Leita í fréttum mbl.is

Jón Bjarnason verður að bregðast við með því að gefa út reglugerð

Oft heyrist það hjá ASÍ og SA að ríkisstjórnin eigi að koma hjólum atvinnulífsins af stað.  Óljóst er hins vegar hvað  það er nákvæmlega sem samtökin vilja að ríkisstjórnin eigi að gera til þess að smyrja hjóllin. Helst er að Vilhjálmur Egilsson segi það beint út og þá felst það í því, að ekki megi snerta við þeim kerfum sem orsökuðu hrunið s.s. kvótakerfinu í sjávarútvegi og jú að þjóðin borgi Icesave fyrir Tortólamennina í Landsbankanum.

Fréttir RÚV í hádeginu 20 mars, hermdu að það væri þvílík þorskgegnd á grunnslóðinni að grásleppukarlar væru að fá allt að 2 tonn af þorski í netin sín. Augljóst er að margir sjómenn eru í vandræðum með hvað hægt er að gera við þorskaflann.  Sumir neyðast eflaust til þess að henda þorskinum í sjóinn ,þar sem að ef þeir koma með hann í land, án þess að hafa yfir kvóta að ráða, þá verða þeir sviptir leyfi til grásleppuveiða.  Kvótakerfið hefur því sett harðduglega og heiðarlega sjómenn í mjög erfiða aðstöðu.  Hér er um gríðarleg verðmæti að ræða sem geta farið forgörðum, þar sem að það fæst rúm 300 þúsund krónur fyrir tonnið af þorskinum

Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra, hefur sýnt það á ferli sínum sem ráðherra að getur brugðist snarplega við válegum tíðindum s.s. við gosinu í Eyjafjallajökli. Hann gat víst skiljanlega lítið ráðið við gosið.  Nú er að sjá hvort að hvort að Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra bregðist við þessum tíðindum af þorskgegndinni, sem hann getur svo  auðveldlega gert með því einu að gefa út reglugerð sem heimilar mönnum að landa þeim afla sem veiddur er með lögmætum hætti í grásleppunetin.

Með tilslökun á höftum væru hjól atvinnulífsins svo sannarlega smurð með hundruð milljóna króna aukningu í erlendri gjaldeyristekjum fyrir þjóðarbúið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

Hann ætti að gefa  frjálsar handfæraveiðar í leiðinni,

þá leysti hann fjárhags, byggða, fátæktar og atvinnuvanda Íslands,

eftir hverju er maðurinn að bíða ?

Aðalsteinn Agnarsson, 20.3.2011 kl. 22:33

2 identicon

Fiski er hent lestu bara sax verð tli báts er nær 350 þús

gæti farið í 500 til útflutnings. eru þá ekki þjóðartekjur x3,7?

1850 þús . hrillingur

Stefán Valdimarsson (IP-tala skráð) 21.3.2011 kl. 07:40

3 identicon

Aðalsteinn, síðastur manna myndi ég mæla gegn því að við trillukarlar fengjum að veiða á handfæri að vild, en það leysir ekki vanda grásleppukarlanna. Hann er mjög yfirvofandi og þarf að leysa hér og nú.

Þorkell Guðbrandsson (IP-tala skráð) 21.3.2011 kl. 11:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband