Leita í fréttum mbl.is

Dæmdur ómerkingur vitnar í sálfan sig

Björn Bjarnason, sá hinn sami og Guðlaugur Þór Þórðarson sigraði svo eftirminnilega í prófkjöri um árið, að vísu með Baugspeningum, vitnar í sjálfan sig á heimasíðu sinni í gær. Ekki hefur farið framhjá neinum hversu reiður Björn Bjarnason er Baugsmönnum enda má til sanns vegar færa að hann hafi ekki alltaf fengið sanngjarna umfjöllun í Baugsmiðlum og að þeir hafi að sönnu greitt Birni dómsmálaráðherra náðarhöggið með gríðarháum fjárstyrkjum í prófkjörsbaráttu Guðlaugs Þórs. 

Sárindi og reiði Björns virðist eitthvað rugla annars ágæta dómgreind hans þegar Baug ber á góma, svo mjög reyndar að Björn situr uppi með það að vera dæmdur ómerkingur eftir að hafa farið fram úr sér í bók sinni, Rosabaugi yfir Íslandi. Í skrifum sínum hefur hann sömuleiðis slitið úr samhengi og rangtúlkað þingræður mínar um Baugsmálið. Einhverra hluta vegna hefur hann fengið það á peruna að ég hafi verið það sem kallast Baugspenni. Sannleikurinn er sá að greinar sem ég hef sent í Fréttablaðið hafa ekki fengist birtar fyrr en eftir vikur og jafnvel mánuði. Ekki hefur það verið vegna þess að þær hafi verið einhver delluskrif um sjávarútvegsmál, nei, það hefur heldur betur sýnt sig að málflutningur Frjálslynda flokksins var í öllum meginefnum réttur.

Óvart er það svo Sjálfstæðisflokkurinn sjálfur, með þá Davíð Oddsson og Björn Bjarnason fremsta í flokki, sem á mestu sökina á því hvernig Baugsmálið fór á sínum tíma. Flokkurinn hafði rýrt algerlega trúverðugleika stjórnkerfisins þar sem það blasti við hverjum manni að jafnræði ríkti ekki við úrlausn mála. Flokkurinn lagði blessun sína yfir olíusamráðssvikamálið, útdeildi eigum almennings til útvalinna flokksgæðinga og sá í gegnum fingur sér með athæfi þeirra sem voru Sjálfstæðisflokknum þóknanlegir - en ærðist ef Baugsmenn færðust sama í fang.  

Í sjálfu sér er skiljanlegt að Björn Bjarnason reyni að blekkja sjálfan sig og aðra en mikið væri hann meiri maður ef hann sæi að sér og bæði þjóðina afsökunar.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

Mikill er Andskotinn í hugafari þínu Sigurjón,þú þvolir ekki sannleikann hjá Birni Bjarnasyni..

Vilhjálmur Stefánsson, 19.3.2012 kl. 20:05

2 identicon

Heill og sæll Sigurjón æfinlega; sem og aðrir gestir, þínir !

Vilhjálmur vinur minn Eyverji !

Síðan hvenær; hefir verið hægt, að herma sannleikann, upp á Björn Engeying Bjarnason ?

Þó svo; við Sigurjón stórvinur minn, séum ekki sammála um alla hluti, styð ég hans málafylgju eindregið, gagnvart ómerkingnum Birni Bjarnasyni, Vilhjálmur minn.

Ég hygg; Vilhjálmur, að þú ættir að skoða betur, feril þessarra pilta, sem kenna sig við ''siðfræði'' og ''andríki'' Valhallar liða, suður í Reykjavík, við Háaleitisbraut; nánar, tiltekið.

Með beztu kveðjum; úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 19.3.2012 kl. 20:26

3 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Á maður virkilega að þurfa að trúa því að "Ný dögun"byrji feril sinn á því að styðja við bakið á höfuðpaur íslenska hrunsins.Ja hjarna.Ekki byrjar það glæsilega.

Sigurgeir Jónsson, 19.3.2012 kl. 21:19

4 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Nei ekki byrjar það gæfulega, ég held að Sigurjón hefði mátt hvíla sig lengur á pólitíkinni ef það er aðal tilgangur að verja málstað aðal hrunverjana ja svei.

Ragnar Gunnlaugsson, 19.3.2012 kl. 21:34

5 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Jóhanna forsætis hefði ekki orðað þetta betur, Sigurjón.

Kolbrún Hilmars, 19.3.2012 kl. 23:06

6 Smámynd: Steingrímur Helgason

Ekki man ég nú til þess að í þinni þingmennzkutíð hafi nú mikið farið fyrir einhverju 'Hallelúja' þar yfir þeim feðgum kenndum við 'Bauginn', hvað þá á fundum Frjálzlyndra á þeim tíma.

"Bitur er Björninn enn, það þarf að zjóða hann lengur", zagði Grænlendíngurinn...

Steingrímur Helgason, 19.3.2012 kl. 23:41

7 identicon

"Dæmdur ómerkingur"

Oh dear me. Þið byrjið sannarlega með glæsibrag, Sigurjón.

Ágætt svo sem, að þú minnir okkur á strax í upphafi vegferðar ykkar, að bakvið Dögun eru gamlir þingmenn sem misst hafa vinnuna, og núverandi, sem óttast að missa hana.

Gott að þú skulir koma því á hreint strax, að þið boðið ekki neitt nýtt, bara sama gamla skítkastið.

Hilmar (IP-tala skráð) 20.3.2012 kl. 08:14

8 identicon

Já sæll.Einu framboðinu færra sem maður þarf að spá í.

Steini (IP-tala skráð) 20.3.2012 kl. 10:40

9 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Sigurjón. Því fer fjarri að ég sé alltaf sammála þér, enda er óeðlilegt að vera alltaf sammála einhverjum.

En ég er sammála þér í þessum pistli.

Jón Ásgeir Jóhannesson var nú ekki einu sinni fæddur, þegar spillingin á Íslandi hafði náð rótfestu í íslenskri stjórnsýslu. Ég er ekkert að verja Jón Ásgeir, heldur benda á hverjir sköpuðu það spillta umhverfi, sem kom þessari þjóð á hjara veraldar í siðferðislegum skilningi.

Nú fer að fara um þá sem hlúðu að siðleysinu og óréttlætinu. Það eru mannleg og eðlileg viðbrögð. Þeim verður að fyrirgefast að vera mannlegir. 

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 20.3.2012 kl. 11:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband