Leita í fréttum mbl.is

Ekki auknar þorskveiðar - fjölgar á elliheimilinu

Útreikningar Hafró á þorskstofninum sýna að hann er heldur minni en í fyrra! Það blasir við að ef fylgt verður núverandi nýtingarstefnu, að þá munu þorskveiðar ekki verða auknar heldur standa í stað og verða áfram innan við helmingur af því sem þorskveiðin var, fyrir daga kvótakerfisins.

Það sem veldur mér áhyggjum er að mælingar sýna að það er fækkun  í öllum aldurshópum frá því í fyrra, nema þeim elstu.  Mjög er áberandi hvað það er mikil fækkun á milli ára í hópi tveggja ára fiska og nýliðun helst áfram léleg. 

Það þarf ekki mikinn sérfræðing til að spá fyrir um framvindu stofnsins þegar eina fjölgunin er í elsta aldurhópnum - elliheimilinu.   


mbl.is Kvótinn verði aukinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Þetta er vægt til orða tekið svart útlit..Við suðvesturland er ekkert nema slíkir drekar að gamlir skakarar eru stundum að gefast upp við að koma þeim innfyrir.Þegar þeir verða dauðir úr elli eða af öðrum orsökum eftir 3,4,5 ár er ekkert.Þetta er búið partý.

Sigurgeir Jónsson, 5.4.2013 kl. 21:45

2 Smámynd: Atli Hermannsson.

Ef eitthvað er að marka þetta nýja stofnmat hjá Hafró. Þá hefur toppurinn, sem sjómenn hafa verið að tala um síðustu ár, farið framhjá okkur án þess að við nýttum okkur hann. En ef tölurnar eru hins vegar rangar hjá Hafró mun "toppurinn" verða látinn synda framhjá án þess að gagnast okkur - því Hafró finnur hann ekki. Ef við gefum okkur að Hafró finni einhvern topp á næstu árum mun Hafró ekki leggja til að veitt verði meira... Því sanniði til, hann mun hann þurfa að standa undir hrygningunni eitthvað inn í framtíðina að mati Hafró.

Það er því alveg sama hvernig á nýtingarstefnu Hafró er litið, hún mun aldrei gera neitt fyrir okkur frekar en að hún hafi nokkurn tíma gert það.

Atli Hermannsson., 6.4.2013 kl. 08:58

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

Dapurlegast af öllu er að það sem þið þrír hafið um þetta að segja er allt satt og spár ykkar standast.

Árni Gunnarsson, 6.4.2013 kl. 10:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband