Leita í fréttum mbl.is

Forsetinn ætti að biðja Grænlendinga afsökunar fyrir hönd þjóðarinnar

Þvinganir íslenskra stjórnvalda gagnvart Grænlendingum sem hugðust landa makríl á Íslandi eru með öllu óskiljanlegar og mjög ruddalegar. Að beita nágranna okkar Grænlendinga viðskiptaþvingunum vegna makrílveiða á sama tíma og því er mótmælt harðlega að ESB sé að íhuga slíkar aðgerðir gagnvart Íslendingum er vægast sagt stórundarlegt.

Grænlenska skipið Erika  sem vísað var frá höfn á Íslandi var  á rannsóknarveiðum í grænlenskri efnahagslögsögu.  Vandséð er hvaða tilgangi það þjónar að leggja stein í götu rannsókna á göngumynstri makrílsins - Það ætti miklu frekar að styrkja málstað Íslendinga að fá að veiða í eigin lögsögu að geta sýnt fram á að fiskurinn er ekki einhver séreign ESB og að mestu bundin við hafsvæði sambandsins. 

Ráðslag Steingríms J. Sigfússonar allsherjarráðherra má eflaust skýra út frá ESB-þjónkun þ.e. að vilja ekki styggja Evrópusambanið í miðju aðlögunarferli og svo má mögulega vera að hann finni til sín, að geta sýnt góðum grönnum í vestri vald sitt.  

Forsetinn ætti að íhuga að biðja Grænlendinga afsökunar fyrir hönd íslensku þjóðarinnar á verkum ríkisstjórnarinnar en það gæti lágmarkað skaðann á samstarfi þjóðanna, til framtíðar litið.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll æfinlega; Sigurjón !

Hvernig skyldi þeim líða; nágrönnum þínum, á austanverðu Norðurlandi (Þingeyingum), að hafa alið þennan Snák (SJS) á bringu sér, allt; til þessa dags, fornvinur góður ?

Vitaskuld; eru Grænlendingar, einir okkar beztu nágranna í vestri, í samálfu okkar, ekki eins fínir og glansandi, eins og ESB sperrileggirnir, suður á Brussel völlum, í glyrnum þessa ómennis, úr Þistilfirðinum.

Með kveðjum góðum; norður yfir - úr Árnesþingi, sem oftar /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 19.7.2012 kl. 21:01

2 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

Kannski eru einhverjir hræddir við niðurstöður úr þessum markríl afla. Hann er þó ekki Canadískur, fiskurinn??

Eyjólfur Jónsson, 20.7.2012 kl. 00:11

3 identicon

Framúrskarandi hugmynd. Skorum á Ólaf.

Langþreyttur (IP-tala skráð) 20.7.2012 kl. 10:45

4 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Unnið markvisst gegn íslenskum hagsmunum

Sigurður Þórðarson, 20.7.2012 kl. 16:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband