Leita í fréttum mbl.is

Ofveiði kjaftæðið

Almenn skynsemi segir að fiskistofn sem glímir við viðvarandi fæðuskort geti ekki verið ofveiddur. Það rekst greinilega hvað á annars horn í ráðgjöf reiknisfiskifræðinnar, eins og komið hefur fram í fyrri "þáttum". 

Það sætir furðu stjórnvöld taki ekki til endurskoðunar grunnforsendur fiskveiðistjórnunarkerfisins þegar augljóst er að dæmið gengur alls ekki upp. Stöðugt er klifað á því að veiða skuli minna til að hægt sé að veiða mun meira seinna en þetta seinna hefur ekki enn komið og enn er beðið!

Skýrsla hagfræðinganna um hagræn áhrif á frumvarps ríkisstjórnarinnar  um breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu er byggð á sandi barnalegrar reiknisfiskifræði. Á blaðsíður 15 á mynd R. 1. í skýrslunni, kemur fram sú trú að hægt sé reikna út ákveðna sókn þar sem bæði er hægt fá hámarks hagnað og jafnstöðuafla til framtíðar litið. Allir sem hafa eitthvað velt fyrir sér náttúrulegum sveiflum í villtum dýrastofnum ættu að sá að þetta er hrein og tær della. Ekki gengur vel að áætla stærð stofna sem ekki eru veiddir s.s. sandsílisins, geitungastofnsins, kríunnar og svona má lengi telja. Ekki er heldur á vísan að róa með laxveiði þó svo nokkuð sé vitað um fjölda gönguseiða og að laxinn sé ekki veiddur í sjó. 

Það felast gríðarlegir möguleikar í því að taka kerfið til rækilegrar endurskoðunar.

 

 


mbl.is Þorskurinn hefur minna að éta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jón Kristjánsson, sem er eini fiskifræðingurinn sem þorir að hafa skoðun á Íslandi, er búinn að segja okkur þetta í áratugi. Hafi hann þökk fyrir. Hinir þegja til að halda vinnunni þótt þeir viti betur. Það er líka í takt við þetta allt að þegar einn stærsti fæðuflokkurinn er tekinn frá þorsknum, þá fer hann að éta hvað sem er annað, svo sem eins og eigin afkvæmi. Þorskstofninn fór að hrynja þegar hinar ofboðslegu loðnuveiðar hófust. Til að ná einhverju viti í fiskveiðar okkar er ekki nóg að brjóta upp kvótakerfið, það þarf að friða loðnuna líka og reka togveiðiskipin stóru út úr landhelginni. Þá verður einfaldlega hægt að gefa fiskveiðar frjálsar og þar með verða þær sjálfbærar.

Bensi (IP-tala skráð) 21.6.2011 kl. 10:10

2 Smámynd: Fannar frá Rifi

Það hefur verið offveiði Sigurjón minn. Enn líklega var hún mest á fæðu þorsksins og undirstöðu lífkeðju hafsins við Íslands, þe. Loðnunni. Hvernig á þorskstofninn að stækka og hryggningin að braggast þegar þorskurinn sem þú vilt veiða meira af hefur ekki nóg að eta?

Þessi speki ykkar frjálslyndra um að "taka meira af þá bætist meira við" virkar ekki. því ef svo væri þá ætti að væra hægt að ganga á þurrum fótum yfir hafið frá Reykjavík til Arnarstapa því loðnustofninn hefur verið vel grisjaður til að rýmka fyrir nýjum á leið upp. eða á þessi speki bara við um þorskinn og enga aðra tegund?

Fannar frá Rifi, 24.6.2011 kl. 01:34

3 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Það  er alltaf vel þegið að fá kennslu og ábendingar í líffræði og jafnvel frá sérfræðingi málefnum Afríku.

Ég held reyndar að þú hafir eitthvað misskilið málflutning minn og vonandi er það ekki viljandi - það sem ég hef bent á er að það geti ekki verið um ofveiði úr fiskistofni að ræða ef að vöxtur er við sögulegt lágmark. Það að draga úr veiðum á þorski þegar svo er, er hreinn fávitagangur.

Sigurjón Þórðarson, 24.6.2011 kl. 13:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband