Leita í fréttum mbl.is

Þingið sem minnihlutinn kaus

Spennandi verður að fylgjast með störfum og afdrifum tillagna stjórnlagaþingsins. Nýstárlegt fyrirkomulag kosninganna með kostum sínum og göllum er í raun bein afleiðing af kreppu íslenskra stjórnmála. Fjórflokknum sem strandaði þjóðarskútunni hefur verið fyrirmunað að breyta stjórnarskránni að einhverju marki og sömuleiðis hefur hann togað og teygt skýr ákvæði eftir hentugleik, s.s. um málskotsrétt forsetans. Vissulega er það djarft að vera með tilraunastarfsemi í kosningum sem snúast um stjórnarskrá sem setur ríkisvaldinu mörk, skiptir því á milli valdastofnana, útbýr leikreglur um hvernig það skiptir um hendur en pattstaða fjórflokksins og hrunið bjó til þessa stöðu. 

Ég er ekki viss um að yfirvofandi verkefni hafi verið kjósendum ofarlega í huga þegar þeir kusu á þingið. Ég get t.d. ekki séð að Vilhjálmur Þorsteinsson, viðskiptafélagi Björgólfs Thors og baráttumaður fyrir greiðslu Icesave, eigi mikið erindi í þá vinnu.

Ég bind vonir við að stjórnlagaþingið skili jákvæðu framlagi í miðjum ruglanda og spillingu íslensks banka- og stjórnmálakerfis.

Forgangsverkefni stjórnlagaþingsins sem minnihlutinn kaus hlýtur að vera að afla sér trausts hjá miklum meirihluta þjóðarinnar og sömuleiðis tillögum sínum fylgis. 


mbl.is Íris Lind var næst inn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þeir sem völdust á stjórnlagaþing eru að mestu fulltrúar "Silfurs Egils" og þar hafa komið fáir af landsbyggðinni.  Til hamingju Egill Helgason. Sjálfsagt verður það þeirra hlutverk að "koma" ákvæði inn í stjórnarskrána, sem gerir það auðveldara fyrir Heilaga Jóhönnu & co að innlima landið í ESB.

Jóhann Elíasson, 1.12.2010 kl. 09:30

2 identicon

Meirihluti ábyrgra manna kaus þá. Þeir sem ekki mættu á kjörstað geta sjálfum sér um kennt.

Óli (IP-tala skráð) 1.12.2010 kl. 10:05

3 identicon

Jóhann, það er ekkert óeðlilegt við það að fólk sem lætur til sín taka í þjóðmálaumræðunni eigi greiðari leið á þingið en aðrir.

Ari (IP-tala skráð) 1.12.2010 kl. 14:03

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þetta er nú ekki lýðræðislegra en svo að ríkisstjórnin leggur sjálf línurnar um hvað skal tekið fyrir í lögum um stjórnlagaþing.  Lykilatriði og ástæða fyrir því að til þingsins er blásið er eitt atriði, sem enginn frambjóðenda nefndi einu orði, en það er 7. greinin, sem hljóðar svo í upptalningunni:

"Framsal ríkisvalds til alþjóðastofnana og meðferð utanríkismála."
Þ.e. að liðka til fyrir framsali fulllveldis. Stjórnarskráin íi núverandi mynd kemur í veg fyrir þetta framsal, svo því þarf Jóka að kippa í liðinn.  Ekki að það hafi truflað hana þegar umsóknin var send, því sú ákvörðun var aldrei send til samþykkis forseta eins og vera ber og er því þegar búið að brjóta grunnlögin í stjórnarskránni og ummsóknin ekki í umboði þjóðarinnar.
Lög um  stjórnlagaþing voru set 25. Júní en það merkillega er að í skýrslu Evrópusambandsins, sem kom út tæpum tveim mánuðum áður er minnst á stjórnlagaþingið og aðeins þetta eina atriði tekið fram.
Í skýrslunni segir:
"Legislation to elect an advisory constitutional assembly was adopted in June. The task of the assembly is to prepare a proposal to parliament for a new constitution. Among the issues to be addressed is delegation of powers by the State to international organisations.

Það ætti öllum að vera ljóst að hér hafa Jóka og Steini gefið fyrirheit og það líkast til að kröfu ESB. Þaðan er þetta komið.

Ef þessari hindrun fyrir immlimun verður eytt úr okkar stjórnarskrá, þá eru önnur af þessum 8 atriðum, sem stjórnin óþörf í sjálfu sér, því við innlimun, þá tekur hin eiginlega stjórnarskrá sambandsins yfir, sem er hinn alræmdi Lissabonsáttmáli.  Það þýðir svo aftur að við getum kvattlýðræðið um leið og fullveldið.

Ég undrast það stórum hvað fólk er gersamlega clueless um þetta og að það skuli ráðast að öllum með kjafti og klóm, sem voga sér að fetta fingur út í þetta leikrit allt og efast um heilindi stjórnvalda. 

Við getum þakkað þessari vinstristjórn það að þegar hún endar daga sína, þá komast hægri öflin til valda og halda þeim um óráðin ár.  Með kosningafyrirkomulagi til þingsins hafa þau nefnilega einnig gert út um vonir um persónukjör og opnara lýðræði. Og hvaðan skyldi þetta súrrelíska fyrirkomulag vera ættað?  Menn mega geta þrisvar.

Jón Steinar Ragnarsson, 1.12.2010 kl. 17:43

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það kæmi mér ekkert á óvart að þegar sé búið að semja stjórnarskrárgreinina sem uppfyllir 7. liðinn. Þ.e. lögbundna kröfu um að á þessu verði tekið.  Hún kemur til með að stökkva upp fullsköpuð á hentugum tíma.

Það er jafnvel reynandi að inna Jóhönnu eftir því, hvernig henni er ætlað að hljóma, því það er 100% öruggt að hún er samin í forsætisráðuneytinu að uppskrift ESB.  Eiríkur Bergmann er líklegast með hana í brjóstvasanum.  Það verður ekki þingið, sem semur þetta eða mótar.  Breytingarnar eru flestar forsamdar af ríkisstjórninni sjálfri og það mun koma í ljós fyrr eða síðar.

Svo ódýrt er lýðræðið hér.

Jón Steinar Ragnarsson, 1.12.2010 kl. 17:52

6 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Samkvæmt viðtali þá ætlar Þorvaldur Gylfason að taka öll völd á þessu þingi og krækja framhjá alþingi með því, er hann fullyrðir að Alþingi sé vanhæft að fjalla um sjálft sig.  Þar nefnir hann sem ástæðu, ætlun HANS að fækka þingmönnum úr 64 í 37.  Þá er það eitt eftir að forða þessu frá afskiptum forseta með að kalla þetta bráðabirgðarstjórnarskrá, því hann telur að HANN þurfi tvö ár til að fullna verkið.

Þjóðaratkvæðin eru því væntanleg erftir 2 ár af því að Þorvaldur í sjálfteknu einræði ætlar að semja og samþykkja stjórnarsrá fyrir "lýðinn" eins og hann kallar okkur.

ESB umsóknin fór ekki fyrir forseta, af því að hún var "óformleg" og seld sem "könnunarviðrður".  Allir vita að það var blekking og þar með var brotið gegn stjórnarskránni.  Menn reyndu að koma því máli í lýðrðislegan farveg, með að leggja fram frumvarp um að umsóknin færi í þjóðaratkvæði en því hafnaði þingið og einnig þeir, sem kusu gegn umsókninni.

Sama á að gera núna. Þorvaldur er böðullinn.  

Ef fólk sér ekki hverskonar vitfirring er í gangi hér og er sátt við þessa nauðgun, þá býst ég við að það eigi skilið það sem bíður þeirra.  Njótið fullveldisdagsins nú vel, því líklega verða þeir ekki fleiri ef Þorvalur fær sínu fram fyrir hönd Jóhönnu og co.

Jón Steinar Ragnarsson, 1.12.2010 kl. 19:15

7 Smámynd: Óskar Þorkelsson

mikill meirihluti þjóðarinnargefur skít í þetta stjórnlagaþing og er alveg sama um sína framtíð

Óskar Þorkelsson, 1.12.2010 kl. 19:17

8 identicon

Hvar var althingi thegar kvótaglaepakerfinu var komid á?  Hverjir gaettu thá hagsmuna thjódarinnar?  Althingi var thá og er nú í hlutverki vardhunda sérhagsmuna.

Thorvaldur Gylfason er vandadur og fluggreindur madur sem gerir sitt besta til thess ad samningur nýrra stjórnlaga gaeti ad hagsmunum og framtíd thjódarinnar, sem byggist á réttlaeti, mannréttindum og sanngjörnum og landsuppbyggjandi leikreglum.

BÚMM (IP-tala skráð) 1.12.2010 kl. 23:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband