9.7.2011 | 01:12
Útvarp Saga skiptir máli
Útvarp Saga skiptir miklu máli í þjóðfélagsumræðunni. Ástæðan fyrir mikilvægi Útvarps Sögu er fyrst og fremst sú að umræðan er öllum opin, hver sem er getur hringt inn og látið sína skoðun í ljós. Sömuleiðis hafa stjórnendur stöðvarinnar verið óhræddir við að fá til viðtals fólk sem ekki fær áheyrn í öðrum fjölmiðlum. Í aðdraganda hrunsins fór fram gagnrýnin umræða um stöðu fjármálakerfisins sem fór mjög lítið fyrir á öðrum fjölmiðlum. Eitt er víst að enginn sem hlýddi á magnaða pistla Eiríks Stefánssonar kom á óvart það álit Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna, að kvótakerfið bryti í bága við jafnræði borgaranna, þó svo að "fræðasamfélagið" og stjórnmálastéttin hafi látið í veðri vaka að álitið kæmi á óvart.
Í umræðunni um Icesave dró Útvarp Saga vagninn í að krefjast gagnsæis og að þjóðin fengi að segja sitt álit á samningi sem, fræðisamfélagið, fjölmiðlar, álitsgjafar, aðilar vinnumarkaðarins, stærstu stjórnmálaöfl og Besti flokkurinn vildi samþykkja án nokkurrar umræðu.
Greinilegt er að ýmsir Evrópusinnar eru uggandi um áhrifamátt opinnar umræðu sem fram fer á Útvarpi Sögu. Ekki verður Útvarp Saga sökuð um að reka einhliða áróður gegn innlimun landsins í Evrópusambandið þar sem um nokkurt skeið hefur verið á dagskrá stöðvarinnar sérstakur þáttur, Nei eða já, þar sem kostir og gallar aðildar landsins að Evrópusambandinu eru tíundaðir
Nýlega var tekin sú erfiða ákvörðun að segja tveimur velmetnum starfsmönnum upp á stöðinni. Í framhaldinu hafa þeir sem óttast stöðina reynt að gera uppsagnirnar tortryggilegar og magna upp einhverja óvild í kringum málið og í garð Útvarps Sögu. Skýringin sem gefin var á uppsögnunum var að hlustun hefði ekki verið í samræmi við væntingar. Að mínu viti stóðu fjölmiðlamennirnir sig mjög vel, sem um er rætt. Efnistök og framsetning þeirra var hins vegar ekki í miklu frábrugðin því sem gerðist í sambærilegum þáttum á öðrum útvarpsstöðvum s.s. Bylgjunni og Rás 2, sem hafa yfir mun meiri mannskap, útbreiðslu og fjármunum að ráða. Það var því nokkuð ljóst að á brattann var að sækja í samkeppninni, enda leikurinn ójafn.
Það verður spennandi að fylgjast með hvaða stefnu Útvarp Saga muni taka, en það er sjaldnast lognmolla á stöðinni enda skiptir hún máli.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:27 | Facebook
Bloggvinir
- Helga Þórðardóttir
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Jens Guð
- Hallgrímur Guðmundsson
- Ásta Hafberg S.
- Jóhann Elíasson
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Óskar Helgi Helgason
- Georg Eiður Arnarson
- Óskar Þorkelsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Hallur Magnússon
- Sigurður Þórðarson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Katrín
- Þarfagreinir
- Samtök sjálfstæðra í sjávarútvegi
- Frjálslyndi flokkurinn í Eyjafirði
- Hallgrímur Óli Helgason
- Jón Kristjánsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Jón Valur Jensson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Kjartan Eggertsson
- Halla Rut
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Grétar Pétur Geirsson
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- J. Einar Valur Bjarnason Maack
- ragnar bergsson
- Bjarni Harðarson
- Rannveig Þorvaldsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Eiríkur Guðmundsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- erlahlyns.blogspot.com
- Agný
- Guðjón Ólafsson
- Einar Ben
- Jón Aðalsteinn Jónsson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Ólafur Ragnarsson
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Ólafur Björn Ólafsson
- Halldór Jónsson
- Elvar Atli Konráðsson
- Kristján H Theódórsson
- Guðjón Sigþór Jensson
- Helgi Már Barðason
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Víðir Benediktsson
- Valgerður Sigurðardóttir
- Jens Sigurjónsson
- Vestfirðir
- Sigurður Ásbjörnsson
- Jón Magnússon
- Viðar Friðgeirsson
- Axel Jóhannes Yngvason
- Svava S. Steinars
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Quackmore
- Árni "Gamli" Einarsson
- Haukur Már Helgason
- Þóra Guðmundsdóttir
- Heiða Þórðar
- Steingrímur Ólafsson
- Vefritid
- Ársæll Níelsson
- S. Einar Sigurðsson
- Rannveig H
- Gísli Gíslason
- Bjarni Kjartansson
- Steingrímur Helgason
- Fiðrildi
- Baldur Fjölnisson
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Linda Lea Bogadóttir
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Hanna
- Sverrir Stormsker
- Ottó Marvin Gunnarsson
- gudni.is
- Einar Vignir Einarsson
- Hákon Unnar Seljan Jóhannsson
- Valgerður Halldórsdóttir
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Jóhann Kristjánsson
- Oddur Helgi Halldórsson
- Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
- María Harðardóttir og Þorsteinn Narfason
- Grétar Rögnvarsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Róbert Guðmundur Schmidt
- Steinn Hafliðason
- Landssamband ungra frjálslyndra
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Þórir Aðalsteinsson
- Vilborg Traustadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Sævar Einarsson
- Ketilás
- Ómar Pétursson
- Eyþór Grétar Grétarsson
- FF
- Jón Þór Bjarnason
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Árnason
- Alexander Kristófer Gústafsson
- Róbert Tómasson
- Landvernd
- ThoR-E
- Haraldur Baldursson
- Sigurður Jón Hreinsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- busblog.is
- Sigríður Inga Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Svanhildur Karlsdóttir
- Gísli Birgir Ómarsson
- Árni Árnason
- Grétar Mar Jónsson
- Perla
- Ingunn Guðnadóttir
- Irma Þöll
- Skattborgari
- Gulli litli
- Jón Snæbjörnsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Sigríður Elfa Eyjólfsdóttir
- Mál 214
- Bullukolla
- kreppukallinn
- hreinsamviska
- Arinbjörn Kúld
- Orgar
- Guðjón Baldursson
- Gunnar Þór Gunnarsson
- Hörður B Hjartarson
- Gunnar Björn Björnsson
- Haraldur Hansson
- Þórólfur S. Finnsson
- Birna Steingrímsdóttir
- Gestur Guðjónsson
- Jónas Rafnar Ingason
- Stríða
- Götusmiðjan
- Brynja skordal
- Haraldur Bjarnason
- Guðmundur Óli Scheving
- Ásta
- Markús frá Djúpalæk
- Jörundur Garðarsson
- MIS
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Björn Júlíus Grímsson
- S Kristján Ingimarsson
- Bryndís Haraldsdóttir
- Þórður Björn Sigurðsson
- Magnús Kristjánsson
- Bergur Sigurðsson
- Guðrún Ólafía Brynleifsdóttir
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Ólafía Herborg Jóhannsdóttir
- Heimssýn
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Óskar Arnórsson
- Sigurbjörn Svavarsson
- Árni Davíðsson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Árelíus Örn Þórðarson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- L.i.ú.
- Rafn Gíslason
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Samtök Fullveldissinna
- Vaktin
- Arnar Guðmundsson
- Lárus Baldursson
- Sveinn Elías Hansson
- Þórarinn Baldursson
- Kjartan Magnússon
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Berglind Steinsdóttir
- Bjarney Vigdís Ingimundardóttir
- BJÖRK
- Björn Emilsson
- Dagný
- Dominus Sanctus.
- Friðgeir Sveinsson
- Guðmundur Ásgeirsson
- Guðmundur Pálsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Högni Snær Hauksson
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Jón Þórhallsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ragnar Stefán Rögnvaldsson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Ingólfsson
- Stefán Júlíusson
- Sumarliði Einar Daðason
- Sveinn Björnsson
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Úrsúla Jünemann
- Valdimar H Jóhannesson
Tenglar
Mínir tenglar
- Losnað við pestina Þetta hefur reynst mér vel við að losna við allar pestir þá 5 mánuði sem ég hef reynt immiflexið
- Ginseng Hér fæ ég kraftinn
- Frjálslyndi flokkurinn Vill breyta kvótakerfinu
- Ungmennasamband Skagafjarðar Ég er formaður
- Hér kaupi ég tölvudótið Ódýrt og gott
Sjávarútvegsmál
- Hafró Stofnunin þar sem ákveðið er hversu mikið má veiða
- Landssamband íslenskra útvegsmanna LÍÚ
- Landssamband smábátaeigenda LS
- Jörgen Niclasen Formaður Fólkaflokksins í Færeyjum
- Helgi Áss Grétarsson Sérfræðingur í HÍ á vegum LÍÚ
Fréttamiðlar
- Al Jazeera Gefur Bandaríkjamönnum engin grið
- BBC BBC
- Börsen Dönsk fjármálasíða
- Seðlabankinn Musteri Davíðs
Nýjustu athugasemdir
- Bara ef það hentar mér: Hér má sjá ráðleggingar Hafró um afla hvers árs og það sem enda... 7.1.2025
- Bara ef það hentar mér: "Vagn" svei mér þá þú ert bara mun meiri "GRAUTARHAUS" en ég ha... 7.1.2025
- Bara ef það hentar mér: Jóhann, úthlutaður kvóti, veiðiheimildir, er ekki það sama og r... 7.1.2025
- Bara ef það hentar mér: Pálmi það skal tekið fram að ég fylgjandi auknum veiðiheimildum... 7.1.2025
- Bara ef það hentar mér: Sæll Sigurjón Þú ert bara ekki að bera saman epli og epli. Þú v... 7.1.2025
- Bara ef það hentar mér: Hvað er eiginlega á milli eyrnanna á þér "Vagn"???? Kvóti og v... 7.1.2025
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 86
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 73
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Janúar 2024
- Apríl 2023
- Október 2022
- Október 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Janúar 2019
- Apríl 2018
- Desember 2017
- Október 2016
- Ágúst 2016
- Janúar 2016
- Nóvember 2015
- Nóvember 2014
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Desember 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Af mbl.is
Erlent
- Trump náðar stuðningsmenn sína
- Gert að sæta upptöku úra og gulls
- Játaði allt á fyrsta degi
- Gullöld Bandaríkjanna hefst núna
- Skutu pilt fyrir sveðjuatlögu
- Tilfinningaþrungin stund: Hafa endurheimt lífið
- Biden náðar fyrir fram
- Trump tekinn við sem forseti Bandaríkjanna
- Beint: Trump sver embættiseið
- Hundruð sænskra hermanna til Lettlands
Athugasemdir
Eigendur þessarar stöðvar eru og hafa verið umdeilanlegir vegna háttalags er varða uppsagna starfsfólks, það er ekkert eðlilegt við það að segja fólki upp með SMS skeytum !!!!
Guðmundur Júlíusson, 9.7.2011 kl. 01:28
Fram hefur komið að starfsmennirnir sem um er rætt fengu samhljóða bréf frá lögmanni stöðvarinnar.
Sigurjón Þórðarson, 9.7.2011 kl. 01:43
Hvar hefur það komið fram, ekki í þinum pistli?
Guðmundur Júlíusson, 9.7.2011 kl. 01:56
Hvað er í gangi í hatursáróðri gagnvart Útvarpi Sögu? Er einhverjum ógnað, með opinni og hreinskiptinni umræðu á Íslandi? Útvarp Saga er eina stöðin sem tekur tillit til allra radda!
Hverjum er ógnað með því?
Tökum nú vel eftir hverjir hatast mest út í Útvarp Sögu, og vörumst alla þá sem rægja þá stöð.
Þeir sem bera út illar sögur um opna og réttláta útvarpsstöð á Íslandi, eru að þjóna svikaöflunum.
Svo skýrt er það gott fólk!
Nú reynir á sjálfstæða hugsun og dómgreind hjá velmenntuðu þjóðinni íslensku, og mafíu-yfirborguðum fjölmiðlamönnunum/blaðamönnum, sem trúa því að réttlætanlegt sé, að laun þeirra í dag og á morgun, verði borguð af fátækum ESB-aðildarlöndum, úr ESB-sjóðnum!
Útvarp Saga er ekki á framfærslu ESB-aðildarríkja né almennings á Íslandi, og einhverjum stendur ógn af því?
Hver er skýringin á því?
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 9.7.2011 kl. 02:56
Minni líka á að Jóhann Hauksson, verðlaunablaðamaður, var rekinn frá DV, en engum dettur í hug að fjalla um það?
Væri ekki rétt að taka líka smá öfgaumræðu um DV og hver rak þann mann, sem hefur ekki eina sjálfstæða hugsun, né skynbragð á réttlætið? Skrifaði bara allt sem honum er sagt að skrifa af kjaftakellinga-gróum úti í bæ!
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 9.7.2011 kl. 03:05
Það að þarna fari fram sjálfstæð umræða er algjört bull. Þetta eru fyrst og fremst skoðanir sem eru útvarsstjóranum þóknanleg. Þetta er versta áróðursmaskína á Íslandi og mun verri en Mogginn í sínum áróðri. Áróðurinn glymur þarna alla liðlangann daginn. Það er skiljanlegt að formaður Frjálslyndra skuli mæra stöðina, enda hefur flokkurinn fengið góða umfjöllun á stöðinni. En hefur það skilað sér í meira fylgi fyrir flokkinn? Það skildi þó ekki vera að máttur stöðvarinnar sé minni en það sem formaður flokksins er að setja fram hérna?
TómasHa, 9.7.2011 kl. 07:29
Tómas, það getur hver sem hringt inn í þáttinn. Ég benti hér á þáttinn Nei eða já og kvótaandstæðinginn Eirík Stefánsson en svo er Evrópusinninn Höskuldur Höskuldur reglulega með þátt og sömuleiðis kvótavinurinn Guðmundur Franklín sem mér finnst nú lítið til koma.
Tómas, það er nú reyndar ekki rétt að Frjálslyndi flokkurinn hafi alltaf fengið jákvæða umfjöllun á stöðinni en við höfum heldur betur fengið að finna til tevatnsins.
Augljóst er að trúaðir Evrópuandstæðingar óttast mjög stöðina í kjölfar Icesave-kosninganna þar sem stjórnmálastéttin tjaldaði öllu til í baráttunni.
Sigurjón Þórðarson, 9.7.2011 kl. 09:09
Útvarp sem sýnir hugrekki og birtir viðtal við Óla Ufsa er ekki hrædd við Kvótapúkann sem notar auðævi sín og "vina sinna" til að kaffæra alla sem leyfa sér andstöðu við kvótann.
Gott að enn sé til fólk sem þorir á þessu landi.
Ólafur Örn Jónsson, 9.7.2011 kl. 09:17
Snerist ekki umræðan um hvernig fólkinu var sagt upp? eða er ég að miskilja eitthvað?
Það að fá bréf frá lögfræðingi og sms um það að þú sért rekin á rétt eftir að þú ert farin í frí er merki um mikin aumingjaskap og er alveg fáranlegt.
Það getur vel verið að þessar uppsagnir séu réttlætanlegar en það er framkoman sem ég set stórt spurningarmerki yfir.
Annars hef ég gert það að gamni mínu að hlusta aðeins á Sögu, eins og þú segir er hverjum sem er hleypt inn í þáttinn og fá að segja algjörlega það sem þeir vilja án þess að það heyrist neinar gagnrýnisspuringar frá þáttarsjórnanda. Þarna hringir oft fólk sem er uppfullt af hatri og biturleika út í kreppuna og stjórnvöld og kenna öllum öðrum nema sjálfum sér um ófarir sínar, þeir fá að gráta og væla í útvarpinu um hvernig kreppan fór illa með þá án þess að þáttastjórnandi spurji svo mikið sem eina spurningu út í það, því staðreyndin er sú að flestir tóku þátt í þessu rugli og geta að mörgu leiti kennt sjálfum sér um mikla skuldsetningu og óhóflega neyslu o.s.frv. en nota svo kreppuna og stjórnmálamenn sem afsökun.
Það er eiginlega það sem pirrar mig mest við þessa stöð, fólk fær að segja algjörlega það sem það vill, oft á tíðum einhverjar algjörar ýkjur eða hreina lygi og þáttastjórnandinn segir ekki neitt og leyfir þessu bara að standa.
Annars er hér viðtal við fyrverandi starfsmann:
http://www.dv.is/frettir/2011/7/9/fyrrverandi-starfsmadur-utvarps-sogu-segir-hana-vera-arodurstod-eigenda-sinna/
Í þessari grein stendur meðal annars "Fyrrverandi starfsmönnum Útvarps Sögu ber flestum saman um að stöðin sé notuð til að tala máli eigenda sinna og gagnrýna þeir jafnvægi, eða skort þar á"
Tryggvi (IP-tala skráð) 9.7.2011 kl. 11:41
Fyrir mér er Útvarp Saga, sorastöð, hvers vegna?
einfaldlega hvernig honum Eiríki Stefánssyni var leyft að rakka t.d. föður minn niður í aðdraganda síðustu kosninga.
sá maður er drulluhali fyrir mér.
Arnar Bergur Guðjónsson (IP-tala skráð) 9.7.2011 kl. 12:44
Tryggvi, það er s.s. sjónarmið út af fyrir sig að vilja hafa einhverja sérstaka síu á þeim sem hafa farið illa út úr kreppunni og helst að þagga þær raddir niður. Ég er þessu hins vegar ekki sammála. Staðreyndin er sú að margir hafa farið mjög illa út úr kreppunni, án þess að eiga mikla sök á, aðra en þá að hafa ætlað að eignast húsnæði að undangengnu greiðslumati í bönkunum.
Ég furða mig þó frekar á gagnrýnislausum viðtölum í "stóru" fjölmiðlunum við höfuðbpaura hrunsins og áframhald þeirra í viðskiptum s.s. Birnu Einarsdóttur í Íslandsbanka, Þorstein Má í Samherja og fyrrverandi stjórnarmann í Glitni, Jón Sigurðsson fyrrum stjórnarformann FME, Þingmönnum sem tóku þátt í hrunadansinum sem nánast eru í öllum flokkum s.s. Tryggvi Þór, Bjarni Ben,Pétur Blöndal,Össur orkuútrásarsendiherra, Þorgerður Katrínu og svo má lengi telja. Í ráðsettu fjölmiðlunum er tekið á aðilum vinnumarkaðarins s.s. Villa Egils og Gylfa í ASÍ með silkihönskum og talið hið eðlilegasta mál að þeir keppist við að endurreisa fallið óbreytt fjármálakerfi, verðtryggingu og illræmt kvótakerfi í sjávarútvegi.
Útvarp Saga veitir þessu meðvirka ástandi í samfélaginu aðhald.
Sigurjón Þórðarson, 9.7.2011 kl. 13:05
Almenningur á enga aðkomu í fjölmiðla hvort sem um er að ræða Stjórnartíðindi (RUV), 365 eða Morgunblaðið ef umræðuefnið hentar ekki eigendunum sem eru umsvifamiklir í viðskiptalífinu og stjórnmálum. Tveir þeir fyrrnefndu reka t.d. trúboð fyrir ESB aðild og allir standa þeir vörð um óbreytt kerfi, þ.m.t. mannréttindabrot í sjávarútvegi.
Stöðin hefur ekki farið þá greiðu leið að láta kostunaraðila loka fyrir umræðuna. Hvort sú ójafna staða eða sú gríðarleg hækkun skatta á fyrirtæki fyrir að hafa fólk í vinnu hafi ráðið úrslitum veit ég ekki.
Hitt veit ég að eigandinn og starfsfólk vinna af elju til að láta þetta ganga upp. Opin og frjáls umræða hefur sína galla og kosti en kostirnir eru yfirþyrmandi ekki síst núna þegar þjóðin áttar sig á hverasu hættulegt er að treysta stjórnmálastéttinni í blindni.
Takk fyrir Sögu.
Sigurður Þórðarson, 9.7.2011 kl. 13:30
ÚS er öfgafull própagandastöð.
Til stórskammar og ekki nokkur maður með minnstu sómatilfinningu ætti að koma nálægt þessu öfgadrasli og sora.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 9.7.2011 kl. 14:15
Þegar útvarpsstöðinni Sögu var ýtt úr vör varð ég himinlifandi.
Loksins, loksins, loksins komin talstöð..
Ég er svo ruglaður í hausnum að upplifa hefðbundnu útvarpsstöðvarnar sem "fókusuðu" á minn aldurshóp, sem fullkomið "braindrain" efni.
Ég hreint út sagt þoli ekki metnaðarlaust "þetta er byyyyylgjan" tísku-gljáfur sjálfsmiðaðra útvarpsmanna sem flytja efni sem skilur eftir sig verra far en brunasár.
Útvarð Saga var kærkomin sending á sínum tíma.
Þó verð ég að segja að stöðin sem slík virðist komin í frjálst fall metnaðarlega séð.
Mér þykir það mjög miður en í mínum augum er rót vandans að finna í sveiflukenndri lund útvarpsstjórans, á sama tíma er styrkur stöðvarinnar einnig að finna í sömu manneskjunni.
Vandamálið verður því seint leyst ef útvarpsstjórinn nær ekki að tækla skap sitt.
Það verður að vera talstöð í boði !
P.S
Það að ómar bjarki skuli fordæma útvarp Sögu hækkar gildi stöðvarinnar í mínum augum.
Sómatilfinning er orð sem fólk, fólk líkt og ómar, ætti að umgangast með varúð, fólk með sómatilfinningu hefur oftast æru.
Eina æran sem ómar býr yfir er hversu heiftarlega hann ærir ærlegt fólk með kjaftæðinu sem lekur úr honum (afsakið orðbragðið)
runar (IP-tala skráð) 9.7.2011 kl. 14:48
Ómar hvaða rök hefur fyrir því að þetta sé " öfgafull própagandastöð"?
Sigurjón minn ég bara sé ekki hvernig þú færð það út að ég vilji þagga einhverjar raddir niður eða hafa síu, það sem ég var einfaldlega ða benda á er að fólk fékk oft að segja einhverja algjöra vitleysu í útvarpinu og þáttastjórnandinn sagði aldrei neitt, spurði engar spurningar og bað fólk aldrei um neinar frekari skýringar eða rök.
Tók bara þetta með kreppuna sem dæmi, skal gefa þér annað dæmi, eitthvað sem höfðar kannski betur til þín
Maður kemur í útvarp og byrjar að tala um ESB, hversu frábært það er, ef Ísland gengur í ESB þá bjargast allt og ef við værum með evruna hefðum við aldrei lent í kreppu.
Hérna fær maðurinn að segja hversu frábært ESB er að hans mati, engin rök og ekki neitt málefnalegt í þessu, svo kemur þáttastjórnandin og segir, já, takk fyrir þetta innlegg. Biður um engin rök eða nánari útskýringar.
Þetta finnst mér alveg fáranlegt, þetta gerðist frekar oft hjá Sögu, fólk fékk að koma og væla um lífið sitt og hvað þessi flokkur eða hinn væri ömurlegur, þetta fyrirtæki eða banki færi svo illa með hann, svo voru engar nánari skýringar gefnar, bara eintóm lýsingarorð með engum rökum, og þetta fannst fólki á Sögu bara allt í lagi!
Annars er ég algjörlega sammála þér með hina fjölmiðlanna Sigurjón, margir áhrifamenn fengu allt of góða meðferð í mörgum fjölmiðlum og oft skammarlegt hversu litla gagnrýni þeir fengu, en þetta á að sjálfsögðu við Útvarp Sögu líka því þar fengu andstæðingar þessara höfuðpaura og áhrifamenn að koma í útvarpið og segja sinn hug og skoðanir án þess að fá neina gagnrýni eða spurningar á móti sér, ekki neina "erfiða" spurningu, og það er auðvitað alveg jafnmikill áróður eins og hjá þessum "stóru" fjölmiðlum.
Tryggvi (IP-tala skráð) 9.7.2011 kl. 15:05
Einhver kínverskur spekingur sagði að það ætti að leyfa 1000 blómum að spretta. Saga er eitt þessara blóma og þjóðlífið yrði einsleitara og fátækara an hennar.
Sigurður Þórðarson, 9.7.2011 kl. 19:47
Hver hlustar á Útvarp Sögu? Ég gafst upp fyrir mörgum árum. Hafði ekki geð til að hlusta á þetta neikvæða svartsýnisrugl, sem engu skilar.
jkr (IP-tala skráð) 10.7.2011 kl. 00:35
Útvarp saga er áróðurstöð.Þeir sem hringja í "línan er laus" reka áróður.Líka þau sem eru með sjálfstæða þætti.Eiríkur Stefánsson er einn af áróðursmönnunum.Hann hefur rekið meðal annars áróður með og síðan á móti Frjálslyndaflokknum og Samfylkingunni og líka hinum flokkunum.Mér sínist að Frjálslyndiflokkurinn hafi farið einna verst út úr áróðrinum sem rekin er gegn"fjórflokknum" á Útvarp Sögu.Að það sé viljandi gert held ég ekki, enda Frjálslyndiflokkurinn ekki einn af fjórflokknum.Engin spurning er að Eiríkur Stefánsson er aðaldrifjöðurinn í hlustun á Útvarp Sögu, og vinnur kauplaust eftir því sem ég best veit.Engu skiptir þótt hann nafngreini þá sem hann telur þjófa og glæpamenn.Undirritaður er einn af þeim sem Eiríkur eyddi 20 mínútum í fyrir5 árum á Útvarpi Sögu.Hann kallaði mig ítrekað þjóf og glæpamann, nafngreindi mig með búsetu.En ég hef sjaldan skemmt mér betur, og fékk diskinn hjá Arnþrúði og spila hann annað slagið fyrir gesti og gangandi mér til skemmtunar.En það er kannski rétt að ég segi frá því að ég er með hreint sakavottorð og hef alltaf verið,en Eiríkur Stefánsson hefur fengið 6 mánaða fangelsisdóma fyrir hegningarlagabrot og fengið 80 þúsund króna sekt í Hæstarétti fyrir að..........Ég segi ekki meira.
Sigurgeir Jónsson, 10.7.2011 kl. 08:25
Vonandi sendir Eiríkur mér tóninn í næsta þætti sínum, mér finnst hann eitthvað vera farinn að dofna kallinn.En hann hefur reyndar sagt að hann skjóti ekki á smáfugla, svo kanski fæ ég enga skemmtun.
Sigurgeir Jónsson, 10.7.2011 kl. 08:40
Án Útvarps sögu, væri búið að heilaþvo þjóðina gjörsamlega,samanber skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis, um fréttastofu RUV, sem brást algjörlega í aðdraganda hrunsins,þannig að almennigur í þessu landi hafði ekki hugmynd um það sem var að ske í fjármálageiranum, stóð síðan uppi algjörlega varnarlaus, og án allra varna.
Þessi nauðungaráskrift að RUV er algjörlega óþolandi, og með öllu óskyljanlegt, að hann standist samkeppnislög.
Jón Ólafs (IP-tala skráð) 10.7.2011 kl. 20:41
"Hver hlustar á Útvarp Sögu? Ég gafst upp fyrir mörgum árum."
Þannig spyr jkr hér í athugasemd #17. Tvær hlustendakannanir frá sitt hvoru fyrirtækinu hafa með stuttu millibili leitt í ljós að ÚS er með mikla hlustun. Hún kemur þéttingsfast á hæla rásar 2 og Bylgjunnar. Er ein af þremur vinsælustu útvarpsstöðvum landsins.
ÚS er að standa sig. Það skiptir miklu máli að almenningur geti tjáð sig í símatímum. Þarna skiptist fólk á skoðunum og umræða er oft fjörleg. Líka um starfsmannamál.
Það er iðulega gaman að hlusta á ÚS.
Jens Guð, 10.7.2011 kl. 23:07
Hvernig er það hægt að þvinga nauðungaráskrift RUV upp á fólk sem hlustar og horfir, eingöngu á aðra miðla.
Ég bara spyr, hvaða mannréttindi eru þetta, og hvar er samkeppniseftirlitið.
Jón Sig. (IP-tala skráð) 10.7.2011 kl. 23:27
Grunnforsenda einræðis er að stýra fjölmiðlum. Útvarp Saga er ekki fullkominn, sem betur fer kannski. VOnandi tekst að tryggja tilvist hennar.
Haraldur Baldursson, 12.7.2011 kl. 17:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.