Leita í fréttum mbl.is

Persónulegar úrsagnir

Ekki er að sjá í greinargerð Lilju Mósesdóttur og Atla Gíslasonar, að einhverjar nýjar málsástæður hafi komið fram sem skýrir brotthlaup þeirra úr þingflokki Vg.  Virðist engu líkara en þau hafi einfaldlega fengið nóg af yfirgangi Steingríms J. og því sem Lilja Mósesdóttir og Atli Gíslason kalla einelti stjórnarþingmanna.

Athyglisvert er að í greinargerðinni er ekki minnst einu orði á svik ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegsmálum. Virðist nú vera sem að Atli Gíslason sem fyrir nokkrum misserum síðan flutti sérstaka tillögu um að koma á móts við álit Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna sé orðinn sæmilega sáttur við áframhaldandi mannréttindabrot.  Það má furðu sæta að þau sjái ekki tækifærið sem felst í að auka jafnræði og veiðar til þess að koma þjóðarskútunni á flot.

Búast má við því  að það fari að flísast enn frekar úr stjórnarliðinu, þar sem að hagtölur sína að skatta- og  niðurskurðaráætlun Steingríms J. og Jóhönnu Sigurðardóttur sé alls ekki að ganga upp.

Þegar á móti blæs verður erfiðara að halda hópnum saman, sérstaklega þegar stefnan gengur ekki upp.  


mbl.is Halda áfram í ríkisstjórninni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elle_

Virðist nú vera sem að Atli Gíslason sem fyrir nokkrum misserum síðan flutti sérstaka tillögu um að koma á móts við álit Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna sé orðinn sæmilega sáttur við áframhaldandi mannréttindabrot.

Hann hefur lika sætt sig við mannréttindabrot gegn allri þjóðinni hvað ICESAVE nauðungina varðar.  Hann hefur sætt sig við ICESAVE allan tímann sem VG hefur verið í stjórn.  Einu sinni gat maður haft von um að hann tæki á mannréttindabrotum alþingis og öðrum ósóma.  

Elle_, 21.3.2011 kl. 17:49

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Atli er bölvaður kafbátur að því er virðist. Honum verður þó fyrirgefið allt, ef þetta leiði til þess að stjórnin rakni upp. Allavega er þetta nagli í kistuna, sem verður fullnegld 9. n.k.

Annars varðandi skattahækkunarfárið, þá vita allir að við hverja hækkun færist meira af hagkerfinu neðanjarðar. Hér er í raun blómstrandi efnahagur, sem hvergi kemur fram á pappírum.  Næst er að kippa út sparifénu og setja þessa útlensku banka okkar, sem enginn má vita hver á, á hausinn.

Jón Steinar Ragnarsson, 21.3.2011 kl. 20:30

3 Smámynd: Elle_

Játa að í eftirfarandi frétt fannst mér ég aftur sjá mannlegu hlið Atla Gíslasonar.  Og þar kom líka fram af fréttamanni að ICESAVE hafi verið eitt af málunum sem Atli og Lilja voru ósátt við: 
Stjórnmálamenningin vanþróuð

Elle_, 21.3.2011 kl. 21:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband