Leita í fréttum mbl.is

Steingrímur J. - Það geta ekki allir verið Gordjöss

Klúður og óheilindi Steingríms J. í Icesave málinu eru svakaleg og slaga þau hátt upp í að jafna ábyrgðarlaus vinnubrögð þeirra ráðamanna sem stóðu bankavaktina á meðan brjálæðið vatt upp á sig s.s. Björgvins Sigurðssonar og Jóns Sigurðssonar þáverandi stjórnarformaður FME. 

Steingrímur J. var harður andstæðingur þess að greiða Icesave reikninginn en snarsnérist um leið og hann komst til valda og hélt þeim sinnaskiptum rækilega leyndum fyrir kjósendum fram yfir Alþingiskosningarnar 2009. Að loknum kosningum landaði Svavar Gestsson fyrir hönd Steingríms "glæsilegri niðurstöðu" sem var alslæm þrátt fyrir að vera snöggtum skárri en þau loforð sem Geir Haarde hafði gefið í deilunni.

Megnið af orku Steingríms og ríkisstjórnarinnar á kjörtímabilinu hefur farið  í að þvinga þetta "ömurlega mál" í gegnum þingið með hótunum og látum, ef frá er taldar þær stundir sem hafa farið í  Magma æfingar og  björgunaraðgerðir fyrir gjaldþrota fjármálafyrirtæki sem stjórnað var af vafasömum pappírum  s.s. Saga Capital, Sjóvá, VBS, Byr og Spkef.      

Forsetinn Ólafur Ragnar Grímsson bjargaði þjóðinni frá ósanngjörnum Icesavesamningum með því að vísa verkum ríkisstjórnarinnar í dóm þjóðarinnar . 98% kjósenda hafnaði samningnum þrátt fyrir hótanir og dómsdagsspár; ríkisstjórnarinnar, Samtaka atvinnulífsins, ASÍ og fræðinganna í Háskóla Íslands.  Allir vita nú hvað mikið mark var takandi á öllum þessum svartnættistali Steingrím J og có.

Eitthvað hafa bloggarar á DV og Eyjunni, espað Steingrímur J. upp í að ybba sig við forsetann í kjölfar umræðu um komandi þjóðaratkvæðagreiðslu og telja þeir honum trú um að hann sé alveg Gordjöss. Steingrímur virðist þótt ótrúlegt sé, jafnvel ennþá telja að málflutningur sinn eða hótanir um afsögn skipti miklu máli þegar kemur að því þegar þjóðin gerir  upp sig varðandi Icesave III. 

Þegar upp er staðið skipta brýningar fjármálaráðherra eða tilraunir Steingríms til hanaslags við stjórnarskrána engu máli, heldur haldgóðar upplýsingar um samninginn sem þjóðin mun greiða atkvæði um. 

Það stendur m.a. upp á stjórnvöld að útskýra hvers vegna í ósköpunum íslenskum skattborgurum er einum ætlað að axla ábyrgð á skuldum einkabanka sem eru tilkomnar vegna gallaðrar í löggjafar Evrópusambandsins og vanrækslu stjórnvalda ekki einungis á Íslandi heldur einnig Bretlandi og Hollandi. 

 


mbl.is Steingrímur íhugaði afsögn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sævar Einarsson

Yndisleg fyrirsögn Sigurjón ! LOL, það gefa nefnilega ekki allir verið gordjöss

Sævar Einarsson, 22.2.2011 kl. 06:17

2 Smámynd: corvus corax

Stengrímur er löngu búinn að fremja pólitískt sjálfsmorð með undirlægjuhætti við samfylkinguna og Breta og Hollendinga. Hvernig væri að hann notaði síðustu dagana eða vikurnar sínar til að hefja málsókn á hendur Bretum fyrir beitingu hryðjuverkalaganna á Ísland? það skiptir miklu meira máli fjárhagslega fyrir Ísland en þetta IceSave þjófnaðarmál þeirra Sigurjóns digra og Halldórs heimska.

corvus corax, 22.2.2011 kl. 09:29

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þú varst flottur og málefnalegur í "Silfrinu" um daginn, Sigurjón.

Steingrímur er óheiðarlegur, þó merkilega margir virðist halda hið gagnstæða. Það eina sem hann hafði að segja um hótun sína við forsetann um afsögn, ef hann skrifaði ekki undir hina "glæsilegu niðurstöðu", var að kvarta yfir því að Ólafur sagði frá því.

Hann reyndi að sverta æru forsetans fyrir að þegja ekki yfir því að hann reyndi að hóta og kúga forsetann til hlýðni. Svo lét hann að því liggja að hann myndi passa sig næst hvað hann segði við hann í "trúnaðarsamtali".

Gunnar Th. Gunnarsson, 22.2.2011 kl. 09:34

4 identicon

Góður pistill Sigurjón. Klappstýrur Steingríms reyna að telja þjóðinni trú um það að maðurinn sé enn að moka flór en gleyma alveg að geta þess að búið er að frysta eignir Múbaraks í Sviss - nú þegar.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 22.2.2011 kl. 10:56

5 identicon

„Treystum við ekki þjóðinni? Ekki getur það verið vandinn að nokkrum manni í þessum sal, þingræðissinna, detti í hug að þjóðin sé ekki fullfær um að meta þetta mál sjálf og kjósa um það samhliða því að hún kýs sér þingmenn. Stundum heyrist að vísu einstaka hjáróma rödd um að sum mál séu svo flókin að þau henti ekki í þjóðaratkvæði. Það er einhver allra ömurlegasti málflutningur sem ég heyri.“

- Steingrímur J. Sigfússon í ræðu á Alþingi Íslands 4. mars 2003

marat (IP-tala skráð) 22.2.2011 kl. 11:53

6 identicon

Sammála. 

Þú virkar nú stundum dáldið kjaftfor, en betra að menn skauti glannalega á málefnasvellinu heldur en þessi andskotans leyndarhyggja og virðingarleysi fyrir dómgreind þjóðarinnar sem t.d. téður Steingrímur J. virðist nú aðhyllast öllum mönnum fremur.

Hefurðu t.d. gripið einhver rök hjá honum fyrir þessum fjáraustri í sparisjóðina langt umfram greiðsluskyldu (að því er virðist)?

Eina sem ég hef heyrt og séð er að það þurfi að vernda "sparisjóðakejuna" hvað sem það nú er.

Ég hlustaði á fjármálaráðherrann í kastljósi ræða um forsetann og Icesave, ekki tókst mér að heyra nein rök fyrir því að við ættum að borga. Ef sjálfur fjármálaráðherrann kemur ekki með slík rök á ögurstundu, hver þá?

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 22.2.2011 kl. 12:34

7 Smámynd: Birna Jensdóttir

Það eru ekki til nein haldbær rök nema AF ÞV'I BARA þess vegna er Steingrímur og Jóhanna alltaf með þessar elífu hótanir  kúgunartilburði og hræðsluáróður.Mikið vildi ég óska þess að þau hefðu vit á því að segja af sér.

Birna Jensdóttir, 22.2.2011 kl. 17:24

8 Smámynd: Birna Jensdóttir

Eitt sem ég gleymdi:Þau hefðu verið góð sem einræðisherrar.

Birna Jensdóttir, 22.2.2011 kl. 17:26

9 identicon

 Frábær pistill Sigurjón !  vil taka undir með Birnu  með afsögn  Steingrims og Jóhönnu ... eru ekki margir  búnir að fá tveim árum of stórann skammt af þeim ?  Svo er bara hvað maður skilgreinir sem Einræðisherra ?

Ragnhildur H. J. (IP-tala skráð) 23.2.2011 kl. 00:24

10 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Vantaði ekki .... "eins og ég" í fyrirsögnina hjá þér Sigurjón kveðja Kolla

Kolbrún Stefánsdóttir, 23.2.2011 kl. 12:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband