Leita ķ fréttum mbl.is

Skżrsla hagfręšinganna sżnir berlega tjón nśverandi kvótakerfis

Ekki veršur sagt um žį hagfręšinga sem geršu umtalaša śttekt į frumvarpi rķkisstjórnar Jóhönnu Siguršardóttur į breytingum į kvótakerfinu, aš žeir séu vandir aš viršingu sinni, žegar kemur aš umfjöllun um sjįvarśtvegsmįl. Nżlega tók helmingur hópsins žįtt ķ žvķ aš gera skżrslu sem męlti į móti žvķ aš frjįls markašur fengi aš rįša fiskverši.  Ķ staš žess var fundinn furšulegur rökstušningur ķ löngu mįli fyrir tvöfaldri veršlagningu, žar sem įkvešnum ašilum var gefinn kostur į aš fį fiskinn inn til vinnslu į tugum prósenta  lęgra verši en samkeppnisašilum!  Umrędd skżrsla er Hįskóla Ķslands til hįborinnar skammar og veršur örugglega skżrš žegar fram lķša stundir sem ein af eftirhretum hrunsins.

Nśna hefur nįnast sami hópur hagfręšinga skilaš af sér nżrri skżrslu žar sem žeir vitna bęši mikiš og oft ķ sjįlfa sig og sömuleišis ęšsta prest reiknisfiskihagfręšinnar  Ragnar Įrnason og hlaupiš yfir alla hagfręšilega gagnrżni.  Helsta nišurstaša hópsins var aš ekki mętti hrófla viš kerfinu sem brżtur ķ bįga viš įlit Mannréttindanefndar Sameinušu žjóšanna!

Engu aš sķšur žį kemur fram ķ skżrslunni aš višurkennt er aš brottkast sé višvarandi vandamįl og aš botnfiskafli hafi dregist gķfurlega saman frį žvķ aš kvótakerfiš var tekiš upp. Eitt af höfušmarkmišum kerfisins var aš tryggja stöšugan 550 žśsund tonna žorskaafla en nś er svo komiš aš samanlagšur botnfiskafli allra tegunda er vel į annaš hundraš žśsund tonnum minni afli en įętlaš var aš žorskstofninn einn myndi standa undir!

Kerfiš er hefur greinilega brugšist og er žess aš vęnta aš rannsóknarblašamenn sżni žessari stašreynd athygli og žį sérstaklega blašamenn Morgunblašsins sem sżnt hafa mįlefnum sjįvarśtvegsins veršskuldašan įhuga. Aš vķsu hefur umfjöllun Morgunblašsins veriš litašašur af skammtķma sjónarmišum eigenda sinna en til lengri tķma litiš er forsenda žess aš įrangur nįist ķ greininni aš taka til endurskošunar grunnforsendur kvótakerfisins, sem greinilega eru ekki aš ganga upp.

 


mbl.is „Frumvarpiš fęr falleinkunn"
Tilkynna um óvišeigandi tengingu viš frétt

« Sķšasta fęrsla | Nęsta fęrsla »

Athugasemdir

1 Smįmynd: Siguršur Žóršarson

Nįnast allur žingheimur eru kvótasinnar og žeir panta hagfręšinga sem kunna į Exel og forrita žaš žannig aš viš blasir aš nišurstašan veršur alltaf śt ķ hött.

Siguršur Žóršarson, 19.6.2011 kl. 16:28

Bęta viš athugasemd

Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.

Bloggvinir

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband