Leita í fréttum mbl.is

Árangur af stjórn Alþjóða hafrannsóknarráðsins er enginn

Sumir áhrifamenn í sjávarútvegi hafa haldið því fram að nauðsynlegt sé að koma böndum á makrílveiðar til þess að tryggja vistvænar og sjálfæra nýtingu! Sagan segir okkur að stjórnun Ices og reiknisfiskifræðinnar sem hún byggir á hefur ekki fært sjómönnum annað en aukinn niðurskurð á aflaheimildum.  Að sama skapi hefur meint ofveiði vaxið stöðugt eftir því sem færri bátar eru á sjó og færri fiskar koma á land.

 Nýlegt er dæmið um stjórn á kolmunnaveiðum sem sýnir algert árangursleysi og tjón þess að fara eftir svokallaðri vísindaráðgjöf reiknisfiskifræðinga.  Ekki lágu fyrir neinir samningar um veiðar á kolmunnanum fyrr en í árslok 2005 og var þar með komið í veg fyrir það sem kallað voru stjórnlausar veiðar.


mbl.is Ekki samkomulag um makríl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristinn Pétursson

..og "árangurinn" af þessari "reiknis-fiskifræði-ágiskunar-stjórnun er nú - kolmunnastofn í nýju lágmarki.

Það heyrist ekkert um vaxtarhraða kolmunna eftir aldri... hvort þeir hafa verið að svelta stofninn með offriðun.... veit þú um einhverjar slíkar tölur eða eru þær líka "trúnaðarmál" eins og allt  annað sem miður fer hjá þessum "reiknuðu-vitleysingum"?

Kristinn Pétursson, 26.11.2010 kl. 15:35

2 Smámynd: Ingvi Rúnar Einarsson

Hversvegna var verið að senda samningsnefnd til fundarins í Osló.Það var vitað að þegar Íslendingum var boðið 3,1% af veiðistofninum,var ekkert til að semja um.

Þarna var hrein móðgun,af hendi aðra aðildarríkja,sem átti að svara með því, að fara ekki til fundar við þá,nema að þau kæmi raunhæfa úthlutun til Íslendinga.

Ingvi Rúnar Einarsson, 26.11.2010 kl. 17:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband