22.6.2011 | 19:58
Hver er þessi Gunnar Haraldsson hagfræðingur OECD?
Margir furða sig á því hvers vegna í ósköpunum Efnahags og framfarastofnun Evrópu, OECD hafi stutt áframhaldandi mismunun og mannréttindabrot í undirstöðuatvinnugrein landsmanna og vitnað eingöngu í vitleysisútreikninga Daða Más Kristóferssonar og Ragnars Árnasonar. Eflaust er ástæðan fyrir því sú að einn af höfundum skýrslunnar er Gunnar Haraldsson hagfræðingur.
Gunnar Haraldsson fyrrum stjórnarformaður FME, var um áratugaskeið samverkamaður Ragnars Árnasonar prófessors og eiga þeir sameiginlega "heiðurinn" eða réttara sagt sökina á skýrslunni, Þjóðhagsleg áhrif alfareglunnar. Umrædd aflaregla er hornsteinn reiknisfiskifræðinnar sem gengur í megin dráttum út á að veiða minna, til að geta veitt meira seinna og veiða fast ákveðið hlutfall af veiðistofni. Frá því að aflareglan var tekin upp hefur botnfiskafli dregist saman frá því sem áður var. Þrátt fyrir gífurlegan samdrátt í veiðum þá er ekkert lát á því að fylgismenn reiknisfiskifræðinnar berji hausnum við steininn og haldi áfram að boða orðið sem gengur þvert á viðtekna vistfræði. Framangreind skýrsla um þjóðhagsleg áhrif alfareglunnar var engin undantekning á því. Í henni er því haldið fram að árangur hafi náðst, en herða þyrfti á niðurskurði á veiðum og hætta um skeið þorskveiðum. Það er engin spurning í mínum huga að umræddar aðferðir eru fyrir löngu fullreyndar enda ganga þær í berhögg við viðtekna líffræði. Þær munu einfaldlega ekki ganga upp.
Annars er merkilegt að fylgjast með framgöngu RÚV í umfjöllun um fiskveiðikafla í skýrslu OECD. Þáttarstjórnendum í Síðdegisþætti þjóðarútvarpsins fannst við hæfi, að fá hlutlæga og fræðilega umfjöllun hjá Friðriki Má Baldurssyni, prófessor við HR.
Í umfjöllun RÚV var sleppt að taka það fram að sá hlutlausi Friðrik Már Baldursson sat í þeirri nefnd sem ákvað að taka upp umrædda aflareglu, sem reynst hefur svo ákaflega illa. Hann var jafnframt fenginn sem varaformaður í nefnd sem hafði það að hlutverk að endurskoða eigin aflareglu, þegar ljóst var að vonir um aukinn afla höfðu brostið. Einnig var hlaupið yfir þá staðreynd að Friðrik Már Baldursson, stjórnarformaður Hafró, skrifaði vafasama skýrslu ásamt Portes sem kostuð var af hrunaliðinu. Niðurstaða skýrslunnar sem kom út skömmu fyrir algjört hrun fjármálakerfisins ,var sú að íslensku bankarnir stæðu traustum fótum! Þess ber að geta að á sama tíma og Friðrik Már skrifaði skýrsluna sem olli þjóðarbúinu ómældum skaða, þá gegndi hann stöðu prófessors við HÍ með fulltingi Kaupþings, eins og það var orðað.
Mér finnst sem að bitur reynslan ætti að kenna þjóðinni að nóg sé komið af því að hagfræðingar séu að reikna út vöxt og viðgang dýrastofna, jafnvel áratugi fram í tímann. Sömuleiðis þá er tímabært að fá til ráðgjafar aðra en þá sem hafa haft rangt fyrir sér.
Það er orðið tímabært að RÚV og aðrir fjölmiðlar hleypi að í umræðunni, gagnrýnum viðhorfum sem byggja á viðtekinni vistfræði.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:05 | Facebook
Bloggvinir
- Helga Þórðardóttir
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Jens Guð
- Hallgrímur Guðmundsson
- Ásta Hafberg S.
- Jóhann Elíasson
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Óskar Helgi Helgason
- Georg Eiður Arnarson
- Óskar Þorkelsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Hallur Magnússon
- Sigurður Þórðarson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Katrín
- Þarfagreinir
- Samtök sjálfstæðra í sjávarútvegi
- Frjálslyndi flokkurinn í Eyjafirði
- Hallgrímur Óli Helgason
- Jón Kristjánsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Jón Valur Jensson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Kjartan Eggertsson
- Halla Rut
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Grétar Pétur Geirsson
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- J. Einar Valur Bjarnason Maack
- ragnar bergsson
- Bjarni Harðarson
- Rannveig Þorvaldsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Eiríkur Guðmundsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- erlahlyns.blogspot.com
- Agný
- Guðjón Ólafsson
- Einar Ben
- Jón Aðalsteinn Jónsson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Ólafur Ragnarsson
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Ólafur Björn Ólafsson
- Halldór Jónsson
- Elvar Atli Konráðsson
- Kristján H Theódórsson
- Guðjón Sigþór Jensson
- Helgi Már Barðason
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Víðir Benediktsson
- Valgerður Sigurðardóttir
- Jens Sigurjónsson
- Vestfirðir
- Sigurður Ásbjörnsson
- Jón Magnússon
- Viðar Friðgeirsson
- Axel Jóhannes Yngvason
- Svava S. Steinars
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Quackmore
- Árni "Gamli" Einarsson
- Haukur Már Helgason
- Þóra Guðmundsdóttir
- Heiða Þórðar
- Steingrímur Ólafsson
- Vefritid
- Ársæll Níelsson
- S. Einar Sigurðsson
- Rannveig H
- Gísli Gíslason
- Bjarni Kjartansson
- Steingrímur Helgason
- Fiðrildi
- Baldur Fjölnisson
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Linda Lea Bogadóttir
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Hanna
- Sverrir Stormsker
- Ottó Marvin Gunnarsson
- gudni.is
- Einar Vignir Einarsson
- Hákon Unnar Seljan Jóhannsson
- Valgerður Halldórsdóttir
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Jóhann Kristjánsson
- Oddur Helgi Halldórsson
- Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
- María Harðardóttir og Þorsteinn Narfason
- Grétar Rögnvarsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Róbert Guðmundur Schmidt
- Steinn Hafliðason
- Landssamband ungra frjálslyndra
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Þórir Aðalsteinsson
- Vilborg Traustadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Sævar Einarsson
- Ketilás
- Ómar Pétursson
- Eyþór Grétar Grétarsson
- FF
- Jón Þór Bjarnason
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Árnason
- Alexander Kristófer Gústafsson
- Róbert Tómasson
- Landvernd
- ThoR-E
- Haraldur Baldursson
- Sigurður Jón Hreinsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- busblog.is
- Sigríður Inga Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Svanhildur Karlsdóttir
- Gísli Birgir Ómarsson
- Árni Árnason
- Grétar Mar Jónsson
- Perla
- Ingunn Guðnadóttir
- Irma Þöll
- Skattborgari
- Gulli litli
- Jón Snæbjörnsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Sigríður Elfa Eyjólfsdóttir
- Mál 214
- Bullukolla
- kreppukallinn
- hreinsamviska
- Arinbjörn Kúld
- Orgar
- Guðjón Baldursson
- Gunnar Þór Gunnarsson
- Hörður B Hjartarson
- Gunnar Björn Björnsson
- Haraldur Hansson
- Þórólfur S. Finnsson
- Birna Steingrímsdóttir
- Gestur Guðjónsson
- Jónas Rafnar Ingason
- Stríða
- Götusmiðjan
- Brynja skordal
- Haraldur Bjarnason
- Guðmundur Óli Scheving
- Ásta
- Markús frá Djúpalæk
- Jörundur Garðarsson
- MIS
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Björn Júlíus Grímsson
- S Kristján Ingimarsson
- Bryndís Haraldsdóttir
- Þórður Björn Sigurðsson
- Magnús Kristjánsson
- Bergur Sigurðsson
- Guðrún Ólafía Brynleifsdóttir
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Ólafía Herborg Jóhannsdóttir
- Heimssýn
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Óskar Arnórsson
- Sigurbjörn Svavarsson
- Árni Davíðsson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Árelíus Örn Þórðarson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- L.i.ú.
- Rafn Gíslason
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Samtök Fullveldissinna
- Vaktin
- Arnar Guðmundsson
- Lárus Baldursson
- Sveinn Elías Hansson
- Þórarinn Baldursson
- Kjartan Magnússon
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Berglind Steinsdóttir
- Bjarney Vigdís Ingimundardóttir
- BJÖRK
- Björn Emilsson
- Dagný
- Dominus Sanctus.
- Friðgeir Sveinsson
- Guðmundur Ásgeirsson
- Guðmundur Pálsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Högni Snær Hauksson
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Jón Þórhallsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ragnar Stefán Rögnvaldsson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Ingólfsson
- Stefán Júlíusson
- Sumarliði Einar Daðason
- Sveinn Björnsson
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Úrsúla Jünemann
- Valdimar H Jóhannesson
Tenglar
Mínir tenglar
- Losnað við pestina Þetta hefur reynst mér vel við að losna við allar pestir þá 5 mánuði sem ég hef reynt immiflexið
- Ginseng Hér fæ ég kraftinn
- Frjálslyndi flokkurinn Vill breyta kvótakerfinu
- Ungmennasamband Skagafjarðar Ég er formaður
- Hér kaupi ég tölvudótið Ódýrt og gott
Sjávarútvegsmál
- Hafró Stofnunin þar sem ákveðið er hversu mikið má veiða
- Landssamband íslenskra útvegsmanna LÍÚ
- Landssamband smábátaeigenda LS
- Jörgen Niclasen Formaður Fólkaflokksins í Færeyjum
- Helgi Áss Grétarsson Sérfræðingur í HÍ á vegum LÍÚ
Fréttamiðlar
- Al Jazeera Gefur Bandaríkjamönnum engin grið
- BBC BBC
- Börsen Dönsk fjármálasíða
- Seðlabankinn Musteri Davíðs
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.11.): 3
- Sl. sólarhring: 140
- Sl. viku: 1430
- Frá upphafi: 1013021
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 1270
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Janúar 2024
- Apríl 2023
- Október 2022
- Október 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Janúar 2019
- Apríl 2018
- Desember 2017
- Október 2016
- Ágúst 2016
- Janúar 2016
- Nóvember 2015
- Nóvember 2014
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Desember 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Athugasemdir
Já!
Stjórnarformaður FME. Það var einmitt sú eftirlitsstofnun sem hefur algerlega brugðist því hlutverki sínu - fyrr og nú - að stöðva veðsvikin í veðsetningu aflaheimilda sbr þessi lög:
Lög ...1997 nr. 75 28. maí - 3.gr. liður
3. gr. Heimild til veðsetningar.
4. Eigi er heimilt að veðsetja réttindi til nýtingar í atvinnurekstri, sem skráð eru opinberri skráningu á tiltekið fjárverðmæti og stjórnvöld úthluta lögum samkvæmt, t.d. aflahlutdeild fiskiskips og greiðslumark bújarðar.
Fyrrverandi stjórnamaður FME, Gunnar Haraldsson virðist þurfa að svara opinberlega fyrir það - hvers vegna hann horfði fram hjá lögbroti (veðsvikum?) um veðsetningar á aflaheimildum - þegar það er stranglega bannað skv lögum um samningsveð.
Ragnar Árnason og Friðrik Már Baldursson ættu svo að svara fyrir það sama - en báðir hafa opinberlega stutt - og hvatt til þessara ólöglegu veðsetninga.
Hvers vegna? Hvers vegna ráðleggja menn í svona stöðum - lögbrot?
Kristinn Pétursson, 22.6.2011 kl. 20:26
Flott að þú skyldir komast að þessu Sigurjón. Þarf endilega að ná þeim í einn dilk þessum HAG-Álfum Kvótapúkans.
Er ekki nauðsynlegt að fá "alvöru" hagfræðinga til að meta kennsluefnið sem boðið er uppá í Hagfráðideild H.I.?
Einokun?
Kvótastýringar?
Hugtakið "kvóti" jafnast á við skýra gull í veðsetningum bankanna?
Eitthvað gengur ekki upp í þessu.
Það er áfellisdómur yfir fjölmiðlum Íslands að geta ekki hafið sig uppúr vísvitandi hagsmunagæslu og gera öllum skoðunum jafn hátt undir höfði. Nú er umræðan um fiskveiðistjórnina í algleymingi og þeir nota sér ekki það tækifæri til að kynda undir umræðuna og halda henni á jafnréttis grunni. Heldur er áróðurinn étinn upp og honum fylgt eftir eins og um hinn eina sannleika sé að ræða.
Fréttablaðið með Ólaf Stephensen eins og gálu á götu horni að væla eftir auglýsingatekjum útgerðartengdra fyrirtækja. Ólafur hefur ekki hundsvit á sjávarútvegi en er alveg sama þótt hann geri sig að fífli nánast alltaf þegar hann opnar munninn sjávarútveg. Lepur bara óþynnta velluna úr HAGÁlfum LÍÚ.
Ólafur Örn Jónsson, 22.6.2011 kl. 20:33
HAG-Álfar Kvótapúkans...
Kristinn Pétursson, 22.6.2011 kl. 20:39
Athyglisverðar þessar síðustu blogggreinar þínar um áróður, háslólamafíuna og algjöra þöggun fjölmiðla.
Hvað varð um stórfréttina þar sem Hafró viðurkenndi að fæðuskortur hefði staðið þorskinum fyrir þrifum frá 1995?
Eitt viðtal við mig í Mogga og Rúv. Punktur basta. Skrúfað fyrir umræðuna og Hafró ekki spurð neins, utan Óla K, sem sagði að við værum að veiða matinn frá þorskinum!
Var það ekki gert skv. ráðgjöf HaHaHafró?
Enginn spyr neins.
Jón Kristjánsson, 22.6.2011 kl. 22:27
Jón, það er engu líkara en að fjölmiðlarnir og hagfræðigengið vilji fara í samstöðusvelti með þorskinum.
Sigurjón Þórðarson, 22.6.2011 kl. 22:36
Við veiddum auðvitað matinn frá þorskinum!
Og s.kv. ráðleggingum Hafró.
Ja, hvur fjandinn!
Þetta megum við ekki gera aftur.
Árni Gunnarsson, 22.6.2011 kl. 22:42
Það er skortur á sandsíli - ungloðnu o.s.frv.
Enginn fiskiskip eru að sandsíli og smáloðnu. Þetta ættu allir að vita. Loðna er bara veidd síðustu vikurnaraf 4 árum.... og drepst eftir hrygningu.
ÓKP (Ólafs Karvels Pálssonar fiskifræðings Dr. í fæðunámi þorsks)
ÓKP (Ólafur Karvel Pálsson - doktor í fæðunámi þorsks) gerði faglega skýrslu-... en virðist svo aftur hafa "hrokkið í baklás" (asnalegt viðtal við ÓKP í RÚV) og er þá farinn að plata aftur ( eftir fyrirmælum?).
Ó KG sem sagt "kom aðeins út úr skápnum hjá ofstjórnarmafíunni" Hjá Hafró - en einhver þar innandyra virðist hafa "smassað" hurðinni á hann aftur.... skýrsla ÓKP um fallandi vaxtarhraða smáþorsks - frá 1995 - virðist ekki henta "mafíunni"
Kjarni málsins virðist sá - að það virðist hafa verið ofbeit í fæðustöðvum smáþorsks, alla vega frá 1995..... ef vitna má í skýrsluna
Þetta hefur ítrekað komið fram í "beinni útsendingu" hjá sjófuglum landsins sem hafa það skítt - nema í Grímsey.
Skipulögð "sveltistefna" (hugsanlega ómeðvitað hjá ráðgjöfum) virðist þannig fella vaxtarhraða - og nú....
...vera að "pressa" alla fiskistofna "norður og niður" - leita að fæðu norðar - og flýja í kaldari sjó - norðar reyna þannig að hægja á eigin brennslu - (leita í kaldari sjó) vegna fæðuskorts.
Svo bætist makríllinn við og flýr vanveiðina (fæðuskort) á hefðbundnum miðum sínum - sunnar - "pressast" norðar og bætist með sem samkeppnisaðili í fæðu á Íslandsmiðum.
Ef makrílstofninn er 10 millj Tn (ekki ólíklegt) þarf sá stofn að éta a.m.k. 70 milljónir tonn af fæðu á ári....
Sem sagt - enginn með heildaryfirsýn - yfir líklega ofbeit á flestum fiskimiðum í N-Altanshafi - nema í Barentshafi - en þar fóru menn að veiða þorsk árið - eins og áður reyndist best - og það virkar..
Stórþorskur étur svo 35% smáþorsk skv rannsóknum ÓKP - og nú er þessi "uppbyggði" stórþorskur á Íslandsmiðum að því... 100 þúsuns tonn stækkun á stofni stórþorsks... þarf því að éta 245 þúsund tonn af smá þorski árlega - (skv rannsóknum ÓKP) svo.... er þetta rétt stefna að veiða ekki meira af þessum stærri þorski- fullur Breiðafjörður í vor.... kemur þessifiskaur aftur?? Hver veit það?
Gallinn er sá - að það veit enginn hvort þessi stórþorskur kom frá Grænlandi - fer aftur til Grænlands - eða hvort hann sést nokkurn tíman aftur....
Sem sagt: Betri er einn fugl í hendi - en tveir í skógi
Kristinn Pétursson, 23.6.2011 kl. 07:36
Skýrsla ÓKP http://www.hafro.is/undir.php?ID=19&nanar=1REF=3&fID=12368
Kristinn Pétursson, 23.6.2011 kl. 07:37
Hugsa sér gera allar þessu flottu rannsóknir og skýrlsur og svo er bara bullað með úthlutanir.
Með öllu þessu eftirliti á að vera hægt að stjórna sókninni eftir ástandi hverju sinni og jafnvel beina sókninni. Hugsa sér tækifærin ef þessari vitneskju yrði beitt að skynsemi?
Ef við færum að nýta miðin og taka fiskinn hefðum við efni á að hafa skipið úti allt árið með starfsmönnum um borð vinnandi að upplýsingaröflun. Vera stanslaust í beinum tengslum við skipin á miðunum.
Online aflabækur skipanna uppfærðar einu sinni á dag. (trúnaðarmál) en nýttust til ástands upplýsinga. Hver stjórnar þessari stofnun? Sennilega ekki Hafró.
Ólafur Örn Jónsson, 23.6.2011 kl. 08:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.