Leita í fréttum mbl.is

Skemmdarverkið á Stöðvarfirði

Í sjónvarpsþættinum Landanum á RÚV í gærkvöldi var umfjöllun um nokkra listamenn sem létu sig dreyma um að aflagt fyrstihús á Stöðvarfirði, yrði að alþjóðlegum vinnubúðum listamanna og miðstöð hönnunar og skapandi hugsunar. Umrætt frystihús var í fullum rekstri þar til fyrir örfáum árum en Samherji ákvað að hætta vinnslu þar þrátt fyrir fögur fyrirheit um að efla ætti alla starfemi.

Þegar húsnæðinu var lokað þá voru öll tæki og tól rifin með þeim hætti út úr húsnæðinu að nánast var útilokað fyrir nýja aðila að hefja fiskvinnslu á ný. Á máli listamannanna í Landanum mátti vel greina undrun á slæmu ástandi húsnæðisins - en þær eiga sínar skýringar.

Umhugsunarvert er að þeir sem skildu svona við Stöðvarfjörð eru sömu aðilar sem gera hróp að örlitlum breytingum á kvótakerfinu sem opna á mjög takmarkaðar handfæraveiðar, og kalla breytingarnar skemmdarverk! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

Og þetta er umgengnin um auðugustu fiskimiði heims,

160.000 þorskur, 50.ooo ýsa, 50.000 karfi, 50.000 ufsi.

Aðalsteinn Agnarsson, 13.6.2011 kl. 12:57

2 Smámynd: Elfar Logi Hannesson

svona er þetta víða um landið, en þó gott að húsin fái tilgang aftur og gott ef listin er bara ekki okkar næsti ,,fiskur". Hér á Ísó erum við einmitt buinn að koma upp Listakaupstað í gamla Norðurtanga. Matvælaiðjan á Bíldudal hefur einnig fengið nýtt hlutverk hýsir nú Skrímslasetrið

Elfar Logi Hannesson, 13.6.2011 kl. 13:53

3 identicon

Það er svo til háborinnar skammar hvernig var farið með frystihúsið á Stöðvarfirði.Það er ótrúlegt hvernig Samherji hefur fengið að ganga hér um landið og rústa heilu byggðarlögunum.Ég er með myndir innan úr húsinu sem mig blóðlangar til að koma fyrir almannasjónir til að sýna fólki hvernig þetta lið vinnur .Þeir eyðilögðu húsið .

Fríða Einars (IP-tala skráð) 13.6.2011 kl. 16:41

4 identicon

Þeir Samherjamenn lofuðu gulli og grænum skógum hér fyrir nokkrum árum og Stöðfirðingar brostu hringinn yfir því að vera svo "heppnir" að fá Samherja í samkrull með okkur hvað fiskvinnsluna varðar.. Framtíðin virtist björt, jafnvel bjartari en oft áður - það voru keyptar nýjar græjur í húsið en svo allt í einu þá rífa þeir vonina úr hjörtum okkar allra - símtalið er komið, Kambaröstin, sem við Stöðfirðingar allir berum afar hlýjar tilfinningar til, hefur verið selt til Afríku,  skipið er á leið í land, veiðarfærum skal hent á bryggjuna og af stað skal haldið strax niður í nýja heimahöfn. Ég persónulega mun ALDREI fyrirgefa þeim hvernig þeir fóru með yndislegan stað sem fólkið mitt byggir. Þeir eyðilögðu staðinn af þeim fádæma kulda sem einkennir þeirra starfshætti - þeim er andskotans sama um allt og alla, eina sem þeir hugsa um er þeirra eigið rassgat og hversu miklum peningum þeir geta troðið inná sig, sama hver fórnarkostnaðurinn verður - jafnvel lífsviðurværi tuga manna og kvenna... Bara sviðin jörð eftir bakteríuna Samherja!!!   Fríða, skora á þig að setja myndir af stað á netið...það má alveg leyfa fólki að sjá hvernig þeir skyldu við húsið!!!

kristín Hávarðsdóttir (IP-tala skráð) 13.6.2011 kl. 18:24

5 Smámynd: Daði Hrafnkelsson

Ég væri til í að sjá þessar myndir,,,,

Svona er þetta heima líka, við hliðina,, á Breiðdalsvík,,,

Daði Hrafnkelsson, 13.6.2011 kl. 18:54

6 identicon

Þetta er sorglegt, ekki sízt í því ljósi að skipulega er verið að knésetja landbyggðina og rýja hana sínum möguleikum. Auðvitað er listin verðug en hana skortir fólk fremur en hús.

lydurarnason (IP-tala skráð) 13.6.2011 kl. 22:41

7 Smámynd: Elfar Logi Hannesson

já það er alveg rétt stjórnvöld hafa lítinn áhuga á landsbyggðinni og ef eitthvað hefur einstefnan verið enn meiri á höfuðborgarsvæðið. Einsog maðurinn sagði leikhús er ekki hús heldur fólkið og á landsbyggðinni er mikið af talenteruðu fólki í listinni og gott að geta nýtt þó þessi hús til listauka, þó vissulega væri líka gott að geta haft þar fiskvinnslu

Elfar Logi Hannesson, 13.6.2011 kl. 23:26

8 identicon

Ég vann í frystihúsinu á Stöðvarfirði þegar tilkynnt var að Samherji væri búin að kaupa .Þetta er ekki alveg svona eins og Kristínsegir að allir hafi verið sáttir .það voru aðeins sveitarstjórnarmenn sem voru kátir.Fólkið sem vann í húsinu var hrætt og lét það í ljós á þessum fundi.En þá var það sakað um svartsýni .Sú svartsýni reyndist því miður á rökum reyst.Menn þekktu vinnubrögð Samherja.En þegar þeir fóru af staðnumn og skyldu allt eftir í rjúkandi rúst þá lofuðu þeir að setja 20 milljónir í einhverja atvinnusköpun á Stöðvarfirði .Það hafa þeir ekki staðið við.En mikið vildi ég óska þess að þeir styddu við bakið á Rósu og félögum hennar sem eru að reyna að koma af stað listasmiðju í húsinu .Þá kannski fengju þeir prik.En þar fyrir utan er óþolandi að Sjálfstæðismenn skuli berjast með kjafti og klóm fyrir þessa menn .Ég væri til í að leiða þá í gegn um frystihúsið heima og athuga hvernig þeim litist á eyðilegginguna.Þá kannski fer þetta fólk að hugsa .

Fríða Einars (IP-tala skráð) 14.6.2011 kl. 09:59

9 identicon

Hef heyrt að vélar og tæki (sem Samherji notar ekki )úr frystihúsinu ,sé í geymslu á Árskógsandi .Betra að liggja á því þar en að skilja það eftir ,svo það sé nú öruggt að húsinu verði ekki startað aftur sem fiskvinnslu .Mér þætti gaman að vita hvort þeir sem sátu sveitastjórn heima þegar Samherja var fært lifibrauð okkar ,skammist sín ?Örugglega ekki ,kenna bara öðrum um.

Fríða Einars (IP-tala skráð) 14.6.2011 kl. 12:22

10 identicon

Góð grein Sigurjón.

Samherji hefur skilið eftir gefin loforð víða um landið sem reyndust svo hjómið eitt. Því miður, því Þorsteinn er mikill baráttumaður og einarður í því sem hann gerir. Þessvegna er synd að hann skuli ekki geta staðið við gefin loforð.

Baldvin Baldvinsson (IP-tala skráð) 14.6.2011 kl. 12:52

11 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég skil það ósköp vel að Stöðfirðingar hafi verið hræddir.  Sagan úr mínum heimabæ var þarna að endurtaka sig.  Hafnarfjarðarbær ákvað að "selja" Bæjarútgerðina, ákveðið var að ganga til samninga við Samherja, því í þeirra tilboði fólst að byggja upp fiskvinnslu og útgerð í Hafnarfirði og gott ef ekki voru fyrirheit um það að gera þetta þannig úr garði að atvinna og útgerð þyrftu á margföldum þeim mannafla að halda, sem þá var til staðar í þessari atvinnugrein á staðnum.  En raunin varð önnur.  Fyrst var farið í það að ná skipunum til sín og þeim aflaheimildum sem þeim fylgdu.  Þegar því var lokið var smám saman DREGIÐ úr fiskvinnslu í Hafnarfirði þar til henni var alveg hætt.  Þeir frændur létu sig alveg hverfa til Akureyrar og gengu meira að segja svo langt að þeir hirtu allar ljósaperurnar úr frystihúsinu og skildu ekkert eftir nema húsin til að grotna niður og restina af sögunni þekkja allir.  Alls staðar sem Samherjamenn hafa komist með "krumlurnar" er skilin eftir "sviðin" jörð og byggðarlag i eytt  Dæmið á Stöðvarfirði er sérstaklega slæmt og svo VOGA þessir menn sér að segja að það fari hér allt á hliðina verði hreyft við kvótakerfinu.  HVER ER REYNSLA LANDSBYGGÐARINNAR AF KVÓTAKERFINU????

Jóhann Elíasson, 14.6.2011 kl. 14:39

12 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Þeir verða fangelsaðir áður en langt um líður.

Níels A. Ársælsson., 14.6.2011 kl. 17:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband