Leita í fréttum mbl.is

Páfanum óskað heilla

Hvað getur verið rangt við að óska nýjum páfa heilla í störfum sínum?  

Vissulega hefur kirkjan í gegnum aldirnar borið ábyrgð á ýmsu misjöfnu sem of langt mál er að tala um. Ýmsar skoðanir Frans eru umdeildar og hafa valdið úlfúð og á það ekki einungis við um viðhorf hans til kynferðismála heldur einnig ýmis ummæli um Falklandseyjastríðið.   

Er nú ekki um að gera að óska honum heilla í að stýra gömlu fleyi með úr sér gengnum kompás.


mbl.is Ekki í nafni allrar íslensku þjóðarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Nei en hins vegar skil ég vel þessa athugasemd samtakanna 78.Þessi kennisetning Kirkjunnar er úrelt eins og þrælahaldið .Maður getur sett sig í þær stellingar að maður væri þræll á íslandi árið 1500 og forsetinn óskaði nýkjörnum páfa til hamingu fyrir mína hönd.

Jósef Smári Ásmundsson, 15.3.2013 kl. 17:01

2 identicon

Miðað við skrif Jóns Gnarr þá má búast við tillögu í borgarráði um að lagt verði blátt bann við að páfinn komi til Reykjavíkur.

Umburðarlyndið virkar bara í aðra áttina
annað er einelti - úr hyskiskveri J.G.

Grímur (IP-tala skráð) 15.3.2013 kl. 18:13

3 identicon

Einmitt.

Það virðist svo pottþétt til vinsælda þessa dagana að dæma íslensku þjóðkirkjuna.

Grímur, það væri forvitnilegt að sjá Jón Gnarr koma með slíka tillögu þar sem hann er sjálfur yfirlýstur kaþólikki.

Og breiðir yfir eigin vangetu með að beina spjótum sínum að þjóðkirkjunni í stað biskups sinnar eigin kirkju.

Sigrún Guðmundsdóttirs (IP-tala skráð) 15.3.2013 kl. 22:37

4 Smámynd: Rafn Guðmundsson

var " páfa heilla í störfum sínum". en án þess að vera hommi eða lesbía þá eru þessar heillaóskir ekki fyrir marga íslendina

Rafn Guðmundsson, 15.3.2013 kl. 23:08

5 Smámynd: Anna Dóra Gunnarsdóttir

Ólafur sendi heillaóskir fyrir mína hönd og ég er alls ekkert sátt við það. Ég óska þessum manni einskis, hvortki heilla né annars.

Anna Dóra Gunnarsdóttir, 16.3.2013 kl. 00:15

6 identicon

Auðvitað eiga kverúlantar rétt á því að Ólafur sendi ekki kveðjur í þeirra nafni.

Því hefði eftirfarandi kveðja til pápa verið mjög eðlileg:

"Íslenska þjóðin, að Önnu Dóru Gunnarsdóttur undaskilinni, sendir þér heillaóskir...."

Nú er bara að fara fram á það við kverúlantaherinn, að hann sendi Óla póst yfir þá sem ekki eru þóknanlegir.

Hinn möguleikinn er náttúrulega sá, að hlægja dálítið að þessu liði, og halda áfram að senda kveðjur í þeirra nafni.

Hilmar (IP-tala skráð) 16.3.2013 kl. 03:32

7 identicon

Hæ, ástæðan fyrir því að Samtökin 78 tala svona, en til dæmis ekki samtök samkynhneigðra í heiminum almennt, og þá ekki heldur landa þar sem samkynhneigð er ef eitthvað er almennari og viðurkenndari en hér, er einfaldlega sú að Íslendingar eru sveitavargar og hillbillíar sem lifa við mónókúltúr og fámenningu, og kunna því ekki annað en segja "heil" og vera sammála hver öðrum, en alls ekki að umbera skoðanir annarra, en það er ekkert mál að umbera skoðanir þeirra sem eru nokkurn veginn sammála manni sjálfum. Þess vegna eru Íslendingar nútímans bæði óhæfir til að taka þátt í samfélagi menntaðra manna (svona ummæli lætur enginn út úr sér í fínum háskólabæjum eða bara betri hverfum stórborga, afþví slíkir staðir hafa umburðarlyndi í hávegum og láta jafnt ganga yfir alla þar), svo og óhæfir til að taka þátt í fjölmenningu og bara nútímanum almennt. Eini staðurinn sem ég hef komið til þar sem viðhorf voru jafn ýkt gagnvart aðilum eins og páfanum eru lítil hillbillíkrummaskurð í BNA, þar sem, afþví hvað allir eru hvítir, innræktaðir og illa menntaðir, þurfa þeir stanslaust að láta í ljós hversu óhómófóbískir og andrasískir þeir séu nú, nokkuð sem þykir ekki bara hallærislegt í stöðum sem eru í reynd blindir á slíkt, svo sem New York eða Californíu (þar sem mönnum er líka alveg sama um trúarskoðanir fólks, þar með kaþólikka, svo lengi sem ekkert ofbeldi á sér stað), heldur merki um greindarskort og mögulega geðveiki. "Svartir eru æði" eða "Hommar eru alveg jafnir öðrum mönnum" eru setningar sem enginn lætur út úr sér nema sveitamenn sem halda að þetta séu fréttir. "Páfinn er aumingi sem ætti að halda kjafti" eða "Forseti okkar ætti að hunsa það að næstum allir útlendingar okkar litla krummaskurðar eru kaþólskir, frá heimsins kaþólskasta landi Póllandi, og sýna þeim og þeirra trú vanvirðingu með að dizza páfann og gerast þar með sekur um rasisma sem tekið væri eftir í öðrum löndum" ..... eru líka viðhorf sem þú finnur kannski í Kenntucky, en enginn maður með þó ekki nema almennilegt high school diploma sem hefur einhvern tíman átt svo mikið sem ekki nema einn óhvítan mann fyrir alvöru kunningja þó ekki meir, gæti hugsanlega látið út úr sér. Ég bjó líka í Þýskalandi og það er sama sagan þar. Afkomendur nazista sem búa í litlum smábæjum og roða og blána þegar þeir sjá hvíta stúlku leiða dökkan mann þurfa sífellt að hafa lofyrði um homma og múslima á vörum þar. En svala liðið í Berlín sem sér ekki hvort þú ert grænn eða fjólublár og er drullusama þó þú værir í vísindakirkjunni, enda á það sér líf, það lætur aldrei út úr sér slík fávitayrði, sem láta meðal menntaðs fólk jafn einkennilega í eyrum og "Mér er ekkert illa við börn" eða "fatlaðir eru ekkert réttdræpir". Niðurstaðan er einföld. Samtökin 78 frá krummaskurðs skeri fámenningarinnar hafa ómenntað fólk sem kann sig ekki og getur ekki hugsað út fyrir eigið rassgat sem leiðtoga, fólk sem skilur ekki heildarmyndina eða nauðsyn þess forseti vor virði aðra minnihlutahópa en þau, minnihlutahópa sem mun meir er brotið á, svo sem Pólverja, Filippseyinga og aðra kaþólikka okkar lands, en hér á landi er varla germanskan kaþólikka að finna, þetta er allt fólk af öðrum "stofni" en "innfæddir". Þar með sverja sig þessi samtök í ætt við skerið. Þau sýna líka fordóma sína og fyrirlitningu gagnvart sjálfum sér, eins og svarti gaurinn frá Kenntucky sem þarf sjálfur að taka undir blaðrið um að svartir séu ekkert heimskir og hefur aldrei til New York komið.

Jónsi (IP-tala skráð) 16.3.2013 kl. 06:54

8 identicon

Það er "rangt" í hugum þeirra sem hafa ekki lágmarks-skilning á eðli stjórnmála og diplómatískum milliríkja samskiptum. Ólafur óskar páfanum til hamingju af virðingu við kaþólikka, sem er lágmarksvináttubragð af leiðtoga þjóðar sem útrýmdi kaþólsku með skipulögðum drápum á biskupum og gerði trúna ólöglega um árabil, sem er mannréttindabrot. Angela Merkel reynir örugglega að sýna múslimum lágmarksvirðingu, og það þrátt fyrir að margir, en alls ekki allir, þýskir múslimar séu fylgjandi dauðarefsingu samkynhneigðra, eins og heimalönd þeirra hafa mörg. Það gerir hún og aðrir leiðtogar Evrópu með því til dæmis að segja "Gleðilegan Eid" eða "Til hamingju með Ramadan". Kjör páfa er samskonar viðburður og óeðlilegt að forseti Íslands, lands með svipað hlutfall útlendinga og önnur Norðurlönd, en í okkar tilfelli kaþólskra en ekki múslima, bjóði ekki til hamingju, svona í virðingarskyni nú þegar Ísland er að verða fjölmenningarríki. Ólafur er ekki að lýsa yfir velþóknun á páfanum sem einstaklingi eða samþykkja skoðanir hans. Hann segir til hamingju alveg eins og hann gerir þegar þjóðarleiðtogi er kjörinn næstum hvar sem er í heiminum. Obama óskar Arabalöndunum til hamingju með sína leiðtoga til að stuðla að friði og gagnkvæmri virðingu, ekki afþví honum líki vel löggjöf þeirra um samkynhneigð. Lítið ríki eins og okkar þarf líka að virða kurteisislög alþjóðasamfélagsins. Það er tekið sérstaklega eftir því ef við gerum það ekki, og Vatikanið er land, eitt ríkasta og áhrifamesta land heims, þó lítið sé, og land sem margir íslenskir þegnar af erlendu bergi brotnir, þar á meðal ófáir samkynhneigðir einstaklingar, meta hærra en sitt eigið land, vegna trúar sinnar.

Ólafur Einarsson (IP-tala skráð) 16.3.2013 kl. 07:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband