16.12.2011 | 13:01
Háskólasjoppur
Hlutverk háskóla er að sjá um kennslu og rannsóknir byggðar á vísindalegum grunni þar sem gagnrýnin hugsun er höfð að leiðarljósi. Í aðdraganda hrunsins brugðust háskólarnir því hlutverki sínu að vera sjálfstætt og gagnrýnið afl þegar umræðan barst að augljósum hættum íslensks viðskiptalífs. Í stað þess að taka undir gagnrýnisraddir sem komu m.a. frá erlendum fræðimönnum voru samdar skýrslur í háskólunum þar sem slegið var á gagnrýnisraddir. Fræðimennirnir úr háskólunum fylgdu skýrslunum eftir með miklum lúðrablæstri á ráðstefnum og fjölmiðlum þar sem mikluð var traust staða og snilld íslenska fjármálakerfisins.
Ef marka má nýlega skýrslu Háskólans á Akureyri um áhrif frumvarps sjávarútvegsráðherra á stjórn fiskveiða má ætla að fræðimenn í Háskólanum á Akureyri hafi ekkert lært af hruninu og því hve afdrifaríkar afleiðingar það getur haft að búa áróður fyrir sérhagsmunum í fræðilegan búning.
Efnahags- og viðskiptaráðherra, Árni Páll Árnason, hefur sveiflað niðurstöðum umræddrar skýrslu, Samanburður á áhrifum stóra frumvarpsins og fjórföldunar á veiðigjaldi á rekstur og efnahag íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja, en skýrslan var samin sérstaklega fyrir Árna Pál Árnason.
Við lestur skýrslunnar kemur strax í ljós hve gildishlaðin textinn er og hve illa rökstuddar niðurstöðurnar eru. Sömuleiðis blasir við að aðferðafræðilega stendur skýrslan völtum fótum og að umræðan er ruglingsleg.
Í skýrslu Háskólans á Akureyri sem er í stuttu máli lofgjörð um kvótakerfið er nokkuð fjallað um sanngirni og réttlæti kerfisins. Í þeirri umfjöllun er algerlega hlaupið yfir þá staðreynd að í 1. grein laga um stjórn fiskveiða kemur fram að nytjastofnar séu sameign þjóðarinnar og að úthlutun myndi ekki eignarétt. Einnig er því sleppt að minnast á skuldbindandi álit Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna sem kveður skýrt á um óréttlæti kvótakerfisins. Í staðinn er í skýrslunni varað við því að það standi til að afhenda aflaheimildir öðrum en þeim sem hafa nú yfir þeim að ráða - og það án endurgjalds. Staðreyndin er sú að þeir sem hafa beitt sér fyrir breytingum á fiskveiðistjórnunarkerfinu, s.s. Frjálslyndi flokkurinn, hafa viljað ná fram því sanngjarna sjónarmiði að Íslendingar standi jafnfætis við nýtingu á sameiginlegum auðlindum.
Í skýrslunni er fullyrt að þjóðhagslegur arður fari augljóslega saman við arð útgerðarfyrirtækja sem búa við sérleyfi og fákeppni. Augljóslega er skýrslan undir áhrifum nýfrjálshyggju þar sem gengið er út frá því að auðsöfnun fárra muni á endanum skila sér til fjöldans. Frjáls og heiðarleg samkeppni er almennt talin vera góð þjóðhagslega þó að hún geti verið þung í skauti fyrir þá sem þurfa þá að keppa á jafnræðisgrunni. Talað er fyrir hækkun veiðigjalds með þeim rökum að hækkunin muni auka hagræðingu en jafnframt er lagst gegn jafnræði útgerða þar sem sá fengi að veiða sem gæti gert það með sem minnstum tilkostnaði!
Ef farið er yfir meginforsendur skýrslunnar sjálfrar sem lagðar eru til grundvallar niðurstöðum um að breyta eigi sem minnstu, nema þá helst að hækka auðlindagjaldið, eru þær einkum þær að kerfið hafi tryggt árangursríka veiðistjórnun. Sú fullyrðing stangast algerlega á við þær upplýsingar sem fram koma í skýrslunni sjálfri þar sem höfundur játar að þorskaflinn hafi árið 2010 einungis verið 44% af því sem hann var á viðmiðunarárunum, fyrir daga kvótakerfisins. Þess ber að geta að upphafleg markmið kvótakerfisins voru að ársafli þorsks yrði innan örfárra að jafnaði 500 þúsund tonn en leyfður þorskafli í ár er einungis 177 þúsund tonn. Hvernig getur þetta talist árangur? Í mínum huga kallast þetta miklu frekar tjón en ávinningur.
Í skýrslu Háskólans á Akureyri eru glannalegar fullyrðingar um hagkvæmni annars vegar átta útgerða sem valdar voru að sögn tilviljunarkennt, útgerða sem veiða einungis með krókum, og hins vegar 20 stærstu útgerða landsins innan LÍÚ. Fullyrt er að krókabátarnir séu illa reknir en samt sem áður er enginn samanburður á framlegð útgerðarflokkanna tveggja án tillits til skuldastöðu. Meintar skýringar á illum rekstri krókabátanna eru að einhverju leyti skýrðar með því að þeir landi sínum afla í meira mæli á frjálsum uppboðsmarkaði. Þetta er nánast fábjánaleg skýring þar sem verð sem útgerðir fá á markaði eru að jafnaði tugum prósenta hærra en það verð sem fæst í föstum samningum við tengda aðila. Sömuleiðis er upphaf fiskmarkaða einhverra hluta vegna rakið til kvótakerfisins í kafla sem ber heitið Breytingaferlið í sjávarútvegi. Umræddur kafli er fordæmalaus ritsmíð þar sem víða er komið við, m.a. í Kína, Austur-Evrópu, vegagerð, byggðamálum, fiskmörkuðum og að lokum á Keflavíkurflugvelli.
Líklegri skýring á mun á fjárhagslegri stöðu útgerðarflokkanna skýrist ekki af raunverulegri hagkvæmni veiðanna sjálfra heldur fyrst og fremst af því að útgerðir á krókaaflabátunum eru yngri og hafa notið gjafakvótans í minna mæli en stórútgerðin. Auk þess fá þeir bátar sem eru á strandveiðum úthlutað örfáum dögum á meðan stórútgerðin er með sín skip á sjó meira og minna allt árið. Samanburðurinn er því fráleitur. Nýlega kom fram að einungis tvö af þeim 20 stærstu útgerðum landsins sem um er getið í skýrslu Háskólans eru að stofni til yngri en þrítug. Það er kristaltært að óbreytt kerfi mun halda áfram að koma í veg fyrir nýliðun í greininni og valda stöðnun.
Í sjálfu sér er sorglegt að háskólasamfélagið geti ekki lagt til frjórri og víðsýnna plagg í einu veigamesta réttlætis- og hagsmunamáli þjóðarinnar. Það er ljóst að ekkert kerfi er algott, og sú lofrulla sem flutt er um kerfi sem skilar stöðugt færri þorskum á land og hvetur til brottkasts og sóunar er kjánaleg. Ekki þarf að leita langt til þess að finna árangursríkara stjórnkerfi. Dagakerfi er notað með ágætum árangri í Færeyjum.
Eðlilegt er að spyrja hvers vegna háskólasamfélagið hafi ekki að leiðarljósi við yfirferð og gagnrýna umfjöllun um lagafrumvörp að mannréttindaákvæði stjórnarskrárinnar séu virt. Ef fræðasamfélagið ætlar að standa undir nafni má það ekki halda áfram að vera einhver sjoppa þar sem hægt er að fá keyptan rökstuðning fyrir hverju sem er, s.s. áframhaldandi mismunun.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bloggvinir
- Helga Þórðardóttir
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Jens Guð
- Hallgrímur Guðmundsson
- Ásta Hafberg S.
- Jóhann Elíasson
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Óskar Helgi Helgason
- Georg Eiður Arnarson
- Óskar Þorkelsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Hallur Magnússon
- Sigurður Þórðarson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Katrín
- Þarfagreinir
- Samtök sjálfstæðra í sjávarútvegi
- Frjálslyndi flokkurinn í Eyjafirði
- Hallgrímur Óli Helgason
- Jón Kristjánsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Jón Valur Jensson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Kjartan Eggertsson
- Halla Rut
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Grétar Pétur Geirsson
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- J. Einar Valur Bjarnason Maack
- ragnar bergsson
- Bjarni Harðarson
- Rannveig Þorvaldsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Eiríkur Guðmundsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- erlahlyns.blogspot.com
- Agný
- Guðjón Ólafsson
- Einar Ben
- Jón Aðalsteinn Jónsson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Ólafur Ragnarsson
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Ólafur Björn Ólafsson
- Halldór Jónsson
- Elvar Atli Konráðsson
- Kristján H Theódórsson
- Guðjón Sigþór Jensson
- Helgi Már Barðason
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Víðir Benediktsson
- Valgerður Sigurðardóttir
- Jens Sigurjónsson
- Vestfirðir
- Sigurður Ásbjörnsson
- Jón Magnússon
- Viðar Friðgeirsson
- Axel Jóhannes Yngvason
- Svava S. Steinars
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Quackmore
- Árni "Gamli" Einarsson
- Haukur Már Helgason
- Þóra Guðmundsdóttir
- Heiða Þórðar
- Steingrímur Ólafsson
- Vefritid
- Ársæll Níelsson
- S. Einar Sigurðsson
- Rannveig H
- Gísli Gíslason
- Bjarni Kjartansson
- Steingrímur Helgason
- Fiðrildi
- Baldur Fjölnisson
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Linda Lea Bogadóttir
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Hanna
- Sverrir Stormsker
- Ottó Marvin Gunnarsson
- gudni.is
- Einar Vignir Einarsson
- Hákon Unnar Seljan Jóhannsson
- Valgerður Halldórsdóttir
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Jóhann Kristjánsson
- Oddur Helgi Halldórsson
- Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
- María Harðardóttir og Þorsteinn Narfason
- Grétar Rögnvarsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Róbert Guðmundur Schmidt
- Steinn Hafliðason
- Landssamband ungra frjálslyndra
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Þórir Aðalsteinsson
- Vilborg Traustadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Sævar Einarsson
- Ketilás
- Ómar Pétursson
- Eyþór Grétar Grétarsson
- FF
- Jón Þór Bjarnason
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Árnason
- Alexander Kristófer Gústafsson
- Róbert Tómasson
- Landvernd
- ThoR-E
- Haraldur Baldursson
- Sigurður Jón Hreinsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- busblog.is
- Sigríður Inga Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Svanhildur Karlsdóttir
- Gísli Birgir Ómarsson
- Árni Árnason
- Grétar Mar Jónsson
- Perla
- Ingunn Guðnadóttir
- Irma Þöll
- Skattborgari
- Gulli litli
- Jón Snæbjörnsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Sigríður Elfa Eyjólfsdóttir
- Mál 214
- Bullukolla
- kreppukallinn
- hreinsamviska
- Arinbjörn Kúld
- Orgar
- Guðjón Baldursson
- Gunnar Þór Gunnarsson
- Hörður B Hjartarson
- Gunnar Björn Björnsson
- Haraldur Hansson
- Þórólfur S. Finnsson
- Birna Steingrímsdóttir
- Gestur Guðjónsson
- Jónas Rafnar Ingason
- Stríða
- Götusmiðjan
- Brynja skordal
- Haraldur Bjarnason
- Guðmundur Óli Scheving
- Ásta
- Markús frá Djúpalæk
- Jörundur Garðarsson
- MIS
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Björn Júlíus Grímsson
- S Kristján Ingimarsson
- Bryndís Haraldsdóttir
- Þórður Björn Sigurðsson
- Magnús Kristjánsson
- Bergur Sigurðsson
- Guðrún Ólafía Brynleifsdóttir
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Ólafía Herborg Jóhannsdóttir
- Heimssýn
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Óskar Arnórsson
- Sigurbjörn Svavarsson
- Árni Davíðsson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Árelíus Örn Þórðarson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- L.i.ú.
- Rafn Gíslason
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Samtök Fullveldissinna
- Vaktin
- Arnar Guðmundsson
- Lárus Baldursson
- Sveinn Elías Hansson
- Þórarinn Baldursson
- Kjartan Magnússon
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Berglind Steinsdóttir
- Bjarney Vigdís Ingimundardóttir
- BJÖRK
- Björn Emilsson
- Dagný
- Dominus Sanctus.
- Friðgeir Sveinsson
- Guðmundur Ásgeirsson
- Guðmundur Pálsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Högni Snær Hauksson
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Jón Þórhallsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ragnar Stefán Rögnvaldsson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Ingólfsson
- Stefán Júlíusson
- Sumarliði Einar Daðason
- Sveinn Björnsson
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Úrsúla Jünemann
- Valdimar H Jóhannesson
Tenglar
Mínir tenglar
- Losnað við pestina Þetta hefur reynst mér vel við að losna við allar pestir þá 5 mánuði sem ég hef reynt immiflexið
- Ginseng Hér fæ ég kraftinn
- Frjálslyndi flokkurinn Vill breyta kvótakerfinu
- Ungmennasamband Skagafjarðar Ég er formaður
- Hér kaupi ég tölvudótið Ódýrt og gott
Sjávarútvegsmál
- Hafró Stofnunin þar sem ákveðið er hversu mikið má veiða
- Landssamband íslenskra útvegsmanna LÍÚ
- Landssamband smábátaeigenda LS
- Jörgen Niclasen Formaður Fólkaflokksins í Færeyjum
- Helgi Áss Grétarsson Sérfræðingur í HÍ á vegum LÍÚ
Fréttamiðlar
- Al Jazeera Gefur Bandaríkjamönnum engin grið
- BBC BBC
- Börsen Dönsk fjármálasíða
- Seðlabankinn Musteri Davíðs
Nýjustu athugasemdir
- Bara ef það hentar mér: Hér má sjá ráðleggingar Hafró um afla hvers árs og það sem enda... 7.1.2025
- Bara ef það hentar mér: "Vagn" svei mér þá þú ert bara mun meiri "GRAUTARHAUS" en ég ha... 7.1.2025
- Bara ef það hentar mér: Jóhann, úthlutaður kvóti, veiðiheimildir, er ekki það sama og r... 7.1.2025
- Bara ef það hentar mér: Pálmi það skal tekið fram að ég fylgjandi auknum veiðiheimildum... 7.1.2025
- Bara ef það hentar mér: Sæll Sigurjón Þú ert bara ekki að bera saman epli og epli. Þú v... 7.1.2025
- Bara ef það hentar mér: Hvað er eiginlega á milli eyrnanna á þér "Vagn"???? Kvóti og v... 7.1.2025
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 88
- Frá upphafi: 1019333
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 74
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Janúar 2024
- Apríl 2023
- Október 2022
- Október 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Janúar 2019
- Apríl 2018
- Desember 2017
- Október 2016
- Ágúst 2016
- Janúar 2016
- Nóvember 2015
- Nóvember 2014
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Desember 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Athugasemdir
Hugmyndafræðilegar stofnanir ríkisisvaldsins þjóna greinilega tilgangi yfirbyggðarinnar að verja vald sitt, bæði fyrir
og einnig nú eftir hrun:
- Valdakerfi flokkanna
- Valdakerfi laganna
- Valdakerfi fjármála
- Valdakerfi framkvæmda
- Valdakerfi dómsmála
- Valdakerfi trúmála
- Valdakerfi menntunarmála
- Valdakerfi menningarmála
- Valdakerfi fjölmiðlunar
Og síðast en ekki síst og er þá allt komið í eina sápu-froðu-sátt yfirbyggðar
til varnar kerfi sínu
- Valdakerfi atvinnulífsins í samtökum fursta og greifa í heilagri sambúð með forustu ASÍ.
Og svo sannarlega gegna "háskólasjoppurnar" þar veigamiklu hlutverki og verða æ búllulegri í sora sínum og undirlægjuhætti.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 16.12.2011 kl. 13:58
Er skýrslan aðgengileg á netinu? Gæti verið upplýsandi fyrir gamlan krókabátasjómann...
Haraldur Rafn Ingvason, 16.12.2011 kl. 16:44
Pétur þetta er einmitt málið.
Haraldur hér er tengill á þessa skýrslu en það er í sjálfu sér hneyksli að hún sé á forsíðu Efnahagsráðuneytisins.
http://www.efnahagsraduneyti.is/frettir/frettatilkynningar/nr/3493
Sigurjón Þórðarson, 16.12.2011 kl. 22:22
Þetta veit ég nú bara Sigurjón minn vþa. að ég er borinn og barnfæddur eðal-Króksari og þekki því hvernig kaupin gerast á eyrinni og auðvitað líka út á eyri.
Væri ég polli í dag, skyldi ég þá kannski þurfa að kaupa kvóta af Nonna Fía til að mega kasta út færi af bryggjusporði á kolann? Það væri svo sem eftir öðru. Eða skyldi ég þurfa að makka við Jón hákarlabróður um strandveiðar á einn öngul á snærisspotta? Og hvað skyldi sá lúxus kosta einn polla í dag, sem áður kostaði ekki neitt?
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 17.12.2011 kl. 01:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.