24.2.2011 | 14:27
Að hafa alltaf réttast fyrir sér
Ekki fylgir því mikið erfiði að hafa alltaf réttast fyrir sér í opinberri umræðu ef talsmönnum viðkomandi sjónarmiða er einum hleypt að borðinu. Leikurinn ætti að vera enn auðveldari ef talsmennirnir sveipa sig fræðistimpli, vitna í rannsóknir og ég tala nú ekki um að vera gert kleift að komast algerlega hjá því að svara málefnalegri gagnrýni.
Framangreind staða er einmitt uppi hjá fiskihagfræðingunum í Háskóla Íslands sem stunda það trúboð að mikil hagkvæmni og þjóðhagslegur ábati fylgi framseljanlegum fiskveiðikvótum. Þrátt fyrir framangreint forskot er mikill efi í huga almennings um kvótakerfið. Margir gera sér grein fyrir því að kerfið hefur algerlega brugðist því upprunalega markmiði sínu að auka þorskaflann og sömuleiðis að fræðimennirnir sem átt hafa sviðið hafa verið kostaðir af sérhagsmunasamtökum sem hafa viljað vernda kerfið sitt.
Erlendir fræðimenn eru farnir í ríkari mæli að setja spurningarmerki við trúarsetningar í fræðum Ragnars Árnasonar hagfræðings um að framseljanleg veiðiréttindi leiði sjálfkrafa til þjóðhagslegs ábata og ábyrgrar nýtingar fiskistofna. Bent hefur verið á hversu rýr röksemdafærsla liggi fyrir framangreindum fullyrðingum. Eftirlitskostnaður hefur vaxið mest hjá þeim þjóðum sem hafa gengið hvað lengst í að einkavæða réttinn til fiskveiða, s.s. Ný-Sjálendingum og Íslendingum. Ef ábyrgð hefði aukist hefðu umsvif Fiskistofu dregist saman í stað þess að blása út á sama tíma og fiskveiðar hafa minnkað.
Margir hægrimenn á Íslandi eru haldnir þeim misskilningi að kvótakerfið byggi á lögmálum frjáls markaðar þar sem samkeppni hvetur til aukinnar hagkvæmni í rekstri. Það er af og frá en kerfið einkennist mjög af fákeppni og stöðnun. Framkvæmdastjóri Vísis í Grindavík, Pétur Pálsson, viðurkenndi á fundi Samtaka atvinnulífsins þann 9. febrúar sl. að af 20 kvótahæstu útgerðum sem ráða yfir 84% kvótans séu aðeins tvö yngri en 30 ára. Varla þarf frekari vitnanna við um að kvótakerfið er lokað kerfi þar sem fákeppni ræður ríkjum. Allt tal um að megnið af veiðiheimildum hafi skipt um hendur á síðustu árum er vægast sagt orðum aukið.
Sömuleiðis er allt tal um að það verði að festa núverandi kvótakerfi til langs tíma í sessi furðulegt í ljósi þess að í raun er með því verið að festa í sessi fákeppni og stöðnun í atvinnugreininni. Engu að síður felur kerfið í sér gríðarlega óvissu um framtíð heilu byggðarlaganna eins og sorgleg dæmin sanna þar sem byggðarlögin eru sett undir geðþóttavald handhafa veiðiheimildanna. Óvissa byggðarlaganna hefur falið í sér að fáir hafa treyst sér til þess að fjárfesta í fasteignum eða afleiddum atvinnurekstri sjávarbyggðanna og ekki hefur bætt úr skák stöðugur samdráttur veiðiheimilda frá því að kvótakerfið var tekið upp.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bloggvinir
- Helga Þórðardóttir
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Jens Guð
- Hallgrímur Guðmundsson
- Ásta Hafberg S.
- Jóhann Elíasson
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Óskar Helgi Helgason
- Georg Eiður Arnarson
- Óskar Þorkelsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Hallur Magnússon
- Sigurður Þórðarson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Katrín
- Þarfagreinir
- Samtök sjálfstæðra í sjávarútvegi
- Frjálslyndi flokkurinn í Eyjafirði
- Hallgrímur Óli Helgason
- Jón Kristjánsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Jón Valur Jensson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Kjartan Eggertsson
- Halla Rut
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Grétar Pétur Geirsson
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- J. Einar Valur Bjarnason Maack
- ragnar bergsson
- Bjarni Harðarson
- Rannveig Þorvaldsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Eiríkur Guðmundsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- erlahlyns.blogspot.com
- Agný
- Guðjón Ólafsson
- Einar Ben
- Jón Aðalsteinn Jónsson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Ólafur Ragnarsson
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Ólafur Björn Ólafsson
- Halldór Jónsson
- Elvar Atli Konráðsson
- Kristján H Theódórsson
- Guðjón Sigþór Jensson
- Helgi Már Barðason
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Víðir Benediktsson
- Valgerður Sigurðardóttir
- Jens Sigurjónsson
- Vestfirðir
- Sigurður Ásbjörnsson
- Jón Magnússon
- Viðar Friðgeirsson
- Axel Jóhannes Yngvason
- Svava S. Steinars
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Quackmore
- Árni "Gamli" Einarsson
- Haukur Már Helgason
- Þóra Guðmundsdóttir
- Heiða Þórðar
- Steingrímur Ólafsson
- Vefritid
- Ársæll Níelsson
- S. Einar Sigurðsson
- Rannveig H
- Gísli Gíslason
- Bjarni Kjartansson
- Steingrímur Helgason
- Fiðrildi
- Baldur Fjölnisson
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Linda Lea Bogadóttir
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Hanna
- Sverrir Stormsker
- Ottó Marvin Gunnarsson
- gudni.is
- Einar Vignir Einarsson
- Hákon Unnar Seljan Jóhannsson
- Valgerður Halldórsdóttir
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Jóhann Kristjánsson
- Oddur Helgi Halldórsson
- Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
- María Harðardóttir og Þorsteinn Narfason
- Grétar Rögnvarsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Róbert Guðmundur Schmidt
- Steinn Hafliðason
- Landssamband ungra frjálslyndra
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Þórir Aðalsteinsson
- Vilborg Traustadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Sævar Einarsson
- Ketilás
- Ómar Pétursson
- Eyþór Grétar Grétarsson
- FF
- Jón Þór Bjarnason
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Árnason
- Alexander Kristófer Gústafsson
- Róbert Tómasson
- Landvernd
- ThoR-E
- Haraldur Baldursson
- Sigurður Jón Hreinsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- busblog.is
- Sigríður Inga Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Svanhildur Karlsdóttir
- Gísli Birgir Ómarsson
- Árni Árnason
- Grétar Mar Jónsson
- Perla
- Ingunn Guðnadóttir
- Irma Þöll
- Skattborgari
- Gulli litli
- Jón Snæbjörnsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Sigríður Elfa Eyjólfsdóttir
- Mál 214
- Bullukolla
- kreppukallinn
- hreinsamviska
- Arinbjörn Kúld
- Orgar
- Guðjón Baldursson
- Gunnar Þór Gunnarsson
- Hörður B Hjartarson
- Gunnar Björn Björnsson
- Haraldur Hansson
- Þórólfur S. Finnsson
- Birna Steingrímsdóttir
- Gestur Guðjónsson
- Jónas Rafnar Ingason
- Stríða
- Götusmiðjan
- Brynja skordal
- Haraldur Bjarnason
- Guðmundur Óli Scheving
- Ásta
- Markús frá Djúpalæk
- Jörundur Garðarsson
- MIS
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Björn Júlíus Grímsson
- S Kristján Ingimarsson
- Bryndís Haraldsdóttir
- Þórður Björn Sigurðsson
- Magnús Kristjánsson
- Bergur Sigurðsson
- Guðrún Ólafía Brynleifsdóttir
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Ólafía Herborg Jóhannsdóttir
- Heimssýn
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Óskar Arnórsson
- Sigurbjörn Svavarsson
- Árni Davíðsson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Árelíus Örn Þórðarson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- L.i.ú.
- Rafn Gíslason
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Samtök Fullveldissinna
- Vaktin
- Arnar Guðmundsson
- Lárus Baldursson
- Sveinn Elías Hansson
- Þórarinn Baldursson
- Kjartan Magnússon
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Berglind Steinsdóttir
- Bjarney Vigdís Ingimundardóttir
- BJÖRK
- Björn Emilsson
- Dagný
- Dominus Sanctus.
- Friðgeir Sveinsson
- Guðmundur Ásgeirsson
- Guðmundur Pálsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Högni Snær Hauksson
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Jón Þórhallsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ragnar Stefán Rögnvaldsson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Ingólfsson
- Stefán Júlíusson
- Sumarliði Einar Daðason
- Sveinn Björnsson
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Úrsúla Jünemann
- Valdimar H Jóhannesson
Tenglar
Mínir tenglar
- Losnað við pestina Þetta hefur reynst mér vel við að losna við allar pestir þá 5 mánuði sem ég hef reynt immiflexið
- Ginseng Hér fæ ég kraftinn
- Frjálslyndi flokkurinn Vill breyta kvótakerfinu
- Ungmennasamband Skagafjarðar Ég er formaður
- Hér kaupi ég tölvudótið Ódýrt og gott
Sjávarútvegsmál
- Hafró Stofnunin þar sem ákveðið er hversu mikið má veiða
- Landssamband íslenskra útvegsmanna LÍÚ
- Landssamband smábátaeigenda LS
- Jörgen Niclasen Formaður Fólkaflokksins í Færeyjum
- Helgi Áss Grétarsson Sérfræðingur í HÍ á vegum LÍÚ
Fréttamiðlar
- Al Jazeera Gefur Bandaríkjamönnum engin grið
- BBC BBC
- Börsen Dönsk fjármálasíða
- Seðlabankinn Musteri Davíðs
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 109
- Frá upphafi: 1013224
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 61
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Janúar 2024
- Apríl 2023
- Október 2022
- Október 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Janúar 2019
- Apríl 2018
- Desember 2017
- Október 2016
- Ágúst 2016
- Janúar 2016
- Nóvember 2015
- Nóvember 2014
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Desember 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Athugasemdir
Helsti galli of margra sjálfstæðismanna felst í því hversu ógagnrýnumaugum er litið á stefnu forystunnar.
Það gríðarleg synd, því flokkurinn er að stærstum hluta til skipaður miklu sómafólki.
Það sem gerast þarf, ekki bara hjá xD, er að fólk fari að rýna í opinbera umræðu og láta sig mál varða. Í frelsinu sem við gerum kröfu til felst ábyrgð okkar til að verja það. Við verðum að veita stjórnvöldum, "fræðaheiminum" og allri almennri umræðu aðhald með því að leggja okkur eftir upplýsingum og með því að mynda okkur sjálfstæða skoðun á málum.
Haraldur Baldursson, 24.2.2011 kl. 19:53
Þetta er vel orðað Sigurjón og á sannarlega erindi í umræðuna. Það er einstakt að heyra Sjálfstæðismenn tala upp kvótakerfið sem er eins og skrípi í stefnu flokksins og átti aldrei erindi þangað.
Maður hefur staðið á öndinni að lesa skrif Ragnars það er ekki heil brú í þeim skoðunum sem hann hefur verið að reyna að lýsa eins og hann skrifi af einhverjum öðrum kenndum en sannfæringu.
Ólafur Örn Jónsson, 24.2.2011 kl. 20:59
Ég vann í 24 ár hjá Háskólanum og bar í upphafi mikla virðingu fyrir akademíunni, sem auðvitað er að flestu leiti virðingarverð. En undir fyrirlestri hjá þessum hagfræðiprófessor varð mér þó ljóst að til eru háskólagengin fífl - jafnvel með doktorspróf.
Haukur Brynjólfsson (IP-tala skráð) 24.2.2011 kl. 23:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.