30.1.2011 | 13:53
Fals Jóhönnu Sigurðardóttur
Í gegnum árin hefur Jóhanna Sigurðardóttir slegið sér upp á því að þykjast ætla að standa vörð um lífeyrisþega og afnema verðtrygginguna. Í aðdraganda síðustu kosninga sagðist formaður Samfylkingarinnar ætla að beita sér fyrir gangsæi, taka á skuldavanda heimilanna og illræmdu kvótakerfi í sjávarútvegi.
Jóhanna hefur í tveggja ára forsætisráðherratíð sinni sagt eitt og annað og haldið tilfinningaþrungnar ræður um að eitthvað eigi að fara að ske eftir næstu helgi eða þá þarnæstu helgi í fyrrgreindum málaflokkum.
Ef verk ríkisstjórnarinnar eru hins vegar skoðuð þá blasir við að ríkisstjórnin hefur fyrst og fremst ráðist að kjörum lífeyrisþega, bjargað og gengið undir allt of stóru gjaldþrota fjármálakerfi á meðan skuldsett heimili hafa verið látin sitja á hakanum.
Í ræðu sinni á flokksþingi Samfylkingarinnar boðaði Jóhanna breytingar á kvótakerfinu eins og hún gerði í áramótaávarpinu og ræðum fyrir kosningar. Málið er bara að reynsla sl. tveggja ára sýnir að ekki er hægt að taka mikið mark á tali forsætisráðherrans. Sáttanefndin sem Guðbjartur Hannesson stýrði um breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu fól í sér að festa ætti kerfið í sessi!
Ef að einhver snefill af meiningu væri að baki þessu tali forsætisráðherra um að breyta kvótakerfinu, þá væri hún t.d. fyrir löngu búin að taka upp viðræður við þá tvo harðduglegu sjómenn sem sóttu mál sitt fyrir Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna. Áliti nefndarinnar, sem orðið er þriggja ára gamalt var skýrt og fól það í sér að stjórnvöld ættu að breyta óréttlátu kerfi og greiða viðkomandi sjómönnum bætur. Í stað að taka upp viðræður þá ákveður forsætisráðherrann með fullum stuðningi framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar að sniðganga bindandi álit Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna og senda sjómennina sem hafa staðið í áratuglangri baráttu í enn eina ferðina fyrir dómstóla landsins til þess að knýja á um að stjórnvöld fari að bindandi áliti.
Mikil er skömm Jóhönnu Sigurðardóttur í þessu máli.
Eigum ekki að hræra í innyflum hvers annars | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bloggvinir
- Helga Þórðardóttir
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Jens Guð
- Hallgrímur Guðmundsson
- Ásta Hafberg S.
- Jóhann Elíasson
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Óskar Helgi Helgason
- Georg Eiður Arnarson
- Óskar Þorkelsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Hallur Magnússon
- Sigurður Þórðarson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Katrín
- Þarfagreinir
- Samtök sjálfstæðra í sjávarútvegi
- Frjálslyndi flokkurinn í Eyjafirði
- Hallgrímur Óli Helgason
- Jón Kristjánsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Jón Valur Jensson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Kjartan Eggertsson
- Halla Rut
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Grétar Pétur Geirsson
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- J. Einar Valur Bjarnason Maack
- ragnar bergsson
- Bjarni Harðarson
- Rannveig Þorvaldsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Eiríkur Guðmundsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- erlahlyns.blogspot.com
- Agný
- Guðjón Ólafsson
- Einar Ben
- Jón Aðalsteinn Jónsson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Ólafur Ragnarsson
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Ólafur Björn Ólafsson
- Halldór Jónsson
- Elvar Atli Konráðsson
- Kristján H Theódórsson
- Guðjón Sigþór Jensson
- Helgi Már Barðason
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Víðir Benediktsson
- Valgerður Sigurðardóttir
- Jens Sigurjónsson
- Vestfirðir
- Sigurður Ásbjörnsson
- Jón Magnússon
- Viðar Friðgeirsson
- Axel Jóhannes Yngvason
- Svava S. Steinars
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Quackmore
- Árni "Gamli" Einarsson
- Haukur Már Helgason
- Þóra Guðmundsdóttir
- Heiða Þórðar
- Steingrímur Ólafsson
- Vefritid
- Ársæll Níelsson
- S. Einar Sigurðsson
- Rannveig H
- Gísli Gíslason
- Bjarni Kjartansson
- Steingrímur Helgason
- Fiðrildi
- Baldur Fjölnisson
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Linda Lea Bogadóttir
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Hanna
- Sverrir Stormsker
- Ottó Marvin Gunnarsson
- gudni.is
- Einar Vignir Einarsson
- Hákon Unnar Seljan Jóhannsson
- Valgerður Halldórsdóttir
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Jóhann Kristjánsson
- Oddur Helgi Halldórsson
- Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
- María Harðardóttir og Þorsteinn Narfason
- Grétar Rögnvarsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Róbert Guðmundur Schmidt
- Steinn Hafliðason
- Landssamband ungra frjálslyndra
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Þórir Aðalsteinsson
- Vilborg Traustadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Sævar Einarsson
- Ketilás
- Ómar Pétursson
- Eyþór Grétar Grétarsson
- FF
- Jón Þór Bjarnason
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Árnason
- Alexander Kristófer Gústafsson
- Róbert Tómasson
- Landvernd
- ThoR-E
- Haraldur Baldursson
- Sigurður Jón Hreinsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- busblog.is
- Sigríður Inga Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Svanhildur Karlsdóttir
- Gísli Birgir Ómarsson
- Árni Árnason
- Grétar Mar Jónsson
- Perla
- Ingunn Guðnadóttir
- Irma Þöll
- Skattborgari
- Gulli litli
- Jón Snæbjörnsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Sigríður Elfa Eyjólfsdóttir
- Mál 214
- Bullukolla
- kreppukallinn
- hreinsamviska
- Arinbjörn Kúld
- Orgar
- Guðjón Baldursson
- Gunnar Þór Gunnarsson
- Hörður B Hjartarson
- Gunnar Björn Björnsson
- Haraldur Hansson
- Þórólfur S. Finnsson
- Birna Steingrímsdóttir
- Gestur Guðjónsson
- Jónas Rafnar Ingason
- Stríða
- Götusmiðjan
- Brynja skordal
- Haraldur Bjarnason
- Guðmundur Óli Scheving
- Ásta
- Markús frá Djúpalæk
- Jörundur Garðarsson
- MIS
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Björn Júlíus Grímsson
- S Kristján Ingimarsson
- Bryndís Haraldsdóttir
- Þórður Björn Sigurðsson
- Magnús Kristjánsson
- Bergur Sigurðsson
- Guðrún Ólafía Brynleifsdóttir
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Ólafía Herborg Jóhannsdóttir
- Heimssýn
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Óskar Arnórsson
- Sigurbjörn Svavarsson
- Árni Davíðsson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Árelíus Örn Þórðarson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- L.i.ú.
- Rafn Gíslason
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Samtök Fullveldissinna
- Vaktin
- Arnar Guðmundsson
- Lárus Baldursson
- Sveinn Elías Hansson
- Þórarinn Baldursson
- Kjartan Magnússon
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Berglind Steinsdóttir
- Bjarney Vigdís Ingimundardóttir
- BJÖRK
- Björn Emilsson
- Dagný
- Dominus Sanctus.
- Friðgeir Sveinsson
- Guðmundur Ásgeirsson
- Guðmundur Pálsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Högni Snær Hauksson
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Jón Þórhallsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ragnar Stefán Rögnvaldsson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Ingólfsson
- Stefán Júlíusson
- Sumarliði Einar Daðason
- Sveinn Björnsson
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Úrsúla Jünemann
- Valdimar H Jóhannesson
Tenglar
Mínir tenglar
- Losnað við pestina Þetta hefur reynst mér vel við að losna við allar pestir þá 5 mánuði sem ég hef reynt immiflexið
- Ginseng Hér fæ ég kraftinn
- Frjálslyndi flokkurinn Vill breyta kvótakerfinu
- Ungmennasamband Skagafjarðar Ég er formaður
- Hér kaupi ég tölvudótið Ódýrt og gott
Sjávarútvegsmál
- Hafró Stofnunin þar sem ákveðið er hversu mikið má veiða
- Landssamband íslenskra útvegsmanna LÍÚ
- Landssamband smábátaeigenda LS
- Jörgen Niclasen Formaður Fólkaflokksins í Færeyjum
- Helgi Áss Grétarsson Sérfræðingur í HÍ á vegum LÍÚ
Fréttamiðlar
- Al Jazeera Gefur Bandaríkjamönnum engin grið
- BBC BBC
- Börsen Dönsk fjármálasíða
- Seðlabankinn Musteri Davíðs
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 109
- Frá upphafi: 1013224
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 61
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Janúar 2024
- Apríl 2023
- Október 2022
- Október 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Janúar 2019
- Apríl 2018
- Desember 2017
- Október 2016
- Ágúst 2016
- Janúar 2016
- Nóvember 2015
- Nóvember 2014
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Desember 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Athugasemdir
Álit mannréttindanefndar SÞ er ekki bindandi frekar en annað sem kemur frá SÞ.
Einar Þór Strand, 30.1.2011 kl. 14:11
Já Já Einar svo ekkert er að því að hér séu brotin á mönnum lög? Lög um athafna frelsi og málfrelsi?
Já Sigurjón náttúrulega á þjóðin að fá að kjósa um hvort hér verður áframhaldandi kvótakerfi að sóknarmarkskerfi. Sjálfstæðisflokkurinn er höfundur sóknarmarks og ætti að fagna því og styðja ríkistjórnina í að setja í þjóðaratkvæðagreiðslu val um sóknarmark.
Ólafur Örn Jónsson, 30.1.2011 kl. 15:46
Sóknarmark gerir þá sem taka þátt í því að öreigum, ásamt okkur hinum. Lestu söguna frá 1965-1995 eða svo og síðan skulum við tala saman um breytingar á kerfinu.
Sindri Karl Sigurðsson, 30.1.2011 kl. 15:59
Jóhanna er einhver mesti svikari í íslenskri pólitík fyrr og síðar. Sjaldan eða aldrei hefur nokkur stjórnmálamaður, svikið loforð sín jafn herfilega. Þessi kerling hefur setið á þingi í 30 ár eða meir og látið þjóðina halda að hún beri hag hennar fyrir brjósti. ALLT annað hefur komið á daginn og nú er okkur vinstri mönnum dagljóst að hún er ekkert annað en úlfur í sauðagæru.
MargrétJ (IP-tala skráð) 30.1.2011 kl. 16:55
Hvernig er að vera í flokki sem er fyrir löngu dauður?
Valsól (IP-tala skráð) 30.1.2011 kl. 18:02
Einar Þór, jú það er bindandi og það hefur ríkisstjórn Sjálfstæðisflokki og Samfylkingar og sömuleiðis ríkisstjórn Samfylkingar og Vg fallist á en hafa hingað til reynt að snúa út úr álitinu og slá því á frest að uppfylla það.
Ólafur, Verk Sjálfstæðisflokksins hafa á umliðnum áratug algerlega farið gegn hugsjónum sem flokkurinn segist vinna eftir þ.e. einstaklings og athafnafrelsi.
Sindri Karl, ég hef kynnt mér söguna en á þessu árabili sem þú bendir á var hröð uppbygging á Íslandi.
Margrét J, Það er ágætt að hafa það í huga að þau Steingrímur J. sameinuðust um það fyrir um tveimur áratugum að styðja framsal veiðiheimilda sem var upphafið af gríðarlegri skuldsetningu og rugli í útgerðinni.
Valsól, er nú ekki pínu þversögn í þessum málflutningi þínum?
Annars þá líður mér vel þakka þér fyrir er nýkominn úr lauginni í Hofsósi.
Sigurjón Þórðarson, 30.1.2011 kl. 18:43
Sindri Karl ég lifði söguna og það var sóknar mark frá 1978 til 1984 og veit ég af eigin reynslu að kerfið virkaði vel og gerði mönnum jafn hátt undir höfði. Fyrstu tvö árin í kvótakerfinu sýndu siðar svo ekki var um villst að þorskstofninn hafði tekið stökk uppá við. Öll árin í kvótakerfinu hafa kostað þjóðina tekjur vegna rangra ákvarðanna. Í kvótaerfinu hefur þjóðin misst af nýtingu minnst 5 stórra stofna sem ekki voru veiddir.( vægt áætlað 20 milljarðar) Í sóknarmarkinu voru keypt til landsins fleiri skip en allan tíman í Kvótakerfi. Svo ég næ ekki hvað þú ert að fara. Það stendur kristal tær fullyrðing mín að ekkert fær menn til að mæla með kvótakerfi nema hótanir, heimska og græðgi. Ég stend við þetta hvenær sem er.
Ólafur Örn Jónsson, 30.1.2011 kl. 19:14
Sigurjón ég var einn af stofnendum FF en var neyddur til að hætta öllum afskiptum af stjórnmálum þegar Þorsteinn Már kom ásamt fleiri útgerðaraðilum í Hampiðjuna þar sem vann og hótuðu að hætta öllum viðskiptum við fyrirtækið ef ég yrði ekki tafarlaust rekinn frá fyrirtækinu. Já "frelsiseinstaklingsins til athafna" er orðin háðung á Sjálfstæðisflokknum en forystan skilur ekkert hvað er að gerast og eltir bara skottið á Máa í blindni. Davíðisminn hefur leitt þjóðina í gjaldþrot. Hvers vegna reynir þetta fólk ekki að fara aftur í rótina og finna aftur flokkinn fyrir Davíð
Ólafur Örn Jónsson, 30.1.2011 kl. 19:25
Fjálslyndiflokkurinn á sér lífsvon, ef hann myndar sér skýra stefnu í öllum málum til eflingar landsbyggðar og leggur af gjaldþrotastefnu sína í sjávarútvegi. og ekki síst rekur alla úr flokknum nema formanninn, svo hægt sé að byrja á nýjum grunni.
Sigurgeir Jónsson, 30.1.2011 kl. 22:33
Ég kem með þá hugmynd að aðeins þeir fengju að vera í Frjálslyndaflokknum, sem gætu synt hálft Drangeyjarsund í ágúst, og síðan verði farið í það að endurskipuleggja flokkinn.Þetta útilokar bæði Grétar Mar og Adda Kitta Gauj frá flokknum og þá er von að hann lifni við.
Sigurgeir Jónsson, 30.1.2011 kl. 22:39
Það þarf líka að koma í veg fyrir að fólk eins og Kristinn Gunnarsson og Jón Magnússon fái að ganga í flokkinn. Síðast þegar það gerðist, þýddi það banastunguna fyrir flokkinn sem þegar var orðinn óvirkur undir forystu Guðjóns.
Vendetta, 31.1.2011 kl. 00:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.