3.4.2012 | 15:57
Samherji hf. beitir Ísland og Íslendinga viðskiptaþvingunum
Dótturfélag Samherja beitir Ísland og Íslendinga viðskiptaþvingunum! Það er engin spurning að íslensk stjórnvöld ættu að svara í sömu mynt. Það er ekkert náttúrulögmál að Samherji skuli fá nánast óheftan aðgang að náttúruauðlindum þjóðarinnar án endurgjalds.
Það sannast hér sem aldrei fyrr að sjaldan launar kálfurinn ofeldið. Í ljósi þessa er furðulegt að þingið sé núna að bögglast með frumvarp, þar sem verið er að afhenda þessu sama fyrirtæki náttúruauðlindir þjóðarinnar til varanlegrar eignar.
DFFU hættir viðskiptum við Ísland | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bloggvinir
- Helga Þórðardóttir
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Jens Guð
- Hallgrímur Guðmundsson
- Ásta Hafberg S.
- Jóhann Elíasson
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Óskar Helgi Helgason
- Georg Eiður Arnarson
- Óskar Þorkelsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Hallur Magnússon
- Sigurður Þórðarson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Katrín
- Þarfagreinir
- Samtök sjálfstæðra í sjávarútvegi
- Frjálslyndi flokkurinn í Eyjafirði
- Hallgrímur Óli Helgason
- Jón Kristjánsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Jón Valur Jensson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Kjartan Eggertsson
- Halla Rut
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Grétar Pétur Geirsson
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- J. Einar Valur Bjarnason Maack
- ragnar bergsson
- Bjarni Harðarson
- Rannveig Þorvaldsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Eiríkur Guðmundsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- erlahlyns.blogspot.com
- Agný
- Guðjón Ólafsson
- Einar Ben
- Jón Aðalsteinn Jónsson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Ólafur Ragnarsson
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Ólafur Björn Ólafsson
- Halldór Jónsson
- Elvar Atli Konráðsson
- Kristján H Theódórsson
- Guðjón Sigþór Jensson
- Helgi Már Barðason
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Víðir Benediktsson
- Valgerður Sigurðardóttir
- Jens Sigurjónsson
- Vestfirðir
- Sigurður Ásbjörnsson
- Jón Magnússon
- Viðar Friðgeirsson
- Axel Jóhannes Yngvason
- Svava S. Steinars
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Quackmore
- Árni "Gamli" Einarsson
- Haukur Már Helgason
- Þóra Guðmundsdóttir
- Heiða Þórðar
- Steingrímur Ólafsson
- Vefritid
- Ársæll Níelsson
- S. Einar Sigurðsson
- Rannveig H
- Gísli Gíslason
- Bjarni Kjartansson
- Steingrímur Helgason
- Fiðrildi
- Baldur Fjölnisson
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Linda Lea Bogadóttir
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Hanna
- Sverrir Stormsker
- Ottó Marvin Gunnarsson
- gudni.is
- Einar Vignir Einarsson
- Hákon Unnar Seljan Jóhannsson
- Valgerður Halldórsdóttir
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Jóhann Kristjánsson
- Oddur Helgi Halldórsson
- Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
- María Harðardóttir og Þorsteinn Narfason
- Grétar Rögnvarsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Róbert Guðmundur Schmidt
- Steinn Hafliðason
- Landssamband ungra frjálslyndra
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Þórir Aðalsteinsson
- Vilborg Traustadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Sævar Einarsson
- Ketilás
- Ómar Pétursson
- Eyþór Grétar Grétarsson
- FF
- Jón Þór Bjarnason
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Árnason
- Alexander Kristófer Gústafsson
- Róbert Tómasson
- Landvernd
- ThoR-E
- Haraldur Baldursson
- Sigurður Jón Hreinsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- busblog.is
- Sigríður Inga Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Svanhildur Karlsdóttir
- Gísli Birgir Ómarsson
- Árni Árnason
- Grétar Mar Jónsson
- Perla
- Ingunn Guðnadóttir
- Irma Þöll
- Skattborgari
- Gulli litli
- Jón Snæbjörnsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Sigríður Elfa Eyjólfsdóttir
- Mál 214
- Bullukolla
- kreppukallinn
- hreinsamviska
- Arinbjörn Kúld
- Orgar
- Guðjón Baldursson
- Gunnar Þór Gunnarsson
- Hörður B Hjartarson
- Gunnar Björn Björnsson
- Haraldur Hansson
- Þórólfur S. Finnsson
- Birna Steingrímsdóttir
- Gestur Guðjónsson
- Jónas Rafnar Ingason
- Stríða
- Götusmiðjan
- Brynja skordal
- Haraldur Bjarnason
- Guðmundur Óli Scheving
- Ásta
- Markús frá Djúpalæk
- Jörundur Garðarsson
- MIS
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Björn Júlíus Grímsson
- S Kristján Ingimarsson
- Bryndís Haraldsdóttir
- Þórður Björn Sigurðsson
- Magnús Kristjánsson
- Bergur Sigurðsson
- Guðrún Ólafía Brynleifsdóttir
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Ólafía Herborg Jóhannsdóttir
- Heimssýn
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Óskar Arnórsson
- Sigurbjörn Svavarsson
- Árni Davíðsson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Árelíus Örn Þórðarson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- L.i.ú.
- Rafn Gíslason
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Samtök Fullveldissinna
- Vaktin
- Arnar Guðmundsson
- Lárus Baldursson
- Sveinn Elías Hansson
- Þórarinn Baldursson
- Kjartan Magnússon
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Berglind Steinsdóttir
- Bjarney Vigdís Ingimundardóttir
- BJÖRK
- Björn Emilsson
- Dagný
- Dominus Sanctus.
- Friðgeir Sveinsson
- Guðmundur Ásgeirsson
- Guðmundur Pálsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Högni Snær Hauksson
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Jón Þórhallsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ragnar Stefán Rögnvaldsson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Ingólfsson
- Stefán Júlíusson
- Sumarliði Einar Daðason
- Sveinn Björnsson
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Úrsúla Jünemann
- Valdimar H Jóhannesson
Tenglar
Mínir tenglar
- Losnað við pestina Þetta hefur reynst mér vel við að losna við allar pestir þá 5 mánuði sem ég hef reynt immiflexið
- Ginseng Hér fæ ég kraftinn
- Frjálslyndi flokkurinn Vill breyta kvótakerfinu
- Ungmennasamband Skagafjarðar Ég er formaður
- Hér kaupi ég tölvudótið Ódýrt og gott
Sjávarútvegsmál
- Hafró Stofnunin þar sem ákveðið er hversu mikið má veiða
- Landssamband íslenskra útvegsmanna LÍÚ
- Landssamband smábátaeigenda LS
- Jörgen Niclasen Formaður Fólkaflokksins í Færeyjum
- Helgi Áss Grétarsson Sérfræðingur í HÍ á vegum LÍÚ
Fréttamiðlar
- Al Jazeera Gefur Bandaríkjamönnum engin grið
- BBC BBC
- Börsen Dönsk fjármálasíða
- Seðlabankinn Musteri Davíðs
Nýjustu athugasemdir
- Bara ef það hentar mér: Hér má sjá ráðleggingar Hafró um afla hvers árs og það sem enda... 7.1.2025
- Bara ef það hentar mér: "Vagn" svei mér þá þú ert bara mun meiri "GRAUTARHAUS" en ég ha... 7.1.2025
- Bara ef það hentar mér: Jóhann, úthlutaður kvóti, veiðiheimildir, er ekki það sama og r... 7.1.2025
- Bara ef það hentar mér: Pálmi það skal tekið fram að ég fylgjandi auknum veiðiheimildum... 7.1.2025
- Bara ef það hentar mér: Sæll Sigurjón Þú ert bara ekki að bera saman epli og epli. Þú v... 7.1.2025
- Bara ef það hentar mér: Hvað er eiginlega á milli eyrnanna á þér "Vagn"???? Kvóti og v... 7.1.2025
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 88
- Frá upphafi: 1019333
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 74
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Janúar 2024
- Apríl 2023
- Október 2022
- Október 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Janúar 2019
- Apríl 2018
- Desember 2017
- Október 2016
- Ágúst 2016
- Janúar 2016
- Nóvember 2015
- Nóvember 2014
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Desember 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Athugasemdir
Allur fiskur DFFU er veiddur utan íslenskrar lögsögu, og um er að ræða þýskt fyrirtæki þó svo að það sé í eigu íslendinga.
Við hér á Dalvík höfum allavegana haft mikinn hag af því að þeir landa fiski hér til vinnslu í frystihúsi Samherja, sem er stærsti vinnuveitandinn hér í bæ.
Þetta mun þýða verulega skerta vinnu hér í sumar með tilheyrandi fjárhagsskaða fyrir starfsfólk og eigendur Samherja, einnig á Bæjarsjóð og almennt í verslun og þjónustu hér.
Bjarnveig Ingvadóttir (IP-tala skráð) 3.4.2012 kl. 16:12
Mér finnst það afar ótrúverðugt að fyrirtæki pakki saman á þeirri forsendu einni að þeim sé ekki ljóst um hvað þeir eru sakaðir í rannsókn yfirvalda. Rannsóknin hlýtur að leiða það í ljós hvort eitthvað er saknæmt eða ekki. Hvers vegna geta þeir ekki beðið rólegir eftir því.
Fjöldi einstaklinga er tekinn út árlega í skattrannsókn án þess að staðfest sé að þeir séu brotlegir. Rannsóknin leiðir það í ljós. Eiga þeir allir að fyrtast við og flytja úr landi?
Þetta ber öll merki ofbeldis og hroka.
Jón Steinar Ragnarsson, 3.4.2012 kl. 16:29
Ég er sammála þér, það er illa gert að taka heilt bæjarfélag í gíslingu vegna rannsóknar yfirvalda á lögbrotum.
Nú er að sjá hvað Dalvíkingar, þingmenn og þjóðin eru undir miklum áhrifum af svokölluðu Stokkhólmsheilkenni og fari í framhaldinu jafnvel að bera í bætifláka fyrir þvinganir og gíslatöku Samherja.
Sigurjón Þórðarson, 3.4.2012 kl. 16:30
Þeim er fyllilega ljóst hvað þeir eru sakaðir um og þeim var gert það ljóst. M.a. er það transfer pricing og það að fara í kringum gjaldeyris og skattalög. Minna má tilefnið nú ekki vera. Ég legg til að fyrirtækið verði kyrrsett og stjórnendur þess líka á meðan á rannsókn stendur. Rétt eins og gert er með alla grunaða í sakamálum, sem hugsa sér til hreyfings. Eru þeir að koma einhverju undan?
Væru þeir með heina samvisku, þá létu þeir ekki svona. Þetta gerir ekkert annað en að efla grunsemdir.
Jón Steinar Ragnarsson, 3.4.2012 kl. 16:41
Eignaraðild Samherja í erlendum sjávarútvegsfyrirtækjum skapar mikla atvinnu hér á landi. Fyrirtækin hafa gert samninga við íslensk iðnfyrirtæki upp á um 900 milljónir króna tímabilið 21 apríl til 21.okt 2011 og keypt vörur og þjónustu hér fyrir hundruð milljónir króna í tengslum við landanir. Þá hafði Samherji, flutt inn rúmlega 10 sinnum meira magn af fiski til vinnslu en fyrirtækið hefur flutt út, m.v. óaðgerðan, heilan fisk fyrstu 10 mánuði síðasta árs. Áætlaður virðisauki af vinnslu þessa innflutta hráefnis er um 650 milljónir króna. Samtals hafa því um 2 milljarðar króna komið inn í íslenskt atvinnulíf fystu 10 mánuði síðasta árs vegna starfsemi erlendra fyrirtækja sem tengjast Samherja
Þetta Sigurjón skiptir auðvitað engu máli fyrir ríkiskassan og bara gott mál
Árni R, 3.4.2012 kl. 17:13
Árni R. á ég að skilja þessar línur frá þér á þá leið að þú sér sammála því að Samherji hafi í hótunum við Dalvíkinga?
Sigurjón Þórðarson, 3.4.2012 kl. 17:16
Já já við skulum bara gleyma öllum misgjörðum þeirra sem brjóta lögin, af því að ríkið gæti mögulega hagnast á viðskiptunum.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.4.2012 kl. 17:17
Ég sá þetta einhversstaðar Sigurjón og ég skal staðfæra það fyrir þig.
Hvað myndir þú gera ef að lögreglan tilkynnti þér að þú lægir undir grun um ótiltekið brot í hvert skipti sem þú keyrðir bíl og þér yrði tilkynnt eftir nokkrar vikur í hverju brotið fælist. Myndirðu halda áfram að keyra?
Ef svarið er já þá ertu áhættufíkill ef svarið er nei þá hefurðu vott af ábyrgðartilfinningu.
Það er tilbúningur hjá þér að haft sé í hótunum við Dalvíkinga. Málið snýst um það hvort DFFU landar þorsk úr kvóta Þýskalands á Íslandi eða einhverstaðar annarstaðar. Ef að það vaknar grunur um lögbrot í hvert skipti sem skip félagsins landa á Íslandi myndir þú halda áfram að landa?
Málflutningur þinn Sigurjón er þeim galla háður að þú hefur lengi hatast út í vel reknar stærri útgerðir á Íslandi og því geturðu ekki horft hlutlægt á málið og vegið það metið.
IG (IP-tala skráð) 3.4.2012 kl. 18:33
Hvernig stendur eiginlega á því að ef fólk segir álit sitt á ákveðnum aðilum eins og í þessu tilfelli stjórútgerðarfélögum og Samherja er talað um hatur? Ég tel ekki vera neitt hatur í gangi heldur eðlilegar ásakanir sem fólk sem byggir sjávarbyggðir landsins þekkir vel á eigin skinni, nema últra sjálfstæðismenn með stjörnur í augum yfir Flokknum sínum.
Við þekkjum alveg nákvæmlega aðferðir og viðskiptasiðferði þessa fólks. Þó 101 Reykjavík sjái það ekki, enda hafa flestir þar núna alist upp við að allt gerist í krinlum og smáralindum þessa lands.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.4.2012 kl. 18:52
Nú bý ég í einni af sjávarbyggðum landsins Dalvík og þökk sé Samherja og fleirum hefur þrátt fyrir allt tekist að halda tiltölulega góðu atvinnustigi hér.
Ég mun aldrei verða einhver sérstkur talsmaður Samherja en tel að þeir eigi að njóta vafans eins og aðrir.
Þá hef ég aldrei og mun aldrei styðja Sjálfstæðisflokkinn.
Miðað við fréttir sem hafa komið fram er húsleitin gerð vegna einhverra grunsemda um svindl í gjaldeyrisviðskipti. Ef það eru réttar fréttir og þeir telja sig hafa verið að gera rétt er eðlilegt að stoppa viðskipti sem öll byggja á gjaldeyrisviðskipum því DFFU er jú þýskt félag sem veiðir utan íslenskrar landhelgi og gerir upp í Þýskalandi.
Sjá athugasemd IG kl. 18.33, fyrir ykkur sem skilja ekki viðbrögð Samherjamanna.
Úr því sem komið er, er eins gott að sannanir séu til staðar því þessar aðgerðir Seðlabanka og síðan Samherjamanna þýða líklega atvinnuleysi hjá yfir 200 manns bara á Dalvík í 3-4 mánuði í sumar, en uppistaðan í sumarvinnu í frystihúsinu hér hefur verið vinnsla á afla frá DFFU og íslendingar veiða þann fisk ekki í íslenskri landhelgi.
Bjarnveig Ingvadóttir (IP-tala skráð) 3.4.2012 kl. 19:56
Hvað gengur að ykkur Dalvíkingum hér? Hafa þessir menn verið sóttir til saka í hvert skipti sem þeir hafa landað fiski? Er DFFU undanskilið af því að það er þýskt? Þýðir þetta að fyrirtækjunum verði lokað í 3-4 mánuði í sumar? Hverslags dramadrottningar eruð þið eiginlega?
Á Samherji að fá að njóta vafans? Hvernig? Láta þá eiga sig jafnvel þótt grunur leiki á að þeir hafi brotið af sér?
Það hefur verið farið inn í fjölda fyrirtækja á Íslandi og bókhaldsgögn gerð upptæk vegna gruns um misferli. Stundum hefur grunur verið á rökum reistur, stundum hefur hann ekki fengist staðfestur. Hafi menn ekkert að fela, þá geta þeir verið rólegir.
Hver man ekki eftir samráðsmáli olíufélaganna? Þar var aldeilis harmagráturinn og allir lýstu sakleysi. Þar voru erlend viðskipti tengd. Málið tók langan tíma en fyrirtækin störfuðu eðlilega allan þann tíma.
Það er DFFU sem er að taka ákvörðun um að hætta viðskiptum í von um að spinna upp moldviðri og fá samstöðu þarna norðan heiða. Og viti menn allir Dalvíkingar bíta á agnið og telja einum rómi að það eigi að undanskilja Samherja frá nokkrum grun um misferli í krafti stærðar og auðs.
Hefðu reykvíkingar kannski átt að gera það sama þegar fjármálafyrirtækin voru rannsökuð?
Það eru ekki litlar upphæðir sem þetta fyrirtæki höndlar með. Séu þeir að svindla og brjóta lög, þá snertir það alla þjóðina á versta tíma. Þið viljið að menn sjái í gegnum fingur sér með það.
Ég er síðasti maður til að hampa núverandi ríkistjórn og ég hef engar axir að brýna gagnvart Samherja eða öðrum útgerðum. Þetta er hinsvegar löggæslumál og þar finnst mér sjálfsagt að yfirvöld geti rannsakað þá sem liggja undir grun.
Það var ekkert gert annað en að leggja hald á gögn til rannsóknar. Fyrirtækið getur starfað eins og ekkert hafi í skorist. DFFU hefur hinsvegar í samráði við Samherja ákveðið að hámarka skaðann til að vinna sér fylgjendur. Heimskulegra verður það ekki.
Jón Steinar Ragnarsson, 3.4.2012 kl. 20:24
Sammála Jón Steinar. Þetta er afar heimskulegt og fer illa í marga þ.e. utan Dalvíkur vöggu Samherja.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.4.2012 kl. 20:32
Hvernig væri að rökstyðja sakleysið? Einu varnir Samherja og ykkar sem hér komið til varnar er að romsa upp veltutölum fyrirtækisins. Hvern fjandan kemur það málinu við?
Vissulega er Samherji stórt og voldugt fyrirtæki, sem veltir stórum upphæðum og er afar mikilvægt í þessum byggðum, en þýðir það að þetta fyrirtæki sé þar með hafið yfir allan grun um misferli?
Maður hefur varla séð svona hundalógík í háa herrans tíð.
Jón Steinar Ragnarsson, 3.4.2012 kl. 20:35
Þettar náttúrulega ekkert annað en hatursáróður hjá þér varðandi Samherja og raunar allan sjávarútveginn.En það hlýtur að vera komminn tími á að sveitarfélög á landsbyggðinni standi saman og stofni Samband sveitarfélaga utan höfuðborgarsvæðisisins.Sjávarútvegur er höfuðatvinnuvegur landsbyggðarinnar og ekki er annað sjáanlegt en að Rykjavíkurríkisstjórninn ætli með þinni hjálp Sigurjón að ganga af sjávarútveginum og þar með landsbyggðinni dauðri.Og hvernig í ósköpunum dettur þér í hug að þýska fyrirtækið geti verið að landa fiski hér á landi þegar Seðlabankinn er á sama tíma að ásaka fyrirtækið um gjaldeyrissvik eftir lygum úr Kastljósi RUV.
Sigurgeir Jónsson, 3.4.2012 kl. 20:59
Undirlægjuháttur ísfirðingsins Ásthildar, sem hefur Málefnin com. á samviskunni er ekki nýr. og kemur aldrei á óvart. Svo grenjar hún.
Sigurgeir Jónsson, 3.4.2012 kl. 21:02
Undirlægjuháttur gagnvart Reykjavíkurvaldinu.
Sigurgeir Jónsson, 3.4.2012 kl. 21:04
Og trúlega er Jón Steinar Ragnarsson fræni þinn.
Sigurgeir Jónsson, 3.4.2012 kl. 21:06
Frændi hennar.
Sigurgeir Jónsson, 3.4.2012 kl. 21:08
Það er fengur í þér fyrir Dalvíkinga Sigurgeir minn. Hér tekst þér á málefnalegan og yfirvegaðan hátt, sem oftar, að afgreiða málið svo það þarf ekki að ræða meir.
Vonandi geta Dalvíkingar notað mannvitsbrekku þessa til skíðaiðkunnar í fásinninu.
Jón Steinar Ragnarsson, 3.4.2012 kl. 21:13
Ekki er þetta Sigurgeir úr Gvendarhúsum?
Jón Steinar Ragnarsson, 3.4.2012 kl. 21:16
IG, ég skil ekkert í þér að blanda mér og lögreglunni inn í þessi lögbrot Samherja og viðskiptaþvingunum fyrirtækisins gagnvart Íslendingum.
Í þau fáu skipti sem ég hef verið stöðvaður af lögreglunni, þá hef ég venjulega vitað upp á mig skömmina og hægt á mér í framhaldinu. Mér hefur aldrei dottið í hug að hóta Blönduóslögginni og er þeim þakklátur fyrir umferðaruppeldið.
Sigurjón Þórðarson, 3.4.2012 kl. 22:04
þessi Sigurgeir virðist farinn á taugum. Hver andskotinn gerir hann út??
Vilhjálmur Stefánsson, 3.4.2012 kl. 22:08
þetta er bara rétt hjá Sigurjóni og það hlýtur að vekja grunsemdir hjá þjóðinni auðlyndin er hennar,og einhver sagði hér að ofan "eins gott að þeir hafi sannanir"það er að mínu mati óeðlilegt að gera ekki úttekt hjá fyrirtæki sem hefur með auðlynd þjóðar að vinna.Í raun furðulega lélegt eftirlit.Það þurfti Kastljós til að koma að stað rannsókn,tekjur landsmanna af auðlindinni eru ekki ásættanlegar og allir vita að þegar fyrirtæki þurfa að borga skatta ,fara þau í framkvæmdir eða einhverskonar aðgerðir til að sleppa undan sköttum,það kallast mannlegt eðli og ekkert við því að segja.en ef fyrirtækið er að koma undan fé sem hefur áhrif á skatta allra landsmanna,þá ætti því ekki að vera trúað fyrir að höndla með auðlynd okkar allra.
Bjarni Bergmann Vilhjálmsson (IP-tala skráð) 3.4.2012 kl. 22:33
Aldrei hef ég verið kölluð undirlægja, og hvað þá hatursmanneskja. En þegar rök þrýtur og skömmin verður mönnum ljós, þá er gripið til meðala sem eru ekki til neins sóma.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.4.2012 kl. 22:46
Sigurjón. Seðlabanki Íslands er reyndar bara útibú frá ESB þessa dagana.
Það rifjaðist upp fyrir mér núna, að risaförmum af fiski var landað tvisvar sinnum á Dalvík, einmitt í kringum eitthvert deilumálið. Var það kannski makríldeilan, eða eitthvað annað? Ég man þetta ekki alveg nákvæmlega, en það eru til gögn um þessar löndunar-gulrætur ESB. Það get ég fullyrt.
Þetta er allt eitt sjónarspil, og trénaðar gulrætur ESB hafa greinilega náð að blekkja einhverja hagsmuna-aðila á Dalvík, þar sem risafarmar voru landaðir á viðkvæmum tímum.
Sumir sjá ekki skóginn fyrir trjánum, eftir því sem best verður séð.
Það er mikilvægt að missa ekki fókusinn af raunverulegu rányrkjunni, sem EES-ESB stundar á Íslandi.
Síðast en ekki síst langar mig að spyrja hver þessi Sigurgeir sé eiginlega, sem segir eitthvað bull hér að ofan, sem segir minna en ekki neitt, sem viðkemur fiskveiðum? Er þetta sami Sigurgeir sem skrifaði grein í Fiskifréttum fyrir nokkrum mánuðum síðan, um tap á strandveiði-fyrirkomulaginu?
Það skyldi þó ekki vera sá sami Sigurgeir! Hverra hagsmuna er þessi maður að gæta? Alþýðunnar eða banka-ræningjanna?
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 3.4.2012 kl. 23:23
Góð spurning Anna Sigríður.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.4.2012 kl. 23:31
Það er greinilegt að Sigurjón Þórðarson, og dágóður hluti þeirra sem gera athugasemdir, eiga mjög bágt með að horfa á aðkomu þýskra starfsmanna Samherja, þeirra sem fara með daglegan rekstur DFFU. Sennilega vegna uppeldis á ÍSlandi, og þekkingaleysis á þýskum raunveruleika.
Það er áfall, mjög mikið áfall, fyrir þá starfsmenn og stjórnendur þýskra fyrirtækja sem lenda í opinberri rannsókn. Það hefur afleiðingar allt þeirra líf. Forstjóri sem gerist sekur um lögbrot á mjög erfitt uppdráttar. Það finnst varla sá banki í Þýskalandi sem vill eiga viðskipti við hann í framtíðinni.
Það er því harla ólíklegt að Samherjamönnum hafi tekist að véla þá þýsku til að taka þátt í peningaþvætti, eða einhverjum öðrum ólöglegum gjörningum.
Þessi vinkill er sjálfsögðu ekki mjög ofarlega í hugum þeirra sem sjá pólitísk sóknarfæri í árásum á Samherja. Og kannski fremur ólíklegt að fólk sem elst upp í skjóli gjörspillts kerfis á Íslandi, skilji svoleiðis hugsunargang.
Það er ljóst, að nýja Ísland á mjög erfitt uppdráttar, einfaldlega vegna þess að spillingin, og spillingarhugsunarháttur, er rótgróinn í sálina hjá svo mörgum.
Getur maður gert siðferðilegar kröfur til fólks, sem finnst það eðlilegasti hlutur í heimi að stökkva til og dæma fólk án nokkurra sannana?
Nei, varla.
Hilmar (IP-tala skráð) 4.4.2012 kl. 00:55
,,Það er mikilvægt að missa ekki fókusinn af raunverulegu rányrkjunni, sem EES-ESB stundar á Íslandi."
Haa??
Já, nú rifjast líka upp fyrir mér að Samherji hefur einmitt verið að veiða karfakvóta ESB á Íslandi á undanförnum árum. Tilviljun?
Allt eitt stórt ESB-Samsæri.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 4.4.2012 kl. 01:01
Hilmar. Ekki hef ég dæmt neinn hér. Ekki einu orði. Ef þessir menn eru saklausir, þá kemur það í ljós. Hvers vegna allt þetta uppnám út af því að hið opinbera vill kíkja í bækur þeirra?
Eigum við bara ekki að láta tímann leiða það í ljós? Vonandi hefur þú rétt fyrir þér með þýskt viðskiptasiðferði og strangar kröfur þar á bæ. Ég skil samt ekki hvernig þú getur fullyrt neitt um sekt eða sakleysi út frá því.
Fái yfirvöld rökstuddar ábendingar um brot, þá ber þeim samkvæmt lögum að bregðast við því. Sé þetta spuni, þá verður sá sem klagar settur undir smásjána og heimildarmenn svældir fram. Svo einfalt er það.
Ég ætla ekkert að segja um sekt né sýknu hér enda hef ég ekki hugmynd um það frekar en nokkur hér, en að réttvísin fái að vinna sína vinnu er lágmarkskrafa.
Jón Steinar Ragnarsson, 4.4.2012 kl. 01:44
Ég vona svo sannarlega allra vegna að Samherji sé saklaus af þessum áburði og að eitthvað óskilgreint samsæri sé á ferð, eins og íjað er að. Yfirdrifin viðbrögð Samherjamanna eru þó ekki til að treysta mann í þeirri von. Ekki heldur svör þeirra við ásökunum sem felast einvörðungu í að tíunda veltutölur og gott skiptahlutfall sjómanna, eða hversu mikil lyftistöng þeir eru í byggðarlögum norðanlands. Það heitir að svara út í hött eða koma sér undan svörum.
Það er búið að draga upp myndina af Hiroshima eina ferðina enn, en það eina sem gerst hefur er að endurskoðendur vilja fara yfir ækur þeirra til að fullvissa sig um að nafnlaus áburður sé ekki á rökum reistur. Hvað er fokkíngs málið?
Jón Steinar Ragnarsson, 4.4.2012 kl. 01:55
Sigurgeir Jónsson. Ertu ekki of fljótur, að snúast svona harkalega til varnar útgerðinni. DFFU er ekki að landa afla sínum hér á landi, af góðmennsku einni saman þar spilar margt annað inní.
Aðalbjörn Steingrímsson (IP-tala skráð) 4.4.2012 kl. 07:29
Hilmar, í öllum fréttum þá hefur forstjóri Samherja Þorsteinn Már Baldvinsson sett fram kröfugerð fyrir hönd DFFU þar sem að hann setur fram skýrar kröfur á hendur íslenskum stjórnvöldum.
Ég efast sannast sagna um að þýskum sé nokkuð um þessar viðskiptaþvinganir gefið þ.e. að auðkýfingur sem var í innsta hring í bankasvikamyllunni og stjórnarformaður eins bankans sé að beita þýsku fyrirtæki í að taka heilt bæjarfélag í gíslinu og beita Íslendinga hörðu.
Sigurjón Þórðarson, 4.4.2012 kl. 08:13
Anna Sigríður: Ég er skaftfellingur sem verið hefur búsettur í Skaftafellssýslu, R.Vík, Hafnarfirði og Sandgerði.Er með Farmannpróf frá Sjómannaskólanum og var stýrimaður og skipstjóri á fiskiskipum og stýrimaður á millilandaskipum á árunum 1967-1991.Hef verið trillukarl frá 1991 og var á handfæraveiðum við Vestfirði í mörg ár.Ég er ekki Sigurgeir Brynjar Kristjánsson í Vestmannaeyjum, en ég ar algerlega sammála honum um að aðförin að sjávarútveginum mun leiða til gjaldþrots hans og í framhaldinu landsbyggðarinnar og alls landsins.Ég hef verið á strandveiðum í tvö sumur.Og Sigurjón stattu með þinni heimabyggð en ekki hatursfólki sjávarútvegsins.
Sigurgeir Jónsson, 4.4.2012 kl. 08:39
Og það ættu allir að sjá þennan skrípaleik Seðlabankans og RUV. Ef Seðlabankinn taldi sig hafa vissu fyrir afbrotum þýska fyrirtækisins, af hverju var þá ekki gerð húsleit hjá því fyrirtæki.Hljóta ekki peningarnir að vera þar ef þeim hefur verið skotið undan.Þetta er ekkert annað en leikaragangur sem settur er á svið samhliða þvi að lagt er fram þjóðnýtingarfrumvarp sjávarútvegsins til afætanna á höfuðborgarsvæðinu.
Sigurgeir Jónsson, 4.4.2012 kl. 08:47
Sigurgeir, láttu ekki kjánalega.
Sigurjón Þórðarson, 4.4.2012 kl. 08:48
Sigurgeir. Þá veit ég það, að þú ert ekki sá Sigurgeir. Þessi Þjóðverja-ofurtrú umfram trú að aðra Evrópubúa, með fullu viti og heilbrigða dómgreind, er hreinlega lituð ESB-pólitíkinni.
Ómar Bjarki. Ég er alls ekki að verja spillinguna á Íslandi með þessum orðum mínum. Það þarf bara að finna rót vandans, og hún er ekki sér-íslensk.
Ég er ekki svo mikill íslendingur, að ég geti sagt með góðri samvisku að ég sé hreinræktaður íslendingur, sem aldrei hef búið í öðru landi, og kynnst Evrópu-flóttafólki, sem "friðarbandalagið herlausa" og NATO-tengda hefur nú þegar farið hræðilega illa með. Ég ætla ekki að útskýra það nánar núna, því það er annar vinkill en hér er til umræðu, en geri það kannski seinna, þegar það passar betur í umræðuna.
Frálsar strandveiðar eru mannréttindi á Íslandi, sem verið er að hafa af alþýðunni, og það er ófyrirgefanlegt valdarán, sem stjórnað er frá spilltum öflum EES-ESB.
Sá sem ver slík ESB-valdaráns-mannréttindabrot, er ekki trausts verður.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 4.4.2012 kl. 12:05
Sigurjón,enga vitleysu.
Sigurgeir Jónsson, 4.4.2012 kl. 13:05
Anna það er svo frábært að sjá trillukarlana róa frjálsa í strandveiðikerfinu og hafa eitthvað annað að gera en telja aurana sem þeir fengu fyrir kvótann sinn.
Guðmundur Guðmundsson (IP-tala skráð) 5.4.2012 kl. 09:08
Þetta er ótrúleg umræða. Afhverju beina menn ekki reiði sinni að Samherjamönnum, stjórnendum þar og Þýska fyrirtækisins. Það voru jú þeir, og þeir einir, sem ákváðu að stöðva öll viðskipti. Menn með hreina samvisku hefðu EKKI gert það, svo mikið er víst.
Akureyringur (IP-tala skráð) 5.4.2012 kl. 12:13
Það var svo greinilegt á sínum tíma, þegar bláeygum íslendingum var talin trú um að Samherji hefði keypt þýskt útgerðarfyrirtæki, þá var það auðvitað D.F.U. sem keypti Samherja. Síðan hafa þýskir togarar veitt látlaust hér, sama hvort þeir hafa heitið Kiel eða Guðbjörg. Þessi hótun um að hætta að landa í Dalvík er marklaus vegna þess að varla geta Evrópusambands togarar veitt í íslenskri lögsögu og landað lepplaust í heimahöfn, jafnvel þó leppurinn haldi að hann eigi fiskinn í landhelginni.
Jónatan Karlsson, 6.4.2012 kl. 09:36
Einmitt Jónatan, það hefur vantað inn í umræðuna hvar umræddur fiskur er veiddur. Mér finnst ótrúlegt hvað fjölmiðlar og stjórnmálamenn eru smeykir að fá skýr svör frá gíslatökumönnunum.
Sigurjón Þórðarson, 6.4.2012 kl. 15:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.