Leita í fréttum mbl.is

Sóknaráætlunin er skýrsluskvaldur

Afrakstur 20/20 áætlunar ríkisstjórnarinnar er lítið annað en samtíningur úr gömlu skýrsluskvaldri, þar sem iðlulega koma fram heitingar um að: efla öflugt, nýstárlegt, sameina, votta, setja á fót klasa, efla nýsköpun og þekkingarsamfélagið, framþróa heildræna samþætta stefnu, efla menntun og jafnrétt osfrv.

Þegar búið er að skræla utan af orðskrúðinu stendur fátt ef nokkuð eftir um raunverulegar aðgerðir til þess að ná fram markmiðum um að Íslands verði í fremstu röð árið 2020.

Ekki er ég viss um að upphaflega hafi verið sáð til þess að 20/20 áætlunin varðaði leið að raunhæfum mælanlegum markmiðum fyrir Ísland, heldur miklu frekar að búa til svið fyrir Dag B. Eggertsson í aðdraganda borgarstjórnarkosninganna sl vor.

Ég lenti í því að taka þátt í þjóðfundi í tengslum við 20/20 áætlunina eins og fram kemur hér í pistlinum maður er manns gaman 20/20 áætlunin.

 

 

    


mbl.is Sóknaráætlun í skjóli niðurskurðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

sammála þessu

Óskar Þorkelsson, 7.1.2011 kl. 15:19

2 identicon

Sæll Sigurjón.

Alveg sammála þér þetta er ekkert annað en orðskrúð og svona svipað og þegar Framsókn setti fram það óraunhæfa kosningaloforð og stefnumál um eiturlyfjalaust Ísland árið 2000 ! Algerlega óraunhæft bull.

Svo ber nú forstöðumaður Evrópufræðaseturs Háskólans á Bifröst sér á brjóst og segir augljóst " að stjórnvöld stefni þráðbeint á Evru uptöku og þar með ESB aðild"

Sem er náttúrlega algerlega úr lausu lofti gripið þó svo að sett séu markmið í efnahagsmálum um lága verðbólgu, lítið atvinuleysi og minnkandi skuldir ríkissjóðs landsins, þá er það bara það sem allir eiga að stefna að sama hvaða gjaldmiðil þjóðir munu hafa.

Sem verður örugglega ekki evra, þrátt fyrir heitar þrár og vonir prófersorsins.

En þetta er náttúrlega bara áróðursbragð hjá Eiríki Bergmann sérlega launuðum prófessor ESB fræðasetursins á Íslandi.

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 7.1.2011 kl. 19:31

3 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Já það er efti öðru að Samfylkingin viti nákvæmlega hvað á að gerast eftir áratug þegar stjórnin er ráðalaus um hvernig eigi ráða fram úr vanda sem nú brennur á þjóðinni.

Ég furða mig óneitanlega á taktleysi Samfylkingarinnar að vera stöðugt að ýfa upp Evrópusár Vg strax að afloknum miklum sáttafundi í þingflokki Vg.  Það er eins og að Samfylkingin geti aldrei setið á sér - Nei hinn óháði fræðimaður Samfylkingarinnar er fenginn til þess að koma fram með ný sannindi um mikið en innihaldsrýra skýrslu Dags B. Eggertssonar.

Sigurjón Þórðarson, 7.1.2011 kl. 23:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband