25.8.2011 | 15:38
Umsögn Frjálslynda flokksins um frumvarp til laga um stjórn fiskveiða
Ef frumvarpið verður samþykkt verða skert stjórnarskrárvarin atvinnuréttindi, sbr. 75 gr. stjórnarskrárinnar, og réttur landsmanna til veiða takmarkaður með aflamarkskerfi. Í frumvarpinu er vísað til almannahagsmuna og fiskverndar en ef litið er til hins hræðilega árangurs aflamarkskerfisins í að ná upphaflegum markmiðum sínum er algjör firra að festa kerfið í sessi með tilvísun í almannahagsmuni.
Almennt: Frjálslyndi flokkurinn átelur stjórnvöld fyrir óvandaðan undirbúning frumvarpsins í því sem snýr að löggjöf og kerfi sem hefur fengið falleinkunn hjá mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna. Kvótakerfið brýtur í bága við jafnræði borgaranna. Undirbúningur ríkisstjórnar Samfylkingar og Vinstri grænna fólst annars vegar í því að setja á fót svokallaða sáttanefnd um sjávarútvegsmál sem í sátu að stærstum hluta fulltrúar hagsmunasamtaka sem hafa eða telja sig hafa hag af óbreyttu kvótakerfi og hins vegar nefnd sérfræðinga sem hafði það hlutverk að endurskoða líffræðilegar forsendur aflaráðgjafarinnar. Í þeirri nefnd sátu að stærstum hluta fulltrúar hagsmunaaðila auk þeirra sérfræðinga sem bera ábyrð á og stýra þeirri nýtingarstefnu sem nefndin átti að endurskoða! Í stuttu máli var framangreindur undirbúningur ekki upp á marga fiska og heldur ill meðferð á fé almennings.
Í þeirri djúpu efnahagslegu og stjórnkerfislegu kreppu sem landið er í er sorglegt að Alþingi taki ekki til alvarlegrar umræðu tillögur sem tryggt gætu jafnræði borgaranna og taki ekki heldur til endurskoðunar grundvallarforsendur fiskveiðistjórnunarinnar og aflamarkskerfisins.
I. Aflamarkskerfi eða dagakerfi
Frjálslyndi flokkurinn leggur til að í stað þess að ákvarða heildarafla hvers fiskeiðiárs á grundvelli ónákvæmra stofnmælinga frá fyrra ári, verði tekið upp dagakerfi þar sem sókn er ákvörðuð og skipum eða skipaflokkum úthlutað veiðidögum, svipað og gert er í Færeyjum.
a) Aflamarkskerfi hefur í sér innbyggðan hvata til að velja bestu einstaklingana úr stofninum. Rándýr éta ávallt veikustu einstaklingana og stuðla þannig að heilbrigði veiðistofnanna. Valkraftar aflmarkskerfisins ganga þvert á það sem gerist í náttúrunni. Þetta gerist með tvennum hætti, með því að sækja ekki á slóð þar sem von er á lélegum fiski og með því að nota einungis veiðarfæri sem velja úr stærsta og dýrasta fiskinn.
Annar galli aflamarkskerfisins er að engu máli skiptir í leikreglum þess hvar eða hvenær kvótinn er tekinn. Þar sem stofnar botnfiska og rækju eru oft staðbundnir veldur þetta misnýtingu á svæðum og þannig mætti t.d. veiða allan þorskkvótann á Vestfjarðamiðum.
Alltaf kemur betur og betur í ljós að grunnstoðir núverandi hugmyndafræði stjórnunar, takmörkun á sókn og verndun smáfisks, eru líffræðilega rangar eins og nýjar rannsóknir hafa sýnt, (Jeppe Kolding o.fl. 2010[1]) . Þetta er ástæða þess að ekkert gengur við að ná sama fiskafla og áður, meðan sókn var frjáls. Benda má á Barentshafið sem dæmi. Þar hefur sókn síðustu ára verið langt umfram ráðgjöf ICES (Alþjóðahafrannsóknastofnunarinnar í Kaupmannahöfn), auk þess sem Rússar veiða ómælt magn af smáfiski og þá eru ótaldir félagslegir ókostir kerfisins sem tengjast framseljanlegum kvóta, m.a. tilfærslu afla milli staða, tilheyrandi byggðavanda og flutningi fjár út úr greininni.
Árangur núverandi aflamarkskerfis við að byggja upp botnfiskstofna er einfaldlega skelfilegur. Áætlaður botnfiskafli á næsta fiskveiðiári í þorski, ýsu, ufsa, gullkarfa, djúpkarfa, grálúðu, skarkola og steinbít er minni en það sem veiddist af þessum tegundum á árinu 1983, ári áður en kvótakerfið var tekið upp. Kvótakerfið var sett á vegna þess hve lítill þorskaflinn varð það ár, einungis 300 þúsund tonn, sem var lágmark þess tíma. Aflamarkskerfið hefur alls ekki skilað meiri afla á land eins og upphafleg fyrirheit báru með sér heldur þveröfugt. Því var í upphafi haldið fram að kerfið myndi innan fárra ára skila liðlega 500 þúsund tonna jafnstöðuþorskafla. Um áratugaskeið fyrir daga kerfisins var aflinn að meðaltali ríflega 400 þúsund tonn en á næsta fiskveiðiári er fyrirhugað að veiða einungis 177 þúsund tonn. Þorskveiði í Barentshafi sem er langt umfram reiknisfiskifræðilega ráðgjöf ICES hefur ekki leitt til hruns þorskstofnsins heldur mælist hann þvert á móti stærri eftir að veiðin var aukin! Menn skyldu hafa það hugfast.
b) Dagakerfi (stjórnun sóknar) er án tegunda- eða aflahámarks. Fiskiskip fær í sinn hlut ákveðinn fjölda veiðidaga sem það má nota að vild án tegundatakmarkana eða aflamarks. Þess vegna er ekki hvati til brottkasts, fyrir mestu er að hirða allt sem hægt er að koma með í land og selja, ólíkt aflamarkskerfinu sem hvetur til brottkasts. Í aflamarkskerfi er í fyrsta lagi hvati til að henda í sjóinn fisktegundum sem útgerðin hefur ekki heimildir til að veiða
Í öðru lagi er viðvarandi hvati í aflamarkskerfum til brottkasts á smærri fiski sem er oft verðminni en stærri fiskur. Mikill verðmunur á stærri og smærri fiski hvetur augljóslega til þess að útgerðir verji ekki takmörkuðum veiðiheimildum í löndun á verðminni smærri fiski.
Eðlilegt er að villtir dýrastofnar sveiflist af náttúrulegum orsökum og á það ekki síst við um fiskistofna. Í sóknarkerfi koma breytingar á stærð fiskistofna strax fram í afla. Sömuleiðis minnkar fiskaflinn samhliða niðursveiflu fiskistofnanna. Reynslan hefur ítrekað sýnt að reiknisfiskifræðin hefur spáð rangt fyrir um stærð þorskstofnsins, t.a.m. um mörg hundruð þúsund tonn um síðustu aldamót. Dagakerfið gefur fræðimönnum sem vinna úr gögnum augljóslega betri upplýsingar um samsetningu aflans þar sem brottkast er ekki til staðar.
II. Alþingi festir í sessi mannréttindabrot
Ef vilji Alþingis er að halda áfram með aflamarkskerfi þrátt fyrir augljósa misbresti er algerlega fráleitt fyrir stjórnvöld að lögbinda sérstaka samninga, sbr. 6. grein frumvarpsins, við núverandi handhafa aflaheimilda til 15 ára með leyfi til framlengingar á óbreyttum samningum til átta ára. Inntak flókins frumvarpstexta í 3., 6., 10., 12., 13. og 14. gr. er í stuttu máli að festa í sessi algerlega óbreytt kvótakerfi sem brýtur í bága við jafnræði borgaranna!
Með samþykkt frumvarpsins breytist óverulega hlutfall úthlutaðra fiskveiðiheimilda til þeirra sem hafa nú þegar yfir veiðiheimildum að ráða og er úthlutað til eins árs í senn. Frumvarpið felur í sér í stuttu máli að úthlutuðum aflaheimildum verði skipt í tvennt, annars vegar í flokk I og hins vegar flokk II. Í flokki I er megnið af úthlutuðum aflaheimildum sem úthlutað verður til langs tíma til núverandi handhafa aflaheimilda. Í flokki II verður um óverulegt magn aflaheimilda að ræða og um úthlutun úr flokknum gilda ýmis sjónarmið. Ekki verður betur séð en að svokallaður leigupottur, þar sem jafnræði ríkir, verði látinn mæta afgangi við úthlutun veiðiheimilda úr flokki II.
Samkvæmt núgildandi lögum hefur ráðherra heimild til að úthluta sérstaklega ákveðnu aflamarki til strandveiða, byggðaaðgerða og línuívilnunar sem svarar til þess magns sem ætlað er í veiðiheimildir í flokki II í frumvarpinu og skipt er í byggðahluta, bótahluta, línuívilnunarhluta, strandveiðihluta og leiguhluta. Skv. frumvarpinu er veiðiheimildum í flokki II ætlað að aukast hlutfallslega um 0,79% að jafnaði á hverju ári næstu 14 árin og verða ekki meira en 15% heildaraflans að jafnaði.
Lögfesting frumvarpsins festir augljóslega í sessi brot á jafnræði þegnanna og bætir í litlu sem engu óréttlæti íslenska kvótakerfisins sem sært hefur réttlætisvitund þjóðarinnar. Ójafnræðið hefur komið í veg fyrir eðlilega og nauðsynlega nýliðun í undirstöðuatvinnugreininni.
III. Tillögur:
Leggja niður núverandi aflamarkskerfi, kvótakerfi og taka upp fisveiðidagakerfi, sóknarstjórn að hætti Færeyinga. Færeyingar reyndu aflamarkskerfi í tvö ár og ráku sig fljótlega á ókosti þess, m.a. brottkastið, rangt skráðan afla þar sem t.d. þorskur var skráður sem ufsi, háan eftirlitskostnað og minnkandi aflaheimildir. Leið Færeyinga var að falla frá því að ákveða aflamark og ákvarða í stað þess sókn út frá þeirri sókn sem var um áratugaskeið á miðunum meðan allt lék í lyndi og afli var góður.
Frjálslyndi flokkurinn leggur til að skipaður verði vinnuhópur sem móti leikreglur fiskveiðidagakerfisins þar sem sókn verði ákveðin í samræmi við það sem hún var á Íslandsmiðum um áratugskeið fyrir daga kvótakerfisins. Mikilvægt er að skipaðir verði aðilar í vinnuhópinn sem eru lausir við sérhagsmunapot og eru tilbúnir til þess að setja hag þjóðarinnar í öndvegi.
Í stað þess að úthluta kvóta til botnfiskveiða á að úthluta veiðileyfum sem gilda í ákveðinn tíma og eru óháð tegundum og magni. Breytingin myndi skjótt leiða til þess að brottkast heyrði sögunni til og yrði sömuleiðis til mikillar einföldunar og sparnaðar, m.a. í eftirlitskostnaði.
Nánari útfærsla á sókn yrði gerð með svæðaskiptingu sem gengi gróft tekið út á að stærri skipum væri vísað á djúpslóð en smærri skip og bátar nýttu grunnslóðina.
Mögulegt er að stýra sókn með ákvörðun aflagjalds af lönduðum afla og sömuleiðis að takmarka sókn í ákveðnar tegundir eða á ákveðnum tímabilum með því að ákvarða mishátt aflagjald eftir tegundum.
Gríðarleg tækifæri felast í að breyta kerfinu úr því öngstræti sem það er í. Frumvarpið sem hér er til umfjöllunar ber þess merki að verið er að stagbæta kerfi sem engin sátt er um meðal þjóðarinnar. Það hefur ítrekað komið fram í skoðanakönnunum, auk þess sem mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna hefur dæmt að það brjóti mannréttindi.
Ný nálgun við að stjórna fiskveiðum sem Frjálslyndi flokkurinn leggur til myndi stórefla þjóðarhag og sérstakleg hag þeirra sem starfa í greininni og byggðarlaga sem eiga allt sitt undir nýtingu sjávarauðlindarinnar.
[1] Kolding, Jeppe og Paul van Zwieten. 2011. The tragedy of our legacy: how do global management discourses affect small-scale fisheries in the South? Sótt 18. ágúst 2011 af http://www.tandf.co.uk/journals/sfds. (Greinin finnst með því að leita að titli greinarinnar á Google.)
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bloggvinir
- Helga Þórðardóttir
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Jens Guð
- Hallgrímur Guðmundsson
- Ásta Hafberg S.
- Jóhann Elíasson
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Óskar Helgi Helgason
- Georg Eiður Arnarson
- Óskar Þorkelsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Hallur Magnússon
- Sigurður Þórðarson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Katrín
- Þarfagreinir
- Samtök sjálfstæðra í sjávarútvegi
- Frjálslyndi flokkurinn í Eyjafirði
- Hallgrímur Óli Helgason
- Jón Kristjánsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Jón Valur Jensson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Kjartan Eggertsson
- Halla Rut
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Grétar Pétur Geirsson
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- J. Einar Valur Bjarnason Maack
- ragnar bergsson
- Bjarni Harðarson
- Rannveig Þorvaldsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Eiríkur Guðmundsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- erlahlyns.blogspot.com
- Agný
- Guðjón Ólafsson
- Einar Ben
- Jón Aðalsteinn Jónsson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Ólafur Ragnarsson
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Ólafur Björn Ólafsson
- Halldór Jónsson
- Elvar Atli Konráðsson
- Kristján H Theódórsson
- Guðjón Sigþór Jensson
- Helgi Már Barðason
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Víðir Benediktsson
- Valgerður Sigurðardóttir
- Jens Sigurjónsson
- Vestfirðir
- Sigurður Ásbjörnsson
- Jón Magnússon
- Viðar Friðgeirsson
- Axel Jóhannes Yngvason
- Svava S. Steinars
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Quackmore
- Árni "Gamli" Einarsson
- Haukur Már Helgason
- Þóra Guðmundsdóttir
- Heiða Þórðar
- Steingrímur Ólafsson
- Vefritid
- Ársæll Níelsson
- S. Einar Sigurðsson
- Rannveig H
- Gísli Gíslason
- Bjarni Kjartansson
- Steingrímur Helgason
- Fiðrildi
- Baldur Fjölnisson
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Linda Lea Bogadóttir
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Hanna
- Sverrir Stormsker
- Ottó Marvin Gunnarsson
- gudni.is
- Einar Vignir Einarsson
- Hákon Unnar Seljan Jóhannsson
- Valgerður Halldórsdóttir
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Jóhann Kristjánsson
- Oddur Helgi Halldórsson
- Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
- María Harðardóttir og Þorsteinn Narfason
- Grétar Rögnvarsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Róbert Guðmundur Schmidt
- Steinn Hafliðason
- Landssamband ungra frjálslyndra
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Þórir Aðalsteinsson
- Vilborg Traustadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Sævar Einarsson
- Ketilás
- Ómar Pétursson
- Eyþór Grétar Grétarsson
- FF
- Jón Þór Bjarnason
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Árnason
- Alexander Kristófer Gústafsson
- Róbert Tómasson
- Landvernd
- ThoR-E
- Haraldur Baldursson
- Sigurður Jón Hreinsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- busblog.is
- Sigríður Inga Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Svanhildur Karlsdóttir
- Gísli Birgir Ómarsson
- Árni Árnason
- Grétar Mar Jónsson
- Perla
- Ingunn Guðnadóttir
- Irma Þöll
- Skattborgari
- Gulli litli
- Jón Snæbjörnsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Sigríður Elfa Eyjólfsdóttir
- Mál 214
- Bullukolla
- kreppukallinn
- hreinsamviska
- Arinbjörn Kúld
- Orgar
- Guðjón Baldursson
- Gunnar Þór Gunnarsson
- Hörður B Hjartarson
- Gunnar Björn Björnsson
- Haraldur Hansson
- Þórólfur S. Finnsson
- Birna Steingrímsdóttir
- Gestur Guðjónsson
- Jónas Rafnar Ingason
- Stríða
- Götusmiðjan
- Brynja skordal
- Haraldur Bjarnason
- Guðmundur Óli Scheving
- Ásta
- Markús frá Djúpalæk
- Jörundur Garðarsson
- MIS
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Björn Júlíus Grímsson
- S Kristján Ingimarsson
- Bryndís Haraldsdóttir
- Þórður Björn Sigurðsson
- Magnús Kristjánsson
- Bergur Sigurðsson
- Guðrún Ólafía Brynleifsdóttir
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Ólafía Herborg Jóhannsdóttir
- Heimssýn
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Óskar Arnórsson
- Sigurbjörn Svavarsson
- Árni Davíðsson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Árelíus Örn Þórðarson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- L.i.ú.
- Rafn Gíslason
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Samtök Fullveldissinna
- Vaktin
- Arnar Guðmundsson
- Lárus Baldursson
- Sveinn Elías Hansson
- Þórarinn Baldursson
- Kjartan Magnússon
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Berglind Steinsdóttir
- Bjarney Vigdís Ingimundardóttir
- BJÖRK
- Björn Emilsson
- Dagný
- Dominus Sanctus.
- Friðgeir Sveinsson
- Guðmundur Ásgeirsson
- Guðmundur Pálsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Högni Snær Hauksson
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Jón Þórhallsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ragnar Stefán Rögnvaldsson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Ingólfsson
- Stefán Júlíusson
- Sumarliði Einar Daðason
- Sveinn Björnsson
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Úrsúla Jünemann
- Valdimar H Jóhannesson
Tenglar
Mínir tenglar
- Losnað við pestina Þetta hefur reynst mér vel við að losna við allar pestir þá 5 mánuði sem ég hef reynt immiflexið
- Ginseng Hér fæ ég kraftinn
- Frjálslyndi flokkurinn Vill breyta kvótakerfinu
- Ungmennasamband Skagafjarðar Ég er formaður
- Hér kaupi ég tölvudótið Ódýrt og gott
Sjávarútvegsmál
- Hafró Stofnunin þar sem ákveðið er hversu mikið má veiða
- Landssamband íslenskra útvegsmanna LÍÚ
- Landssamband smábátaeigenda LS
- Jörgen Niclasen Formaður Fólkaflokksins í Færeyjum
- Helgi Áss Grétarsson Sérfræðingur í HÍ á vegum LÍÚ
Fréttamiðlar
- Al Jazeera Gefur Bandaríkjamönnum engin grið
- BBC BBC
- Börsen Dönsk fjármálasíða
- Seðlabankinn Musteri Davíðs
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 109
- Frá upphafi: 1013224
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 61
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Janúar 2024
- Apríl 2023
- Október 2022
- Október 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Janúar 2019
- Apríl 2018
- Desember 2017
- Október 2016
- Ágúst 2016
- Janúar 2016
- Nóvember 2015
- Nóvember 2014
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Desember 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Athugasemdir
Heyr Heyr!
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.8.2011 kl. 17:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.