Leita í fréttum mbl.is

Kynþáttahyggja formanns SUS

Formaður SUS Davíð Þorláksson fór mikinn í morgunþætti Bylgjunnar, þar sem að hann mælti eindregið fyrir óbreyttu kvótakerfi og taldi réttlætanlegt að hunsa algerlega álit Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna!

Á formanni ungra Sjálfstæðismananna mátti skilja að helsta ástæðan fyrir því að hunsa ætti álitið væri sú að dómararnir sem hefðu dæmt sjómönnunum Erlingi Sveini Haraldssyni og Erni Snævari Sveinssyni í vil, hefðu m.a. verið frá þriðja heims ríkjum þar sem almennt ekki væri mark takandi á nokkrum manni þegar talið berst að flókinni lögfræði. Mér finnst þessi viðhorf Sjálfstæðismanna lýsa miklum fordómum. Í ljósi hrunsins og nýlegra stjórnarskrárbrota þingsins þar sem einungis þrír þingmenn greiddu atkvæði gegn ólögum þá finnst mér ungir sjálfstæðismenn ekki vera beinlínis í aðstöðu til þess að setja sjálfan sig á háan hest gagnvart hálærðu fulltrúum annarra þjóða.

Annað sem vakti athygli mína var sá misskilningur leiðtoga ungra sjálfstæðismanna að nær allur kvótinn hafi skipt um hendur á síðustu árum.  Það kom fram skýrt fram í fyrirlestri Péturs Pálssonar framkvæmdastjóra Vísis í Grandavík, á fundi SA fyrir ári síðan að 18 af 20 stærstu fyrirtækjum í sjávarútvegi væru eldri en 30 ára.  Ég er nokkuð viss um að ef smærri útgerðir eru teknar með í reikninginn þá fæst enn hærra hlutfall útgerða sem eru að stofni til eldri en kvótakerfið enda hefur kerfið verið harðlæst fyrir nýliðun.  

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Waage

Ósmekklegt af þeim, mér hefur reyndar fundist svona ungliðahreyfingar fremur óhugnanlegar. Ungt fólk ætti fyrir minn smekk að vera nokkuð reikandi í afstöðu sinni og með opin huga. Svona fótgönguleiðafélög eru bara ekki til þess fallin að heimila sjálfstæða hugsun eða að þroska dómgreindina.

Ég velti því fyrir mér hvað Sjálfstæðismenn eru að pæla en ég var nú skráður í flokkinn í allnokkur ár. Nú dansa þeir um í ánægju yfir skoðannakönnunum en ég er ansi hræddur um að þessar tölur muni snarlækka í aðdraganda næstu kosninga þegar þeir kynna væntanlega stefnu sína í fiskveiðistjórnunarmálum. Ég efast um að kjósendum hugnist að innköllun aflaheimilda verði tekin út af borðinu sem dæmi.

Gunnar Waage, 21.2.2012 kl. 09:51

2 identicon

Ekki gefast upp á að hamra á heimsku íhaldsins Sigurjón. Ef kolruglaðir menn eins og EKG. halda áfram sínum lygaþvættingi, þá þarf að hamra á heimsku þeirra því rök bíta ekki á ruglaða menn

Hafsteinn sigurbjörnsson (IP-tala skráð) 21.2.2012 kl. 21:17

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Já, Sigurjón, þetta er einmitt falsstaðhæfing, sem tekið hefur sér bústað í hugum illa upplýstra: að nær allur kvótinn hafi skipt um eigendahendur á seinni árum. Þetta fá þeir út, LÍÚ-menn, með því að láta eins og sambræðslur (sbr. Granda, sem tók inn í sig H.Ben. og Meitilinn o.fl.) séu eitt fyrirtæki sem hafi keypt hin. En þetta eru sambræðslur og aflaheimildirnar að uppistöðu upphaflegar.

Jón Valur Jensson, 21.2.2012 kl. 23:26

4 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Jón maður spyr stundum hvað sé í gangi hjá íslenskum fréttamönnum sem telja það ekkert stórmál að brjóta á mannréttindum og virða ekki álit Mannréttindanefndar SÞ.

Sigurjón Þórðarson, 22.2.2012 kl. 12:02

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

Sammála þér.

En innlegg mitt er tilkomið af gremju minni yfir því, að ég eins og margir hef látið ljúga að mér, að útgerðin hafi keypt svo stóran hluta af kvótum sínum.

Jón Valur Jensson, 22.2.2012 kl. 16:01

6 Smámynd: Páll Jónsson

Burt séð frá öllum kvótapælingum þá á náttúrulega að taka allt sem kemur frá mannréttindabatteríi SÞ með mjög miklum fyrirvara, af þeirri einföldu ástæðu að stór hluti fulltrúa er skipaður af ríkisstjórnum sem hafa megna fyrirlitningu á mannréttindum.

Ég hélt að þetta væri nokkuð viðurkennd skoðun, óháð pólitískri afstöðu manna.

Páll Jónsson, 25.2.2012 kl. 14:59

7 identicon

Þetta er alveg ótrúlega ósmekklegur pistill. Það sem ég sagði er að þau ríki sem hefðu staðið að meirihlutaáliti nefndarinnar væru ríki sem deildu ekki sömu mannréttinda- og eignarréttarhefð og við. Ég hélt því ekki fram að það væri verra eða betra. Þetta tengist kynþáttahyggju ekki með nokkrum hætti. Það er eitt að vera ósammála einhverjum og svara honum með rökum, en það er til marks um algert rökþrot þegar menn fara gera andstæðingum sínum upp skoðanir sem tengjast málinu ekkert.

Staðreyndin er sú að Hæstiréttur hefur í tvígang staðfest að kerfið standist stjórnarskrá (í Valdimars- og Vatneyrarmálunum). Það er auðvitað álit þeirra sem gildir en ekki þessarar mannréttindanefndar.

Það er staðreynd að rúmlega 90% kvótans hefur gengið kaupum og sölum eftir að kerfinu var komið á, hvort sem mönnum líkar betur eða verr.

Davíð Þorláksson (IP-tala skráð) 25.2.2012 kl. 16:21

8 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þessi síðasta setning þín er röng, Davíð Þorláksson, en ég er ekki að halda því fram, að þú ljúgir þessu hér, því að vera má, að þú sért svona fáfróður. Þá ættirðu heldur ekki, með þessa vanþekkingu í farteskinu, að æða svona frakkur fram, bæði í Bylgjunni og á Útvarpi Sögu nýlega, með þína vörn og sókn fyrir kvótakerfið.

En áttir þú þig á nefndum 90%-ósannindum, þá er kannski von til þess, að þu sjáir að þér og farir að skoða kvótakerfið í öðru ljósi, rétt eins og ég og fleiri.

Nú reynir á manninn, hvort þú skoðir þessa hluti upp á nýtt eða kjósir að ganga um með bundið fyrir augun eða þykjast ekkert vita. Veljirðu seinni kostinn, máttu alveg gera ráð fyrir því að verða talinn handbendi LÍÚ-klíkunnar.

En vilji Sjálfstæðisfokkurinn vera kvótafokkur, þá er líka eins gott að allir landsmenn fái að vita af því.

Jón Valur Jensson, 25.2.2012 kl. 16:32

9 identicon

Árið 2008 voru þetta 87,5%, það má því áætla að í dag sé þetta komið yfir 90%: http://www.visir.is/um-87,5-prosent-af-kvotanum-fra-1984-hefur-skipt-um-eigendur/article/200836654742

Ég held því að einhverjir aðrir en ég mættu bæta úr vanþekkingu sinni með því að kynna sér málin betur. En það er auðvitað miklu þægilegra fyrir rökþrotamenn að saka andstæðinga um kynþáttahyggju eða vanþekkingu í stað þess að svara þeim með rökum.

Jón Valur, Sjálfstæðisflokkurinn styður kvótakerfið, það er alkunna. Hann er „kvótafokkur“ eins og þú kallar það.

Davíð Þorláksson (IP-tala skráð) 27.2.2012 kl. 10:59

10 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þakka þér fyrir þetta lokasvar þitt, Davíð, þá er það á hreinu, og ég á eftir að nota mér þetta (lokaorðin) í nýrri blogggrein og í Útvarpi Sögu – þú þarft ekki að kvíða öðru! Hvort það verður ykkur til frægðar og virðingar, er svo annað mál !

En rangt ferðu hér með í fullyrðingum þínum, að 87,5%–90% eða meira af kvótanum hafi skipt um eigendur. Annað sagði mér afar fróður skipstjóri, því að sameiningar fyrirtækja telji þessir kvótagreifar með í þessu dæmi – til þess að reyna að koma vel út sjálfir. Það verður fróðlegt að sjá raunréttar tölur um þetta. Ef rannsókn á því er ekki í gangi, þarf að koma henni í gang sem fyrst.

Jón Valur Jensson, 27.2.2012 kl. 20:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband