Leita í fréttum mbl.is

Mátti ekki veiða hana?

Síldardauðinn Í Breiðafirðinum vekur upp fjölmargar áhugaverða spurningar:
Var síldin horuð og drapst vegna vanþrifa?
Var síldin sýkt?
Hefur síldin lent í lent í síldarnót en ekki náðst inn fyrir borðstokkinn og drepist í kjölfarið.

Eitt er víst að þessar fréttir gefa til kynn að það hefði mátt veiða meira.


mbl.is Fjörur þaktar rotnandi síld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Atli Hermannsson.

Þessi síldardauði kemur eins og himnasending fyrir sérfræðingasveit Hafró sem fær þarna úr heilmiklu að moða.

Í stað þess að Hafró hafi lagt til að veiða síldina, þá hefur stofnunin í staðinn skapað sér kærkomið verkefni. Nú þarf aldeilis að taka sýni, flokka og greina sem gæti haft ofan af fyrir a.m.k. þremur- fjórum sérfæðingu fram undir vor ef ekki lengur. En þá fer að styttast í sumarfrí og svoleiðis og gott að líta upp frá tölvunni.

En hvað hefðum við að gera með Hafró ef það væri meira af fiski hér við land en hægt væri að veiða og selja með góðu móti? Ef svarið er ekkert; þá liggur beinast við að spyrja hvort við höfum nokkuð við stofnunina að gera fyrst allir okkar helstu nytjastofnar hafa hafa bara minnkað eftir við fórum að þyggja ráðleggingar frá henni?

Atli Hermannsson., 19.12.2011 kl. 23:51

2 Smámynd: Fannar frá Rifi

hvað átti að gera? ryksuga sjóinn svo að önnur dýr og fiskar myndu örugglega ekki geta étið laxafóðrir frá norðmönnum? nú loksins erum við að fá eðlilegra umhverfi í hafinu. síldin hefur alltaf drepist og rekið upp í fjörur. nema þegar ryksugað var allt upp eins og þú vilt greinilega gera og tæma hafið af æti fyrir stærri dýr. vona svo að tegundir eins og Þorskur fjölgi sér og stofnin stækki með sama lögmáli og á við um gatið. gatið stækkar því meira sem tekið er af því. rökin sem þið ofveiðunarsinnar færið er að þá sé meira æti handa hinum. jú það væri gott og gilt ef ætið væri ekki í norskum laxamaga.

Fannar frá Rifi, 20.12.2011 kl. 00:22

3 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Sammála Atli en það eru greinilega einhverjir enn að bíta á agnið hjá Hafró sbr. athugasemd Fannars ber með sér.

Það er ágætt að Fannar rifji það upp að þegar vel var veitt af síld á árum áður þá veiddist einnig mun meira þorski. Fráleitt er að ætla að dauð síld í fjörum auki magn næringarefna í hafinu og verði til þess að koma á einhverju "eðlilegu ástandi". Málið er að næringarefni eru með svipðu sniði og áður - Sólin kemur enn upp í austri. Það eina sem hefur breyst er að bannað er að veiða þannig að minna veiðist. Þetta er nú ekki flókið.

Sigurjón Þórðarson, 20.12.2011 kl. 00:48

4 Smámynd: Fannar frá Rifi

Sigurjón, hvernig var það áður en við fórum að veiða Síld? drapst þá síld og barst upp í fjörur? og hvernig í ósköpunum geturu haldið því fram að dauð síld auki ekki á magn næringar í hafinu? er síldin næringarsnauð? ertu þá með sömu rökum að halda því fram að áburður á tún sé gagnslaus og auki ekki neitt á sprettuna?

og kenniru mig af öllum mönnum við þá sem eru fylgisspakir við hafró??? allt er nú til. þú mátt grípa í þau hálmstrá sem þú ýmindar þér til að réttlæta eigin skoðanir ef þú vilt. þú ætlar kannski líka að halda því fram að Þorskurinn borði ekki síld og þeir sem beita síld á línu séu bara að sóa peningum í beitu? 

Fannar frá Rifi, 20.12.2011 kl. 08:51

5 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Ástæðan er einföld næringarefnin eru dropi í hafið en það sem hefur veruleg á styrk næringarefna í efri lögum sjávar þ.e. þar sem frumframleiðslan fer fram er blöndun sjávar við kólnun sem síðan síðan minnkar þegar á líður sumarið.

Fannar þú verður að gæta að því að megnið að því sem ekki nýtist erninum í Breiðafirðinum þarf að brotna niður í næringarsölt áður en þau nýtast í frumframleiðslunni.  Á þeirri leið frá plöntusvifi og í þorskinn eru þó nokkur þrep í fæðukeðjunni og við hvert og eitt þeirra nýtist einungis 10% til vaxtar.

Sigurjón Þórðarson, 20.12.2011 kl. 10:12

6 Smámynd: Fannar frá Rifi

ekkert fer til spillis í náttúrunni Sigurjón. náttúran nýtir allt. nú ef það er svo mikilvægt að veiða síldina og aðrar smáfiska sem eru venjulega fæða þorsks og annarra tegunda, afhverju ekki bara að hætta að veiða þorsk og veiða bara síld og loðnu? vera ekkert að skilja eftir handa þorskinum og leyfa honum að svelta? nei bíddu er það ekki sú stefna sem hefur verið notuð af hafró með diggum stuðningi frá þér og öðrum með t.d. loðnuna? já heyrðu mig nú, þú og hafró komið með sömu rökin og eruð sammála.

Fannar frá Rifi, 20.12.2011 kl. 11:38

7 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Fannar, nú er ég alveg búinn að missa þráðinn í því sem þú ert að segja. Gætirðu reynt að skýra þetta betur þannig að ég nái meiningunni?

Sigurjón Þórðarson, 20.12.2011 kl. 12:36

8 Smámynd: Hallgrímur Hrafn Gíslason

Jú Sigurjón, Fannar er að meina að með þessum síldum sem að drápust í Breiðafirðinum en voru ekki veiddar er Hafró búinn að bjarga fóðri fyri fiskistofnana við íslandsstrendur þannig að þorskkvótinn verður aukinn upp í 450 þúsund tonn.  Plús náttúrulega að loðnan veiðist ekki

Hallgrímur Hrafn Gíslason, 20.12.2011 kl. 14:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband