Leita í fréttum mbl.is

Furðulega einhliða umfjöllun

Það er merkilegur fjandi að ekki eru fengin fram gagnrýnin sjónarmið náttúrufræðinga á mjög svo umdeilda fiskveiðiráðgjöf.  Á sama tíma eru fjölmiðlar kjaftfullir af hagfræðingum að blaðra um efnahagsleg áhrif  fiskveiðiráðgjafarinnar.

Þeir fiskifræðingar og líffræðingar sem hafa leyft sér að kasta opinberlega rýrð á ráðgjöf sem skilar stöðugt færri sporðum land, hafa verið settir til hliðar í umræðunni. Þeirri aðferð er gjarnan beitt að fræðilegri gagnrýni er látin ósvarað og jafnvel látið í veðri vaka að um séu að ræða einhverjar öfgar eða vitleysa. 

Einn þeirra sem hefur mátt sætta þessari meðferð er Jón Kristjánsson fiskifræðingur sem hefur á síðustu áratugum haldið fram málefnalegri gagnrýni á ráðgjöf reiknisfiskifræðinnar sem hafði það upphaflega  markmið að skila árlega 550 þúsund tonna þorskafla. Ráðgjöfin nú hljóðar upp á 177 þúsund tonna þorskafla á næsta ári, sem er talsvert minni afli en veiddist árið 1914! Furðulegt er að hlusta á reiknisfiskifræðingana fullyrða um sé að ræða einhvern árang,  af vel lukkaðri nýtingarstefnu- Maður hlýtur að spyrja hvaða merkingu hugtakið árangursleysi hafi í kolli þeirra sem halda framangreindum öfugmælum óhikað fram.

Reynslan hefur sýnt að Jón Kristjánsson fiskifræðingur hefur haft rétt fyrir sér eins og sjá má á þessu viðtali sem tekið við hann fyrir 10 árum. 

 

     


mbl.is 420 milljóna samdráttur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Að tala um árangur þegar enn er verið að veiða um þriðjung af þvi sem stefnt var að er fáránlegt með öllu. Maður gæti grátið þegar maður sér þessa menn hrósa sér af því að skerða þorskveiði um 200-300 þús tonn á ári frá því sem var áður en byrjað var að hlusta á þessa fávita. Og hvað með ýsuna, 35 þús tonn??? Var ekki farið eftir ráðleggingum þar? Og afhverju hrundi þá stofninn? Og hvernig stendur á að það er hægt að auka veiði á löngu og keilu þrátt fyrir að það séu einu tegundirnar sem hafa verið ofveiddar miðað við þeirra eigin tillögur? Það stendur ekki steinn yfir steini í þessari stofnun. Steininn tekur þó út að menn geti hrósað sér af þessum "árangri". Þetta er heildarminnkun í aflamagni, enn einn legsteinninn í helfararstefnu Hafró. Og eru þeir legsteinar orðnir margir.

Höfum við efni á þessu lengur?

þórður Áskell Magnússon (IP-tala skráð) 8.6.2011 kl. 22:23

2 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Nei við höfum alls ekki þessari þvælu.

Sigurjón Þórðarson, 8.6.2011 kl. 22:39

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það er mikil þjóðarskömm að þessu fólki, og það þarf að setja það af sem fyrst.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.6.2011 kl. 11:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband