Leita í fréttum mbl.is

Meinið var að ríkisstjórnin vildi ekki standa við nein kosningaloforð

Viðræðurnar strönduðu á því að hvorki Jóhanna Sigurðardóttir né Steingrímur J. vildu hvika frá þeirri stefnu sinni að svíkja öll kosningaloforð og sömuleiðis öll ákvæði stjórnarsáttmálans sem sneru að því að taka á skuldavanda heimila, afnema verðtrygginguna og koma á réttlæti við stjórn fiskveiða.

Ekkert hik hefur verið á sömu stjórn við að reyna að blása lífi í óbreytt fjármálakerfi sem orsakaði hrunið og afskrifa sömuleiðis milljarða króna á höfuðpaura hrunsins. Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur þarf að fara frá völdum sem allra fyrst.   


mbl.is Ekkert samkomulag um stuðning
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Ertu þá hættur stuðningi við stjórnina,Sigurjón.Ef svarið er nei þá er greinilegt af viðbrögðum Steingríms að hann trúir því ekki að þingmenn Dögunar hætti stuðningi við stjórnina.Eins og komið er fyrir ykkur verðið þið að flytja frumvrp  um vantraust á stjórnina, annars er styðjið þið hana.

Sigurgeir Jónsson, 22.5.2012 kl. 12:19

2 identicon

Steigrímur hefur sýnt það og sannað að kosningaloforð hans skipta hann engu máli. Það er ótrúlegt ef þessi ómerkingur getur farið fram aftur og náð kosningu. 

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 22.5.2012 kl. 16:40

3 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Sigurjón. Það er sagt frá því í fréttum að Hreyfingin styðji stjórnina til góðra verka, eða eitthvað í þá áttina. Er Hreyfingin ennþá hluti af Dögun? Og ef svo er, þá spyr ég þig: fyrir hvað stendur Dögun í raun?

Sá sem segir sannleikann fær meðbyr, en ekki sá sem segja ósatt!

Sannleikurinn er eina vonin til að bæta samfélagið!

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 22.5.2012 kl. 17:32

4 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Auðvitað styðjum við ríkisstjórn Íslands til góðra verka að mínu mati væru bestu verk stjórnar Jóhönnu að boða til kosninga sem fyrst.

Hreyfingin er enn hluti af Dögun og þingmenn Hreyfingarinnar styðja ekki stjórnina.

Sigurjón Þórðarson, 22.5.2012 kl. 19:09

5 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Sigurjón. Ok, Hreyfingin er enn hluti af Dögun. Þá veit ég það. Takk fyrir að segja mér það.

Hvers vegna kemur Hreyfingin ekki með vantrausts-tillögu á ríkisstjórnina, fyrst hún styður hana ekki? Það er ekki réttlátt, að sitja báðum megin við borðið. Og það er ekki uppbyggilegt að vera í tveimur ólíkum flokkum samtímis, sem eru á móti hvor öðrum.

Sannleikann upp á borðið Sigurjón minn! Ég veit að þú vilt réttlæti fyrir alla.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 22.5.2012 kl. 19:29

6 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Ríkisstjórn Jóhönnu er ESB-forrituð-stýrð. Það er engin von til að hún komi með annað á borð almennings en ESB-forritið. Það er fullreynt. Því miður.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 22.5.2012 kl. 19:32

7 identicon

Þór Saari hefur sagt að ESB aðlögunin skuli halda áfram.  Hann vill ekki þjóðaratkvæðagreiðslu um málið fyrr en aðlögunin er algjör.  Það hefur hann beint og óbeint sagt í dag í bræðikasti vegna bókunar Guðfríðar Lilju, sem hún greindi frá á þingi í dag kl. 13:30.  Túlkar Þór þar stefnu Dögunar Sigurjón?

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 22.5.2012 kl. 20:44

8 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Ég vonast svo sannarleg til þess að þingmenn Hreyfingarinnar flytji umrædda vantrauststillögu enda er ríkisstjórnin verri en engin en, ekki er farið eftir Hæstaréttardómi, lagt fram frumvarp um áframhaldandi mannréttindabrot, verðtryggingin virðist aldrei vera tryggari og sömuleiði gömlu klíkurnar sem komu þjóðinni á hausinn.

Sigurjón Þórðarson, 22.5.2012 kl. 20:49

9 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Er þá Dögun ekki í stjórnarandstöðu, fyrst Hreyfingin styður stjórnina (til "góðra" verka)?

Það er ekki hægt að halda áfram á svona fölskum forsendum, ef verið er að boða nýtt stjórnmála-afl breytinga og réttlætis.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 23.5.2012 kl. 00:11

10 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Þingmennirnir sem um ræðir eru í stjórnarandstöðu og styðja ekki ríkisstjórnina falli - Nú er að sjá hvort að þingmenn í stjórnarandstöðu munu leggja fram vantrauststillögu en þá verða þingkosningar í júlí.

Sigurjón Þórðarson, 23.5.2012 kl. 09:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband