Leita í fréttum mbl.is

Verður Ingibjörg Sólrún á vaktinni?

þær Þórhildur Þorleifsdóttir og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hafa lengi fylgst að í stjórnmálunum -  í Kvennalistanum og síðan fóru þær stöllur saman í Samfylkinguna.  Báðar fóru þær þaðan út vegna Landsdómsmálsins sem var að lokum einungis höfðað gegn Geir Haarde einum en ekki samverkafólki hans.

Nú hlýtur sú spurning að vakna hvort að Ingibjörg Sólrún geri hlé á leiðangri sínum í Afganistan til þess að komast á vaktina með Þorvaldi og Þórhildi.


mbl.is Þórhildur Þorleifsdóttir í 1. sæti Lýðræðisvaktar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skarfurinn

Íris Erlingsdóttir er í 3 sæti en hún er búsett í Bandaríkjunum, er þetta löglegt ?

Skarfurinn, 20.3.2013 kl. 22:48

2 identicon

Æ, Sigurjón. Hvernig er það með ykkur þarna í XF, ætlið þið aldrei að þroskast upp úr þessum átakastjórnmálum???

Hvenær kemur Grétar Mar þá til liðs við þig? Og hvenær megum við eiga von á Sverri Hermanns?

Þetta er eins og í sandkassa.

Jón Guðmundsson (IP-tala skráð) 20.3.2013 kl. 22:56

3 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Sverrir Hermannsson - var einarðasti anstæðingur einkavinavæðingarinnar og talaði skýrt um spillinguna - Ef fleiri hefðu lagt við hlustir þá hefði ekki orðið af því að þurft hefði að skrifa Rannsóknarskýrslu Alþingis um vafninginn sem spillingin ól af sér.

Sigurjón Þórðarson, 20.3.2013 kl. 23:04

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Sverrir, den tid!, ég var svo logandi hrædd við hann í stóli bankastjóra að ég afþakkaði viðtal ef hann var sá sem ég ,,fengi.. að tala við. Já án þess að hafa hugmynd um hvernig hann tæki ungu fólki sem var að byggja yfir sig.

Helga Kristjánsdóttir, 21.3.2013 kl. 02:42

5 Smámynd: Sandy

Hver an....... eru allir sem veljast í framboð til þings, ESB sinnar? Ég verð að segja að ég held að eini möguleikinn til að vera alveg viss um að ESB málið fari í eðlilegan farveg, er að fá úr því skorið í síðasta lagi í kosningunum í apríl hvort þjóðin vill ganga þarna inn eða ekki.

Skoða í pakkann, taka upplýsta ákvörðun hvað! Þó ekkert væri annað til umræðu en framsal fullveldis þjóðarinnar væri það nóg fyrir mig,ég mun aldrei samþykkja það,og ég veit að miklu fleiri eru mér sammála um þetta, og til hvers er þá að halda áfram? Rök ESB-sinna eru oft þau að klára samningana og kjósa svo,eru engin rök í mínum huga, nema fólk sé ekki að velta fyrir sér fullveldisframsali,einnig hefur komið fram hjá ESB-sinnum að ef ferlið yrði klárað þá þyrfti enginn að veltast í vafa, ég segi hinsvegar að ESB-sinnar geti allt eins sætt sig við þá niðurstöðu ef meirihluti segir nei ,eins og þeir ætlast til að ég sætti mig við það ef meirihluti þjóðarinnar segir já. 

Sandy, 21.3.2013 kl. 06:29

6 Smámynd: Jónatan Karlsson

Sæll Sigurjón.

Þessi útnefning Þórhildar í efsta sætið í mínu kjördæmi einfaldar valið fyrir mér. Það er nefnilega einum flokki færra úr að velja í komandi kosningum, því ég gleymi aldrei grímulausri framkomu hennar í garð Forseta Íslands í forsetakosningunum. Lýðræðisvaktin virðist vera að skríða út úr skápnum með hverjum deginum sem líður.

Jónatan Karlsson, 21.3.2013 kl. 22:34

7 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ágæt upprifjun fyrir byrjendur.

Sigurður Þórðarson, 23.3.2013 kl. 19:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband