíþróttir ekki í náðinni hjá Sjálfstæðis- og Framsóknarflokki

Framsýn tillaga felld - liður í að bæta aðstöðu vélhjólamanna til frambúðar

Framsýn tillaga Guðjóns Arnars Kristjánssonar um að breyta umferðarlögum með þeim hætti skilgreina hvað akstursíþróttabraut væri fékk ekki náð fyrir augum stjórnarmeirihlutans í gærkvöldi. 

 

Skúli Steinn

Atkvæðagreiðslan á Alþingi verður nokkuð eftirminnileg þar sem formaður samgöngunefndar Guðmundur Hallvarðsson studdi tillgöuna þegar hún var í fyrstu borin upp til atkvæða og sömuleiðis nokkrir stjórnarliðar til viðbótar.  Þetta varð til þess að tillagan var samþykkt. 

Það varð því uppi fótur og fit í stjórnarliðinu við þessa niðurstöðu og í framhaldinu lét starfandi þingforseti Birgir Ármannsson endurtaka atkvæðagreiðsluna þar til var búið að fella tillöguna og berja sjálfan formann samgöngunefndar til hlýðni og fella málið.

Tillagan lætur ekki mikið yfir sér en gengur út á að búa til lagalegan grunn til þess að stjórnvöld geti tryggt uppbyggingu akstursbrautar fyrir vélknúin ökutæki.

Uppbygging kappakstursbrautar er mikilvægur liður í því að skapa aðstöðu fyrir hraðakstur ökuþóra og sömuleiðis örugga braut til æfingaaksturs.

Þingmenn Frjálslynda flokksins hafa átt nokkra fundi með vélhjólamönnum og þeir hafa kynnt að hið opinbera afli umtalsverðs fjár með skattlagningu vélhjóla og eldsneytis en mæta síðan litlum skilningi hjá stjórnvöldum, m.a. til uppbyggingar aðstöðu fyrir akstursíþróttafólk.   

 

Breytingartillaga

133. löggjafarþing 2006–2007.
Þskj. 1337  —  388. mál.



Breytingartillaga



við frv. til l. um breyt. á umferðarlögum, nr. 50/1987, með síðari breytingum.

Frá Guðjóni A. Kristjánssyni.



    Við 1. gr. bætist nýr liður, svohljóðandi:
    Á eftir liðnum Akrein í 2. gr. laganna kemur ný skilgreining, svohljóðandi:
    Akstursíþróttabraut:
    Sérstakt svæði sem ætlað er til æfinga, þjálfunar og kappaksturs vélknúinna ökutækja.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Katrín

Mér þykir leitt að heyra að minn gamli vinur Guðmundur Hallvarðsson hafi gefið eftir í stuðningi við málið.  Akstursíþróttafólk hefur hingað til átt hauk í horni þar sem hann er að finna.  'A hvaða forsendum lét Birgir endurtaka atkvæðagreiðsluna?  Eða þarf  engin rök?

Katrín, 18.3.2007 kl. 18:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband