Leita í fréttum mbl.is

Hver Skagfirðingur fengi um 5 milljónir króna frá Landsbankanum

Ríkisstjórn Vg og Samfylkingar sem gaf sig út fyrir að vera stjórn breytinga og velferðar almennings hefur heldur betur gert í brækurnar.  

Í stað þess að beita sér fyrir grundvallarendurskoðun og breytingum á þeim kerfum sem orsökuðu hrunið hefur vinna stjórnarliða farið í að tjasla þeim saman.  Handbendi ríkisstjórnarinnar í Landsbanka Íslands eru á fullri ferð að endurreisa fallna stórleikara hrunsins, með gríðarlegum afskriftum t.d. af lánum Magnúsar Kristinssonar þyrlu- og útgerðarmanns í Eyjum og Guðmundar Kristjánssonar í Brimi.  Það er kaldhæðnislegt að kálfarnir sem að ríkisstjórnin endurreisti skuli síðan launa velgjörðarmönnum sínum, með hörðum og óvægnum áróðri gegn almannahagsmunum og ríkisstjórninni.

Það er umhugsunarvert að ef að þær afskriftir sem að Guðmundur Kristjánsson í Brimi hefðu skipst jafnt á alla íbúa Sveitarfélagsins Skagafjarðar en ekki á Guðmund Kristjánsson einan, þá hefði hver og einn Skagfirðingur fengið frá Landsbankanum um fimm milljónir króna. Það hefði nú verið dágóð búbót fyrir fjögurra manna skagfirska fjölskyldu að fá hátt í tuttugu milljónir króna frá Landsbankanum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sigurjón !

Hvers vegna nefnir þú ekki öll fyrirtækin sem búið er að afskrifa hjá og afhenda aftur til þeirra sem settu fyrirtækin á hausinn ?

Hvers vegna er ekki til regla í þessu landi, þar sem sá sem fór með fyrirtæki í þrot má ekki eiga fyrirtæki næstu tíu árin ?

Öll olíufyrirtækin tryggingarfyrittækin, bílaumboðin, sjávarútvegsfyrirtækin, matvöruverslanir, byggingarvörufyrirtæki og svona væri hægt að halda áfram !

Eru allir í klíkuklúbbum til að viðhalda sérhagsmunum ???

JR (IP-tala skráð) 3.7.2011 kl. 21:41

2 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Það er rétt JR, það þarf að birta þessar upplýsingar skilmerkilega og gera grein fyrir þeim skilmerkilega og koma á heiðarlegum leikreglum.

Sigurjón Þórðarson, 3.7.2011 kl. 22:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband