4.2.2011 | 00:03
Illa launar Þorsteinn Már ofeldið
Fáir ef einhverjir Íslendingar hafa notið gjafmildi þjóðarinnar jafn ríkulega og Þorsteinn Már Baldvinsson. Ekki hefur Þorsteinn Már kunnað að launa velgerðarfólki sínu ofeldið og skiptir þá einu um hvort að um sé að ræða Davíð Oddsson eða jafnvel íslensku þjóðina.
Davíð Oddsson gerði þau regin mistök að rétta bankana upp í hendurnar á nýríkum oflátungum sem sólunduðu svo glæfralega með verðmætin að þeir komu þjóðinni nánast á vonarvöl. Þjóðin fékk rækilega að kenna á ráðsmennsku bankasnillinganna s.s. Þorsteins Más Baldvinssonar stjórnarformanns Glitnis. Lífeyrissjóðir voru tæmdir og skattgreiðendur komandi kynslóða munu þurfa að blæða fyrir afglöp og fjárglæfra "bankasnillinganna" . Á meðan hrunið reið yfir lýsti Þorsteinn Már því yfir að Davíð Oddsson hefði nánast rænt sig og hluthafa Glitnisbanka vegna persónulegra óvildar Davíðs í garð Baugsfeðga. Ástæðan fyrir reiðinni í garð Davíðs sem þá var seðlabankastjóri var að Seðlabankinn neitaði að veita Glitni tugmilljarða gjaldeyrislán með veðum í svikafélögum á borð við við Stím.
Þjóðin hefur um áratuga skeið treyst Þorsteini Má Baldvinssyni fyrir að njóta og gera verðmæti úr sameiginlegri fiskveiðiauðlind landsmanna. Þorsteinn Már og félagi hans Ólafur Ólafsson í Granda sem löngum hefur verið kenndur við Samskip hafa reist þá kröfu að þeir fái einokunarrétt til að nýta sameiginlega fiskveiðiauðlind löngu eftir sinn dag og jafnvel afkomenda sinna einnig. Almenningi finnst sem vonlegt er að heldur langt sé seilst hjá útrásarvíkingnum og sem fyrr bregst Þorsteinn illur og reiðilega við og nú með hótunum í garð þjóðarinnar. Hótað er að fara með útgerðina úr landi ef þjóðin hlýðir ekki forstjóranum.
Illa launar Þorsteinn Már þjóðinni ofeldið.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bloggvinir
- Helga Þórðardóttir
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Jens Guð
- Hallgrímur Guðmundsson
- Ásta Hafberg S.
- Jóhann Elíasson
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Óskar Helgi Helgason
- Georg Eiður Arnarson
- Óskar Þorkelsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Hallur Magnússon
- Sigurður Þórðarson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Katrín
- Þarfagreinir
- Samtök sjálfstæðra í sjávarútvegi
- Frjálslyndi flokkurinn í Eyjafirði
- Hallgrímur Óli Helgason
- Jón Kristjánsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Jón Valur Jensson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Kjartan Eggertsson
- Halla Rut
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Grétar Pétur Geirsson
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- J. Einar Valur Bjarnason Maack
- ragnar bergsson
- Bjarni Harðarson
- Rannveig Þorvaldsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Eiríkur Guðmundsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- erlahlyns.blogspot.com
- Agný
- Guðjón Ólafsson
- Einar Ben
- Jón Aðalsteinn Jónsson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Ólafur Ragnarsson
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Ólafur Björn Ólafsson
- Halldór Jónsson
- Elvar Atli Konráðsson
- Kristján H Theódórsson
- Guðjón Sigþór Jensson
- Helgi Már Barðason
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Víðir Benediktsson
- Valgerður Sigurðardóttir
- Jens Sigurjónsson
- Vestfirðir
- Sigurður Ásbjörnsson
- Jón Magnússon
- Viðar Friðgeirsson
- Axel Jóhannes Yngvason
- Svava S. Steinars
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Quackmore
- Árni "Gamli" Einarsson
- Haukur Már Helgason
- Þóra Guðmundsdóttir
- Heiða Þórðar
- Steingrímur Ólafsson
- Vefritid
- Ársæll Níelsson
- S. Einar Sigurðsson
- Rannveig H
- Gísli Gíslason
- Bjarni Kjartansson
- Steingrímur Helgason
- Fiðrildi
- Baldur Fjölnisson
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Linda Lea Bogadóttir
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Hanna
- Sverrir Stormsker
- Ottó Marvin Gunnarsson
- gudni.is
- Einar Vignir Einarsson
- Hákon Unnar Seljan Jóhannsson
- Valgerður Halldórsdóttir
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Jóhann Kristjánsson
- Oddur Helgi Halldórsson
- Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
- María Harðardóttir og Þorsteinn Narfason
- Grétar Rögnvarsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Róbert Guðmundur Schmidt
- Steinn Hafliðason
- Landssamband ungra frjálslyndra
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Þórir Aðalsteinsson
- Vilborg Traustadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Sævar Einarsson
- Ketilás
- Ómar Pétursson
- Eyþór Grétar Grétarsson
- FF
- Jón Þór Bjarnason
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Árnason
- Alexander Kristófer Gústafsson
- Róbert Tómasson
- Landvernd
- ThoR-E
- Haraldur Baldursson
- Sigurður Jón Hreinsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- busblog.is
- Sigríður Inga Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Svanhildur Karlsdóttir
- Gísli Birgir Ómarsson
- Árni Árnason
- Grétar Mar Jónsson
- Perla
- Ingunn Guðnadóttir
- Irma Þöll
- Skattborgari
- Gulli litli
- Jón Snæbjörnsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Sigríður Elfa Eyjólfsdóttir
- Mál 214
- Bullukolla
- kreppukallinn
- hreinsamviska
- Arinbjörn Kúld
- Orgar
- Guðjón Baldursson
- Gunnar Þór Gunnarsson
- Hörður B Hjartarson
- Gunnar Björn Björnsson
- Haraldur Hansson
- Þórólfur S. Finnsson
- Birna Steingrímsdóttir
- Gestur Guðjónsson
- Jónas Rafnar Ingason
- Stríða
- Götusmiðjan
- Brynja skordal
- Haraldur Bjarnason
- Guðmundur Óli Scheving
- Ásta
- Markús frá Djúpalæk
- Jörundur Garðarsson
- MIS
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Björn Júlíus Grímsson
- S Kristján Ingimarsson
- Bryndís Haraldsdóttir
- Þórður Björn Sigurðsson
- Magnús Kristjánsson
- Bergur Sigurðsson
- Guðrún Ólafía Brynleifsdóttir
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Ólafía Herborg Jóhannsdóttir
- Heimssýn
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Óskar Arnórsson
- Sigurbjörn Svavarsson
- Árni Davíðsson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Árelíus Örn Þórðarson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- L.i.ú.
- Rafn Gíslason
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Samtök Fullveldissinna
- Vaktin
- Arnar Guðmundsson
- Lárus Baldursson
- Sveinn Elías Hansson
- Þórarinn Baldursson
- Kjartan Magnússon
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Berglind Steinsdóttir
- Bjarney Vigdís Ingimundardóttir
- BJÖRK
- Björn Emilsson
- Dagný
- Dominus Sanctus.
- Friðgeir Sveinsson
- Guðmundur Ásgeirsson
- Guðmundur Pálsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Högni Snær Hauksson
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Jón Þórhallsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ragnar Stefán Rögnvaldsson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Ingólfsson
- Stefán Júlíusson
- Sumarliði Einar Daðason
- Sveinn Björnsson
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Úrsúla Jünemann
- Valdimar H Jóhannesson
Tenglar
Mínir tenglar
- Losnað við pestina Þetta hefur reynst mér vel við að losna við allar pestir þá 5 mánuði sem ég hef reynt immiflexið
- Ginseng Hér fæ ég kraftinn
- Frjálslyndi flokkurinn Vill breyta kvótakerfinu
- Ungmennasamband Skagafjarðar Ég er formaður
- Hér kaupi ég tölvudótið Ódýrt og gott
Sjávarútvegsmál
- Hafró Stofnunin þar sem ákveðið er hversu mikið má veiða
- Landssamband íslenskra útvegsmanna LÍÚ
- Landssamband smábátaeigenda LS
- Jörgen Niclasen Formaður Fólkaflokksins í Færeyjum
- Helgi Áss Grétarsson Sérfræðingur í HÍ á vegum LÍÚ
Fréttamiðlar
- Al Jazeera Gefur Bandaríkjamönnum engin grið
- BBC BBC
- Börsen Dönsk fjármálasíða
- Seðlabankinn Musteri Davíðs
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 7
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 75
- Frá upphafi: 1019344
Annað
- Innlit í dag: 7
- Innlit sl. viku: 66
- Gestir í dag: 7
- IP-tölur í dag: 7
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Janúar 2024
- Apríl 2023
- Október 2022
- Október 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Janúar 2019
- Apríl 2018
- Desember 2017
- Október 2016
- Ágúst 2016
- Janúar 2016
- Nóvember 2015
- Nóvember 2014
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Desember 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Athugasemdir
Það væri kannski bara þjóðhreinsun ef "forstjórinn" færi bara úr landi með útgerðina. Eða hvað halda menn annars um það?
Þjóðin hefur ekkert með að gera að púkka upp á karla á borð við Þorstein Má, sem þurfa að fara bónleiðir í Seðlabankann, á fjórum fótum, til að betla lán fyrir "bankann sinn" eða "bankann minn" eftir að stærstu eigendurnir höfðu þurrmjólkað bankann að innan.
Manstu eftir Kastljósviðtalinu við Þorstein Má, örstuttu eftir hrun, þar sem hann sat niðurlútur, og bað eigengur bankans afsökunar á því að þeir höfðu misst bankann ú hendi sér?
Þorsteinn Már fékk kannski ekki lán hjá Seðlabankanum eftir að Glitnir var í rauninni gjaldþrota. En kannski var það herber tilviljun að Davíð Odds. var Seðlabankastjóri á þeim tíma. Hvaða bankastjóri sem er hefði neitað Glitni um lán. En þar sem krosseignahöldin í þjóðfélaginu voru svo gífurleg, þá voru kross-ráðningarnar líka miklar. Aðili sem hafði kannski verið ráðherra eða í háu embætti, fékk bara stórt embætti í kerfinu, þegar því fyrra lauk.
Við búum í mjög fámennu samfélagi þar sem það getur hent að sami aðili sitji báðu megin við borðið. Þótt það gerist ekki endilega á sama tíma.
En flestir eru búnir að sjá í gegnum Glitnis leikfléttuna.
Og það þýðir lítið fyrir fyrrverandi eigendur að væla mikið núna.
Ingibjörg Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 4.2.2011 kl. 02:45
Þjóðin horfði forviða á þennan mann sem hingað til hefur látið lítið fyrir sér fara. En svo verður ekki lengur, fyrst gargar hann á þjóðina að láta meiri fjármuni í Glitni og nú hótar hann henni að fara með auðlindir hennar úr landi. Eigum við ekki að segja þetta gott?
Anna Sigurdardottir (IP-tala skráð) 4.2.2011 kl. 09:19
Já, ég man eftir þessu Kastljósviðtali þegar hann sagði að eigið fé bankans væri einhver hundruð milljarða og vitnaði m.a. í Pétur Blöndal þingmann því til sönnunar - Þvílíkt og annað eins rugl og maður þakkar fyrir að Seðlabankinn hafi ekki látið undan frekjuganginum.
Ég komst því miður ekki á fund Samherja á Akureyri um daginn en ég renndi í gegnum glærurnar sem Þorsteinn Már bar sletti á tjaldið. Mér finnst furðulegt að hann komist upp með það gagnrýnislaust að þjóðhagslega hagkvæmt sé að eitt fyrirtæki sem varið er af samkeppni sjái um alla þætti frá veiðum, vinnslu og sölu afurða. Þessar fullyrðingar standast enga skoðun ekki frekar en að það eina rétta sé bóndinn sem mjólkar kýrnar fái einkarétt á vinnslu, sölu allra afurða og markaðssetningu erlendis.
Sigurjón Þórðarson, 4.2.2011 kl. 10:16
Það mátti svo sem búast við einhverju þessu líku af þér og þínum félugum. Ef þú lest greinina með augun opin sérðu að verið er að tala um sölustarfsemi Samherja sem tengd er verkefni þeirra í Afríku. Það er ekki verið að tala um útgerðina hérna heima. Hinsvegar finnst þér og þínum félugum best að slá ryki í augu almennings með því að toga og teygja staðreyndir þannig að ykkur henti - því miður.
Það virðist ekki vera á ykkar plani að fara rétt með staðreyndir og að sjávarútvegurinn njóti sannmælis.
Það er mér einnig ljúft og skylt að benda þér á að fundurinn sem haldinn var hér á Akureyri var ekki á vegum Samherja, heldur var Þorsteinn Már fenginn sem fyrirlesari á fundinn - eðlilega sem stjórnandi og eigandi stærsta sjávarútvegsfyrirtækis við fjörðinn.
Ég held að það væri þér holt að láta af þessari neikvæðu umræðu og fara að tala um sjávarútveginn á jákvæðan og uppbyggjandi hátt.
Björn Hjálmarsson (IP-tala skráð) 4.2.2011 kl. 19:14
Lærum af Norðmönnum, veiðar og vinnsla eru aðskilin,
allur fiskur á markað, fiskimiðin nýtt meira með smábátum, sem fara
betur með miðin og lífríkið, þarafleiðandi gefa miðin þjóðinni margfalt
meiri afla.
Aðalsteinn Agnarsson, 4.2.2011 kl. 22:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.