Leita í fréttum mbl.is

Rós Vinstri grænna

Eitt helsta afrek að eigin mati Vinstri grænna var að endurreisa bankakerfið. Leiðtogar flokksins hafa mjög gumað af þessu afreki sínu og telja það á heimsmælikvarða. Þeir bankastjórar sem hafa verið valdir til að stýra endurreistu bönkunum eru kúlulánadrottningin í Íslandsbanka, samráðssvikastjórinn í Arion og fyrrum skósveinn efnahagshryðjuverkamannsins sem áður var eigandi og allsráðandi í Landsbankanum sáluga, Björgólfs Thors.

Til að kóróna endurreisnina hafa stjórnvöld fengið einn af þeim áhrifamönnum sem voru innstu koppar í búrum spilltrar einkavinavæðingar á bönkunum til að stýra Bankasýslunni sem á meðal annars að hafa eftirlit og yfirumsjón með fjármálastofnununum.

Þó að Vinstri grænir séu ánægðir með nýja bankakerfið sitt sem þeir hafa dælt í hundruðum milljarða af skattfé verður ekki hið sama sagt um skuldugan almenning sem stóð fyrir utan Alþingishúsið í gær þegar 140. þing var sett. Eflaust verður fjölmenni á Austurvelli þegar stefnuræðan verður flutt annað kvöld.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

það ætla eg rett að vona og menn láti að ser kveða án óláta ..það eru sterkustu mótmælin .

Ragnhildur H. (IP-tala skráð) 3.10.2011 kl. 00:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband