Leita í fréttum mbl.is

Bankarnir ættu að grátbiðja fólk um að fara 110% leiðina

Frá hruni hafa stjórnvöld gengið undir bönkunum sem enn er stjórnað af kúlulánþegum og fyrrum hirðmönnum fjárglæframannanna sem settu landið á hausinn. 

Í nánu samráði við fjármálastofnanir, SA og svo undarlegt sem það nú er ASÍ einnig, bauð ríkisstjórnin  að koma á móts við skuldsett heimili, með svokallaðri "110 % leið".  Leiðin felur í sér að hægt sé afskrifa lán á ofveðsettum eignum, niður að 110% af söluandvirði eigna! Nú berast fréttir af því að bankarnir séu með eitthvert múður að ljúka samningum við viðskiptavini sína um niðurfærslu lána í samræmi við 110% leiðina. Ásrtæðan er þéttskrifað smáletur 110% leiðarinnar sem felur í sér fyrirvara sem allir eru bönkunum í hag.

Fyrirstaða lándrottnanna við að ljúka samningum við ofskuldsett heimili er æði undarleg, þar sem hagur  þeirra hlýtur að felast í að lántakendur haldi áfram að greiða af eignum sem þeir eiga í raun minna en ekkert í.  Vandséð er að verðtrygging og háir vextir geri lántakendum kleift að eignast nokkurn tíman nokkuð í eignunum.

Ef að lántakendur horfa ískalt á það reiknisdæmi sem ríkisstjórnin og bankarnir bjóða upp á, þá margborgar sig að hætta að greiða af lánum og búa eins lengi og kostur er í húsnæðinu.  Í stað þess að setja peningana inn í bankann, þá borgaði sig frekar að setja þá undir koddann.  Á hvorn veginn sem reiknisdæmið er gert upp, þá á eignast lántakandinn ekkert í húsnæðinu, en ef hætt er að greiða bankanum, þá á fólk a.m.k. það fé sem sett var undir koddann. 

110 leiðin er einkar hagfelld fyrir lánveitendur og eflaust ásættanlegur kostur fyrir þá lántakendur sem vilja ekki raska heimilishögum og fá í staðinn að búa húsnæði sem þeir eiga ekkert í og munu ekki eignast.

 


mbl.is Jóhanna vildi ekki afskriftir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll Sigurjón; æfinlega !

Ef ekki; er tilefni uppbrots, á núverandi stjórnkerfi í landinu - og skipanar UTANÞINGSSTJÓRNAR vinnandi stétta STRAX, að þá er í flest skjólin fokið, fornvinur góður.

Eins; og sumir vísir kveða, er Jóhanna Sigurðardóttir SKRÍMSLI, í mannsmynd - og; hygg ég þá alls ekki, kveða of sterkt, að orði.

Með beztu kveðjum; úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 31.8.2011 kl. 01:16

2 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Samála þér Sigurjón þetta er ekki ásættanlegt og ungt fólk fýr land í stórum stíl!

Sigurður Haraldsson, 31.8.2011 kl. 01:31

3 identicon

Þú segir frá því að Íslendingar séu í þeirri stöðu gagnvart bönkunum að þó þeir sem taki lán standi frammi fyrir því að lánin lækki ekki og þannig geti viðkomandi aldrei eignast neitt í eign sinni.

Þú veist það eins vel og ég að svarið er ESB og evran. Ef þú tekur húsnæðislán segjum í Danmörku eða Þýskalandi nú eða Spáni, þá bætast 20% við lánið á þeim árum sem þú ert að borga af því, en á Íslandi bætast 800%. Þetta er fertugfaldur munur. 

Þið sem eruð á móti ESB eruð á móti því að almenningur fái þessa kjarabót, punktur.

Valur (IP-tala skráð) 31.8.2011 kl. 08:18

4 identicon

Að ganga inn í ESB er eins og að flytja heim til mömmu, viðurkenning á því að þú getur ekki gert neitt hjálparlaust og sért háður fjárhagslegum stuðningi einhvers sem er í fastri vinnu.

Eini munurinn er sá að það eru mun fleirri sem búa inná hótel mömmu í Brussel en bara við og það eru jafnvel enn meiri aumingjar en við.  Núverandi mynd ESB gengur ekki upp til lengdar enda eru Þýskaland og Frakkland að skjóta inn tillögum til breytinga mun oftar þessa dagana.

Stebbi (IP-tala skráð) 31.8.2011 kl. 08:44

5 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Óháð öllum flutningum þá er lítið mál að lækka vextina. þ.e. ef vilji er til þess.

Sigurjón Þórðarson, 31.8.2011 kl. 08:55

6 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Samála þér Sigurjón það skortir vilja það er að segja þeir sem hagnast á því að fá sem mest frá þeim sem tóku lánin vilja halda járngreipunum um þá!

Sigurður Haraldsson, 31.8.2011 kl. 09:23

7 identicon

Þessi 110% leið er eitt alsherjar klúður,á sama tíma sem Guðmundur í Brim fékk 20 miljarða afskrifaða í Landbankanum, er búið að afskrifa hjá heimilunum í landinu 24 miljarða.

Vonandi ná heimilin rétti sínum gegn fjármálafyrirtækjunum, því eins og staðan er í dag bendir allt til að verðtryggð lán séu ekki reiknuð út samkvæmt lögum, bannað sé að hlaða nýjum lánum ofaná höfuðstólinn.

Lán sem var tekið árið 2000 og stendur nú í 11 miljónum, ætti samkvæmt, áliti sérfræðinga að standa í 4 miljónum ef það hefði verið reiknað samkvæmt lögum sem menn telja að ætti að fara eftir.

Jón Sig. (IP-tala skráð) 5.9.2011 kl. 22:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband