Leita í fréttum mbl.is

Hvers vegna er enginn handtekinn?

Í kvöld var nákvæm atvikalýsing í Kastljósinu á því hvernig hundruðum þúsunda milljóna var stolið úr Glitni og hvernig bankarnir fölsuðu bókhaldið.  Hvernig óskópunum má standa að enginn er fangelsaður en Nota Bene en skýrslan sem fjallað var um af Helga Seljan var unnin af viðurkenndu frönsku greiningarfyrirtæki að beiðni sérstaks saksóknara.  Ef þetta er niðurstaðan eftir hverju er þá verið að bíða?

Ég fór að velta því fyrir mér eftir að hafa horft á Kastljósið hvort að stjórnendur bankans kæmust upp með morð í beinni útsendingu?  Alla vega virðist vera að Glitnismenn komist upp með bókstaflega hvað sem er og helstu samverkamenn þeirra í bankanum eru ráðnir áfram í æðstu stöður í Íslandsbanka eftir hrun. Sömu sögu virðist vera að segja í hinum bönkunum einnig.

Endalaust dynur á fólki óskapnaður og ófyrirleitin málflutningur eins og Guðmund útgerðarmanns á Rifi sem talaði um 8 milljarða tap sem varð af hans völdum sem léttvæga froðu sem engu skipti máli og engum kæmi við.  Til samanburðar þá nemur þessu upphæð nálega tvöföldum heildarskuldum sveitarfélagsins Skagafjarðar sem komu til vegna byggingar skóla, hafna sundlauga félagsheimila íþróttahúsa og allt það sem sveitarfélagið nýtir til að þjóna á fimmta þúsund manns.

Allt venjulegt fólk hlýtur að fyllast viðbjóði þegar það horfir á algert aðgerðarleysi stjórnvalda og sjá að engin lög ná yfir þessa fjármála"elítu" Íslands.


mbl.is Segja að Landsbankinn hafi staðið mun verr en bókhald sagði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steingrímur Helgason

Jamm, enda er ozz lítt zkemmt....

Steingrímur Helgason, 8.12.2010 kl. 23:16

2 identicon

Var ekki Birna, núverandi bankastjóri, yfirmaður hjá Glitni og þáttakandi í þessum skítamálum?

Hvenær á að sópa og smúla flórinn? Við getum ekki haft fólk sem er búið að gera upp á bak þarna inni.

Íslendingur (IP-tala skráð) 8.12.2010 kl. 23:45

3 identicon

Það er merkilegt að þessar upplýsingar skulu koma fram sama dag og Iceslavenefndin situr að samningum í London. Er verið að draga athyglina frá Iceslave.

Siggi Helga (IP-tala skráð) 9.12.2010 kl. 00:09

4 Smámynd: Steinar Immanúel Sörensson

Verðugt íhugunar efni Sigurjón, það að menn skuli ekki settir í járn og beint í gæsluvarðhald þar til búið er að rétta í málinu bendir til þess að eitthvað mikið sé bogið við réttarríkið Ísland.

Menn eru handjárnaðir af minna tilefni og leiddir fyrir dómara.

Steinar Immanúel Sörensson, 9.12.2010 kl. 01:08

5 Smámynd: Andrés.si

Ekki tók langan tíma að góma stráka þjófar úr Leonard.

Andrés.si, 9.12.2010 kl. 01:43

6 Smámynd: Þráinn Jökull Elísson

Hvuddnin var það annars, var kúlulánið ekki afskrifað hjá Birnu bankastjóra???

Þráinn Jökull Elísson, 9.12.2010 kl. 01:53

7 Smámynd: Magnús Ágústsson

þar sem ég er ekki á landinu þá langar mig til að vita hvort einher ykkar tók þátt í bánka áhlaupinu?

ég er að  því núna en það tekur mig lengti tíma þar sem ég er hérumbil hinumegin á hnettinum

mig langar til að biðaja ykkur kæru samlandar að hætta viðskiptum við glæpabankana og færa ykkur til litlu sparisjóðanna úti á landi sem ekki tóku þátt í vitleisunni

Magnús Ágústsson, 9.12.2010 kl. 02:32

8 Smámynd: Andrés.si

Magnús. Ég tók ekki vírkan þátt þar sem ekki er hætt að taka mikið úr. En er vel í undirbuningu að færa mér í óspilt banka.

En mitt framlag til atburdsins igær er hér. 

 http://sphotos.ak.fbcdn.net/hphotos-ak-ash2/hs352.ash2/63253_10150099968374884_643834883_7408880_1170357_n.jpg

og vídeó hér. 

http://www.youtube.com/watch?v=lpT_JzA2O3s

Andrés.si, 9.12.2010 kl. 02:52

9 identicon

Góð grein Sigurjón. Ég er fyrir löngu búin að missa trúna á réttarkerfinu hér á landi. Við búum í mesta glæpalýðveldi heims þar sem meiri áhersla er lögð á að fanga níumenninga sem réðust inn í Alþingi og skartgripaþjófa í vímu.

Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 9.12.2010 kl. 08:03

10 Smámynd: Hörður Sigurðsson Diego

Þetta er ömurlegt. Manni finnst maður vera hafður að fífli.

Hörður Sigurðsson Diego, 9.12.2010 kl. 08:43

11 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Góðar og gildar spurningar. Líklega ræður yfirvaldið ekki við mál af þessari stærðargráðu enda margir flæktir í málið og málin. Skýrsla RNA gefur góða innsýn í viðbjóðin og er ein samfelld brotalýsing.

Kveðja frá Akureyri.

Arinbjörn Kúld, 9.12.2010 kl. 10:12

12 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Varðandi Guðmund á Rifi og 9,4 milljarðarða froðuna hans sem gufaði upp, þá er rétt að setja hlutina í samhengi. Þetta eru á bilinu 5-10% af uppgefnum kostnaði við aðgerðir vegna skuldavanda heimilanna, sem var afskrifað fyrir aðeins einn mann. Og það er ekki einu sinni stórt samanborið við hina stórfiskana!

Guðmundur Ásgeirsson, 9.12.2010 kl. 12:33

13 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Jú jú Birna var innsti koppur í búri í Glitni og ætti sjálf að þekkja vel til bókhaldsóreiðunnar og bókhaldsfölsunnarinnar  en óreiðan varð til þess að Fjármáleftirlitið fannst eðlilegt að hún slyppi ekki við að greiða hlutabréf sem hún taldi sig hafa fest kaup á. 

Það er ekkert hik enn sem komið er að taka á smákrimmum en hætt er við því að með auknu óréttlæti og stórþjófnuðum sem stjórnvöld láta átölulaust sé verið að slíta í sundur friðinn í samfélaginu.

Steingrímur J. og Jóhanna Sig hafa verið iðin við að greiða götu þeirra sem bera ábyrgð á hruninu og finnst ekkert eðlilegra en að varpa kostnaðinum óskiptan á almenning.

Sigurjón Þórðarson, 9.12.2010 kl. 14:13

14 identicon

Ágætis spurningar og vangaveltur Sigurjón. Ætli það sé skki svolítið pólitíkusunum að kenna hvernig réttarkerfið er í landinu þeir hafa í gegnum árin verið iðnir við að koma sínum gæðingum inní ákæru og dómsvaldið,ætli það kerfi hafi ekki vit á því að þakka fyrir liðsinnið og þá má ekki hrófla við þeim stóru,þá kemst leynimakkið upp og verður lýðnum ljóst. 

Sigurgeir Árnason. (IP-tala skráð) 9.12.2010 kl. 15:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband